Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1990, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR 27. MARS 1990.
■3
Fréttir
Uffe Ellemann-Jensen um gagnrýni norrænna starfsbræðra sinna:
Ég er eins og litli drengur
inn í Nýju fötunum keisarans
„Eg hef látið þá skoðun skýrt í ljós
að Norðurlönd eigi að gegna veiga-
meira hlutverki í Evrópu framtíöar-
innar og að Danir styðji EFTA í
samningaviðræðunum við Evrópu-
bandalagið. Þess vegna koma þessi
harkalegu viðbrögð mér á óvart.
Hins vegar er óþægilegt að þurfa að
horfast í augu við staðreyndirnar,
að ekki séu mikilir möguleikar á að
ná því takmarki sem maður hefur
sett sér,“ sagði Uffe Ellemann-Jens-
en, utanríkisráðherra Dana, þegar
hann svaraði fyrirspurn DV um yfir-
lýsingar norrænna starfsbræðra
hans um helgina.
Utanríkisráðherrar íslands, Sví-
þjóðar og Finnlands gagnrýndu
danska starfsbróður sinn harkalega
fyrir blaðaskrif hans þar sem þeir
voru staddir í Lissabon á laugardag.
Var eftir þeim haft að danski starfs-
bróðir þeirra hindraði beinlínis
framgang EFTA-EB viðræðnanna
um sameiginlegt evrópskt efnahags-
svæði í stað þess að hjálpa Norður-
löndunum í viðræðunum. Væri
greinin klunnalegt innlegg í afar við-
kvæmar viðræður.
í umræddri grein Uffe Ellemanns-
Jensens, sem birtist í nokkrum nor-
rænum dagblöðum á laugardag, ít-
rekar hann þá skoðun sína að Norð-
urlöndin eigi að sækja um aðild að
Evrópubandalaginu hið fyrsta. Efast
Uffe Ellemann um að samningavið-
ræður við EB í gegnum EFTA sé
rétta leiðin fyrir Norðurlöndin. Þyk-
ir grein hans í andstöðu við fullyrð-
ingar Jacques Delors, formanns Evr-
ópuráöisins, um að formlegar við-
ræður EFTA op EB hefjist í ár.
„Ég er í sömu stöðu og litli dreng-
urinn í ævintýri H.C. Andersen um
nýju fótin keisarans sem reyndar er
ein af uppáhaldshetjum mínum í
bókmenntum. Ég er viss um að litli
drengurinn, sem kallaði að keisarinn
væri klæðalaus, hefur verið rass-
skelltur þegar hann kom heim og
verið sendur snemma í rúmið, sagði
danski utanríkisráðherrann í svari
sínutil DV.“ -hlh
Iðnaðarráðherra um mengunarvamir við nýtt álver:
Við förum eftir
kröfum helstu
framleiðslulanda
„Það verða gerðar ýtrustu kröfur
um mengunarvarnir við álver með
tilliti til staðhátta. Ég sé ekki að þaö
verði einhver munur á milli staða
nema skilyrði séu þau að það bjóði
því heim,“ sagði Jón Sigurðsson iðn-
aðarráðherra þegar hann var spurð-
ur um kröfur til mengunarvarna við
álver. Einnig var iðnaðarráðherra
spurður hvort staðhættir réðu því
hvaða mengunarvarnabúnaður yrði
settur upp.
„Fyriifram sé ég ekki ástæðu til
að ætla að mengunarvarnabúnaður
verði breytilegur á milli þeirra staða
sem til greina koma.“
- Finnst þér að við eigum að fara
eftir þeim stöðlum sem Norður-
landabúar hafa tamið sér í þessu
máli?
„Við fórum eftir þeim kröfum sem
gerðar eru í helstu framleiöslulönd-
um og þeim löndum sem við berum
okkur saman við. Við lítum á kröfur
sem gerðar eru í Kanada, Bandaríkj-
unum, á meginlandi Evrópu, Norð-
urlöndunum og á vegum alþjóða
heilbrigðisstofnunarinnar. Það verð-
ur farið mjög vandlega yfir það mál
allt enda hef ég nýlega skipað hóp
manna til að vera mér til ráðuneytis
um umhverfisáhrif iðjuvera og sér-
staklega áliðjuvera.
