Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.1990, Side 9
J
ÞRIÐJUDAGUR 6. MARS 1990.
Sovéskir embættismenn tæma kjörkassa í Moskvu í gær.
Símamynd Reuter
Stefnir í
glæstan sigur
umbótasinna
Umbótasinnar, þar á meöal rót-
tæki þingmaðurinn Boris Jeltsin,
unnu sigur á harölínumönnum
kommúnistaílokksins í kosningum
í Moskvu, Leningrad og öðrum
stórum borgum í þremur stærstu
lýöveldum Sovétríkjanna en þær
kosningar fóru fram á sunnudag.
Samkvæmt bráðabirgðaniðurstöð-
um hefur fyrrum póhtískum föng-
um, umbótasinnum og róttækling-
um gengið mjög vel í þessum kosn-
ingum og víða unnið rótgróna og
íhaldssama kommúnista. Helstu
leiðtogar kommúnistaflokksins
unnu þó flestir sigur í sínum kjör-
dæmum í þessum kosningum sem
voru til þinga og sveitarstjóma í
þremur stærstu lýðveldum Sovét-
ríkjanna, Rússlandi, Hvíta Rúss-
landi og Úkraínu.
Á sunnudag fengu kjósendur í
þessum lýðveldum - þar sem búa
sjötíu prósent íbúa Sovétríkjanna -
í fyrsta sinni að velja á milli fram-
bjóðenda í þingsæti og sveitar-
stjórnir. En flestir frambjóðendur
eru þó félagar í kommúnista-
flokknum þó umbótasamtök hafi
einnig boðið fram. Umbótasinninn
Boris Jeltsin vann öruggan sigur á
keppinautum sínum í borginni
Sverdlovs um sæti á rússneska
þinginu og hlaut hann áttatíu pró-
sent atkvæða. í Moskvu unnu rit-
stjórinn Vladislav Starkov og Ser-
gei Kovalyov, fyrrum póhtískur
fangi, góðan sigur.
Óopinberar tölur frá Leningrad
benda til þess að frambjóðendur,
sem nutu stuönings samtaka sem
kalla sig „Lýðræðislegar kosningar
1990“ vinni sigur og muni hljóta
meirihluta í borgarráði. Umbóta-
sinnar í borginni, sem segjast fuh-
vissir að hljóta 65 prósent fulltrúa
í borgarráði, hafa heitið því að
hefja þegar í stað gagnrýni á yflr-
stjórn kommúnistaflokksins. í |
Úkraínu gekk frambjóðendum )
Rukh, samtaka sem berjast fyrir |
sjálfstæðu lýðveldi, mjög vel, eink- ;
um í vesturhluta lýðveldisins þar j
sem mikill áhugi er á stjórnmálum.
Lokaniðurstöður liggja ekki fyrir
fyrr en þann 14. þessa mánaðar en
tölur hafa verið að berast frá kjör-
dæmum alveg frá því á sunnudags-
kvöld. Kjósendur í Rússlandi þurfa
að greiða atkvæði aftur víða í lýð-
veldinu þar sem kosningar voru
ógildar eða enginn náði hreinum
meirihluta. Kjörseðlar voru víða
mjög flóknir og langir og reyndust
kjósendum þungir í skauti. íbúar
víðs vegar um Úkraínu og Hvíta
Rússlandi þurfa einnig að kjósa á
ný. Reuter
•______________________________________9
_______________________________ Útlönd
í sjálfsævisögu Jeltsins:
Gorbatsjov eins
og keisari
„Ég sleppi þér aldrei aftur inn í
pólítíkina.“ Með þessum kveðjuorð-
um sendi Mikhail Gorbatsjov hinn
opinskáa og litríka umbótasinna,
Boris Jeltsin, í pólítíska útlegð árið
1987, útlegð sem varaði í eitt og hálft
ár. Tveimur árum seinna var Jeltsin
sviptur embætti flokksformanns í
Moskvu og aukaaðild að stjórnmála-
ráðinu.
„Pólítískt séð var ég lík,“ skrifar
Jeltsin um þennan tíma í bók sinni
sem fjallar um valdatafhð innan
Kremlarmúra. Bókin, sem enn hefur
ekki verið gefin út í Sovétríkjunum,
kemur á markaðinn á nokkrum stöð-
um í Evrópu í þessari viku. Jeltsin
er nú á ferðalagi í Evrópu til að
kynna bók sína.
Á fundi með fréttamönnum í
Stokkhólmi í gærkvöldi sagði Jeltsin
að nokkur stór sovésk útgáfufyrir-
tæki hefðu haft samband við hann
vegna bókarinnar. En þegar hann
hefði neitað öllum tegundum ritskoð-
unar hefðu þau dregið sig í hlé.
Útgáfufyrirtæki í Riga í Lettlandi
ætlar að gefa bókina út á rússnesku
en henni verður bara dreift í Eystra-
saltslöndunum. í Sverdlovsk í Rúss-
landi ætlar tímarit að sjá um prentun
bókarinnar. Jeltsin segist hins vegar
ekki gera ráð fyrir að bókin verði
gefln út á næstunni í Moskvu.
