Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.1990, Page 7
ÞRIÐJUDAGUR 6. MARS 1990.
7
Sandkom
Fréttir
Byssumaður
Þaðfréttistað
ísíðustuviku
hefði Víkinga-
sveitin, þessi
meðhetturnar,
veriðkvöddút
að götu einni í :
Túnunumí
Reyk.tavík.
Hafðí verið ;
hringt í sveítína vösku og tilkynnt
að inni í húsi væri maður sem mund-
aði byssu. Þar sem maður þessi viö-
hafði tilþrifamiklar hreyiingar var
talið vist að hætta værí á ferðum.
Með þessar upplýsingar í farangrin-
um eiga hettuklæddu vinir vorir að
hafa farið á staðinn meö sama við-
búnaðí og menn hafa orðið vitni að í
vetur - þaðþýðir heldur ekki að taka
neina sénsa þegar by ssumenn eru
annars vegar. Víkingasveitarmenn
ruddust inn í þetta ákveðna hús eftir
forskriftinni og handsömuðu þar
mann. Þegar til kom hafði sá enga
byssu. Eftir smásamneður Víkinga-
sveitarmanna við manninn kom hins
vegar í ljós að hann hafði verið að
étaharðfisk. Nágrannmn, sem
hringdi á lögguna, heflir látið ímynd-
unaraflið hlaupa með sig í gönur og
séð ofsj ónir þegar manngrey ið var
aðrifaúrroðinu.
astralplanið
Enskurmið-
iherkominntil
starfahjáSál-
arrannsókna-
félagiSuöur-;;
nesja.Ermið-
illinnekkialls
óþekkturá
Suðurnesjum
þarsemhann
hefur komið hingað oftsinnis áður.
Miðillínn heldur 40 fúndi að þessu
sinni og segir Víkurblaöið að allir
miðartúr á miðilsfundina hafi selst
upp á 25 mínútum. Munu kaupmenn
í Keflavík hafa horft öfundaraugum
að húsi því þar sem miðamir voru
seldir en þar var lengi vel biöröð
langt út á götu. „Þetta andlega" virð-
ist vera góð söluvara þarna suðurfrá.
Fljúgandi
bréftígrar
DVhefursagt
Iráþvíaðfiár-
málamaðuriim
SvavarEgils-
sonværiáleið
ínn í Arnartlug
ogþvíúthtfyrir
meirihlutavöld
; hans þar .i b:e.
með ákveðnum
fyrirvörum þó. S va var hefúr af sum-
um verið nefhdur pappírstígrisdýrið
þar sem í kaupum og söium sem hann
kemur nálægt séu oftar pappírar en
ekki beinharðir peningar á ferðinni.
Hvað sem þessari nafnbót líður var
hún nú samt tilefni vangaveltna um
nýtt nafn á Arnarflug ef Svavar fengi
þar völdin. Vora menn sammála um
aö félagið ætti þá að heita Flying
Papertigers.
Frostrósir
í grein í Þjóð-
viljanumum
helginaer
greinarstúfur ý
þarsemtekinn
erupphansk-
innfyrirCastro
ugfélagaog
öandarikja-
mönnumsend-
ur tónninn. Þeir sem hafa orið vitni
að þíðu undanfarinna missera í ríkj-
um Austur-E vrópu verða hins vegar
kannski hvumsa við að lesa greinina.
Látum greinarhöfund, Gylfa Hersi,
hafa orðiö (beint eftir Castro): „Hér
skömmumst við okkar ekki fyrir að
ræða um Lenin. Á sama tíma og sum-
ir taka niður nafh hans af garða- og
götuheitum og rífa niður styttur af
Lenín, Marx ogEngels, reisum við
þærogvið reisum þær ekki úr marm-
ara, bronsi eða stáli. Við reisum þær
raeð byltingarsinnaðri hegðun, hetju-
lund og sæmd og hefjum á loft merki
marx-leninisma, sósíalisma og
kommúnisma." Amen. „Þannig ver
Fidel Castrosösíalismann,‘' segir
Gylfi og kynnir um leið nýja bók meö
fjóram ræðum hans frá 30 ára af-
mæh byltingarinnar. Sú á aideilis
eftiraðrokseljast
Umsjón: Haukur L Hauksson
Bann við útflutningi á flöttum fiski:
Við óskuðum eftir
útflutningsbanninu
- segir Dagbjartur Einarsson, formaður Sölusamtaka islenskra fiskframleiðenda
Þeir söluaðilar, sem hafa verið að
flytja út ferskan flattan ftsk frá ís-
landi sem nú hefur verið sett bann
á, halda því fram að bannið sé sett á
til verndar Sölusamtökum íslenskra
fiskframleiðenda. Þeir segja raunar
að Sölusamtökin hafi óskað eftir
þessu banni. Dagbjartur Einarsson,
stjórnarformaður Sölusamtakanna,
var spurður hvort þaö væri rétt að
þeir hefðu óskað eftir banninu.
