Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.1990, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.1990, Síða 13
ÞRIÐJUDAGUR 6. MARS 1990. 13 Lesendur Lýðræðisleg barna- verndaryfirvöld? Einar Ingvi Magnússon skrifar: Hugsjónin um réttarríkið hefur m.a. verið helsta baráttumál borg- aralegra afla gegn sósíalistum. Nú eru kosningar sveitarstjórna fram- undan og eins og vant er eru ýmis þjóðfélagsmál í deiglunni. Ekki má gleyma að einnig fara menn að huga að frambjóðendum á þing þegar þar að kemur og væntanlegir frambjóð- endur farnir að huga að stöðu sinni. Barnaverndarnefndin í Reykjavík hefur verið tahn vinna undir merkj- um lýðræðis og eiga að vernda frið- helgi einstaklingsfrelsis. Sjálfstæðis- stefnan berst líka fyrir friðhelgi einkalífs og fjölskyldunnar, virðingu fyrir einstaklingunum og segir að fjölskyldan sé hornsteinn þjóðfélags- ins. - En hvers vegna er þá allt í einu farið aö bera þarna á afskiptum ríkis- valdsins af hagsmunum fjölskyld- unnar? - Mér finnst sem þarna sé nú starfað í hrópandi andstöðu við hj ugsj ónir sj álfstæðisstefnunnar. Nýlega flúði kona land með börnin sín tvö, vegna afskipta barnavernd- aryfirvalda. Aðrar hafa misst börnin fyrir það eitt að þurfa að leggjast inn á sjúkrahús, á meðan enn aðrar hafa veriö settar í farbann. í staðinn fyrir- að styðja einstakl- inga er gripið til þeirra róttæku að- gerða að taka börnin af heimilum. Nú ber að geta þess að meirihluti nefndarmanna er í Sjálfstæðis- flokknum, en vinnur að mínu mati í blóra við stefnu flokksins. - Jafnvel málgagn sjálfstæðishugsjónarinnar, Morgunblaðiö, sem hefur auglýst sig sem málgagn allra landsmanna, virðir að vettugi starfshætti barnar- verndarnefnda þótt þeir líkist starfs- aðferðum sósíalista. Eftirfarandi tilvitnun er tekin úr ályktun eins barnaverndarnefndar- fundar: „Bamaverndarnefnd telur ekki ástæðu til aö fresta ákvörðun í því skyni að hjónin geti leitað áhts annarra sérfræðinga." - Með öðrum orðum vill nefndin ekki að þessi til- teknu hjón fái að leita til hlutlausra aöila. Þetta tiltekna mál hefur snúist á þá leið að hugsanlega verða þessi hjón að leita út fyrir landsteinana eftir áhti annarra sérfræðinga. - Þannig er fólki gert erfitt fyrir við að leita réttar síns í réttarríkinu á íslandi, árið 1990. Að sjálfstæðismenn skuli standa á bak við slíkt athæfi og það sem ég tel að e.t.v. megi flokka undir skerðingu á mannréttindum, finnst mér furðu- legt. - Þau vinnubrögð yfirlýstra sjálfstæðismanna eru ekki th þess fallin að vekja traust hjá almenningi og thvonandi kjósendum. Raunir lögreglunnar í Stykkishólmi Lúðvíg Eggertsson skrifar: Harmsögu lögreglunnar í Stykkis- hólmi hefur borið á góma í sjónvarpi æ ofan í æ síðustu misserin. - Hana skortir alla aðstöðu, segir þar, og þá fyrst og fremst vatnssalerni. í því sambandi má minnast þess að í Stykkishólmi var frá síðustu öld fangahús en það stóð tómt aha sína tíð, utan einu sinni er aðkomumaður að sunnan fékk þar inni í örskamm- an tíma. Vatnsleysi hefur bagað Hólmara eins lengi og menn muna. Rennandi vatn í húsum eða vatnssalerni var þar ekki að finna fram til allra síð- ustu ára. - Menn sóttu drykkjarvatn í brunna og höfðu frumstæðan út- búnað í náðhúsum. Hólmarar kom- ust þó af - bæði án lögreglu og án vatnssalerna. Og Stykkishólmur var með meiri menningarbrag en önnur þorp á íslandi. Hér er lagt th að lögreglan í Stykk- ishólmi verði flutt th Reykjavíkur og bætt við liðssafnað þar sem skortir að sögn mannafla og ekkert annað. Það er trú mín að lögreglan í Reykjavík myndi batna við liðsmenn utan af landi, sem hafa kynnst vandamálum dreifbýhs - og sjá th- gang í öðru en því að aka dýrum bíl- um um götur og torg. AUKABLAÐ HLJÓMTÆKI DV-hljómtækí, 16 síðna aukablað um hljóm- tækí, fýlgír DV á morgun. í DV-hljómtækjum verður sagt frá þeím hljómtækjum sem á mark- aðnum eru og skýrð út {yrir lesendum hín mís- munandí gæði hljómtækja, þ.e.a.s. magnara, plötuspilara, hátalara, útvarps og geíslaspilara. HLJÓMTÆKI - Á MORGUN 9» Alternatorar Startarar Ótalgerðirog tilheyrandi varahlutir. Hagstætt verð. 12 mán.ábyrgð. BERG ” I 5A, SÍMI: 91-8 47 88 GIGTARFÉLAG ÍSLANDS ÁRMÚLI 5 — 108 REYKJAVÍK Slmi: 91-30760 Aðalfundur Aðalfundur Gitarfélags Islands árið 1990 verður haldinn laugardaginn 10. mars nk. kl. 14 í sal Hjúkr- unarfélags íslands að Suðurlandsbraut 22, inngangur bakvið (lyfta). Að loknum aðalfundarstörfum mun Jón Þorsteinsson læknir, Þóra Árnadóttir hjúkrunar- fræðingur, Anna Sveinbjörnsdóttir iðjuþjálfi og Erna Jóna Arnþórsdóttir sjúkraþjálfari segja frá norrænu þingi heilbrigðisstétta í Kaupmannahöfn í nóvember 1989. Á fundinum verða seldar kaffiveitingar. Stjórnin 9. leikvika - 3. mars 1990 Vinningsröðín: 211-112-212-X21 3.171.124- kr. 0 voru med 12 rétta - og fær hver: 0- kr. á röð 6 voru með 11 rétta - og fær hver: 84.752- kr. á röð Fjórfaldur pottur LUKKULÍNAN s. 991002 Vinningstölur laugardaginn 3. mars ’90 VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1. 5af 5 9 279.600 2. <TÆ 4 109.315 3. 4af 5 256 2.946 4. 3af 5 4.405 399 Heildarvinningsupphæð þessa viku: 5.465.431 kr. UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI 681511 - LUKKULÍNA 991002

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.