Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.1990, Side 15
ÞRIÐJUDAGUR 6. MARS 1990.
15
Vissuð þið þetta um Jón Óttar?
Vissuð þið að Jón Óttar lét byggja
farsíma inn í annan skóinn, svona
líkt og Smart spæjari forðum?
Vissuð þið að forrík og vel þekkt
kona bauð Jón Óttari 10 milljónir
fyrir að giftast sér? Vissuð þið að
hann gerði henni gagntilboð upp á
25 milljónir?
Vissuð þið að Jón Óttar flaug á
fyrsta farrými til Sidney í Ástralíu
með 6 manna myndatökulið en
sneri snarlega heim aftur því hann
hafði gleymt hvað hann ætlaði að
gera?
Því miður get ég ekki nafngreint
heimildarmenn fyrir þessu. Skilj-
anlega, þar sem ég bjó þessar sögur
til um leið og ég skrifaði þær.
Tímamót á Stöð 2
Nú eru tímamót í lífi Stöðvar 2.
Nýir aðilar hafa eignast meirihluta
hlutabréfa. Einhvern veginn hefur
umræðan á þessum tímamótum
snúist meira eða minna um per-
sónu Jóns Óttars Ragnarssonar,
ljóst eða leynt rugl í rekstri stöðv-
arinnar og tilraunir til að ræna
banka.
Skiljanlegt er að fólk hafi áhuga
á persónu Jóns Óttars. Hann gnæf-
ir upp úr hversdagsleikanum.
En hinu má ekki gleyma, hvaða
þýðingu frumherjastarf Jóns Ótt-
ars, Hans Kristjáns Árnasonar og
Ólafs H. Jónssonar hefur haft fyrir
íslendinga.
Margfalt betra sjónvarp
Úrval sjónvarpsefnis hefur þre-
faldast frá 1986 þegar Stöð 2 hóf
göngu sína.
Barnaefni í sjónvarpi er undan-
tekningalítið með íslensku tali.
Kjallaxiim
Ólafur Hauksson
blaðamaður
Stöð 2 byrjaði á því og ríkissjón-
varpið neyddist til að gera hið
sama.
íþróttaefni er gífurlega fjölbreytt.
Þegar ríkissjónvarpið var eitt um
hituna þekktist helst aðeins hand-
bolti og fótbolti. Stöð 2 reið á vaðið
í þessum efnum sem öðrum.
Fréttatímar eru lengri og ítar-
legri. Ríkissjónvarpið býður upp á
tvo kvöldfréttatíma. Fréttastofa
Stöðvar 2 hefur sýnt og sannað að
hún er óháð stjómmálamönnum
og veitir þeim það nauðsynlega
aðhald sem dagblöðin fæst geta eða
vilja. Þessi staða fréttastofu Stöðv-
ar 2 hefur jafnframt styrkt aðra
gagnrýna blaðamennsku, sérstak-
lega hjá DV.
Sjónvarp hefst fyrr á daginn en
áður og því lýkur síðar, sérstaklega
á Stöð 2. Þar er komið til móts við
óskir fjölmargra sem vilja horfa á
sjónvarp á öðrum tíma en ríkis-
sjónvarpið skammtaði hér áður
fyrr.
Hefur bætt RÚV mest
Ríkissjónvarpið hefur batnað
með tilkomu Stöðvar 2. Það hefur
verið knúið til að standa með
myndarskap að innlendri dag-
skrárgerð. Þar á meðal má nefna
hina fimavinsælu spumingaþætti
Ómars Ragnarssonar (áður en
hann fór yfir á Stöð 2) og skemmti-
þætti Hemma Gunn og Spaugstof-
unnar.
Vafalítiö hefur tilkoma Stöðvar 2
haft mest að segja fyrir ríkissjón-
varpið. Samkeppnin hefur dregið
úr stöðnun. Auglýsingadeild ríkis-
sjónvarpsins breyttist úr afgreiðslu
í þjónustudeild. Dregið hefur úr
áhrifamætti útvarpsráðs. Sam-
keppnin ræður meiru en pex í út-
varpsráði.
Landsbyggðinni er betur sinnt í
sjónvarpi en nokkru sinni áður.
Þar gerast líka fréttnæmir við-
burðir, merkilegt nokk.
Tvö stórvirki í dagskrárgerð
standa upp úr. Það eru þættir
Stöðvar 2 um Halldór Laxness og
þátttaka ríkissjónvarpsins í þátta-
röð um Nonna og Manna. Þökk sé
samkeppninni.
Hraður vöxtur
Svona mætti lengi halda áfram.
