Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.1990, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.1990, Side 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 6. MARS 1990. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELiAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK.SlMI (91 >27022 - FAX: (91)27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1000 kr. Verð I lausasölu virka daga 95 kr. - Helgarblað 115 kr. Fyrirheitna landið brást í forsetakosningunum í Nicaragua í síðustu viku kom í ljós athyglisverður munur á niðurstöðum skoðana- kannana og kosninganna sjálfra. Þar munaði rúmlega 30%. Allar kannanir spáðu 16-24% meirihluta sandin- ista, en í raun fengu chamorristar 14% meirihluta. Þetta er munur lýðræðisríkja og harðstjórnarríkja. í lýðræðisríkjum er í skoðanakönnunum unnt að spá með 1-3% fráviki um niðurstöður kosninga, af því að hinir spurðu eru nokkurn veginn óhræddir við að láta álit sitt í ljós. Það þora menn ekki undir harðstjórn. í Vestur-Evrópu hefur margt hugsjónafólk ímyndað sér, að sandinistastjórn Daniels Ortega væri stjórn fólks- ins í Nicaragua. Áhugafólk um sósíalisma fyrirheitna landsins hefur ímyndað sér, að þar séu að rætast vonir, sem hafa brugðist annars staðar. Arftakar þeirra, sem endur fyrir löngu fóru til Rúss- lands að grafa skurði í þágu alþýðunnar, fóru um tíma til Kúbu í norrænar sveitir skurðgrafara. Þegar hug- sjónafólkið gat ekki lengur séð Castro í hillingum, varð Nicaragua fyrir valinu sem fyrirheitna landið. Nú er hins vegar komið í ljós, að alþýðan í Nicaragua er svo hrædd við sandinista, að hún þorir ekki að segja álit sitt í skoðanakönnunum. í kosningum, sem voru undir eftirliti 2000 útlendinga, gat alþýðan hins vegar veitt útrás innibyrgðu hatri sínu á sandinistum. Daniel Ortega leyfði frjálsar kosningar í Nicaragua, af því að hann trúði niðurstöðum skoðanakannana, al- veg eins og pólskir og ungverskir kommúnistar trúðu því, að þeir mundu sigra í frjálsum kosningum, sem þeir leyfðu í sínum löndum fyrr á þessum vetri. Kommúnistar eru ekki einir um að falla á þeim mis- skilningi, að harðstjórnarríki geti notað félagsvísinda- tækni lýðræðisríkja. Harðstjórinn Augusto Pinochet í Chile trúði líka niðurstöðum skoðanakannana og leyfði kosningar, sem gerðu andstæðing hans að sigurvegara. Komið hefur í ljós, að alþýða manna í Nicaragua leit ekki rauða og svarta hálsklúta sandinista sömu augum og trúgjarna hugsjónafólkið, sem kom frá Evrópu til að grafa skurði og klappa saman lófum. Alþýðan áttaði sig á sandinistum og afgreiddi þá eins og þeir áttu skilið. Sandinistar höfðu komið á fót vopnuðum sveitum, sem voru farnar að minna á slíka einkaheri í öðrum löndum. Þeir höfðu þjóðnýtt atvinnulífið að mestu og komið upp 36.000% verðbólgu. Þeir höfðu stuðlað að sárafátækt og gert sjálfa sig að skömmtunarstjórum. Sandinistar höfðu gert bandalag við þjóðskipulag í Austur-Evrópu, sem síðan hefur hrunið. Sovétstjórnin hefur lengi haldið þeim uppi fjárhagslega, en er nú dauð'- fegin að losna við þá. Gorbatsjov telur sennilega mátu- legt, að chamorristar halli sér að Bandaríkjunum! Athyglisvert er, að sandinistar höfðu margfalt meira fé til umráða í kosningabaráttunni en chamorristar. Þetta sáu 2000 útlendingar, sem höfðu eftirlit með henni. Það stoðar því lítið að halda fram, að bandarískir pen- irígar hafi komið Violetu Chamorro að völdum. Á næstu vikum