Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.1990, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.1990, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR 6. MARS 1990. 3 dv Fréttir Ný Krossanesverksmiðja: Afkastagetan aukin um helming? Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Eining mun vera um það innan stjórnar Krossanesverksmiðjunnar á Akureyri að byggja upp nýja verk- smiðju sem hafl helmingi meiri af- kastagetu en verksmiðjan sem eyði- lagðist í eldi um áramótin. Fyrir brunann gat verksmiðjan brætt um 350 tonn á sólarhring en afstageta nýju verksmiðjunnar verð- ur um 700 tonn. Tillögur um upp- byggingu verksmiðjunnar verða lagðar fyrir hluthafafund í næstu viku og er reiknað með að ef þær verða samþykktar verði uppbygg- ingu verksmiðjunnar hraðað og verksmiðjan taki til starfa á næstu loðnuvertíð. Akureyri: Féll af hesti Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Ung stúlka var flutt á sjúkrahúsið á Akureyri um á sunnudag eftir að hafa dottið af hestbaki og lent á bif- reið. Þetta gerðist nærri hesthúsahverfl Akureyringa í Breiðholti. Stúlkan missti stjórn á hestinum, og ökumað- ur bifreiðar, sem kom á móti, sá hvað var að gerast og stöðvaði bílinn. Samt fór svo að stúlkan féll af hestinum er hann mætti bifreiðinni. Hún kvartaði um meiðsli á höfði og fæti. Karpov og Timman: Guðmundur dæmir í dag hefst einvígi þeirra Anatolys Karpov og Jans Timman um réttinn til að skora á heimsmeistarann í skák, Garry Kasparov. Einvígið fer fram í Kuala Lumpur í Malaysíu og vinnur sá er fyrr nær 6,5 vinningum. Sigurvegarinn fær 7,6 milljónir króna í sinn hlut. íslendingar eiga þarna hlut að máh því að aðaldómari einvígi'sins er Guðmundur Arnlaugsson, fyrrver- andi rektor. Ekki er búist við því að átök verði fyrir utan taflborðið en fyrirfram er Karpov sigurstranglegri en í 50 viðureignum þeirra til þessa hefur Karpov 16 sinnum haft sigur. Timman hefur hins vegar aðeins unnið þrisvar en hinum skákum þeirra hefur lokið með jafntefli. -SMJ Steingrímur í Ungverjalandi Steingrímur J. Sigfússon sam- gönguráðherra er nú staddur í opin- berri heimsókn í Ungverjalandi í boði ungverska ferðamálaráðherr- ans, Imre Gellai. Stendur heimsókn- in fram á fimmtudag. Á sunnudag sat samgönguráðherra fund ferða- málaráðherra nokkura Evrópuríkja í Evrópu. í Ungverjalandi mun ráðherrann eiga viðræður við Imre Gellai, Sánd- or Kálnoki Kiss samgönguráðherra, Támas Beck viðskiptaráðherra og Csaba Hutter landbúnaðarráðherra. Þá eru einnig á döfinni fundir með leiðtogum þriggja stærstu stjórn- málaflokkanna. Áformað er að und- irrita samkomulag milh ríkjanna um samvinnu á sviði ferðamála. Með samgönguráðherra í ferðinni eru eiginkona hans, Bergný Mar- vinsdóttir, Ólafur St. Valdimarsson ráðuneytisstjóri og Birgir Þorgilsson ferðamálastjóri. -SMJ Allir sem áttu pantaðan bækling ættu nú að hafa fengið hann. Við þökkum ykkur þolinmæðina en hún á eftir að marg marg- borga sig. Það sjá allir þegar verð eru borin saman. Kveðja frá starfs- fólkinu Páskar Verð frá 32.300* Vegna mikillar eftirspumar staðfestið vinsamlegast sem fýrst. AÐRAR PASKAFERÐIR EDINGBORG 10.-17. APRÍL LONDON 12.-16. APRÍL 13 DAGAR Á MALLORCA VIKULEGT DAGFLUG TIL MALLORCA HEFST 22. MAl ’90 Gerðu kröfu um gott sumarleyfi r Staðgreiðsluverð 2 fullorðnir og 2 börn, 2ja-ll ára. V/SA FARKORT (WLwvm Hallveigarstíg 1 - sími 28388

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.