Ljóst er að Jón Óttar, Hans Kristján
og Ólafur H. Jónsson eru fram-
hverjarnir sem breyttu sjónvarpi á
íslandi til hins betra.
En vöxtur barnsins varð hraöari
en nokkurn óraði fyrir. Enginn
vafi leikur á því að teflt var á tæp-
asta vað í fjármálum. Vafalítið hef-
ur verið raglað og bruölað og rang-
ar ákvarðanir teknar í fyrirtæki
sem óx um mörg hundruð prósent
á hverju ári.
Ekki má heldur gleyma því að
Stöð 2 hóf göngu sína á einhverjum
mesta uppgangstíma í sögu þjóðar-
innar. Þegar svo allt fór í mínus í
þjóðarbúinu á tveimur mánuðum
haustið 1988 var hraðinn á Stöð 2
of mikill.
Fljótt að gleymast
Það virðist auðvelt fyrir fólk, sem
aldrei tekur áhættu, að setjast í
dómarasæti og kjamsa á kjafta-
gangi og öðru slúðri. Flestir eru
fljótir að gleyma því sem vel hefur
verið gert.
Enginn efast hins vegar um að
Stöð 2 er komin til að vera. Það
sýnir trú nokkurra kaupsýslu-
manna sem hafa fest fé í stöðinni.
Með aðhaldi og skipulagningu ætti
að vera hægt að ná endum saman.
Meirihlutaeignina fengu kaup-
sýslumennirnir ódýrt. Þeir yfir-
tóku aðeins hluta af skuldunum. í
staðinn fengu þeir fjölmiðil sem
nær til rúmlega 90 prósenta íbúa
landsins, með á milli 40 og 50 þús-
und ákrifendur. Þetta er fjölmiðill
sem nýtur trausts og velvildar.
Kaldhæðni örlaganna
Það er ákveðin kaldhæðni örlag-
anna að ríkisútvarpið, sem best
hefur notið þess að hafa þennan
verðuga keppinaut, varð þess á
endanum valdandi aö frumherj-
arnir misstu meirihlutaeign sína í
Stöð 2.
Bandaríska fjölmiðlafyrirtækið
NBC ætlaði að leggja nokkur
hundruð milljónir í fyrirtækið
gegn 10% eignarhluta. Arnar Páll
Hauksson, fréttamaður RÚV, skrif-
aði bréf í nafni þess, með ýmsum
dylgjum um Stöð 2, sem varð til
þess að NBC hætti við. Þá var
tíminn orðinn of naumur fyrir eig-
endurna til að leita að nýjum hlut-
höfum.
Stöð 2 hefði aldrei orðið til með
góðri skipulagningu og varkárni í
fjárfestingum milli kl. 9 og 5. Að-
eins eldhugar gátu þetta. Þeir hlutu
að reka sig á í leiðinni og óneitan-
lega er spennandi að kjamsa á því.
En leyfum þeim einnig að njóta
sannmælis.
Ólafur Hauksson
„Fréttastofa Stöðvar 2 hefur sýnt og
sannað að hún er óháð stjórnmála-
mönnum og veitir þeim það nauðsyn-
lega aðhald sem dagblöðin fæst geta eða
vilja.“
Úrbætur í ferðamálum
í hvert sinn sem leita þarf að
týndum ferðamönnum hefst um-
ræða um hálendisferðir og vanda-
mál sem þeim fylgja. Það er löngu
kominn tími til að setja lög og
reglugerðir um ferðamál almennt.
Þau eru víst í undirbúningi ogfjalla
ég ekki um þau atriði hér. En það
er líka löngu kominn tími til að
setja sérstök lög eða reglugerðir
um öryggismál ferðamanna á há-
lendinu. Fáein orð þar um, enn
einu sinni.
Ráðgjöf - tilkynningaskylda
— leit
Það eru einkum þrjú atriði sem
þarf að skoða til skjótra úrbóta í
þessum geira ferðamálanna. Sumt
á heima í reglugerð eða lögum,
annað kostar skipulagsbreytingar
og skylda vinnu:
1. Innlendir og erlendir ferðamenn
eiga að geta fengið umsögn sér-
fróðra manna um útbúnað og
leiðaval - og ráðleggingar þegar
við á. Til era samtök, skrifstofur
björgunarsveita og upplýsinga-
miðstöðvar sem geta sinnt þessu
ef slíkt er skipulagt á einfaldan
hátt.
2. Sumar hálendisferðir eru þess
eðlis að tilkynningaskylda
myndi bæta mikið úr. Með því
er átt við að innlendum og er-
lendum mönnum er skylt að til-
kynna um ferðir sínar til aðila
(t.d. miðstöðvar björgunarsveita
eða lögreglu) ef þeir vilja tryggja
sér hjálp, sé hennar þörf. Meira
um þetta hér á eftir.
