Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1990, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1990, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 1990. Viðskipti Neikvæðir vextir á sparisjóðsbókum enn eitt árið: Eigendur sparisjóðsbóka töpuðu 2 milljörðum króna Innstæöur á almennum sparisjóðs- bókum rýmuðu að raungildi um meira en 1,6 milljarða króna á síð- asta ári. Ef þeirri ávöxtun sem eig- endur sparisjóðsbóka fara á mis við er bætt við nam tap eigenda spari- sjóðsbóka um 2 milljörðum á síðasta ári. Raunvextir Almennra spari- sjóðsbóka voru neikvæðir um 11,2 prósent, samkvæmt upplýsingum Hagtalna mánaðarins, efnahagsrits Seðlabankans. Meðfylgjandi línurit sýnir eigend- um sparisjóðsbóka svart á hvítu að þær hafa verið með neikvæðum raunvöxtum hvert einasta ár síðustu sjö árin. í lok síðasta árs voru um 14,1 millj- arður króna inni á sparisjóðsbókum. Heildarinnlán innlánsstofnana voru á hinn bóginn um 109,6 milljarðar króna. Ljóst er aö tap eigenda sparisjóðs- bóka er meira en nemur rýrnun inn- stæðnanna. Þeir bera líka tap vegna þeirra raunvaxta sem þeir fara á mis við hefðu þeir verið með fé sitt á þeim reikningum bankanna sem skiluðu bestri ávöxtun, eða þetta í kringum 3 til 3,5 prósent. Sé þessari fómarávöxtun bætt við nam tap eigenda sparisjóðsbóka um 2 milljörðum króna á síðasta ári. í Hagtölum mánaðarins er enn- fremur sagt frá raunvöxtum á víxil- lánum, 60 daga, og nýjum óverð- tryggðum skuldabréfum á síðasta ári. Raunvextir víxillána voru 3,4 prósent að jafnaði og sömuleiðis vom raunvextir óverðtryggðra skulda- bréfa 3,4 prósent. Við útreikning raunvaxta miðar Seðlabankinn við hækkun fram- færsluvisitölu á síðasta ári en lán- skjaravísitölu fyrir þann tíma. -JGH Raunvextir á spari- Heimild: Seölabanki Islands Innstæður sparisjóðsbóka rýrna í stað þess að vaxa að raungildi. Raunvextir víxillána. Verulega lægri á síðasta ári en árið 1988. Víxillán, 60 dagar Raunvextir á óverðtryggðum skuldabréfum. Þeir voru að jafnaði um.3,4 prósent á siðasta ári. Óverðtryggð skuldabréf 15 10 Harðir keppinautar siðustu árin en samherjar frá og með 1. mars. Hálfdan Karlsson hjá íslenskri forritaþróun hf. og Páll Pétursson frá Þekkingu hf. DV-mynd Brynjar Gauti íslensk forritaþróun og Þekking í eina sæng: Harðir keppi- nautar sameinast Fyrirtækin íslensk forritaþróun hf. og Þekking hf. sameinast um mánaðamótin. Þessi tvö fyrirtæki hafa veriö miklir keppinautar til þessa á markaði viðskiptahugbúnað- ar fyrir fyrirtæki. íslensk forritaþróun hefur fram- leitt Ópus hugbúnaö en Þekking framleitt Allt hugbúnað. Sameining- in fyrirtækjanna var ákveðin fyrir síðustu helgi. Hálfdan Karlsson, framkvæmda- stjóri íslenskrar forritaþróunar, verður framkvæmdastjóri hins nýja sameinaða fyrirtækis. „Tæplega 700 íslensk fyrirtæki nota Opus hugbúnað við daglegan rekstur og um 400 fyrirtæki nota Allt hugbúnað. Hið sameinaöa fyrir- tæki mun því þjóna yfir eitt þúsund fyrirtækjum," segir Hálfdan. Hið sameinaða fyrirtæki verður til húsa að Engjateigi 3 þar sem íslensk forritaþróun hefur verið með skrif- stofur. Að sögn Hálfdans hafa bæði fyrir- tækin verið leiðandi á markaðnum. „Til að gefa hugmynd um þessar stærðir