Aftur í sviðsljósið
Jeltsin kom aftur fram á sjónarsvið
stjórnmálanna. Var það í fyrsta sinn
sem sovéskum stjórnmálamanni
tókst að standa uppi í hárinu á æðstu
ráðamönnum með aðstoð fólksins.
Þessa dagana fer fram talning at-
kvæða í þing- og sveitarstjórnar-
kosningunum í þremur sovéskum
lýðveldum, þar á meðal í Rússlandi
þar sem Jeltsin var í framboði í borg-
inni Sverdlovsk. Jeltsin hlaut áttatíu
prósent atkvæða og kemst þar með
á þing í Rússlandi. Er Jeltsin voru
færðar fregnir af sigri umbótasinna
sagði hann úrslitin myndu auðvelda
Sovétstjórninni að hraða umbótum.
í bókinni lýsir Jeltsin þekktum so-
véskum stjórnmálamönnum og er
Gorbatsjov þar í fararbroddi. í bók-
inni eru einnig nákvæmar lýsingar
á lífi hins almenna borgara í Sovét-
ríkjunum og þeirra sem njóta sér-
réttinda. En Jeltsin ver sig samtímis
gegn ásökunum um að hann reyni
að afla sér vinsælda á óprúttinn hátt.
„Gorbatsjov eins og keisari“
Lýsing Jeltsins á Gorbatsjov þykir
mjög frábrugðin þeirri mynd sem
umheimurinn hefur af Sovétforset-
anum sem hugprúðum, umbótasinn-
uðum og ákveðnum stjórnmála-
manni. „Það versta viö Gorbatsjov
er að ákvarðanir hans eru ekki nógu
vel úthugsaðar. Þetta eru bara slag-
orð.“ Jeltsin segir Gorbatsjov óá-
kveðinn og áhugalausan, hann hafi
gaman af því að tala lengi og í kring-
um hlutina, hann sé eins konar keis-
ari sem óski eftir lýðhylli án þess að
vera í nánum tengslum við fólkið.
Jeltsin lýsir í smáatriðum hinum
ótrúlega lúxus og forréttindum
æðstu ráðamanna og heldur því fram
að Gorbatsjov njóti þessa kerfis. Þyk-
ist Jeltsin viss um að perestrojkan
hefði ekki staðið í stað ef Gorbatsjov
hefði ekki þurft að láta ýmislegt eftir
sér hvað þetta varðar.
En þrátt fyrir að Jeltsin hafi séð
ástæðu til að skrifa að enginn vafi
hafi leikið á að Gorbatsjov hataði
hann ber Jeltsin virðingu fyrir
brautryðjendastarfi Gorbatsjovs.
„Hann heföi getað haldið áfram eins
og Brésnjéf og Tsjernenko og látið
hengja á sig stjörnur. En hann valdi
aðra leið, hann byrjaði að klifra upp
fjall sem maður getur ekki séð topp-
inn á,“ skrifar Jeltsin.
Jeltsin veit ekki um neinn sem í
augnablikinu geti komið í stað Gor-
batsjovs, hann sé sá eini sem geti
komið í veg fyrir algjöra upplausn
kommúnistaflokksins. Jeltsin minn-
ist á orðróminn sem var á sveimi
fyrr á þessu ári um að verið væri að
reyna að bola Gorbatsjov burt úr
embætti flokksleiðtoga: „Ég legg ekki
trúnað á þennan orðróm en ef svo
myndi fara mun ég berjast fyrir Gor-
batsjov," skrifar umbótasinninn
Jeltsin.
Jeltsin hefur lofað að öllum tekjum
af sölu bókar hans muni verða varið
til baráttunnar gegn eyðni í Sovét-
ríkjunum.
NTB og Reuter
Vegna hagstæðra samninga getum við nú boðið ótrúlegt kynning-
arverð á glæsilegu nýju íbúðahóteli, rétt við ströndina miðsvæð-
is í hinni eftirsóttu baðstrandarbyggð, Magaluf, skammt frá
höfuðborginni Palma. Magaluf á Mallorca er staðurinn þar sem
sjórinn, skemmtanalífið og sólskinið er eins og fólk vill hafa
það.
fyrir fyrstu 200 farþegana
sem staðfesta bókanir í sumarferðirnar.
Íslenskur fararstjóri, f jölbreyttar skemmti- og
skoðunarferðir.
FLUGFEROIR
SGLRRFLUG
Vesturgötu 12, símar 15331 og 22100.
Víð látum ekki jarðskjálftakíppí á okktir fá
og höfum að sjálfsögðu opíð.
Lnmxjnginn
[MiiiiniiTTm
LJOSMYNDAÞJONUSTAN HF
LAUGAVEGI 178 - REVKJAVÍK - SÍMI 685811
liiimimynmmmiimmi