Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.1990, Síða 2
2
ÞRIÐJUDAGUR 6. MARS 1990.
Fréttir
Samningur loks gerður þegar hlutlausir aðilar skoðuðu málið:
Sjö ára deilum við barna-
verndaryfirvöld lokið
- bamið átti að taka með fógeta- og lögregluvaldi í desember
Drengurinn með móöur sinni og ömmu úti í garði við húsið þeirra. Amman
segist nú loksins hafa tíma til að fara á sjúkrahús eftir allt stappið við barna-
verndarkerfið. DV-mynd Brynjar Gauti
„Þetta hefur staðið yfir í sjö ár.
Deilur fjölskyldu minnar við barna-
vemdaryfirvöld og Félagsmálastofn-
un Reykjavíkur byrjuðu árið 1983 og
þeim lauk loksins á föstudaginn.
Þetta byrjaöi strax þegar barn dóttur
minnar var í móðurkviði. Félags-
ráðgjafi á Landspítalanum sendi þá
bréf til Félagsmálastofnunar og lýsti
áhyggjum sínum vegna tilvonandi
móður. Allt frá þeim tíma höfum við
fjölskyldan átt von á því að litli
drengurinn yrði tekinn frá okkur,“
segir Lilja Bjarnadóttir, móðuramma
sjö ára drengs sem nú hefur fengist
staðfest með samningi við barna-
verndaryfirvöld að hann fái aö dvelja
á heimili móður, ömmu og móður-
bróður.
„Það hefur gengið á ýmsu. Fram-
kvæmdastjóri barnavemdarnefnda í
Reykjavík bað mig meira að segja
um að hjálp við að svipta dóttur mína
sjálfræði - hann vildi að ég skrifaði
undir - til þess aö það yrði auðveld-
ara fyrir þá að taka barnið. Þá hljóp
ég út,“ segir Lilja.
í júní síðastliðnum var kveöinn
upp úrskurður um að dóttur Lilju
skyldi svipta forsjá yfir drengnum.
Fjölskyldan vildi ekki láta drenginn
af hendi og vildi hann ekki fara sjálf-
ur. Var þá samþykkt af barnavernd-
aryfirvöldum að drengnum skyldi
náð með fógeta- og lögregluvaldi þó
svo að kæmi til átaka.
„í desember fékk fiölskyldan máliö
endurskoðað. Niðurstaöan varð sú
að barnaverndarnefnd myndi leita
eftir samkomulagi við okkur. Það er
í raun ákaflega skrýtiö aö eftir sjö
ár skuli loksins vera komið til móts
við okkur. Þegar málið var endur-
skoðað þá voru loksins fengnir sér-
fræðingar, sem eru ekki á vegum
barnaverndarnefndar, til aö skoða
drenginn og þau gögn sem við feng-
um aðgang að,“ sagði Lilja.
Hún telur það slæmt hlutskipti fyr-
ir fiölskyldu að þurfa að þola af-
skipti barnaverndaryfirvalda í svo
langan tíma. Hún telur að miklu fyrr
hefði átt að grípa til aðgerða hlut-
lausra aðila til að meta málavexti.
„Það er óhæft að barnaverndar-
yfirvöld starfi sem rannsóknar- og
úrskuröaraðili í senn. Ef lögfræðing-
ur hefði ekki komið í málið og fengið
aðra sérfræðinga til að rannsaka það
væri barnið nú vafalaust komið í
fóstur til ókunnugra foreldra.
Þeir hafa meðal annars sett far-
bann á mig og barnið þegar ég ætlaði
í fri með það til útlanda. Yfirfélags-
ráðgjafi heimtaði árið 1985 að ég og
dóttir mín skrifuðum undir plagg um
að við létum barnið af hendi. Þeir
héldu því meðal annars fram að dótt-
ir mín væri framtakslaus. Þessu hef-
ur verið hnekkt. Sálfræðingur
bamaverndarráös taldi að tilfinn-
ingatengslin væru ekki góð á milli
móöur og bams. Þessu kollvarpaði
síðan hlutlaus barnageðlæknir. Þá
kom skýrt fram að tengsl þeirra
væru mjög góð. Auk þess fékkst allt
önnur niðurstaða hjá sjálfstæðum
sérfræðingum miðað við sérfræðinga
barnaverndaryfirvalda. Þess vegna
hafa þeir réttilega neyðst til að semja
við okkur núna,“ segir Lilja.
