Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1990, Page 9
ÞRIÐJUÐAGUR 27. MARS 1990.
I>V
9
Útlönd
Óskarsverðlaunin:
„Ekið með Daisy“
besta myndin
„Ekið með Daisy“ var kjörin besta
mynd ársins 1989 við óskarsverð-
launahátíðina í Los Angeles í Banda-
ríkjunum í nótt. Myndin, sem fjallar
um ekkju af gyðingaættum í Suður-
ríkjum Bandaríkjanna og bílstjóra
hennar, blökkumann, var útnefnd til
níu óskarsverðlauna en vann fern.
Aðalhlutverkið leikur hin áttræða
Jessica Tandy og hreppti hún óskar
sem besta leikkonan.
Besti karlleikari var kjörinn Daniel
Day-Lewis fyrir hlutverk sitt í írsku
myndinni „Vinstri fóturinn". Þar
leikur hann fatlaðan listamann.
Besti leikstjórinn var kjörinn Oliver
Stone fyrir leikstjórn á myndinni
„Fæddur 4.júlí“. Aðalsöguhetjan í
þeirri mynd er hermaður sem lamað-
ist í Víetnamstríðinu. Hann varð síð-
ar baráttumaður gegn þátttöku
Bandaríkjamanna í stríðinu.
Breda Fricker var kjörin besta leik-
kona í aukahlutverki fyrir leik sinn
í myndinni „Vinstri fóturinn“. Denz-
el Washington fékk óskar fyrir auka-
hlutverk sitt í myndinni „Glory“.
Besta útlenda kvikmyndin var ít-
ölsk, „Cinema Paradiso".
Jessica Tander með óskarinn. Hún var kjörin besta
leikkona ársins 1989.
Simamynd Reuter
Daniel Day-Lewis var kjörinn besti karlleikarinn fyrir
hlutverk sitt í myndinni „ Vinstri fóturinn".
Símamynd Reuter
'
Óskarsverðlaunahafarnir
Hér á eftir fer listi yfir helstu mynd-
ir og einstaklinga sem hlutu óskars-
verðlaun sem voru aíhent í Los
Angeles í nótt. Það var í 62. skipti sem
þessi verðlaun voru afhent.
Besta myndin: „Ekið með Daisy“
(Driving Miss Daisy).
Besti leikarinn: Daniel Day-Lewis
fyrir leik sinn í myndinni „Vinstri
fóturinn" (My Left Foot).
Besta leikkonan: Jessica Tandy fyrir
leik sinn í myndinni „Ekið með Da-
isy“ (Driving Miss Daisy).
Besti leikar i aðalhlutverki: Denzel
Washington fyrir leik sinn í mynd-
inni „Glory“.
Besta leikkonan í aukhlutverki:
Brenda Fricker fyrir leik sinn í
myndinni „Vinstri fóturinn" (My
Left Foot).
Besti leikstjórinn: Oliver Stone fyrir
myndina „Fæddur 4. júlí“ (Fæddur
fjórða júlí).
Besta frumsamda handritið: Tom
Schulman fyrir handritið að mynd-
inni „Bekkjarfélagið" (Dead Poets
Society).
Besta umsamda hándritið: Alfred
Uhry fyrir handritið að myndinni
„Ekið með Daisy“ (Driving Miss Da-
isy).
Besta erlenda myndin: „Cinema
Paradiso“ frá Ítalíu.
Besta kvikmyndunin: „Glory".
Bestu búningarnir: „Henry V.“.
Besta heimildarmyndin: „Common
Threads: Stories from the Quilt“.
Besta stutta heimildarmyndin: The
Johnstown Flood“.
Besta klippingin: „Fæddur fjórða
júlí“ (Born on the Fourth of July).
Besta förðunin: „Ekið með Daisy"
(Driving Miss Daisy).
Besta frumsamda tónlistin: Alan
Menken fyrir „Litlu hafmeyjuna"
(The Little Mermaid).
Besta frumsamda lagið: „Under the
Sea“ úr myndinni „The Little
Mermaid".
Besta stutta teiknimyndin: „Balan-
ce“.
Besta hljóðstjórn: „Glory".
Besta^hljóðklipping: „Indiana Jones
og síðasta krossferðin" (Indiana Jo-
nes and the Last Crusade).
Bestu tæknibrellurnar: „Hyldýpiö"
(The Abyss).
Reuter
Franco Cristal og Guiseppe Tornatore með verðlaunin eftirsóttu. Cristal
og Tornatiore hlutu verðlaun fyrir myndina „Cinema Paradiso" en hún vann
í flokknum besta erlenda myndin. Simamynd Reuter
Jessica Tandy og Morgan Freeman i myndinni Ekið með Daisy.
Jessica Tandy:
Elsti verð-
launahafinn
„Ég er í sjöunda himni," sagði
bandaríska leikkonan Jessica Tandy
þegar henni voru afhent óskarsverð-
launin fyrir leik sinn í myndinni
Ekið með Daisy. „Ég bjóst aldrei við
að standa í þessum sporum."
Tandy, sem er áttræð, er elsti leik-
arinn sem hlýtur þennan heiður.
George Bums var einnig áttræður
þegar hann hlaut óskar en hann var
nokkrum mánuðum yngri en Tandy.
Jessica Tandy tók við gullnu stytt-
unni við dynjandi fagnaðarlæti við-
staddra í Los Angeles í Bandaríkjun-
um í gærkvöldi. Tandy hafði leikið
hlutverk ungfrú Daisy á sviði áður
en myndin var gerð ásamt mótleik-
ara sínum í myndinni, Morgan Free-
man. Reuter
BILASPRAUTUN
RÉTTINGAR
Ji!)$gris
Varmi
Auðbrekku 14, simi 44250
Vinningstölur laugardaginn
24. mars ’90
VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA
1. 5af5 0 2.318.128
o PLÚS(sSíí<íf áL. 4af5^|0| 3 134.370
3. 4af5 110 6.321
4. 3af5 3.759 431
Heildarvinningsupphæð þessa viku:
5.038.908 kr.
UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI 681511 - LUKKULÍNA 991002