Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1990, Blaðsíða 24
24
ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 1990.
Sviðsljós
James Douglas:
Maðurinn sem
sigraði Golíat
Lulu Pearl. Sú var ekkert að tvínóna
við hlutina, sagði við son sinn að
hrekkjusvínið væri ekkert nema
kjafturinn og honum væri eins gott
að verja sig og slást á móti ef með
þyrfti. James fór að ráðum móður
sinnar og komst að því að ráð hennar
virkaði.
Það var svo faðir hans, fimmti besti
hnefaleikari heims í milliþyngdar-
flokki, sem kenndi honum hvernig
ætti virkilega að berjast. James var
þá 10 ára gamall en hann missti allan
áhuga á hnefaleikum fimm árum síð-
ar því honum fannst þeir vera hrotta-
legir og ómannúðlegir. Þá sneri hann
sér að körfubolta en ári síðar var
hann aftur kominn í hnefaleikana.
Faðir hans varð þjálfari hans en lítið
gekk.
Það var svo áriö 1984 að James, eða
Buster eins og hann er venjulega
kallaður, fékk John Johnsson fyrir
þjálfara og þá fóru hlutirnir að ger-
ast. Buster varö betri og betri þangað
til hann þótti nógu góður til að mæta
Golíat. Þótt fæstir hafi haft nokkra
trú á honum.
En það voru ekki aöeins gleðitár
sem runnu niður kinnar hans eftir
sigurinn, heldur einnig tár sorgar.
Það var fyrir rúmlega hálfum mán-
uði að þau stórtíðindi gerðust í Tokýo
að hnefaleikakappinn Mike Tyson
tapaði heimsmeistartitlinum í
þungavigt. Hafði Tyson þá ekki tapað
37 viðureignum í röð.
Það var James Douglas sem tókst
að.koma rothöggi á Tyson í 10. lotu
eftir að Tyson hafði slegíð hann í
gólfið í þeirri 8. Deilt var um það að
dómarinn hefði talið of hægt en ai-
þjóðahnefaleikasambandið átti síð-
asta orðið og Douglas varð heims-
meistari.
James ólst upp í miðstéttarhverfi í
borginni Columbus í Ohiofylki í
Bandaríkjunum. Það kom oft fyrir
að aðalhrekkjusvín hverfisins væri
að striöa honum og þar kom að Ja-
mes leitaði ráðar hjá móður sinni,
Buster liggur í gólfinu eftir höggið frá Tyson.
James Douglas heldur á lofti meistarabeltinu eftir sigurinn á Mike Tyson.
Aðeins tveimur vikum áður en hann
fór til Japans lést Lula Pearl móöir
hans, en hún hafði einmitt hvatt
hann til að berjast. Það er þó ekki
eina áfallið sem hann hefur orðið
fyrir. Fyrir níu árum horfði hann á
að sautján ára gömlum bróður hans
blæddi út, eftir að skot hafði hlaupið
af slysni úr byssu sem bróðir hans
var með. Síðastliðið haust fór eigin-
kona hans, Bertha, frá honum, og
barnsmóðir hans er dauðvona af
hvitblæði. En Buster á 11 ára gamlan
son.
Það mun þó vera dauði móöur
hans, sem hvað mest áhrif hafði
hann og minningu hennar tileinkaði
hann sigurinn. Eða eins og bróðir
Busters sagði: „Þegar mamma var
látin vissum við að það var kominn
tími til að verða fullorðnir."
Aldargamlar
tvíburasystur
Frönsku tvíhurasysturnar Therese Maziere og Elisa Galle enn vel eftir því þegar fyrri heimsstyijöldin hófst. Og eftir
höföu aldeilis ástæðu til að halda hátíðlega upp á sunnudag- því sem Therese sagði varð ekkert eins og þaö var eftir það.
inn, því þá héldu þær upp á aldarafmæli sitt. Til gamans má geta þess aö líkurnar á því að tvíburar
Þær systur fæddust í Alsír þann 25. febrúar 1890 og muna nái svona háum aldri eru einn á móti 50 milljónum.
Fronsku tvíburasysturnar biása á kertin á afmæliskökunni.
hjónabaud
íýjai ***** um ^
• í andaísUtrttnura
Þnsvar v aaató týska
(IW-SLLISFBEIRAOGBEM
Nýjar spumíngar tim kynlíf og hjónaband
Lifið og viðhorf fólks til þess er sífellt að breytast. Afstaða fólks til samskipta
kynjanna, þar með talíð hjónabandsíns, er breytileg eíns og allt annað. Þess
vegna vakna sifellt nýjar spurningar.
Ringulreíð að lokínní starfsæví
Margir eiga bágt með að Iaga sig að breytingunum sem fylgja því að láta af störf-
um vegna aldurs. Beískjan beinist jafnvel að makanum, að ósekju. Hér eru nokk-
ur hollráð til að forðast eftirlaunaþunglyndið.
Amí fýlgír fegurðínní
Höfundurínn hafði veríð heldur í þybbnara Iagi en sneri víð
blaðínu og gerðíst grönn og spengileg og augnayndi karl-
manna. En nú er hún aftur orðin þybbin og sæl og segir hér
sögu sína.
Þrisvar í andarslitrunum
- nú 12. stærsta íönfyrírtækí Þýskalands
Saga Bæversku mótorverksmiðjanna er spennandi lesning
þvi hvað eftir annað hefur ekkert blasað víð fyrirtækinu ann-
að en að gefast upp og verða lagt níður. I hvert sinn hefur
það hins vegar risíð úr öskustónni og látið að sér kveða á
nýju sviði eða með nýjum hættí.