má geta þess að virk fyrir- tæki á íslandi, tölvuvædd og ótölvu- vædd, eru um 6 þúsund. Að meöal- tali er því eitt af hverjum 6 fyrirtækj- um hér á íslandi í viðskiptum við hið sameinaða hugbúnaðarfyrirtæki." -JGH Gunnar Bæringsson: Korthafar bera þegar kostnað Gunnar Bæringsson, fram- kvæmdastjóri Kreditkorta hf„ vill árétta, vegna fréttar í DV síðastliðinn föstudag um lagafrumvarp um greiðslukort, að korthafar bera kostnaö af greiðslukortaviöskiptum. Þessi kostnaður er kortagjald og út- skriftargjald. í frétt DV, undir millifyrirsögninni Korthafar beri aukinn kostnað, sagði að „til þessa hafi neytendur, korthaf- ar, sloppið." Hér var að sjálfsögðu fyrst og fremst átt við skiptingu þjón- ustugjaldsins. Fyrirtækin hafa til þessa eingöngu greitt það gjald en í lagafrumvarpinu er gert ráð fyrir að korthafar taki þátt í því, samkvæmt nánari ákvörðun viðskiptaráðherra. Þá vill Gunnar Bæringsson taka fram að samkvæmt dönsku kredit- kortalögunum þurfa fyrirtæki í Dan- mörku að greiða 0,75 þjónustugjald ef korthafi er danskur en 3,5 prósent ef korthafi er útlendur. Auk þess greiöi fyrirtæki þar fast árgjald fyrir að hafa aðgang að greiðslukortakerf- inu. -JGH Helstu hluthafar í Eimsklp: Hörður er þrettándi stærsti hluthafinn Fimm einstaklingar eru á meðal flmmtán stærstu hluthafa í Eimskip, samkvæmt upplýsingum félagsins. Þeirra á meðal er forstjóri félagsins, Hörður Sigurgestsson, og hjónin Halldór H. Jónsson stjómarformað- ur og Margrét Garðarsdóttir. Alls eru hluthafar í Eimskip um 13 þúsund. Stærsti hluthafmn er Sjóvá-Almenn- ar með hlutafé upp á rúmar 74 millj- ónir. Hörður er þrettándi stærsti hluthafmn með um 8,1 milljón. „Ég átti hlutabréf i félaginu áður en ég réðst til þess sem forstjóri fyrir tíu árum. Síðan hef ég keypt hluta- bréf í félaginu á hverju ári,“ segir Hörður um hlutfjáreign sína. Stærstu hluthafarnir 'era annars þessir: Sjóvá-Almennar...........74.133.345 Háskólasjóður Eimsk......37.379.540 Lífeyrissj. verslunarm...23.070.675 Halldór H. Jónsson.......19.500.000 Sameinaðir verktakar.....15.870.788 Indriði Pálsson..........13.109.175 Þórormstungubúið sf......11.535.750 Lífeyrissj. Eimskips.....10.741.500 Margrét Garðarsdóttir....10.500.000 Ingvar Vilhjálmsson sf...10.010.900 Festinghf.................9.900.135 Sigurður Egilsson.........9.536.288 Hörður Sigurgestsson......8.167.138 Hvalurhf..................8.100.000 Styrktarsj. líknar- og mannúðarmála...........6.682.500 Samtals.................268.237.734 Stærsti hluthafinn af einstaklingum er Halldór H. Jónsson, stjórnarfor- maður félagsins. Hann er fjórði stærsti hluthafinn. Halldór er raunar einnig stjórnarformaður Samei- naðra verktaka. Indriði Pálsson, sem er sjötti stærsti hiuthafinn, er for- stjóri Skeljungs. Níundi stærsti hlut- hafinn er eiginkona Halldórs H. Jónssonar, Margrét Garðarsdóttir. Tólfti stærsti hluthafinn, Sigurður Egilsson, er sonur athafnamannsins sáluga, Egils Vilhjálmssonar. Hörður er síðan í þrettánda sæti. Hlutafé þessara fimmtán stærstu „hluthafa nemur samtals rúmum 268 milljónum. Eru það 39,7 prósent af ölluhlutafénu. -JGH Halldór H. Jónsson, stjórnarformaóur Eim- skips, fjórði stærsti hluthafinn. Hörður Sigurgestsson, forstjóri