„Ég get svarað því játandi. Mikill
meirihluti manna innan Sölusam-
takanna vill ekki hafa þetta kerfi.
Þaö er veriö að færa samkeppnisaðil-
um okkar þetta upp í hendurnar en
síðan keppa þeir við okkur á mörk-
uðunum. Það er mjög neikvætt fyrir
okkur. Ekki bara það að þeir séu aö
bjóða þennan fisk sem íslenskan
heldur geta þeir verið að bjóða allan
sinn fisk sem íslenskan þegar þeir
eru einu sinni komnir meö íslenskan
fisk í hendurnar. Það komu menn frá
okkur til eins aðila í Danmörku sem
saltar fisk frá íslandi. Þeir viður-
kenndu aö íslenski fiskurinn væri
stærri og betri en annar fiskur sem
þeir eru með. Þeir áttu birgðir af
smáfiski og ef kaupendurnir vildu fá
stóra saltfiskinn frá íslandi, sem
„Lífið er saltfiskur," segir í góðri bók. Það á vissulega við nú þegar slegist
er um hverjir mega flytja þessa dýrmætu vöru út.
skortur er á, urðu þeir að kaupa
ákveðið magn af smáfiskinum líka,“
sagði Dagbjartur.
Hann sagöi þaö tómt kjaftæði að
saltfiskframleiðendur innan Sölu-
samtaka íslenskra fiskframleiðenda
gætu ekki keppt í verði við þá sem
eru aö flytja út flattan fisk. Þaðan
af síöur sagðist hann taka undir það
að sölukerfi SÍF væri staðnað.
„Við höfum verið að gera ýmsar
merkilegar breytingar á síðustu
þremur til fiórum árum og höfum
verið í stanslausri sókn á mörkuðun-
um. Við erum orönir langstærsti
söluaðilinn á saltfiskmarkaðnum og
með hæsta verðið, enda með besta
fiskinn," sagði Dagbjartur Einars-
son.
Hann sagði að varðandi útflutning-
Bannið við útflutningi á flöttum fiski:
Mun lækka fiskverð
á fiskmörkuðunum
inn á flöttum fiski til Danmerkur eða
Englands væri það þannig að þeir
aðilar erlendis, sem væru að salta
þennan fisk, greiddu nokkuð hátt
verð til íslensku útflytjendanna. Þeir
fengju aftur á móti ekki hærra verð
en Sölusamtökin í markaðslöndun-
um. Þeir slyppu hins vegar alveg við
þá tolla sem Sölusamtökin fengju á
sinn saltfisk. I Danmörku fengju salt-
endur alls konar styrki og fyrir-
greiðslu. Þá væri það ekkert leyndar-
mál aö margir vildu splundra Sölu-
samtökunum og væru tilbúnir að
greiða nokkuð fyrir það.
Dagbjartur var spurður hvort
Sölusamtökin myndu leggjast gegn
því aö aðilar utan samtakanna fengju
leyfi til að fullvinna saltfisk hér
heima og flytja út sjálfir, fram hjá
Sölusamtökunum?
„Já, það er best að vera hreinskil-
inn. Við myndum leggjast gegn því
en það getur vel verið að þetta endi
með því aö slíkt verði leyft. Við vilj-
um hafa kerfið óbreytt og ég er viss
um að yfir 90 prósent af framleiðend-
um vilja hafa þetta svona, á einni
hendi. Það eru örfáir menn sem eru
að reyna að brjóta þetta niður. Við
viljum hafa þetta einir og getum al-
veg séð um þetta,“ sagði Dagbjartur
Einarsson. -S.dór
Sjómenn halda því fram að bannið
við útflutningi á flöttum fiski, ööru-
vísi en með flugi, sem sett var fyrir
helgina, sé sett á til að lækka verð á
fiski á fiskmörkuðunum hér á landi.
Þeir sem flutt hafa út flattan fisk til
frekari vinnslu erlendis hafa keypt
megnið af honum á fiskmörkuðum.
Þeir hafa getað greitt fyrir hann hátt
verð vegna þess hve gott verð þeir
fá fyrir hann ytra.
„Það er ekki spurning að bannið
mun verða til þess að fiskverð lækk-
ar á mörkuðunum. Þeir sem hafa
verið að flytja út flattan fisk hafa
fengið svo gott verð erlendis að þeir
hafa getað greitt toppverð hér heima.
Ég get að sjálfsögðu ekki metið
hversu stórt hlutfall af þeim fiski
sem hér er keyptur hefur farið í þessa
vinnslu en ég er viss um að það er
umtalsvert magn,“ sagði Einar
Sveinsson, framkvæmdastjóri Fisk-
markaöarins í Hafnarfirði, er hann
var inntur álits á þessu máli.