Lilja segir að í öll þessi sjö ár hafi
Félagsmálastofnun sagst hafa staðið
fyrir stuðningsúrræðum. Hún telur
það hins vegar ekki rétt - helstu
stuðningsúrræðin hafi verið þau að
angra fiölskylduna með hótunum um
að taka barnið - uppeldisskilyrði og
heimilisfriður heföi skaðast. „Okkar
helstu vandamál hafa verið ágangur
og afskipti þessara aðila," segir Lilja.
„Starfsmenn Félagsmálastofnunar
Reykjavíkurborgar hafa of frjálsar
hendur með starfshætti. Þar ráða
gjarnan geðþóttaákvarðanir, þeir
hafa of mikið vald. Barnaverndar-
nefnd starfar síðan sem staðfesting-
araðili á vinnu Félagsmálastofnunar.
Stofnunin vinnur gögn sem máls-
aðilar fá svo ekki afhent þegar kemur
að úrskurðarstigi. Þeir eru búnir að
sjá það loksins núna að það gat ekki
staðist hvernig þeir hafa unniö í
þessu máli. Samningurinn frá því á
fóstudaginn er staðfesting á því að
rétt vinnubrögð vom ekki viðhöíð
fram að þeim tíma. Þeir byrjuðu
strax þegar dóttir mín var þunguö
en núna er þessu vonandi lokiö,“
sagði Lilja.
-ÓTT
Hafskipsmálið:
Verjendur gagnrýna
saksóknara harðlega
Bflaborg gjaldþrota
Stjórn Bílaborgar hf. hefur óskað
eftir því við skiptaréttinn í Reykjavík
að fyrirtækið verði úrskurðað gjald-
þrota. Ragnar Hall borgarfógeti úr-
skurðar í málinu í dag. I beiðni sinni
til skiptaréttarins segir stjórn Bíla-
borgar að fyrirtækið eigi ekki fyrir
skuldum.
Stjórn Bílaborgar hefur reynt til
þrautar síðustu mánuði að bjarga
fyrirtækinu með því aö annað hvort
aö selja hina nýju og glæsilegu eign
fyrirtækisins við Fossháls eöa fá inn
nýja hlutahafa. Hvomgt hefur tekist.
í byrjun desember fékk fyrirtækið
greiöslustöðvun til tveggja mánaða.
Aö henni lokinni óskaði fyrirtækið
eftir því aö greiöslustöðvunin yrði
framlengd en því var hafnað.
-JGH
Sendibflar flykkj-
ast að Alþingi
Sendibílstjórar ætla að aka fylktu
liði um miðbæ Reykjavíkur að Al-
þingishúsinuvið Austurvöll.í dag kl.
13.45. Þar verður fiármálaráðherra,
samgönguráöherra og forseta sam-
einaðs þings athent ályktun þar sem
mótmælt er lögum um virðisauka-
skatt og verkaskiptingu milli leigu-
bíla og sendibíla.
„Tilkoma virðisaukaskatts um sl.
áramót hefur raskað samkeppnisað-
stöðu sendibílstjóra svo aö lífsaf-
koma stéttarinnar er í hættu," segir
í ályktun bílstjóranna. Einnig er þess
óskað að leiðrétt verði sú tvísköttun
sem á sér stað með sendibíla sem
þegar hefur verið greiddur söluskatt-
ur af og fullyrt að hér sé um beina
eignaupptöku aö ræða. Ennfremur
segir: ....aðgerðir okkar nú stafa
af langvarandi aðgerðaleysi embætt-
ismanna ráðuneytanna og að ekki
verður unað lengur við slíkt ástand.
