Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.1990, Síða 28
28
ÞRIÐJUDAGUR 6. MARS 1990.
Andlát Pundir
Ársæll Jónasson kafari, Hringbraut
63, lést í Landspítalanum laugardag-
inn 3. mars.
Jórunn Bjarnadóttir frá Geitabergi,
fyrrverandi ljósmóðir á Akureyri, er
látin.
Ævar Hugason, lést þann 24. febrúar.
Ingigerður Þorsteinsdóttir, Lundar-
brekku 2, Kópavogi, lést í Borgar-
spítalanum laugardaginn 3. mars.
Einar Guðmundsson, Hrafnistu,
Reykjavík, áður til heimilis á
Smyrlahrauni 6, Hafnarfirði, lést að
morgni 4. mars.
Jarðarfarir
Þóra Kristjana Eyjólfsdóttir frá
Steinum, Austur-Eyj afj allahreppi,
lést á Reykjalundi 18. febrúar. Ut-
förin hefur farið fram í kyrrþey að
ósk hinnar látnu.
Bálför Þórunnar Benediktsdóttur,
sem andaöist 24. febrúar, fer fram
fimmtudaginn 8. mars kl. 13.30. frá
Nýju kapellunni í Fossvogi.
Kristjana Bjarnadóttir, sem lést
þann 3. mars sl., verður jarðsungin
frá Áskirkju föstudaginn 9. mars kl.
13.30.
Arndís Jónsdóttir lést 25. febrúar.
Hún fæddist 15. febrúar 1894 að
Hlíðarenda í Ölfusi, dóttir hjónanna
Þórunnar Jónsdóttur og Jóns Jóns-
sonar. Hún giftist Sigurði Steindórs-
syni en hann lést árið 1973. Þau hjón-
in eignuðust átta börn, 6 komust til
fullorðinsára. Útfór Amdísar verður
gerð frá Háteigskirkju í dag kl. 15.
Jóhann Frímann fv. skólastjóri lést
28. febrúar. Hann fæddist í Hvammi
í Langadal 27. nóvember 1906. For-
eldrar hans voru Valgerður Guð-
mundsdóttir og Guðmundur Frí-
mann Bjömsson. Jóhann starfaði
sem kennari og skólastjóri í tæpa
fjóra áratugi, frá 1927-1966.1939-1941
var hann skólastjóri héraðsskólans í
Reykholti í Borgarfirði, önnur störf
sín að kennslu vann hann viö gagn-
öaæðaskólann og iðnskólann á Akur-
æyri. Hann giftist Sigurjónu Páls-
dóttur en hún lést árið 1981. Þau
hjónin eignuðust þrjú böm. Útfór
Jóhanns verður gerð frá Akureyrar-
kirkju í dag kl. 13.30.
Árið
sem ekki
kom sumar
Úrval
tímarit fyrir alla
Kvenfélag Seljasóknar
Fundur verður haldinn í Kirkjumiðstöð-
inni í kvöld, 6. mars, kl. 20.30. Gestur
fundarins er Guðrún Þóra Hjaltadóttir
næringarráðgjafi. Tekin veröur ákvörð-
un um fána félagsins.
ITC deildin Korpa
heldur fund miðvikudaginn 7. mars kl.
20 í Hlégarði. Allir eru velkomnir. Upp-
lýsingar gefa Guðrún í s. 666229 eða Sara
í s. 666391.
Örverufræðifélag íslands
Næsti fræðslufundur á vegum félagsins
verður haldinn í dag, 6. mars, kl. 17.15 í
húsi Líffræðistofnunar Háskólans,
Grensásvegi 12, annarri hæð, stofu G-6.
Fyrirlesari veröur dr. Halldór Þormar
prófessor og nefnist erindi hans Um ætt-
ir og uppruna veira. Öllum er heimill
aðgangur.
Friðarömmur
halda fund í kvöld, þriðjudagskvöld, á
Hótel Sögu kl. 20.30. Á dagskrá verður
m.a. „plakatsmíð" með hugvekju til forr-
áðamanna bama. Allar ömmur velkomn-
ar.
Kvenfélag Hallgrímskirkju
Fundur (afmælisfundur) verður haldinn
í safnaðarheimili kirkjunnar fimmtudag-
inn 8. mars kl. 20.30. Gunnbjörg Óladóttir
guðfræðinemi syngur einsöng og segir
einnig frá ferð sinni til Brasilíu. Kaffi.
Að lokum verður hugveKja sem sr. Ragn-
ar Fjalar Lárusson flytur.
ITC deildin Irpa
heldur fund í kvöld kl. 20.30 að Brautar-
holti 30. Nánari upplýsingar gefur Kristín
í síma 74884 eða Guðrún í síma 675781.
Tilkyimingar
Kvenfélag Kópavogs
Spilað verður í kvöld í félagsheimili
Kópavogs. Byrjað verður að spila kl.
20.30. Allir velkomnir.
Spilakvöld
Starfsmannafélagið Sókn og verka-
kvennafélagið Framsókn halda 4. spila-
kvöldið miðvikudaginn 7. mars kl. 20.30
í Sóknarsalnum, Skipholti 50a.