Það er ekki fyrirfram hægt að sjá
mikinn mun á milli staða hvað þetta
varðar en auðvitað eru aðstæður
mismunandi, til dæmis hvort hætta
er á að loft byrgist inni eða fari yfir
byggð eða búskap," sagði iðnaðar-
ráðherra.
Þá kom fram hjá ráöherra, þegar
hann var spurður um ráðstafanir
vegna brennisteinsdíoxíðmengunar,
að hann taldi að miklu máli skipti
hvort umhverfið væri súrt eða bas-
ískt fyrir. Það kallaði á misjafnar
kröfur. Þá skipti einnig miklu hvort
aðrir mengunarvaldar væru í ná-
grenninu.
- En er vothreinsibúnaður skýlaus
krafa hvar sem álver verður byggt?
„Kröfurnar eiga að vera um losun
efnanna en ekki búnaðinn. Búnaður-
inn er bara tæki, ekki tilgangurinn,“
sagði iðnaðarráðherra.
-SMJ
Borgaraflokkurinn í Reykjavík:
Framboðsfrestur
var framlengdur
Borgaraflokkurinn hefur fram-
lengt framboðsfrest vegna prófkjös
fyrir borgarstjórnarkosningarnar.
Fresturinn átti upphaflega að renna
út um síðustu helgi en var fram-
lengdur til 7. apríl. Prófkjörið verður
snemma eftir páska. Þegar hafa sjö
manns ákveðið að vera með. Borg-
araflokksmenn gera sér vonir um að
frambjóöendum fjölgi um átta á
næstu dögum og jafnvel enn meir
áöur en fresturinn er úti.
Meðal þeirra sem hafa gefið kost á
sér eru Guttormur Einarsson, ritari
flokksins, og Guðmundur Ágústsson,
alþingismaður og formaður þing-
flokks Borgaraflokksins.
Heimildir DV herma að borgara-
flokksmenn hafi átt óformlegar við-
ræöur við óánægða sjálfstæðismenn
um hugsanlegt framboð á vegum
Borgaraflokksins í Reykjavík.
Borgaraflokksmenn segjast reikna
með að Helena Albertsdóttir komi
heim og stjórni og prófkjörsbarátt-
unni. Helena hefur sagt í samtali við
DV að hún sé ekki að koma heim til
að starfa fyrir flokkinn þó hún sé
félagi í Borgaraflokknum.
Uffe Ellemann Jensen og Jón Baldvin Hannibalsson hittust á Isafirði í haust. Jón Baldvin, sem hér er ásamt konu
sinni, Bryndísi Schram, að taka á móti danska kollega sinum, var allt annað en hrifinn af framlagi Uffe til EFTA-
EB umræðunnar um helgina.
AUGLYSING
Kjarakaup í Kolaportinu: straujárn á 500 krónur.
Broddur og búslóðir
- vinsælustu vörurnar í Kolaportinu
Kolaportsmarkaðurinn er að verða
ársgamall og vinsældirnar virðast
sist fara minnkandi. Nýlega var tekiö
í notkun stórt og mikið hitakerfi sem
gjörbreyta mun aðstöðunni, að sögn
Helgu Mogensen, frumkvöðuls Kola-
portsins. Þá er einnig verið að und-
irbúa afmæli Kolaportsins 14. apríl,
laugardaginn fyrir páska, og verður
þá mikið lagt í markaðinn.
Hitablásari í anddyrinu blæs 4000
rúmmetrum á klukkustund af 60
gráða heitu lofti og munar aldeilis
um minna. „Með þessu erum við nú
reyndar ekki að reyna að breyta Kola-
portinu í neinn aldingarð með pálm-
um og suðrænum ávöxtum en það
er mikil munur að koma að Kola-
portinu sæmilega hlýju á laugardags-
morgnum þegar frost er kannski búið
að vera alla vikuna," segir Helga, en
hingað til hefur Kolaportið verið al-
gjörlega óupphitað.
