Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1990, Blaðsíða 28
28
ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 1990.
Andlát
Amdís Jónsdóttir, fyrrum húsfrú,
Hjalla í Ölfusi, Háteigsvegi 40, andað-
ist 25. febrúar.
Sigurður Þórðarson, Bakkaseli 26,
lést í Landspítalanum að morgni 25.
febrúar.
Guðmundur Helgason, Akraseli 18,
Reykjavík, andaðist í Vífilsstaðaspít-
ala 26. febrúar.
Þórunn Benediktsdóttir andaðist á
Droplaugarstööum 24. febrúar.
Guðríður Halldórsdóttir frá Kjalvar-
arstöðum, síðast til heimilis í Borgar-
nesi, lést í sjúkrahúsi Akraness laug-
ardaginn 24. febrúar.
Svanhvít Magnúsdóttir, áður til
heimilis í Stigahlíð 30, andaðist í
Kumbaravogi 26. febrúar.
Einar Jónsson frá Ásólfsskála, Háa-
leitisbraut 117, Reykjavík, andaðist í
Borgarspítalanum laugardaginn 24.
febrúar.
Jardarfarir
Útfor Bjarneyjar Friðriksdóttur
verður gerð frá Dómkirkjunni mið-
vikudaginn 28. febrúar kl. 13.30.
Óskar Jónsson, Austurströnd 12, Sel-
tjamamesi, sem lést af slysfórum 19.
febrúar sl„ verður jarðsunginn frá
Neskirkju fimmtudaginn 1. mars kl.
13.30.
Hjördís Jónsdóttir lést 16. febrúar sl.
Hún var fædd á Akranesi þann 1.
febrúar 1915. Foreldrar hennar voru
Jón Júlíus Pálsson og kona hans,
Elín Ólafsdóttir. Eftirlifandi eigin-
maður hennar er Ólafur Jónsson.
Þau hjónin eignuðust tvo syni og ólu
einnig upp bróðurdóttur Hjördísar.
Útför Hjördísar verður gerð frá Dóm-
kirkjunni í dag kl. 13.30.
Svava Þorsteinsdóttir lést 18. febrú-
ar. Hún fæddist 12. nóvember 1901 á
Bíldudal, dóttir.hjónanna Kristínar
Tómasdóttur og Þorsteins Júhusar
Sveinssonar. Svava lauk prófi frá
Kvennaskólanum í Reykjavík. Svava
stofnsetti einkaskóla í Reykjavík fyr-
ir börn á aldrinum 6-10 ára. Vegna
breyttrar skólalöggjafar varð þetta
síðar skóh fyrir 6 ára böm til undir-
búning skyldunáms. Svava gekk
þremur börnum bróður síns í föður-
stað. Útför hennar verður gerð frá
Dómkirkjunni í dag kl. 15.
ÚRVAL
alltaf
betra
og betra
Úrval
tímarit fyrir alla
Fundir
Kvenfélag Hreyfils
heldur fund miðvikudaginn 28. febrúar
kl. 20 í Hreyfilshúsinu.
Fræðslufundur NLFR
Náttúrulækningafélag íslands efnir til
fræðslufundar að Hótel Loftleiðum
þriðjudaginn 27. febrúar kl. 20. Á fundin-
um flytur dr. Snorri Ingimarsson, yfir-
læknir á heilsuhæli NLFÍ í Hveragerði,
fyrirlestur um aðlögun krabbameins-
sjúklinga aö eðlilegum lífsháttum að lok-
inni meðferð. Að erindinu loknu munu
fara fram umræður og svarað verður
fyrirspurnum um stefnu Náttúrulækn-
ingafélagsins. Fundarstjóri verður Eirík-
ur Ragnarsson, forstjóri Heilsuhælis
NLFÍ. Fundurinn er opinn almenningi.
MR-stúdentar1940
Fundur verður haldinn í Torfunni
fimmtudaginn 1. mars kl. 20.30.
Samtökin „Líf í Fossvogsdal“
halda fund í safnaðarheimili Bústaða-
kirkju í dag, þriðjudaginn 27. febrúar, kl.