Því leitum við til yðar í von um skjóta
og friðsama lausn.“
„Dómurinn beindi þeim tilmælum
til ákæruvaldsins í þinghaldi í mál-
inu þann 5. desember 1989 að ákæru-
valdið hraðaði gagnaöflun." Fiórir
veijendur í Hafskipsmálinu hafa lagt
fram harðort bréf þar sem þeir gagn-
rýna sérstakan saksóknara, Jónatan
Þórmundsson, harðlega. Gagnrýnin
er byggð á því að saksóknari hafi
ekki oröið við óskum um framlagn-
ingu gagna. Veijendur hafa sagt að
þeir verði að fá aðgang að fleiri gögn-
um úr bókhaldi Hafskips til að geta
haldið uppi vörnum í málinu.
„Nú er kominn 5. mars, eða 3 mán-
uðir frá því að dómurinn beindi þeim
tilmælum til ákæruvaldsins að það
hraöaði gagnaöflun. Engin gögn sem
beðið hefur verið um hafa samt verið
lögð fram á þessum 3 mánuðum. Við
undirritaðir verjendur teljum
ástæðu til að átelja þessi vinnubrögð
sérstaks saksóknara harðlega. Það
er mjög mikilvægt fyrir skjólstæð-
inga okkar að máli þessu ljúki sem
fyrst.“
Veijendumir hafa óskað þess aö
komast í bókhaldsgögn Hafskips. í
bréfinu segja þeir að þeir hafi fengiö
góð orð um heimild til þess frá sak-
sóknara en því hafi ekki verið fylgt
eftir. í bréfinu segja þeir aö þeir hafi
haft samband viö Hörð Jóhannesson
rannsóknarlögreglumann. Hörður
hafi gefið þeim tækifæri, ásamt
ákærðu, til að skoða gögn sem tekin
voru af skrifstofu Hafskips.
Verjendurnir telja upp ellefu atriði
þar sem þeir setja út á hvemig gögn-
unum er fyrirkomiö. Veijendurnir
telja að frágangur gagnanna sé afleit-
ur og að nánast sé ógjörningur að
finna þar þaö sem þeir telja að þá
vanhagi um.
Verjendurnir fara fram á það að
Sakadómur láti rannsaka hvernig
yfirtöku gagna úr búi Hafskips var
háttaö og hvernig vörslu þeirra var
háttað. Þá vilja þeir að dómurinn
brýni fyrir ákæruvaldinu að hraða
gagnaöflun.
Veijendurnir segja aö Jónatan Þór-
mundsson hafi sýnt dómendum og
verjendum óvirðingu þegar hann
mætti ekki á boðaðan fund málsaðila
þar sem ræða átti einstök atriði til
að reyna að freista þess að hraða
málinu. Verjendurnir segja að Jónat-
an Þórmundsson hafi ekki mætt á
fundinn heldur aðeins fulltrúi hans,
umboðsláus, og því hafi fundurinn
markleysa, tímasóun og óvirðing.
Þeir segja einnig að þeir frábiðji sér
frekari fundi sem þennan.
Þaö eru veijendurnir Guömundur
Ingvi Sigurðsson, Jón Magnússon,
Jónas A. Aðalsteinsson og Jón Stein-
ar Gunnlaugsson sem undirrita bréf-
ið.
sme
Viðskiptaráðherra:
Mun skoða saltfiskmálið vandlega
„Vissulega þarfa að tryggja að
gæði íslensks fisk séu sem best og
ég efast ekki um að það hafi vakað
fyrir sjávarútvegsráðherra með
þessari reglugerð. En ef slíkar regl-
ur þrengja kosti manna svo að það
skaði hagsmuni fjölda fólks þá þarf
aö athuga það mál vel. Hér á að
ríkja athafnafrelsi," sagði Jón Sig-
urðsson viðskiptaráðherra um
bannið við útflutningi á ílöttum
fiski.
Hann sagði að fulltrúar fiskút-
flytjenda myndu koma á sinn fund
í dag og skýra sitt mál. Aðspurður
hvort hann væri hlynntur því að
leyfa þessum mönnum að fullvinna
saltfisk hér heima og flytja hann
út fram hjá Sölusamtökunum sagði
Jón að hann myndi skoða þá ósk
mjögvandlega. -S.dór
-Pá