Ársafmæliskarnival
Kolaportsmarkaðurinn hóf göngu
sína 8. apríl í fyrra og talið er að sam-
tals hafi rösklega hálf milljón gesta
komið þar við á laugardögum. „Mót-
tökurnar hafa verið miklu betri en við
vonuðumst eftir og mér virðist Ijóst
að haldið verði áfram um ókomna
framtíð," segir Helga. „Það er því
full ástæða til að halda veglega upp
á ársafmæli Kolaportsins og það
munum við gera með margvíslegum
hætti. Börnin verða þar sérstaklega í
fyrirrúmi og veglegt barnatívolí á
staðnum. Fullorðnum verður einnig
gert veglega undir höfði með sérstök-
um kjarakaupum sem seljendur hafa
sameinast um að bjóða upp á. Við
auglýsum nú einnig sérstaklega eftir
aðilum til samstarfs við okkur um að
gera þennan dag að hinu íslenska
Karnivali 1990 með öllu tilheyrandi
eins og við þekkjum erlendis frá."
Markaður almennings
Seljendur í Kolaportinu eru af öllu
tagi og úrvalið af söluvarningi ótrú-
legt. „Hér geta allir komið og selt
nánast allt milli himins og jarðar,"
segir Helga. „Einstaklingar sem fyrir-
tæki, börn jafnt og fullorðnir: allir eru
velkomnir í Kolaportið að selja nán-
ast hvað sem er og seljendahópurinn
hefur svo sannarlega verið litskrúð-
ugur. Ég held að þetta sé lykilatriði
varðandi vinsældir Kolaportsins að
fólk geti komið laugardag eftir laug-
ardag og alltaf fundið tugi nýrra sölu-
aðila með nýja og nýja vöru."
Broddur og búslóðir
„Ég get varla ímyndað mér nokkra
vörutegund eða þjónustu sem ekki
er hægt að selja eða kynna með góð-
um árangri í Kolaportinu en ef ég
ætti að nefna einhverjar óvenjuvin-
sælar hljóta það að vera broddur og
búslóðir. Ég get ekki ímyndað mér
að nokkurn tíma verði til nóg af
ábrystum til að fullnægja eftirspurn
og sama má segja um búslóðir. Þess-
ir seljendur eru að yfirgefa okkur jafn-
vel fyrir hádegi, búnir með allt sem
komið var með. En listi söluvarnings-
ins er langur og mér dettur það sama
i hug með óteljandi aðrar söluvör-
ur."
Tækifærin óteljandi
„Áður hef ég minnst á búslóðir en
bekkjarfélög, kvenfélög og systkina-
hópar hafa gert það mjög gott með
því að safna saman dótinu úr komp-
um fjölskyldunnar og selja hér og
afla þannig fjár í ferðasjóði og ann-
að," segir Helga. „Eg veit til dæmis
um ung systkini sem hafa verið iðin
við að selja hér dót sem þau hafa
safnað saman hjá fjölskyldunni og
þau segja mér að þau geti nú boðið
foreldrum sínum með í sumarferð til
Hollands."
Straujárn á 500 krónur
Þá sjá einnig fjölmargir innflytjendur,
heildsalar og smásalar gott tækifæri
að koma ýmsum varningi í verð í
Kolaportinu. Þessir aðilar hafa
kannski keypt óráðlega inn, keypt of
mikið eða orðið fórnarlömb annarra
markaðslögmála. Þannig hefur mikið
af straujárnum orðið innlyksa og eru
þau seld undir kostnaðarverði í Kola-
portinu á laugardögum. „Betra að
selja- þetta undir kostnaðarverði í
Kolaportinu," segir einn innflytjandi,
„en að þurfa að leggja í mikla fyrir-
höfn við að selja þetta I verslunum."
Allir geta verið með i að selja i Kola-
portinu. Hringið i pantanasimann
68-70-63 kl. 16-18 á virkum dögum
og pantið pláss. Mætið síðan með
varninginn á laugardögum kl. 7.30-
9.30 og þá verður tekið vel á móti
ykkur.