Eimskips. Þrettándi stærsti hlut- hafinn. Indriði Pálsson, for- stjóri Skeljungs, sjötti stærsti hluthafinn. Bílaborgarhúsið ennþá innsiglað Bílaborgarhúsið er ennþá innsigl- að vegna vanskila fyrirtækisins á söluskatti. Tollstjóri innsiglaði hluta hússins fyrir hálfum mánuði. Ekki gat tollstjóri innsiglað allt húsið vegna starfsemi annarra fyrir-. tækja í því. Varahlutaverslun og verkstæði Bílaborgar eru því innsigl- uð en skrifstofan og söludeild nýrra og notaðra bíla er ennþá opin. Bílaborg hf. fékk greiðslustöðvun í byrjun desember til tveggja mánaöa. Hún rann út í byrjun mánaðarins og neitaði borgarfógeti að framlengja hana. Innan Bílaborgar hf. er því þessa dagana barist upp á líf og dauða um framtíð fyrirtækisins. -JGH Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR (%) hæst Innlán óverðtryggð Sparisjóösbækurób. 4-7 LB.Bb Sparireikningar 3ja mán. uppsógn 5-7,5 Lb 6 mán. uppsögn 5-8 Ib.Bb 12mán. uppsögn 8-9 ib 18mán. uppsögn 16 ib Tékkareikningar.alm. 1-2 Sb Sértékkareikningar 4-7 Lb.Bb Innlán verðtryggð Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 1.5 Allir ömán.uppsögn 2,5-3,0 Lb,Bb,- Sb Innlánmeðsérkjörum 2,5-3,25 Sp Innlángengistryggð Bandaríkjadalir 6,75-7,25 Sb Sterlingspund 13,75-14,25 ib.Sb Vestur-þýskmörk 6,75-7,25 Sb Danskarkrónur 10,25-11,0 lb ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst Útlán óverðtryggð Almennirvíxlar(forv.) 20-22 Sb.Sp Viðskiptavíxlar(forv.)(1) • kaupgengi Almennskuldabréf 21,5-28 Ib Viðskiptaskuldabréf(1) kaupgengi Allir , Hlaupareikningar(yfirdr.) 25-26,5 Ib.Bb Utlán verðtryggð , Skuldabréf 7.5-8.25 Lb.Bb Útlántilframleiðslu Isl.krónur 20.5-26,5 Ib SDR 10,75-11 Ib.Bb Bandaríkjadalir 9.75-10 Bb Sterlingspund 16,75-17 Bb Vestur-þýskmörk 9,75-10 Bb Húsnæðislán 3.5 Lífeyrissjóðslán 5-9 Dráttarvextir 37,2 MEÐALVEXTIR óverðtr. feb. 90 37,2 Verðtr. feb. 90 7,9 VÍSITÖLUR Lánskjaravísitala feb. 2806 stig Lánskjaravísitala mars 2844 stig Byggingavisitala mars 538 stig Byggingavísitala mars 168,2 stig Húsaleiguvísitala 2,5% hækkaði 1. jan. VERÐBRÉFASJÓÐIR Gengi bréfa verðbréfasjóöa Einingabréf 1 4,717 Einingabréf 2 2,587 Einingabréf 3 3,105 Skammtímabréf 1.606 Lífeyrisbréf Gengisbréf 2,074 Kjarabréf 4,650 Markbréf 2,480 Tekjubréf 1,945 Skyndibréf 1,404 Fjölþjóðabréf 1,270 Sjóðsbréf 1 2,275 Sjóðsbréf 2 1,740 Sjóðsbréf 3 1,595 Sjóðsbréf 4 1,344 Vaxtasjóösbréf 1,5090 Valsjóðsbréf 1,6025 HLUTABRÉF Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.: Sjóvá-Almennar hf. 530 kr. Eimskip 477 kr. Flugleiðir 163 kr. Hampiðjan 174 kr. Hlutabréfasjóður 168 kr. Eignfél. Iðnaðarb. 185 kr. Skagstrendingur hf. 371 kr. Islandsbanki hf. 158 kr. Eignfél. Verslunarb. 158 kr. Olíufélagiö hf. 344 kr. Grandi hf. 157 kr. Tollvörugeymslan hf. 114 kr. (1) Við kaup á viðskiptavlxlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge. Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn, Bb= Búnaðarbankinn, lb= Iðnaðarbank- inn, Lb = Landsbankinn, Sb = Samvinnu- bankinn, Úb= Útvegsbankinn, Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóðirn ir. Nánari upplýsingar um peningamarkað- inn birtast i DV á fimmtudögum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.