Bragi Björnsson skák-
meistari Hafnarfjarðar
Nýlokið er skákmóti Hafnarfjarðar. Sig-
urvegari varð Bragi Bjömsson; hlaut 7,5
vinninga, í öðra sæti varð Stefán Freyr
Guðmundsson (12 ára), hann hlaut 6
vinninga (41 stig). 3.-4. Brynjar Jóhanns-
son og Grímur Ársaelsson 6 v. (39,5 stig).
5.-7. Þorvarður F. Ólafsson, Birgir Öm
Halldórsson og Hlíðar Þór Hreinsson 5,5
v. 8.-12. Sigurbjöm Bjömsson, Jóhann
Larsen, Einar Óm Sigurðsson og Ey-
steinn Einarsson hlutu 5 vinninga. Tefld-
ar vora 9 umferðir eftir Monradkerfi og
voru þátttakendur 20.
Námskeið
Námskeið í skyndihjálp
Reykjavíkurdeild RKÍ heldur námskeið í
skyndihjálp. Það hefst þriðjudaginn 6.
mars kl. 20 og stendur í 5 kvöld. Nám-
skeiðið verður haldið að Öldugötu 4. Öll-
um 15 ára og eldri er heimil þátttaka.
Þeir er áhuga hafa á að komast á nám-
skeiöið geta skráð sig í síma 28222.
Kennsludagar verða 6., 8., 12., 13. og 15.
mars. Kennt verður frá kl. 20-23. Kennd
verður skyndihjálp við helstu slysum,
m.a. endurlífgun, stöðvun blæðinga, við-
brögð við bruna, kali, ofkælingu og
skyndihjálp við beinbrotum. Leitast
verður við að heim-færa skyndihjálpina
á slys, bæði 1 byggð og óbyggð. Það hefur
oft sannast að sú skyndihjálp sem nær-
staddir veita getur haft afgerandi þýð-
ingu þegar mikið liggur við. Það er oftast
einfóld og fljótlærð hjálp sem þarf til að
gera mikið gagn.
Tónleikar
Nína Margrét Grímsdóttir
leikur á tónleikum EPTA
Þriðju píanótónleikamir á vegum Evr-
ópusambands píanókennara verða
haldnir í Hafnarborg, Hafnarfirði, mið-
vikudaginn 7. mars og á Kjarvalsstöðum
mánudaginn 12. mars og hejast þeir kl.
20.30 í bæði skiptin. Einleikarinn að
þessu sinni veröur Nína Margrét Grims-
dóttir. Á tónleikunum leikur hún verk
eftir J.S. Bach, Haydn, Jónas Tómasson,
Debussy og Chopin.
Tapaðfundið
Lyklakippa fannst
Lyklakippa með Crysler bíllykli og 2 Assa
húslyklum fannst fyrir ca. viku. Upplýs-
ingar gefur Kjartan í síma 11440 á morgn-
ana.
Meiming
Háskólatónleikar
Háskólatónleikar voru haldnir á miðvikudaginn
var. Þar komu fram þau Gunnar Kvaran sellóleikari
og Dagný Björgvinsdóttir píanóleikari. Á efnisskrá var
aðeins eitt verk, en það var Sónata fyrir selló og píanó
í d-moll eftir Dimitri Sjostakóvitsj.
Gunnar Kvaran nam hér heima og í Kaupmanna-
höfn, m.a. hjá Erhng Blöndahl Bengtsson og hefur
unnið til fjölda viðurkenninga og verðlauna og komið
fram sem einleikari víða um lönd. Hann er nú deildar-
stjóri strengjadeildar Tónlistarskólans í Reykjavík.
Dagný Björgvinsdóttir stundaði nám við Tónlistar-
skólann í Reykjavík þar sem hún lauk burtfararprófi
Tónlist
Áskell Másson
og píanókennaraprófi áriö 1981. Þá var hún undir
handleiðslu Árna Kristjánssonar um tveggja ára skeið,
en fór síðan til London og stundaði þar nám í kammer-
músík við Guildhall School of Music. Dagný starfar
nú sem kennari við Tónmenntaskólann í Reykjavík.
Mikilfenglegt verk
Þetta mikilfenglega verk varð til á árinu 1934. Það er
í fjórum mjög ólíkum þáttum. Shostakóvitsj vann um
svipað leyti mikið að ballett- og kvikmyndatónlist en
engan losarabrag er að finna á formi Sónötunnar né
efnislegri framvindu.
Flutningur þeirra Gunnars og Dagnýjar á sónötunni
var hinn vandaðasti. Píanóið þurfti þó að vera nokkru
sterkara á köflum og hefði það líklega mátt vera alveg
opið, en ekki aöeins til hálfs, eins og gert var, enda
Gunnar Kvaran sellóleikari.
greinilega ætlast til jafnræðis hljóðfæranna frá höf-
undarins hendi. Nokkrar nótur píanósins voru enn-
fremur illa stemmdar og þyrfti að athuga það fyrir
hveija tónleika, hver sem ber ábyrgð á.
