Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1990, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1990, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUÐAGUR 27. FEBRÚAR 1990. 15 Staðsetning stóriðjufyrirtækis á landsbyggðinni: Tækifæri sem ekki má sleppa Álverið í Straumsvík. - Staðsetning slíks fyrirtækis úti á landi myndi styrkja landsbyggöina og hafa gífurleg áhrif í byggðamálum, segir grein- arhöf. m.a. Ymis merki þess sjást hér nú að skilningur sé að aukast á því hjá íbúum höfuðborgarsvæðisins að stöðugur flutningur fólks frá lands- byggðinni, umfram eðlilega fólks- ijölgun á svæðinu, sé ekki til góðs. Stöðug útþensla þessa svæðis efl- ir stórborgareinkennin og þá ókosti sem þau bjóða hinum venjulega manni. - Stöðugir fólksflutningar og spenna hækka íbúðaverð, hækka leiguverð, útheimta aukin útgjöld í skólum, dagheimilum, umferðarmannvirkjum, frárennsl- is- og hreinsunarmannvirkjum og öðrum félagslegum þáttum. Sterkir byggðakjarnar Margir halda því fram að sterkir byggðakjarnar á landsbyggðinni muni leysa vandann. Efla verði slík svæði í landsfjóröungunum; það sé forsenda þess að hægt sé að bjóða upp á nægilega öfluga þjónustu og þar með fjölbreytt atvinnutækifæri til þess að fólki flölgi á ný. Þessi skoðun heyrist á höfuð- borgarsvæðinu þegar þessi mál eru rædd en þá fylgja gjarnan stað- hæfingar um að þetta eigi að verða til þess að leggja ýmsa smærri staði af. Við landsbyggðarmenn getum aldrei fallist á þá kenningu. Hitt er þó víst að öflugur miðpunktur er hverjum landshluta til styrktar og þarf ekki að horfa lengra en til Akureyrar í því sambandi. Slíkur kjarni þarf að tengjast umhverfl KjaUaiinn Jón Kristjánsson alþingismaður sínu með öflugum samgöngum og góðu samgöngu- og flutningakerfl. Atvinnumálin Það mun ef til vill fljótlega reyna á hve mikil alvara er í því tali að efla ákveðin svæði á landsbyggð- inni sem geti orðið mjög öflugir þjónustukjarnar. Ef hagkvæmt reynist að reisa stóriðjufyrirtæki hér á landi er kjörið tældfæri til þess fyrir stjómvöld að marka nú þegar þá ákveðnu stefnu að stór- iðjufyrirtæki skuii rísa úti á lands- byggðinni. - í samningum við er- lenda aðila á að láta reyna á þetta og ekki að gefa þeim frjálst val í þessum efnum. Staðsetning 200 þúsund tonna ál- vers í Straumsvík er stórháskaleg fyrir byggðaþróunina í landinu. Shkar framkvæmdir kosta gífur- lega fjármuni. Þessir fjármunir og sú framleiðsla og það framleiðslu- verðmæti, sem slíkt fyrirtæki skap- ar, hefur gífurleg óbein áhrif. Þegar þau bætast við þann styrk, sem höfuðborgarsvæðið hefur fram yfir landsbyggðina vegna stærðarinn- ar, þá er gefið að afdrifarík lota tapast um byggð í landinu. Stað- setning slíks f^rirtækis úti á landi myndi aftur á móti styrkja lands- byggðina mjög í sessi og hafa gífur- leg áhrif í byggðamálum. Staðsetning álvers Ég er þeirrar skoðunar að slíkt fyrirtæki mundi vera vel staðsett á Austurlandi. Fara þar saman byggðasjónarmið og ótvíræð hag- kvæmni varðandi kostnað í stutt- um aðflutningslínum og góðum hafnarskilyrðum. Ég ætla mér hins vegar ekki þann óvinafagnað að fara að deila við þá sem áhuga hafa á staðsetningu á Eyjafjarðarsvæðinu. - Hag- kvæmniathugun ætti að fara sem fyrst fram á þessum tveimur kost- um og draga á niðurstöður hennar inn í álviðræðurnar. Það er allra síst hægt að hlusta á þau rök að Austurland bíði eitt- hvert tjón af þeirri röskun sem þessi uppbygging hefur í fór með sér og þar sé strjálbýli of mikið til þessarar staðsetningar. Landsbyggðin hefur þolað mikla röskun vegna mannflutninga suð- ur og röskun vegna mannflutninga sunnan ætti ekki að setja menn úr jafnvægi. - Þvert á móti er þetta prófmál um það hvort vilji er til þess að eitthvert jafnvægi sé í at- vinnustarfsemi í landinu. Jón Kristjánsson „Það mun ef til vill fljótlega reyna á hve mikil alvara er í því tali að efla ákveðin svæði á landsbyggðinni sem geti orðið mjög öflugir þjónustukjarn- ar.