Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.1990, Page 24

Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.1990, Page 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 6. MARS 1990. Sviðsljós Cher: A von á sér 1 JUll Þaö er ólíklegt að Cher gangi um í þröngum netafatnaði á næstunni þar sem hún er nú komin fimm mánuði á leið. Faðirinn mun vera hinn þrít- ugi gítarleikari Bon Jovi, Richie Sambora, en sjálf er Cher orðin 43 ára. Hjúin hafa engan hug á því að rugla saman reytum sínum. Cher á tvö börn fyrir, Chastity og Elijah, sem orðinn er 13 ára. Hann hefur fylgt móður sinni á tónleika- ferðum hennar og Cher mun hafa gert sér grein fyrir að hann var ekk- ert ungbarn lengur. Það mun hafa átt sinn þátt í því að hún ákvað að verða aftur bamshafandi. Þaö eina sem veldur Cher áhyggj- um er að hún komist ekki í búninga sína þegar hún á að koma fram. Hún æfir því reglulega til að halda sér sem grennstri. Richie mun þó hafa hvatt hana til að borða vel. Það er ekki langt síðan að fyrrum eiginmaður hennar, Sonny Bono, eignaðist son og það mun einnig hafa haft áhrif á ákvörðun söngkonunnar. Hún vill líka verða hamingjusöm, en gerði sér jafnframt grein fyrir aö til þess heföi hún ekki mikinn tíma því ekki yröi hún yngri með árunum. Cher mun nú hafa lesið allt sem hún komst yfir um fæðingar og með- göngu kvenna eldri en 40 ára og sagt er að hún hlakki til fæðingarinnar og líti björtum augum á framhaldið. Hún óskar þess sjálf að barnið verði drengur, því hana langar í lítinn Ric- hie Sambora. Richie Sambora hefur lítinn hug á að festa ráð sitt á næstunni. Simamynd Reuter Einn á ferð Það er ekki beint mannmargt kringum sovéska lista- og ævin- týramanninn Fyodor Konyukhov og ekki ólíklegt að það eigi eftir að verða enn einmanalegra. Myndin var nefnilega tekin í norðurhluta Sovétríkjanna er Fy- odor hóf göngu sína aö norður- pólnum. Reiknar hann með að gangan taki hann 65 daga. Það fylgdisögunni að farangur- inn væri 80 kíló. Cher á von á sér i júlí Kim Basinger klippir táneglurnar á Prince Nú er það heyrum kunnugt að kyn- bomban Kim Basinger er nýjasta leikfang Prince en áður hefur honum tekist að fá á sitt vald konur eins og skosku söngkonuna Sheena Easton. Kim mun hafa flutt inn til hans í Kim og Prince hafa farið leynt með samband sitt en þar kom að því að þau voru Ijósmynduð saman. október á síðasta ári en hans kon- unglega ótukt býr í Minneapolis í Minnesotaríki í Bandaríkjunum. Frá þeirri stundu er Kim flutti inn mun hún hafa dekrað við Prince. Hún eld- ar ofan í hann, vaskar upp, færir honum inniskóna og klippir á honum táneglurnar. Og það sem meira er, Kim vill giftast honum þótt prinsinn hafi lítinn áhuga á slíku. Það vekur þó talsverða furðu af hverju Kim er svona heilluð af honum, því hann er lítill og væskilslegur í meira lagi en hún aftur á móti talin með glæsilegri konum, há og grönn. Nú er svo komið að Prince og Kim munu þegar vera með plötu í bígerö og stefna aö því að leika saman í kvikmynd á næstunni. En, eins og kunnugur segir; „Þeir sem hafa þekkt Prince í mörg ár vita að Kim hlýtur mjög líklega sömu örlög og aðrir- sigrar prinsins. bandinu er lokið er því Þegar sam- lokið.“ Þau hylja andlitið en það var um seinan því þegar var búið að taka myndina. 68 55 mi'im - . >' (cf/c( C

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.