Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1990, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1990, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 1990. Utlönd uuarte Donnn tn gratar Napolen Duarte, fyrrum forseti forseti El Salvador, var borinrt til grafar um helgina. Á þessari mynd sést fjölskylda hans. Símamynd Reuter Napoleon Duarte, fyrrum forseti E1 Salvador, var borinn tíl grafar um helgina en hann lést á laugardag eftir nær tveggja ára sjúkralegu. Duarte, sem var forseti í fimm ár, þar til í júni á siðasta ári, lést úr krabbameini. Meðal gesta við jarðarfórina voru Dan Quayle, varaforseti Bandarfkjanna, auk nokkurra leiðtoga Mið-Ameríku, s.s. Oscar Arias, forseti Costa Rica og nóbelsverðlaunahafi. Viö útförina var Duarte hylltur sem friöarboði. Hann naut stuðnings Bandaríkjastjórnar á meðan hann sat í embætti, frá 1984 til 1989. Duarte var forseti á timum blóðugrar borgarastyijaldar, styijaldar sem enn stendur yfir. Tugir þúsunda hafa látist í þessum átökum. Samkvæmt ákvæðum stjómarskrár landsins gat Duarte ekki sóst eftir forsetaembætt- inu á nýjan leik í fyrra og var Cristiani, núverandi forseti, kosinn eftirmað- ur hans. „Bannað að reykja“ Bann við reykingum á flestum leiðum í innaníandsflugi í Bandaríkjun- um tók gildi um helgina. Þeir sem ekki reykja eru himinlífandi með breyt- inguna eins og skfljanlegt er. Hinir verða bara að bíta á jaxlinn og halda það út. Reykingar eru ekki leyfðar í innanlandsflugi í Bandaríkjunum nema i örfaum undantekningatilfellum þegar flugtíminn er lengri en sex klukku- tímar. Reglur þessar hafa áhrif á næstum alla flugumferð innanlands i Bandaríkíunum en innanlandsflugferðir eru átján þúsund á degi hverjum. Mulroney stokkar upp í stjórninni Brian Mulroney, forsætisráðherra Kanada, hefur siokkað upp í stjórn sinni. Símamynd Reuter Brian Mulroney, kanadíski forsætisráðherrann, hefur stokkað upp í stjórn sinni til að reyna að ávinna flokk sínum, íhaldsflokknum, vinsældir meðal almennings á ný. Mulroney sagði að uppstokkunin væri nauðsynleg til að ríkisstjórnin héldi velli næstu mánuði. Sam- kvæmt niðurstööura skoðanakannanna nýtur stjórn íhaldsmanna stuðnings hjá færri en fimmta hveijum Kanadamanni. Alls tilkynntl forsætísráðherrann um fimmtán breytingar á ráð- herralista sínum í þessari fyrstu uppstokkun hans síðan í janúar í fyrra. Ekki verður þó um aö ræða neina breytingu á skipan helstu ráðuneyta svo sem fjármála-, viðskipta- og orkumálaráðuneytís. Vaclav Havel, forseti Tékkóslóvakiu, og Gorbatsjov Sovétforseti, ræddu saman í Moskvu i gær. Símamynd Reuter Að loknum fundi Vaclav Havel og Mikhail Gorbatsjov: Nýtt skeið í sam- skiptum ríkjanna Sovétríkin hafa samþykkt að allir sovéskir hermenn í Tékkóslóvakíu verði á brott um mitt næsta ár. Þetta kom fram í máli Vaclavs Havel, tékk- neska forsetans, sem nú er í heim- sókn í Sovétríkjunum. Havel sagði í gær, að loknum viðræðum sínum við Gorbatsjov Sovétforseta, að íhlutan Sovétmanna í Tékkóslóvakíu, sem hófst með innrás Varsjárbandalags- ins árið 1968, væri nú loksins „í for- tíðinni“. Gorbatsjov Sovétforseti og Havel undirrituðu samning um jafnréttí í samskiptum ríkjanna og sagöi Sovét- forseti við undirritunina að nú væri nýtt skeið runnið upp í samskiptum Sovétríkjanna og Tékkóslóvakíu. Sovétmenn, sem hafa alls 73.500 hermenn í Tékkóslóvakíu, hafa sam- þykkt að allt sovéskt herlið verði á brott fyrir 1. júlí á næsta ári. Utanrík- isráðherrar beggja ríkja undirrituðu samninga um brottflutningana. Rík- isstjórn Tékkóslóvakíu hafði upp- runalega krafist þess að allir sov- éskir hermenn yrðu á brott fyrir lok þessa árs. En á fundi með blaða- mönnum í gær skýrði Havel frá því að hermennirnir yrðu farnir fyrir 1. júlí og jafnvel fyrr. Sovéskt herlið mun yfirgefa Tékkó- slóvakíu í þremur þrepum. Flestír hermennirnir munu verða á brott fyrir lok maí á þessu ári en öðru þrepi brottflutnings lýkur í lok des- ember þessa árs. Því síðasta á svo að ljúka í lok júní á næsta ári eins og áður hefur komið fram. í fréttum Tass, hinnar opinberu fréttastofu, var skýrt frá því að á fundi forsetanna hafi sameining Þýskalands einnig borið á góma. Þar sagði að þeir væru sammála um aö við sameiningu þýsku ríkjanna þyrftí að taka tiflit til öryggishags- muna annarra ríkja, sérstaklega ná- grannaríkja bæði Vestur- og Austur- Þýskalands. Reuter Verðbréfamarkaðir 1 