„Ég þykist nú vita að menn séu
ekki búnir aö gefast upp og það muni
heyrast í þeim sem hafa staðið í þess-
um útflutningi. En ef þetta bann
verður að veruleika er engin spurn-
ing að það mun lækka fiskverð á fisk-
mörkuðunum. Ég hygg þó að fisk-
verðslækkunin verði ekki umtals-
verð. Sá fiskur, sem menn hafa verið
að greiða fyrir 93 til 95 krónur kílóið,
fari niður í svona 80 til 85 krónur
kílóið. Þetta er að vísu bara mín spá,
menn verða bara að bíða og sjá hve
lækkunin verður mikil," sagði Ólaf-
ur Þór Jóhannsson, framkvæmda-
stjóri Fiskmarkaðs Suðurnesja, í
samtafi við DV.
í fréttatilkynningu frá sjávarút-
vegsráðuneytinu segir að Rann-
sóknastofnun fiskiðnaðarins verði
falið aö rannsaka enn frekar
geymsluþol flatts fisks og muni
reglugerðin, sem bannar útflutning-
inn, verða endurskoðuð að lokinni
þeirri rannsókn.
-S.dór
Akureyri:
Hafna öllum
tilboðunum
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri:
Húsameistari Akureyrarbæjar
hefur lagt til að öllum tilboðum í
innréttingar í fiölbýlishúsiö
Helgamagrastræti 53 verði hafn-
að.
Pjögur tilboð frá fyrirtækjum á
Akureyri bárust í verkiö en eitt
þeirra var di-egið til baka. Tiboðin
voru á bilinu 74-80 milljónir
króna.
Það mun hafa ráðið afstöðu
húsameistara til tilboðanna að
þau voru ekki í samræmi við út-
boösgögn hvað varðar skilatíma.
Húsameistari lagði hins vegar til
að leitað yrði eftir samningum
viö bjóöendur á grundvelli tfi-
boða þeirra og hefur bæjarráð
samþykkt það.
Verið að bjarga úr-
eltu sölukerfi SÍF
- við fengum of hátt verð fyrir fiskinn, segir Jón Ásbjömsson útflytjandi
„Við höfum flutt út flattan fisk í
tvö ár og það hefur aldrei borist
kvörtun um að gæöin væru ekki
fyrsta flokks. Þvert á móti höfum viö
fengið algert toppverð vegna þess
hve gott hráefnið er. Þess vegna er
ástæðan, sem sjávarútvegsráðuneyt-
ið ber fyrir sig við bannið á þessum
útflutningi, að hráefnið sé ekki nógu
gott, tylliástæða. Þaö sem sjávarút-
vegsráðuneytið er að gera er ein-
faldlega að bjarga Sölusamtökum ís-
lenskra fiskframleiðenda. Þeirra
sölukerfi er úrelt og er að riðlast
vegna þess að við fengum mun hærra
verð fyrir saltfisk í Suður-Evrópu en
þeir. Nú fer verðið hækkandi þarna
suður frá en SÍF er með fasta fyrir-
fram gerða samninga og situr því
fast,“ sagði Jón Ásbjörnsson, fiskút-
flytjandi í samtali við DV.
Á sunnudaginn komu saman 30
fiskútflytjendur og samþykktu mót-
mæli gegn banni sjávarútvegsráöu-
neytisins á útflutningi á flöttum fiski.
Þeir fara einnig fram á að fá frest
út þennan mánuð til þess að geta
staðið við gerða samninga ytra.
Jón Ásbjömsson sagði að útflyfi-
endur biðu þess að Jón Baldvin
Hannibalsson utanríkisráðherra
kæmi heim því þeir ætluðu að óska
eftir því að hann veiti þeim leyfi til
að flytja út fullunninn saltfisk. Sölu-
samtök íslenskra fiskframleiöenda
hafa einkaleyfi á þeim útflutningi.
Jón sagðist ekki mundu hugsa til
þess að flytja flattan fisk til Englands
og salta hann þar ef hann fengi leyfi
til að fullvinna hann hér heima og
flytja hann út sjálfur. Hann sagði að
menn hyndu miklar vonir við að Jón
Baldvin ryfi þá einokun sem er á
saltfiskútflutningum.
„Við höfum fengið mun hetra verö
fyrir saltfiskinn heldur en Sölusam-
tökin. Þess vegna höfum við getað
greitt hærra verð á fiskmörkuðunum
hér heima. Það hefur svo orðið til
þess að saltendum innan Sölusam-
takanna hefur gengið ilia á fá fisk á
því verði sem fyrirfram er búið að
ákveða fyrir Sölusamtökin. Við höf-
um því verið að riðla stöðnuðu einok-
unarkerfi og það var ekki þolaö og
bannið sett á,“ sagði Jón Ásbjöms-
son.
-S.dór