20.30. Fundarefnið er skýrslan: Athugun
á skipulagi í Fossvogsdal, - forkönnun -
sem unnin var fyrir Skipulagsstjóm rík-
isins af Líffræði-, Raunvísinda- og Verk-
fræðistofnun Háskóla íslands. Sérfræð-
ingar Háskólans munu mæta á fundinn
og kynna skýrsluna. Síðan munu fara
fram umræður um ýmis atriði hennar.
Skipulagsstjóri ríkisins kemur á fundinn.
Á fúndinum mun skýrast hvert stefnir í
umræðunni um hraðbraut um Fossvogs-
dal. Stjórn samtakanna hvetur dalbúa og
aðra áhugamenn um umhverfismál og
framtíð Fossvogsdal til að mæta á fund-
inn og kynna sér málin.
ITC deildin Harpa
heldur almennan deildarfund að Braut-
arholti 30 kl. 20 í kvöld. Allir velkomnir.
Upplýsingar gefur Ágústa í síma 71673.
Tónleikar
Háskólatónleikar
Gunnar Kvaran sellóleikari og Dagný
Björgvinsdóttir píanóleikari leika á há-
skólatónleikum í Norræna húsinu mið-
vikudaginn 28. febrúar kl. 12.30.
Tilkyimingar
Hallgrímskirkja
Samvera aldraöra miðvikudaginn 28. fe-
brúar kl. 14.30 í safnaðarsalnum. Björg
Einarsdóttir rithöfundur kemur í heim-
sókn.
Arbæjarkirkja:
Öldrunarfulltrúi Árbæjarsóknar hefur
viðtalstíma í kirkjunni í dag kl. 13-14,
sími 83083. Leikfimi eldri borgara í safn-
aðarheimilinu kl. 14. Hárgreiðsla hjá
Stellu alla þriðjudaga, tímapantanir í
sima 673530.
Breiðholtskirkja:
í dag, þriðjudag, verður bænaguðsþjón-
usta kl. 18.30. Fyrirbænaefni má koma á
framfæri við sóknarprest 1 viðtalstíma
hans þriðjud.-fóstud. kl. 17-18, s. 71718.
Grensáskirkja:
Kirkjukaffi í Grensási. Opið frá kl. 2 alla
þriðjudaga. Kaffi og heimabakað. Allir
velkomnir.
Hallgrímskirkja:
Fyrirbænaguðsþjónusta í dag kl. 10.30.
Beðið fyrir sjúkum.
Neskirkja:
Þriðjudagur: Barnastarf 10-11 ára kl. 17.
Seltjarnarneskirkja:
í dag, þriðjudag, opið hús fyrir 10-12 ára
böm kl. 17.30.
t
Meiming
Tónskáldaverðlaun
Norðurlandaráðs
Tónskáldaverðlaun Norðurlandaráðs féllu að þessu
sinni í skaut norska tónskáldsins Olav Anton Thom-
mesens. Hann er nú staddur hér á landi og mun veita
verölaununum viðtöku við formlega athöfn nú í vik-
unni. Af þessu tilefni stóð Listvinafélag Hallgríms-
kirkju fyrir kynningardagskrá í kapellu Hallgríms-
kirkju sl. sunnudagskvöld.
Dagskráin hófst á því að þeir Bemharöur Vilkinson
flautuleikari, Daði Kolbeinsson óbóleikari og Haf-
steinn Guðmundsson fagottleikari fluttu Bókasafns-
fanfare Thommesens. Þetta er örstutt gletta, vel skrif-
uð og bráðskemmtileg og var hún hér frábærlega vel
flutt, reyndar tvisvar, vegna smæðar sinnar, að ósk
höfundarins.
Eftir ávarp formanns Listvinafélags Hallgríms-
kirkju, Knut Odegaard, lék Einar Jóhannesson klarí-
nettleikari verkiö Stanza frá árinu 1975. Þetta er hljóðl-
át og innhverf hugleiðing sem Einar kom til skila á
snilldarlegan en jafnframt látlausan hátt.