Tokýo: Verð hlutabréfa hækkar Verð á hlutabréfum á veröbréfa- mörkuðum í Tokýo hafði hækkað nokkuð þegar kauphöllum var lok- að í dag eftir óstöðugleika allan daginn. Þá var tilkynnt snemma í morgun að Toshiki Kaifu, sem ver- ið hefur forsætisráðherra í hálft ár, hafi verið endurkjörinn í embættí. Það var neðri deild þingsins sem gekk til atkvæða um forsætisráð- herrann í morgun en þar hefur Fijálslyndi lýðræðisflokkurinn, flokkur Kaifus, meirihluta. Þegar kauphöllum í Tokýo var lokað síðla dags í dag að staðar- tíma, snemma í morgun að íslensk- um tíma, hafði Nikkei-verðbréfa- visitalan náð sér á strik eftir að hafa fallið nær allan daginn. Við opnun hækkaði verð á hlutabréf- um fyrstú-mínúturnar en lækkaði þegar leið á daginn. Vísitalan hafði fallið um 1,23 prósent síðari hluta dags í dag. Viö lokun var hún skráð á 33.897,95, og hafði hækkað um 576,08 stig, eða 1,73 prósent. Verð á hlutabréfum hefur sveiflast upp og niður á mörkuðum í Japan síðustu daga en þessi óstöðugleiki í verði hefur aftur á móti ekki haft mikil áhrif á verðbréfamarkaöi í Evrópu og Bandaríkjunum. Dow Jones- verðbréfavísitalan bandaríska var skráð á 2.602,48 við lok viðskipta í New York í gær en það er 38,29 stiga hækkun. Ástæðu óstöðugleika í Tokýo segja sérfræðingar vera ótta fjár- málaspekinga um hærri vexti auk veikleika yensins gagnvart doflar. í gær féll verð á hlutabréfabréfum um alls 1.569,10 stig sem er mesta fall síðan í veröhruninu í október árið 1987. Reuter Reyndi að fá áfengi með hótunum Stjómmáiamaður í Paamiut á Grænlandi verður látinn svara tíl saka fyrir að hafa skömmu fyrir jól hótað afgreiðslumanni til þess að hann seldi sér áfengi. Stjórnmálamaðurinn, sem var ölvaður, hótaði að láta reka afgreiðslumanninn úr úr húsnæði sínu ef hann fengi ekki að kaupa áfengið. Afgreiðslumaðurinn, sem neitaði að selja áfengiö, kærði stjórn- málamanninn fyrir lögreglunni. Henni reyndist í fyrstu erfitt að finna samkvæmt hvaða lagagrein hægt væri að ákæra þyrsta stjórnmálaraanninn. Lögfræðingar hafa nú komist að þeirri niðurstöðu að hægt sé að ákæra hann fyrfr að hafa misnotað aðstöðu sína til aö bijóta gegn friðhelgi einkalífsins. Samkvæmt tölum fyrir árið 1988, sem lagðar voru fram í sambandi við þing Norðurlandaráðs, drekka allir Grænlendingar 15 ára og eldri að meðaltali næstum sautján htra af hreínu áfengi á ári. Er þaö lægri tala en árin þar á undan. í þessum tölum er ekki gert ráð fyrir því sem drukk- ið er af heimabruggi. Ströng kosningalöggjöf Yfirvöld í Burma, hafa hert mjög kosningalöggjöfina fyrir fyrirhugaðar kosningar í landinu þann 27. maí næstkomandi, þær fyrstu i 29 ár. Vest- rænir stjómarerindrekar segja aö með hertum reglum hyggist yfirvöld hafa stjórrúna á hendi þegar kemur aö kosningunum. Meðal þess sem nú er krafist í kosningareglunum er að stjórnmálaflokk- ar fái heimild til aö halda fjöldafundi og samkomur. SUkar heimildir verða aö fást viku fyrir fyrirhugaða fundí eða samkomur. Talið er að fr amþjóðendur í kosningunum verði um tvö þúsund. Reuter og Rítzau Mannskaðaveður í Evrópu Að minnsta kosti 36 létust og marg- ir slösuðust í óveðri sem gekk yfir norðvesturhluta Evrópu í gær, að- eins nokkmm dögum eftir að sólskin og blíðviöri lék við íbúa álfunnar. Bretland varð einna verst úti og þar varð mesta mannfallið. Þrettán lét- ust í slysum sem rekja má til veður- ofsans á Bretlandi. Að minnst kosti ellefu létust í Vestur-Þýskalandi, fimm týndu lífi í Frakklandi og fjórir í Belgíu. Þá má rekja tvö dauðsfóll í Austur-Þýskaiandi til veðurhamsins og eitt á írlandi. Veöurfræðingar segja aö hvass- viðrið í gær hafi verið svipaö því óveðri sem gekk yfir norður- og vest- urhluta Evrópu í síöasta mánuði. í því óveðri létust að minnsta kosti áttatíu manns, þar af 46 á Bretlandi. Vindhraðinn fór upp í eitt hundrað og sextíu kílómetra hraða á klukku- stund í verstu hvinunum í gær. Tré rifnuðu upp með rótum og bifreiðar sviptust af vegum líkt og um leikfong Japanskir feröamenn í París berjast móti vindinum. Mikið óveður gekk yfir norðvesturhluta Evrópu i gær, aðeins nokkrum dögum eftir að sólskin og bliðviðri lék við íbúa álfunnar. Símamynd Reuter væri að ræða. í Vestur-Þýskalandi Nokkrirlétustíbifreiðaslysumþegar létust nokkrir þegar þeir urðu undir þeir misstu stjórn á bílum sínum. tijám sem vindurinn svipti með sér. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.