Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.1990, Blaðsíða 6
6
ÞRIÐJUDAGUR 6. MARS 1990.
Viðskipti
Það er dýrt að vera alltaf í vanskilum
Fastur vanskilakostnaður
er lægstur hjá Landsbanka
Fastur vanskilakostnaður
1000
500
0
Upphæðir í krónum
Fast vanskiiagjald af hverri afborgun er lægst hjá Landsbankanum. Til við-
bótar kemur svo aukavanskilagjald fái menn hótun um að lánið sé sent til
lögfræðings til innheimtu.
□ Kostn.
U Vanskilakostn.
Sparisjóðir
ísiandsbanki
Búnaðarbanki Samvb.
Landsbanki ■
lllll
Það er dýrt aö vera fátækur. Aö
því komast þeir aö sem lenda í van-
skilum hjá bönkunum með almenn
skuldabréfalán. Allir innheimta
bankamir og sparisjóðimir fast van-
skilagjald af hverri afborgun hafi
lánið verið í vanskilum í einn mán-
uð. Landsbanki innheimtir lægsta
vanskilagjaldið af hverri afborgun
eftir einn mánuð eða 440 krónur.
Hinir em með 600 króna fast van-
skilagjald af hvrri afborgun eftir einn
mánuð. Þetta er fastur kostnaður
sem bankarnir og sparisjóðimir inn-
heimta auk dráttarvaxta. Þetta er
samkvæmt upplýsingum bankanna
og sparisjóðanna í gær.
Þegar fólk fer í banka og tekur lán
þarf það að greiöa stimpilgjald, lán-
tökugjald og kostnað við að útbúa
skuldabréfið.
Landsbanki
Þessi kostnaður er svona hjá
Landsbanka:
StimpUgj...................l,5°/o
Lántökugj..................1,2%
Útbúa skjal...........630 krónur
í hvert skipti sem lántaki í Lands-
bankanum fær síðan sendan grænan
seðU heim, tilkynningu um að greiða
af láninu er fastur kostnaður 100
krónur vegna seðilsins.
Lendi lántakinn í Landsbankanum
í vanskUum þarf hann að greiða fasta
vanskUakostnaðinn auk dráttar-
vaxta. Eftir sjö daga er þessi kostnað-
ur 220 krónur en hækkar í 440 krón-
ur eftir 30 daga.
Búnaðarbanki
Skoðum kostnaðinn hjá Búnaðar-
banka. Sá sem er fær almennt
skuldabréfalán þar þarf að greiða:
Stimpilgj.....................1,5%
Lántökugj.....................1,2%
Útbúa skuldabréf........600 krónur
Samkvæmt þessu era stimpilgjald og
lántökugjald það sama hjá Búnaðar-
banka og Landsbanka. Búnaðar-
banki tekur hins vegar meira fyrir
að útbúa skuldabréfið.
Þegar Búnaöarbanki sendir út
græna miðann, tUkynninguna um
greiðslu, er fastur kostnaður 100
krónur. Sá sem lendir í vanskUum
þarf aö greiða 300 krónur í fast van-
skUagjald eftir sjö daga en 600 krónur
eftir mánuðinn. Búnaðarbankinn
tekur því harðar á vanskUamönnum
en Landsbankinn.
íslandsbanki
Þá er það íslandsbanki. Svona lítur
dæmið út hjá honum:
Stimpilgj...................1,5%
Lántökugj...................1,8%
Útbúa skjal............750 krónur
Þegar sá sem hefur tekið lán í ís-
landsbanka fær greiöslutilkynningu
senda heim þarf hann að greiða 210
krónur í fastan kostnað. Það er
hærra en hjá ríkisbönkunum tveim-
ur en það sama og hjá Sparisjóðun-
um.
Fast vanskUagjald hjá íslands-
banka eftir sjö daga er 300 krónur
en fer í 600 krónur eftir einn mánuð.
Sparisjóðirnir
Sparisjóðirnir dansa á nánast
sömu línu og íslandsbanki. Svona lít-
ur dæmið út hjá þeim:
Stimpilgj....................1,5%
Lántökugj....................1,8%
Útbúa skjal.............750 krónur
Hjá sparisjóði er 210 krónur fastur
kostnaður við að senda greiðslutil-
kynrúnguna út. Fasta vanskUagjald-
ið er svo 300 krónur eftir sjö daga en
600 krónur eftir mánuð.