“ Lokað á sunnudögum Það er einkennilegt hvað Reyk- víkingar ætla lengi að sætta sig við að vera settir skör lægra en ná- grannar þeirra hvað varðar af- greiðslutíma verslana. íbúar höf- uðborgarinnar láta sig hafa það möglunarlítið að aka í önnur sveit- arfélög ef þá vanhagar um matvör- ur á sunnudögum. Þá daga er höndlurum í borginni gert að hafa lokað og læst. Með þeirri undan- tekningu þó að þeir sem selja allra brýnustu nauðsynjar svo sem tó- bak, sælgæti, gosdrykki og skaf- miða mega hafa opið framundir miðnætti alla daga vikunnar. Er ekki kominn tími til aö Reykvík- ingar sitji við sama borð og ná- grannar þeirra hvað varðar versl- unarfrelsi? KjaHarinn Sæmundur Guðvinsson blaðamaður láta það afskiptalaust. Menn ættu að hafa leyfi til að hafa opið á hvaða tíma sólarhringsins þess vegna. Það er svo undir neytendum komið hvort þeir kjósa að gera inn- kaup á sunnudögum eða ekki. Það er að segja í þeim mæh að verslun- areigandi telji sér hag í því að hafa opið, að minnsta kosti hluta úr degi. Eflaust eru einhverjir þeirrar skoðunar að aukið frelsi í af- greiðslutíma verslana leiði til hærra vöruverðs. En er varningur seldur á hærra verði hjá nágrönn- unum sem hafa opið á sunnudög- um? Ekki mér vitanlega. Enn aðrir óttast vinnuþrælkun afgreiðslufólks. Það ætti að vera auðvelt að semja um breytta vinn- utilhögun hjá þeim sem vilja lengja Hversvegna lokun? Ég man ekki hvaða rök liggja að baki því að matvöruverslanir eða aðrar verslanir mega ekki hafa opið á sunnudögum í Reykjavík. Hins vegar rekur mig minni til þess að þegar leyft var að hafa verslanir í Englandi opnar á sunnudögum var því mótmælt af kirkjunnar mönnum sem töldu verslun tæla fólk frá kirkjusókn. - Hins vegar hef ég ekki haft spurnir af hvort sú hafi orðið raunin. Ekki hef ég trú á að kirkjan hér- lendis muni skipta sér af því þótt sunnudagsbann við almennri verslun verði afnumið. Enda er það ekki þannig að öll atvinnustarf- semi liggi niðri á sunnudögum, síð- ur en svo. Auk þess sem sjoppur eru opnar er selt bensín, barir og önnur veitingahús hafa opið, myndbandaleigur og kvikmynda- hús, leikhús og blómaverslanir, bakarí og bílastöðvar og þanrtíg mætti iengi telja. Hvers vegna má þá ekki selja smjörstykki eða kóte- lettur, hafragrjón eða egg - í Reykjavík? Er almenningur fylgj- andi banninu? Varla. Eru það eig- endur stórverslana? Getur verið. „Hvers vegna má þá ekki selja smjör- stykki eöa kótelettur, hafragrjón eða egg - í Reykjavík? Er almenningur fylgjandi banninu? - Varla.“ Og ef til vill er afgreiðslufólk með sunnudagslokun. Frjálst val Mikið er rætt um frelsi manna til orða og athafna og sá flokkur, er hefur meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur, er mjög fylgjandi auknu frelsi á sem flestum sviðum. En ^f einhverjum ástæðum hefur .meifiþlutinn ekki beitt sér fyrir Versltmarfrelsi í borgiiuii og ekki ihflií ég heldur eftir tillögum frá miimihlutanum í þá veru. Auðvitað eiga verslunareigendur- að hafa leyfi til að hafa opið á sunnudögum sem aðra daga - ef þeir kæra sig um. Það er enginn að tala um að skylda þá til að hafa opið. Alls ekki. En ef einhver vill standa í því að hafa opið þá á að afgreiðslutímann. Alla vega er það hægt í öðrum löndum. Fyrir nú utan það að auðvitað væru þaö ekki nema tiltölulega fá- ar verslanir sem nýttu sér heimild til að hafa opið á sunnudögum. Og hvers vegna að banna kaupmann- inum á hominu áð afgreiða kúnna ásamt sinni fjölskyldu alla daga vikunnar ef hann nennir að standa í því? „Það er algjör óþarfl að hafa opið á sunnudögum. Fólki er engin vorkunn að gera sín innkaup aðra daga vikunnar, til dæmis á laugar- dögum,“ er viðkvæðið hjá mörgum. Svo setjast þeir upp í Benzann sinn á sunnudögum og aka út úr bænum til að kaupa það sem gleymdist deginum áður. En gamla fólkið, „íbúar höfuðborgarinnar láta sig hafa það möglunarlítið að aka í önnur sveitarfélög ef þá vanhagar um matvörur á sunnudögum." - Úr einni stórversluninni á Hafnarfjarðarsvæðinu. sem á engan bíl, verður að láta sig hafa það að bíða mánudags. Kosningar framundan Nú em sveitarstjómarkosningar framundan eins og allir vita. Það væri fróðlegt áðLhéyra skoðanir frambjóðenda í Reykjavík á þessu máli. Forystumenn hinna ólíkleg- ustu flokka era nú farnir að boða frelsi og vilja afnema höft og mið- stýringu á sem flestum sviðum. Sunnudagsopnur í Reykjavík er í sjálfu sér ekkert stórmál. En mál- ið er engu að síður nokkur próf- steinn á það hvort menn vilja auk- ið athafnarfrelsi aðeins í orði en ekki á borði. Það er ágætt að berjast fyrir auknu frelsi hvað varðar verslun og iiðskipti við aðrar þjóðir. Jafn- vel'haft á orði að þar höfum við íslendingar mikilvægu hlutverki að gegna á alþjóðasviði. En hvernig væri að við litum okkur nær til að byrja með og byrjuðum á að kippa smámálum í lag eins og því sem hér hefur verið gert að umtalsefni? Sæmundur Guðvinsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.