kemur í ljós, hvort Ortega tekst að halda í skeíjum sárreiðum fylgismönnum sínum í her- num og einkaher sandinista. Ennfremur, hvort Cha- morro heldur til streitu afneitun sinni á Contra-skæru- liðum, sem hafa valdið miklum vandræðum í landinu. Síðar sést, hvað tekur við af Nicaragua sem fyrir- heitna landið hjá evrópsku hugsjónafólki, þegar fokið er í flest skjól. Verður það Suður-Jemen? Eða ísland? Jónas Kristjánsson „Eitt er alveg víst, hjá öllum þessum blaðurskjóðum skurðgleðinnar, það á og má auðvitað ekki koma við neitt þeim viðkomandi - að sjálfsögðu má allt annað fara undir hnífinn," segir greinarhöfundur í grein sinni. Niðurskurður heimsk- unnar er nauðsyn Enn á ný er umræðan um niður- skurð ríkisútgjalda komin í há- mark - hámark heimskulegra full- yröinga mætti gjarnan segja - því svo ótrúlega vanþekkingu opin- bera ummæli ýmiss konar að mann rekur í rogastans. í fyrsta lagi er eins og íjöldi fólks eða alla vega háværasti hluti fólks- ins sé að tala um eitthvað sem því er alls óviðkomandi þegar sam- félagið og sameiginlegir sjóðir þess eru í umræðunni. Oft sýnist manni ótrúlegur fjöldi fólks standa utan allra samfélags- legra þarfa, hafandi hvorki notið menntunar af neinu tagi, því síður heilbrigðisþjónustu eða almanna- trygginga, engra félagslegra rétt- inda og auðvitaö stendur þetta al- vitra fólk utan allra þessara „sníkju“atvinnuvega sem alltaf er verið að styrkja til einhvers sem því er hulið og sjávarútvegur er t.d. glöggt dæmi um. Vesalings ,,Hólmsteinarnir“ Jafnvel eru til heilu stjórnmála- flokkarnir og þeir undrastórir þar sem fylgismenn, bláeygir í sakleysi sínu, tala um „báknið burt“, tala um samfélagið eins og hverja aðra ófreskju þótt engir hafi átt betri þátt í „bákninu" og toppstöðum þess og hrópendur þeir sem hæst láta séu auðmjúkir þiggjendur þess í öllu lifibrauði sínu. Vesalings „Hólmsteinarnir" hugsa ég oft þegar þessi vaska sveit fer í vindmylluleikinn sinn á laun- um frá bákninu ljóta og alltumlykj- andi. En þetta var raunar útúrdúr því þetta átti ekki að vera vorkunn- arpistill þó vert sé sannarlega að fara ofan í sauma þeirra bákn- byggjenda sem blásaklausir gera hávaðahróp með reglubundnu millibili að musteri sjálfs sín. Því vitað er að engir eiga drýgri hlut- deild í óþarfri uppbyggingu þessa en einmitt þeir sem mest og drýgst hafa valdatauma haft í höndum sér og þurft að gefa gæludýrum á jöt- una í sama mæli. En þegar nú er hafin umræöa um niöurskurð í ríkisgeiranum og hrópaö á stjórnvöld að þau standi sig nú skyldu menn í fyrsta lagi hafa í huga hvar hlutur sparnaðar og aðhalds er hjá þeim samnings- aðilanum sem víða á vegleg bákn, þ.e. hjá atvinnurekendum á ís- landi, sem orðnir eru gjörsamlega lausir allrar ábyrgðar á öllum sín- um gjörðum; í öðru lagi hvar niður- skuröur peningastofnana og milli- liða hvers konar f einkageiranum fyrirfmnst og í þriðja lagi og um þaö snýst mitt mál öðru fremur; hvað á samfélagið að skera niður, hvar á að beita hinum vinsæla hníf og margumtalaöa sem skrif- fmnar skrafa um af svo mikilli vel- þóknun? Eitt er alveg víst hjá öllum þess- um blaöurskjóðum skurðgleðinn- ar, það á og má auðvitað ekki koma við neitt þeim viðkomandi - að sjálfsögðu má allt annaö fara undir hnífinn. „Ekki ég,“ sagði svínið og sama má segja um þær ritræpur margs konar sem vita nákvæmlega hvar annars staðar má skera. Yfirlýsingin Mér er hins vegar hugleiknara að ekki