Flytjendur voru hins vegar samstilltir hið besta og
skiluðu þeir báðir tilfinningaþrungnum og einkar
sannfærandi flutningi á þessu magnaða verki.
Ljóðatónleikar
Rannveig Fríða Bragadóttir messósópran og Jónas
Ingimundarson píanóleikari komu fram á fimmtu
áskriftartónleikum Tónlistarfélagsins í Reykjavík sem
haldnir voru í gærkvöldi í íslensku óperunni.
Á efnisskrá voru ítölsk, frönsk og þýsk lög.
Ástarljóð
Tónleikarnir hófust á þrem ítölskum lögum: „Selve
amiche" eftir Caldara, „Deh piu a me non v’ascond-
ete“ eftir Bononcini og „Sen corre L’angeletta" eftir
Sarri. Öll voru þessi lög mjög vel flutt og sýndi Rann-
veig hér strax að hún hefur góða tækni og að áferð
alls raddsviðs hennar er jöfn og falleg.
Þýsk þjóðlög í útsetningu J. Brahms tóku við og
enda dekkri raddlitir. Sérstaklega var gaman að heyra
hversu ólíkt Rannveig náði að hta lögin „Dort in den
Weiden steht ein Haus“ og „All mein Gedanken" og
má reyndar segja það sama um lög Schuberts „Fischer-
weise“ og „Frúhlingsglaube", sem voru meðal íjögurra
laga hans sem næst voru flutt. Píanóleikurinn var
vandaður en náði þó tæplega að fylgja eftir bæöi styrk-
breytingum og áferð þeirri sem nauðsynleg er þessari
tónlist.
Eftirvænting
Arnold Schönberg samdi sönglagaflokkinn Fjögur
Tónlist
Áskell Másson
sönglög op. 2 um síðustu aldamót. Þrjú þau fyrstu
þeirra eru samin við ljóð Richard Dehmel og ber hið
fyrsta titilinn Erwartung eða Eftirvænting. Um níu
árum síðar samdi tónskáldið stórmerka óperu eða
mónódrama fyrir eina rödd og hljómsveit sem ber
sama titil. Texti verksins er eftir M. Pappenheim og
fjallar hann um svipað efni og ljóð Dehmels sem er
mjög dulúðlegt og margrætt. Þessi fjögur sönglög
Schönbergs voru á heildina htið þau best fluttu á tón-
leikunum, tilgerðarlaus, en stemmningarrík í túlkun
þeirra Rannveigar og Jónasar.
Fimm grísk alþýðulög Maurice Ravels léttu á and-
rúmsloftinu en þótt Rannveig túlkaði þau hér á einkar
skemmtilegan hátt skorti fínleikann og draumkennd-
ina í meðleikinn. Rannveig fór einnig á kostum í La
Regata Veneziana eftir Rossini og „artikuleraði" eink-
ar skemmtilega síðasta ljóðið. Hún sýndi með þessum
tónleikum að hún er meðal okkar ágætustu söngvara,
einlægur listamaður í örri þróun.
Fjölmiðlar
Kerlingin er goð
Þátturinn Morðgáta á Stöö 2 er
einhver besti framhaldsmynda-
flokkurinn sem íslenskum sjón-
varpsáhorfendum býðst. Ekki eru
þættirnir yfirmáta spennandi held-
ur felst styrkleiki þeirra í ágætum
leik og góðri morögátu hverj u sinni.
Útkoman er ákaflega traustur fram-
haldsmyndaflokkur. Morðgátusér-
fræðingurinn sjálfur, frú Fletcher,
sem leikin er af leikkonunni Angela
Lansbury, hefur þann nauösynlega
kost spæjara að vera réttur spæjari,
á réttum tíma og á réttum stað.
Það var þó ekki frú Fletcher sem
átti besta leikinn í sjónvarpinu í
gærk völdl Sá heiður kemur i hlut
sovéska landshðsins i handknatt-
leik. Geta Rússanna í handbolta er
eitthvað kom mér á óvart var það í
raun að þeir skyldu ekki valta betur
yfir okkar menn. Ég átti von á meiri
skelli, stærratapi.
Ekki lék þó íslenska hðiö vel í
gærkvöldi. Hvaö eftir annað voru
þessir tvö hundruð landsleikja-
menn okkar eins og byijendur í
íþróttinni, sérstaklega í sóknar-
leiknum þar sem þeir vissu ekkert
hvað þeir áttu að gera við knöttinn.
Geröu aht annað en láta hann ganga
og afhentu þess í stað Rússunum
hann á silfurfati. Sem þökkuðu
ævinlega fyrir sig með því aö bruna
uppogskora.
Handboltaleikirnir eru besta sjón-
varpsefhið þessa dagana og þaö
umtalaöasta. Ríkissjónvarpið mætti
að ósekju sýna fleiri leiki úr keppn-
inni. Þetta er efniö þessa dagana.
-JGH