3. Þrátt fyrir mjög aukna samvinnu
þriggja aðskihnna björgunar-
samtaka er þrískiptingin enn
óþörf og aðstoð og þátttaka opin-
berra aðila í störfum þeirra of
lítil. Það á að endurskipuleggja
allt björgunarstarfið og koma
upp miðstöð (með þyrlu) á a.m.k.
þremur stöðum á landinu. Meira
uni þetta hér á eftir.
KjaUarínn
Ari Trausti
Guðmundsson
jarðfræðingur
Þessu gæti fylgt að menn gerðu
grein fyrir því hvernig þeir era
tryggðir og hvemig útbúnir.
Leit eða aðstoð væri samt ókeypis
og ekkert fé þyrfti að leggja fram.
Reynslan sýnir að slíkt mismunar
fólki gróflega. Tilkynningaskylda
ætti að ná til ákveðinna fáfarinna
og/eða erfiðra ferðasvæða, svo og
mismunandi ferðahátta. Dæmi:
jeppaleiðangur á Vatnajökul að
vetri, klifurferð á Öræfajökul á öll-
um árstímum, skíðaferð á Langjök-
ul, ökuferð um Gæsavatnaleið
(ekki þó hópferðir) og gönguferð
úr Vonarskarði til Sigöldu um Jök-
ulheima.
Fjölfarnar gönguleiðir, venjuleg-
ar fjallgöngur eða flestar klifur-
ferðir, langflestir fjallvegir og
rjúpnaveiðiferðir yrðu til dæmis
„En það er löngu kominn tími til að
setja sérstök lög eða reglugerðir um
öryggismál ferðamanna á hálendinu.“
Bann er rangt
Það er algjörlega ófært að banna
tilteknar ferðir, vetrar- eða sumar-
langt, eða loka landsvæðum.
Ferðamennska er blanda af for-
vitni, náttúruskoðun og ævintýra-
þrá og hluti af mannréttindum
nútímans. Með ráðgjöf og tilkynn-
ingaskyldu er hægt að setja glanna-
legustu tilraununum skorður.
Reglugerð verður engu að síður
að taka til ferðabanns ef aðstæður
(t.d. snjóflóðahætta) eða annað (t.d.
fáránlegur útbúnaður) útheimtir
slíkt að mati sérfræðinga. En að
öðra leyti er tilkynningaskyldan
þannig að ferðamaður eða hópar
láta vita um upphaf ferðar, leið eða
varaleiðir og áætlaða komu úr ferð.
undanþegnar skyldunni. Það tekur
tíma að koma svona löguðu í gagn-
ið og slíkt tengist auðvitað almennu
skipulagi ferðamála í landinu. En
bráðabirgðareglur dygðu í fyrstu.
Enn betra björgunarstarf
Með síaukinni samvinnu björg-
unarsveita í landinu er starf þeirra
að verða æ skilvirkara. Þrískipt-
ingin (sögulega skilyrt), leifar af
samkeppni og sú staðreynd að
sveitimar verða að reiða sig nær
alveg á sjálfboðastarf eru enn til
óþurftar. Ein samtök, skipt eftir
verkefnum og landsvæðum og þátt-
taka hins opinbera í fjárfestingum,
samstihtri þjálfun og rekstri er það
sem koma skal.
„Innlendir og erlendir ferðamenn eiga að geta fengið umsögn sérfróðra
manna um útbúnað og leiðaval...“ segir í greininni.
Björgunarstörfin verða alltaf
borin uppi af sjálfboðaliðum en það
þarf að endurskipuleggja kerfið.
Þungamiðjan yrði að vera rekstur
þriggja stórra þyrla (og einnar til
vara) í Reykjavík, á Akureyri og
miðsvæðis á Austurlandi og svo
öflugra miðstöðva í tengslum viö
þær.
í öllum sýslum og þéttbýhsstöð-
um ætti svo að vera ein miðstöð
með einni verkefnaskiptri sveit
(með björgunarbátum við sjávar-
síðuna) en nú era slíkar miðstöðv-
ar stundum of þétt og víða eru 2
eða jafnvel þijár samtakabundnar
sveitir á sama stað.
Nú þegar almannavamir verða
sífellt betur skipulagðar er lag til
að samræma starf þeirrar stjóm-
unar- og skipulagseiningar sem
Almannavamir ríkisins era og
endurbyggðra björgunarsamtaka.
Ari Trausti Guðmundsson