sé þar komið við sem þegar hefur verið krukkað í því varla er nokkur svo vitlaus í alvöru að vita ekki um þau aðhaldsfjárlög f öllum meginatriðum sem afgreidd voru fyrir jólin síðustu. Við sem fáumst við málefni fatl- aðra dag hvem könnumst t.d. mætavel við það að Framkvæmda- sjóður fatlaðra er með sömu krónu- tölu til ráðstöfunar og í fyrra sem þýðir að sjálfsögðu um 20% raun- lækkun og vita skulu menn að þar er margur óleystur vandi á ferðum. Ég nefni aðeins sem dæmi að eitt svæðanna átta, sem um sækja í sjóðinn, biöur einfaldlega um allan sjóðinn til sín og þar er erfitt að finna alls óþörf verkefni, enda margt sem að kallar og er krefjandi til úrlausnar í þessum málum öll- um - alls staðar. Eflaust gæti einhver átt þaö til að hrópa „skera, skera" einnig þama og máski gæti einhver sagt um ráðherra þessara mála, ef við- komandi tregðaðist nú við skurð- arátakinu, að ráðherra, sem ekki vildi skera, ætti bara að segja af sér. Þannig koma úr ólíklegustu áttum þær upphrópanir sem eyrun kitla - þeirra eyru sem ekki vOja vita virkileika margra málaflokka sem einfaldlega þola engan niður- skurð. Menn skulu líka minnast þess að einmitt í þessum sömu samningum núlllausnanna var gef- arinars, m.a. hástemmdra yfirlýs- inga allra flokka: Dettur einhverj- um í hug að hefja aðgerðir í kjölfar svona yflrlýsingar með niður- skurði nú? Ég held ég segi þá bara: Sá ætti nú að segja af sér - og mér er bláköld alvara. Eftir því verður a.m.k. tekið hversu um þessi mál fer svo og önnur samfélagsleg málefni sem ekki mega viö neinum niðurskurði frekari, nema niðurskurðurinn nái þá til alls, m.a. til óhófjsfjárfestinga einkageirans eða ofalinnar Reykja- víkurborgar og þess atvinnurekstr- ar sem hefur pilsfaldakapítalisma að æðstu kennisetningu og nærist þar á. Það þýðir ekki að tala um neina allsherjarnúlllausn meðan alls kyns hégómi veður uppi sem lýs- andi offjárfesting óþarfans og alls staðar eru dæmi um, a.m.k. hér í borg, og jafnframt er í alvöru talað um að þrengja þar að sem þörfin sannanlega kallar og knýr á. Að lokum, svo enginn haldi að óhófseyðsla og óráðsíubruðl hvar sem er sé uppáhald höfundar, m.a. og sér í lagi á opinberum vett- vangi: Það er ævinlega ástæða til aðhalds; sparnaður, hófsemd og hagsýni eiga ríkan rétt á sér alls staðar. En niðurskurður út í bláinn þjónar engum en getur til ógn- vænlegs skaöa orðið þar sem allra síst skyldi. Hins vegar mætti svo niður- skuröur ná rækilega til þeirra sem hæst hrópa því niöurskurður heimskunnar er nauðsyn öllu öðru fremur. Helgi Seljan in út yfirlýsing um húsnæðismál fatlaðra. Þar segir orðrétt, undirrit- að af forsætisráðherra: „Ríkisstjórnin mun beita sér fyrir því, að á grundvelli úttektar á framkvæmdaþörf í þágu fatlaðra, sem nú er á lokastigi, verði gerö áætlun til nokkurra ára um úrbæt- ur í húsnæðismálum þeirra, bæði í sambýlum og innan félagslega húsnæðiskerfisins. Ríkisstjórnin mun veita því for- gang að leysa brýnasta vanda fatl- aðra, sem eru á biðlistum eftir sam- býli og hafa sannanlega mikla þörf fyrir vistun samkvæmt mati svæð- isstjórna i málefnum fatlaðra og félagsmálaráðuneytisins." Sá ætti nú að segja af sér Ég segi bara í ljósi þessa og alls KjaUarinn Helgi Seljan félagsmálafulltrúi ÖBÍ „„Ekki ég,“ sagði svínið og sama má segja um þær ritræpur margs konar sem vita nákvæmlega hvar annars staðar má skera.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.