Hótunarbréfið um
lögfræðing kostar sitt
Þess skal getið að lendi menn í
tveggja til þriggja mánaða vanskUum
þannig að þeim sé sent bréf qg til-
kynnt að ef þeir greiði ekki þá fari
innheimta lánsins til lögfræðings
bætist við enn meiri kostnaður. Þetta
gjald er tU dæmis 1.500 krónur hjá
Islandsbanka, 1.400 krónur hjá
Sparisjóðunum og 500 krónur hjá
Samvinnubanka. Athygh skal vakin
á þvi að bankarnir segja að þeir inn-
heimti þetta aukavanskilagjald að-
eins einu sinni.
Samvinnubanki
Lítum síðast á dæmið hjá Sam-
vinnubanka:
StimUgj...................1,5%
Lántökugj.................1,3%
Útbúa skjal...........750 krónur
Eins og sést þá er lántökugjald Sam-
vinnubankans lægra en hjá íslands-
banka og sparisjóðunum en hærra
en hjá Landsbanka og Búnaðar-
Svipur með vörumerkjum
I nýjasta hefti Frjálsrar verslunar
er greint frá þremur íslenskum vöra-
og firmamerkjum sem gerð vora á
síðasta ári og svipar til erlendra
merkja sem gerð voru árið áður.
Erlendu merkin er öU að finna í
bandaríska tímaritinu Print frá ár-
inu 1988.
í Fijálsri verslun segir orðrétt:
„Þaö er einnig umhugsunarefni
hvort kaupendum firmamerkja, eins
og í þessum þremur tílvikum, sé gerð
grein fyrir að til séu svipuð merki
annars staðar eða hvort þeim séu
seld merkin sem hreinar uppfinning-
ar.“
■tt SOUTH TINTH ITRIETa
Merkið er nafnspjald fyrir Ted
Bair hjá hönnunarfyrirtækinu Ro-
bert Glenn. Merkið birtist í tímarit-
inu Print árið 1988.
IEHPIIAHKI
i S L A N D «
N Á M-A N
Merkið fyrir Námuna, fjármála-
þjónustu Landsbankans. Merkið
gert árið 1989.
DAYLONG ISLAND
ESPANOLA SA
Merkið er firmamerki fyrir Daylong
Island. Birtist i tímaritinu Print árið
1988.
ÍSLAN DSBANK
Nýtt merki íslandsbanka. Þetta merki var unnið áriö 1989.
/
Merkið er á forsíðu leiðbein-
ingabæklingsins um heilsufar
starfsmanna hjá fyrirtækinu Merc-
er. Birtist í tímaritinu Print 1988.
SJQVAntirrALMENNAR
Þetta er merki Sjóvá-Almennra. Unnið árið 1989.
Sauðárkrókur:
Atvinnuástand
ekki gott
Þórhallur Ásmundsson, DV, Sauðárkróki:
„Yfirleitt hefur maður litiö björtum
augum til vorsins með tilliti til at-
vinnuástands en ég verð að segja að
ég er ekki eins viss um bata þess nú
og jafnan áður. Núna er það nefni-
lega þannig að það er ekki fisk-
vinnslufólkið, sem er á atvinnuleys-
isskrá, heldur fólk úr öðram at-
vinnugreinum, nýr hópur.“
Þetta sagði Jón Karlsson, formaður
Verkamannafélagsins Fram, á opn-
um fundi með iðnaðarráðherra í
Safnahúsinu á dögunum. Jón sagðist
hafa áhyggjur af þessu ástandi þar
sem 10-15% félagsbundins fólks
væru atvinnulaus. Fleiri tóku í sama
streng en Jón Sigurðsson ráðherra
kvaðst ekki eins svartsýnn og þar
sem hagvísar segðu að botninum
væri náð og vænta mætti hagvaxtar
og aukinnar atvinnu á nýjan leik.
Sauðárkrókur:
Aukin útflutningur
„Við ætlum að leggja aukna
áherslu á sölu á ferskum fiski meö
flugi. Núna er til dæmis verið aö
vinna stóran þorsk í flök til Hollands
og spennandi að sjá hvernig fram-
vindan verður með það. Mitt hlut-
verk er að fylgjast vel með verði á
ferskfiskmörkuðum," sagði Magnús
Erlingsson, nýráðinn sölu- og mark-
aðsstjóri Fiskiðjunnar á Sauðár-
króki.
Magnús sagði markaði fremur erf-
iða núna, t.d. væri Ameríkumarkað-
ur algjörlega lokaður. Kanadamenn
þjóna honum vel meðan kvóti þeirra
endist, líklega fram í maí, en þá má
búast við aö hann opnist að nýju.
banka. Hjá Samvinnubanka er fastur
kostnaður við hvern útsendan
greiðsluseðil 200 krónur.
