Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.1990, Side 25

Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.1990, Side 25
ÞRIÐJUDAGUR 6. MARS 1990. 25 Sviðsljós Ólyginn sagði... Mike Tyson - sá sami og tapaði heimsmeist- aratitli sínum - er hinn mesti nískupúki. Eftir blaðamanna- fund á veitingahúsi í Beverly Hills, þar sem hann gaf út yfirlýs- ingu um hnefaleikakeppni sem gæfi honum hundruð milljóna í aðra hönd, neitaði hann að borga stöðugjaldið fyrir Rollsinn sinn, sem var 180 krónur. Mike hélt því fram að hann væri ekki með neitt smærra á sér en 100 dollara seðil (6.000 krónur) og þar að auki þyrfti hann ekki að borga því hann væri hinn eini og sanni Mike Tyson. Þegar vinur Mikes ætlaði að borga gjaldið tók fyrrv. meistarinn í hönd hans og sagði að hér borgaði enginn. Vinurinn sætti sig þó ekki við þetta og borg- aði gjaldið þegar Mike sneri sér undan. Eddie Murphy og Jasmine Guy, sem sjónvarpsá- horfendur kannast ef til vill við úr þáttunum Different world, munu nú liggja í leyni saman við að semja lög á plötu sem þau ætla að syngja saman á og þá væntanlega gefa út með tíð og tíma. Eddie og Jasmine léku fyrir stuttu saman í mynd Eddies, Harlem Nights, og var faðir Jasmine lítt hrifinn af bólfórum þeirra í myndinni. Demi Moore lék ekki alls fyrir löngu í hryll- ingsþáttum og tók það tvo tíma aö farða hana. Þrátt fyrir það fór hún alltaf fram á það að farðinn væri tekinn af á hádegi svo hún gæti snætt með dóttur sinni. Sú litla er aðeins eins og hálfs árs gömul og Demi vildi ekki hræða hana. Eftir matinn þurfti að sjálf- sögðu að farða Demi aftur tn að breyta henni í djöful. Hún þurfti því að leggja á sig tvöfalda förðun í sex daga en sagði að það hefði alveg verið þess virði. Mango ásamt nokkrum hluta kvenna sinna. Kvæntur 45 konum - og 15 eru að skilja við hann Afríski söngvarinn Mongo Faya er í vandræðum. Reyndar eru þetta vandræði sem hann skapaði sér sjálf- ur með því að kvænast 45 konum. Nú vill nefnilega þriðjungurinn skilja við hann og vill að hann borgi meðlag með börnunum. Mongo lætur sér þetta í léttu rúmi liggja og segist að minnsta kosti losna við 15 tengdamömmur, en hann hef- ur áhyggjur af meðlaginu því hann á 35 böm og sum þeirra eru börn kvenna sem ætla að skilja við hann. Mongo, sem er 37 ára, geymir 30 konur uppi í sveit en afgangurinn býr í húsi hans í bænum Douala. Konurnar eru á aldrinum 17 til 50 ára og hefur það hentað Mongo mjög vel því hann hefur konu til að full- nægja hverri þörf. Vandræðin byrjuðu í janúar sl. þegar hann keypti bæjarkonum sín- um htla rútu svo þær gætu allar far- ið saman að versla. Sveitakonurnar komust að þessu og kröfðust þá einn- ig að fá litla langferðabifreið. Mango sagði að þær gætu notað langferða- bifreið sem tilheyrði sveitabænum, en þær voru ekki ánægðar með það. Þá bauðst manngarmurinn til þess að kaupa handa þeim 32 sæta lang- ferðabifreið, en þá fóru kvensurnar fram á að Mango keypti bíl handa hverri og einni. Mango sagði að ef þær vildu ekki 32 sæta langferðabifreiðina gætu þær bara skilið við hann. Og það ákváöu 15 þeirra að gera. Þeim var gefmn umhugsunarfrestur, en þær voru ákveðnar í að skilja við karlinn því hann væri ríkur og hefði hæglega efni á því að kaupa bílana handa þeim. „Fyrir fáum árum hefði kona í Kamerún aldrei verið með slík mót- mæli. Ég geri ráð fyrir að tímarnir séu að breytast og er því dálítið áhyggjufullur því þessar óhlýðnu konur geta haft slæm áhrif á hinar,“ sagði Mango. Það vefst stundum fyrir Mango hver er móðir hvaða barns. Mun Jane Fona giftast leikfangi sínu í júní? Jane Fonda og Lorenzo Caccialanza: Jane Fonda er nú sögð ætla að gift- ast ítalska leikfanginu sínu í sumar, nánar tiltekið í júni. Jane mun hafa tekið þessa ákvörð- un eftir aö móðir Lorenzo kallaði hana barnaræningja og reifst og skammaðist yfir því að Jane skyldi nota hinn myndarlega son hennar sem leikfang. Þess má geta að sonur- inn er nú ekkerf ungbarn því hann er 34 ára en Jane er átján árum eldri. Jane líkaði ekki ummæli þeirrar gömlu og tók það til bragðs að senda eftir henni til Ítalíu og bjóða henni í heimsókn svo að mamma gamla gæti nú kynnst henni. Síðar mun Jane hafa boðið kellingunni í hádegismat í Beverly Hills. Eftir að þær snæddu ók Jane henni aftur á hótelið þar sem hún lagðist á hnén og bað um hönd Lorenzo. Sú gamla játaði bón kvikmynda- stjörnunnar þvi Lorenzo hafði sýnt áhuga á því að kvænast Jane og ham- ingja hans var fyrir öllu. Þrátt fyrir allar vangaveltur um brúðkaupið, mun blaðafulltrúi Jane hafa sagt að parið væri aðeins vinir og ekkert annað. Sætt bros Hún Linda Davis var dálítið raunamædd þegar hún var búin að missa báðar framtennurnar í efrigóm. Það hýrnaði hins vegar yfir henni þegar hún fékk þennan sérhannaða tannbursta fyrir börn sem eru í hennar sporum. Hún gat því brosað út að eyrum á nýjan leik.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.