Olav Anton rakti þvi næst nokkuð feril sinn og lék
hluta úr verkum sínum, m.a. Gjensidig og Opp-ned,
en einnig úr verðlaunaverkinu sjálfu, Gjennom prisme
frá árinu 1983. Olav er fæddur í Osló árið 1946 og stund-
aði m.a. selló- og píanónám við háskólann í Indiana
en þar kynntist hann gríska tónskáldinu Iannis Xenak-
is sem átti eftir að hafa mikil áhrif á hann.Það voru
einkum hugmyndir Xenakis um gerð hljóðsins sem
verkuðu sterkt á hinn unga tónhöfund og fór hann
árið 1969 til Evrópu þar sem hann stundaði nám í
Varsjá og viö Sonologí-stofnunina í Utrecht í Hollandi
en þar voru einmitt gerðar rannsóknir á hljómum og
gerð þeirra og merkingu.
Tónlist
Áskell Másson
Þegar Olav Anton kom heim frá námi sneri hann
sér að kennslu í Osló, við Óperuskólann og Tónhstar-
háskólann, þar sem hann er nú prófessor. Hann er
mikill áhugamaður um kennslu og hvetur nemendur
sína óspart til dáða. Hann er einkar gagnrýninn á
norskt tónlistarlíf og norskt þjóðfélag og hefur oftsinn-
is sent frá sér óvægin skeyti, bæði í ræðu og riti á
opinberum vettvangi sem og innan veggja skólanna
þar sem hann starfar.
Tónverk Olavs Antons Thommesen einkennast af
mikilli innri spennu, kraftmiklu og fjölbreytilegu
hljóðfalli og sérlega mikilli litauðgi.
Hann hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum í norsku
tónlistarlífi og má þar nefna m.a. stjórnarstörf í norsku
tónverkamiðstööinni, norska tónskáldafélaginu, Fíl-
harmóníusveit Oslóborgar og tónlistarnefnd ríkisins.
í lok kynningardagskrárinnar í Hallgrímskirkju
söng Hamrahlíðarkórinn undir stjórn Þorgerðar Ing-
ólfsdóttur verkið Stabat mater speciosa frá árinu 1977
en þetta er sjö radda mótetta fyrir blandaðan kór.
Verk þetta ber yfir sér bæði fegurð og ferskleika og
flutningur kórsins var stórgóður. Sérlega gaman var
að heyra verkið fyrst í kapellunni og síðan í aðalkirkj-
unni vegna þeirrar óhku upplifunar sem hljómur sal-
anna býöur upp á.
Carmina burana og Pagliacci
Islenska óperan flutti ofangreind verk nú um helgina.
Þetta mun vera í fyrsta sinn sem kórverkið Carmina
burana eftir Carl Orff er flutt hérlendis á sviði. Verk-
ið er byggt á textum frá miðöldum, sem fjalla um lysti-
semdir lífsins, ástina, lukkuna, mat og drykk o.s.frv.
Verkið er hér fært upp í fremur látlausum og reyndar
hugmyndasnauðum búningi en sviðsútfærslan gengur
engu að síður upp þótt hún sé aö mestu byggð á sjálf-
sögðum lausnum. Hér saknar maður þess súrrealíska
og þess holdlega aðallega en textinn gefur sterklega
til kynna slíka hluti og nánast æpir á þá í útfærslu,
bæði hvað varðar söngtúlkun svo og sviðsgerð. Text-
inn hefur reyndar sjálfsagt farið fyrir ofan garö og
neðan hjá flestum því á textavél óperunnar komu ein-
ungis fram orð og samhengislausar setningar á stangli
og hefði j afngott verið að sleppa birtinguþessa alveg.
Tónhstin var vel flutt og olli þar mestu um sterk og
sannfærandi túlkun kórs Islensku óperunnar en einn-
ig átti hljómsveitin, sem að þessu sinni var leidd af
Zbigniew Dubik, þar drjúgan þátt og verður að þakka
það hljómsveitarstjóranum, David Angus, að verulegu
leyti. Leikstjóri og dansahöfundur var Terence Et-
heridge, leikmynd og búningar voru í umsjón Nicolai
Dragan og stjórnandi kórs og æfingastjóri var Peter
Locke en hann á hrós skilið fyrir vinnu sína fyrir
þessa sýningu. Michael Jón Clarke, Þorgeir J. Andrés-
son, Sigrún Hjálmtýsdóttir og nokkrir söngvarar úr
kómum skiluðu öll einsöngs- og samsöngsatriðum sín-
um á vandaðan hátt.