Samvinnubanki tekur svo 300
krónur í fast vanskilagjald á hveija
afborgun séu vanskil orðin sjö dagar
en 600 krónur séu þau orðin einn
mánuður.
Af þessu sést að það er dýrt að
lenda í vanskilum. Sérstaklega ættu
vanskilamenn að vera á varðbergi til
að fá ekki viðbótarvanskilagjaldið
eftir tvo mánuði, bréfið um að nú sé
verið að senda lánið í lögfræðing. Þá
er einnig bent á þann kost að hafa
samband við bankann eða sparisjóð-
inn og láta skuldbreyta í stað þess
að greiða fast vanskilagjald af hverri
greiðslu.
-JGH
Peningamarkaður
INNLÁNSVEXTIR (%) hæst
Innlán óverðtryggð
Sparisjóðsbækurób. 4-7 LB.Bb
Sparireikningar
3ja mán. uppsögn 5-7,5 Lb
6 mán. uppsögn 6-8 Ib.Bb
12mán. uppsögn 8-9 lb
18mán. uppsögn 16 Ib
Tékkareikningar, alm. 1-2 Sb
Sértékkareikningar 4-7 Lb,Bb
Innlán verðtryggð Sparireikningar
3ja mán. uppsögn 1,5 Allir
6mán.uppsögn 2,5-3,0 Lb.Bb,- Sb
Innlán meðsérkjörum 2,5-3,25 Sp
Innlángengistryggð
Bandaríkjadalir 6,75-7,25 Sb
Sterlingspund 13,75-14,25 Ib.Sb
Vestur-þýskmörk . 6,75-7,25 Sb
Danskarkrónur 10,25-11,0 ib
ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst
Útlán óverðtryggð
Almennirvíxlar(forv.) 20-22 Sb,Sp
Viðskiptavíxlar(forv.)(1) kaupgengi
Almennskuldabréf 21,5-28 ib
Viðskiptaskuldabréf (1) kaupgengi Allir
Hlaupareikningar(yfirdr.) 25-26,5 lb,Bb
Utlán verðtryggð
Skuldabréf 7,5-8,25 Lb,Bb
Utlántilframleiðslu
Isl.krónur 20,5-26,5 Ib
SDR 10,75-11 Ib.Bb
Bandaríkjadalir 9,75-10 Bb
Sterlingspund 16,75-17 Bb
Vestur-þýsk mörk 9,75-10 Bb
Húsnæðislán 3,5
Lífeyrissjóðslán 5-9
Dráttarvextir 37,2
MEÐALVEXTIR
Óverðtr. feb. 90 37,2
Verðtr. feb. 90 7,9
VÍSITÖLUR
Lánskjaravísitala feb. 2806 stig
Lánskjaravísitala mars 2844 stig
Byggingavísitala mars 538 stig
Byggingavísitala mars 168,2 stig
Húsaleiguvísitala 2,5% hækkaði 1. jan.
VERÐBRÉFASJÓÐIR
Gengi bréfa verðbréfasjóða
Einingabréf 1 4,743
Einingabréf 2 2,599
Einingabréf 3 3,128
Skammtímabréf 1,613
Lífeyrisbréf -
Gengisbréf 2,088
Kjarabréf 4,674
Markbréf 2,494
Tekjubréf 1,968
Skyndibréf 1,417
Fjölþjóðabréf 1,270
Sjóðsbréf 1 2,299
Sjóðsbréf 2 1,754
Sjóðsbréf 3 1,613
Sjóðsbréf 4 1,357
Vaxtasjóðsbréf 1,6110
Valsjóðsbréf 1,6120
HLUTABREF
Söluverö að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.:
Sjóvá-Almennar hf. 600 kr.
Eimskip 500 kr.
Flugleiðir 164 kr.
Hampiðjan 175 kr.
Hlutabréfasjóður 172 kr.
Eignfél. Iðnaðarb. 185 kr.
Skagstrendingur hf. 371 kr.
Islandsbanki hf. 158 kr.
Eignfél. Verslunarb. 158 kr.
Olíufélagið hf. 400 kr.
Grandi hf. 160 kr.
Tollvörugeymslan hf. 116 kr.
(1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við-
skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja
aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi,
kge.
Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn,
Bb= Búnaðarbankinn, lb= Iðnaðarbank-
inn, Lb = Landsbankinn, Sb = Samvinnu-
bankinn, Úb = Útvegsbankinn, Vb =
Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóðirnir.
Nánari upplýsingar um peningamarkað-
inn birtast i DV á fimmtudögum.