Afbrýðisami trúðurinn
Ópera Ruggero Leoncavallo, Paghacci, var flutt eftir
Tónlist
Áskell Másson
hlé. Leikstjóri þessarar sýningar var Basil Coleman,
leikmynd var í höndum Nicolai Dragan, búninga sá
Alexander Vassihev um og lýsingu hannaði Jóhann
B. Pálmason. Þessi sýning hlýtur að teljast ein sú best
heppnaða hjá íslensku óperunni th þessa. Búningar
og sviðsmynd skapa líflega og viðeigandi umgjörö um
verkið, leikstjóri nýtir sér hér allt hugsanlegt rými
hússins á þann hátt að verkar aldrei nema eðlilegt
verkinu. Lýsing var lýtalaus og enn sem fyrr stóð kór
íslensku óperunnar sig með miklum sóma. Stærstan
þáttinn í upplifun áheyrandans/horfandans á verkinu
á þó Garðar Cortes sem söng hlutverk Canio. Garðar
túlkar hlutverkið af mikilli innlifun og var söngur
hans hrífandi. Ólöf Kolbrún Harðardóttir skilaði sínu
hlutverki á sannferðugan hátt og söng einkum vel í
ástaratriöinu með Silvio, sem sunginn var af Simon
Keenlyside en af frammistöðu hans má dæma aö hann
sé mjög góður söngvari. Keith Reed og Sigurður
Bjömsson skiluðu ólíkum hlutverkum Tonio og Peppe
með sóma. Þorpsbúar voru og þokkalega sungnir af
þeim Ragnari Davíðssyni og Þorgeiri J. Andréssyni.
Að sýningu lokinni ætlaði innilegum fagnaðarlátum
áheyrenda aldrei að linna og var íslenska óperan vel
að þeim komin.
Þökkum innilega audsýnda samúð og vinarhug við
andlát og útför mannsins míns, föður okkar og afa,
Ragnars Björgvins Þorsteinssonar.
Sigrún Ólafsdóttir,
börn og barnabörn
t
Þökkum afalhug auðsýnda samúð og vinarhug við
andlátog útför
séra Róberts Jack.
Guð blessi ykkuröll.
VigdísJack,
börn, tengdabörn og barnabörn
Fjölmiðlar
Morgunhanar rásar tvö
Þeim Jóni Ársæh og Leifi Hauks-
syni hefur tekist afar vel að gera
áheyrilegan ogskemmtilegan morg-
unþátt á rás tvö. Báðir eru morgun-
hanamir einkar skemmtilegir
spyrlar og eiga auövelt með að búa
til létt og þægileg útvarpsviðtöl.
Gildir þá einu hvort þeir eru að
ræða við þrautreynda póhtíkusa,
sem eru vanir að koma fram í fjöl-
miðlum, eða húsmæöur úti á landi.
Menn sem eiga auðvelt með að
nýta sér kosti útvarpsins sem miö-
ils.
í morgun mátti heyra þá ræða við
konu um einn umdehdasta dal ahra
tíma á íslandi, Fossvogsdal. Þó að
maður séörðin hálfþreyttur á þess-
um blessaöa dal þá er hann óum-
deilanlega í umræðunni og ekki
verra að vita að það eigi enn einu
sinni að halda fund og þrátta um
dalinn í Bústaðakirkju í kvöld.
Okkar maöur, eins og það er orðað
á rásinni, Magnús Einarsson leigu-
bílstjóri, var á Hlemmi og færði
fréttir af ófærð og kulda í borginni.
Þaö setur jafnan að manni hroh
þegar Magnús fer að lýsa kulda og
ófærð svona rétt áður en maöur
þarf sjálfur að halda út í umferöina.
Svo var það spurningin um hvort
þaö sé rétt að reyta lækninn sinn til
reiöi og umfjöllun um réttmæti
hækkunar læknisleyfa um síöustu
áramóL Viðtal við einn ungan fylgdi
í kjölfarið en hann þarf að fara aö
kaupa sér læknisleyfi sem hefur
hækkað um heil 1200 prósent frá
fyrra ári. Ekki nema von að þungt
sé i ungum læknum.
Á þessum nótum er þátturinn
spunninn áfram, stutt viðtöl og
fréttirí bland viðtónlist. Góður
þáttur sem er gott aö hlusta á um
leið og maður vaknar til nýs dags.
Jóhanna Margrét