Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1990, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1990, Page 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 27. MARS 1990. Spumingin Telurðu ísland mengað land? Jón Eldon múrari: Já, ég tek sem dæmi fjörumar og rollumar á Reykjanesinu. Steindór Karvelsson sölumaður: Það er töluverð mengun hér í Reykjavík, aðallega vegna bílaumferðar. Elísabet Anna Finnbogadóttir nemi: Nei, bara í Reykjavik. Sigríður Gylfadóttir nemi: Nei. Ég tel ísland mjög hreint land. I Ragnar Sverrísson nemi:Nei, þaö hugsa ég ekki. \ Lesendur Úrelt refsilög- gjöf um klám Ari skrifar: Margir urðu forviða á dómi und- irréttar í máli Jóns Óttars, sem dæmdur var í háar sektir fyrir að sýna nokkrar „bláar danskar" á Stöð 2. Þeirra á meðal er Hannes Hólmsteinn Gissurarson í grein sinni mánudaginn 12. þ.m. Hann segir að undirréttur hafi hvorki þurft né átt að fella þennan dóm. í fyrsta lagi gat hann talið að laga- bókstafur sá sem kæran studdist við væri úr gildi fallinn eins og svo margt annað sem úreldist í áranna rás. Þessi skoðun Hannesar er samt ekki alveg rétt. Það er ekki á valdi dómstóla að fella lög úr gildi. í sam- bandi við refsilög sem samrýmast ekki nútímaviöhorfi er til önnur leið. Hún er sú að ákæruvaldið láti vera að ákæra menn tíl refsingar fyrir brot gegn úreltum ákvæðum laga. Þessa leið völdu t.d. Svíar um það leyti sem Danir afnámu svo að segja allar refsingar gegn svoköll- uðu „klámi“. Á þessum tíma fyrir u.þ.b. 24 árum var markaðurinn í Svíþjóð yfirfullur af alls konar klámritum, þannig aö ákæruvaldið gafst upp viö að sækja menn til sakar fyrir úrelta refsilöggjöf. Ef ákæruvaldið hefði reynt að hafa hendur í hári allra lögbrjóta á þessu sviði hefði það ekki sinnt öörum alvarlegum afbrotum. Svo lengi sem hið háa Alþingi ekki sér ástæðu til að færa refsilög- gjöf okkar á þessu sviði í nútíma- legra horf þá er það einmitt þetta sem íslenska ákæruvaldið á að gera, nema um mjög alvarlegt klám sé að ræöa, svo sem eins og ofbeldi eða „sodomisma“ og þess konar óþverra. Aðferð Svía, sem bent er á hér að framan, minnir á svipaða aðferð sem dómsmálaráðherra beittí hér fyrir allmörgum árum. - Allt til ársins 1940 var framhjáhald refsi- vert samkvæmt þágildandi hegn- ingarlögum. Sennilega var fram- hjáhald þá þegar fyrir þann tíma orðið svo algengt að kærur fyrir það afbrot voru orðnar svo tíðar að dómsmálaráðherra, sem þá hafði ákæruvaldiö í sínum hönd- um, neitaði að gefa út ákæru. Sömu aðferð á ákæruvaldið að nota nú, nema í þeim undantekn- ingartilfellum sem að framan greinir. Þeir sem gæta eiga laga og réttar í landinu gætu þá notað sinn verðmæta tíma til að sinna öðrum og alvarlegri málum. Allur sá tími sem lögreglan og dómstólarnir eyða í aö eltast við létt klám er hrein sóun á opinberu fé - sbr. „rassíuna" sem gerð var á mynd- bandaleigunum fyrir 2-3 árum og öll rann út í sandinn. í sambandi við klámið verðum við að gæta þess að engri bók hefur enn verið þröngvað inn á nokkum mann sem ekki vill lesa hana. Ekk- ert kvikmyndahús getur heldur neytt nokkurn mann tíl þess að sjá mynd sem hann vill ekki horfa á. Hver maður á rétt til þess að ákveða hvaða bók hann vill lesa, hvaða kvikmynd hann vill sjá, eða hvaða myndir skoða. Eigum við íslendingar að láta ein- hverja sjálfskipaða siðapostula ráða því hvað við eigum að lesa, skoða eða horfa á og það á kostnað okkar sjálfra? Hver getur orðið fyr- ir skaða þótt hann kjósi að lesa lýsingar á mannlegum athöfnum eða skoða myndir af þeim? Það væri þá helsta hættan aö „venju- legt fólk missti alla löngun tíl kyn- lífs,“ eins og Guðmundur G. Þórar- insson alþm. hélt fram í grein í DV nýlega eftir að hann haföi skoöað fyrmefndar „bláar myndir" Jóns Ottars. Ef svo reynist um allt venjulegt fólk þá lýst mér ekki á framtíð mannlífs hér á jörð. Álafossstjómin: Ráðherrar í forsvari? Björgvin Guðmundsson skrifar: Vegna hinna miklu erfiöleika og að því er virðist óstjórnar í rekstri Álafoss hefur verið rætt um að koma þessu fyrirtæki til aðstoðar eina ferö- ina enn. Ég furöa mig hins vegar á því að ekki skuli rætt við stjómar- menn fyrirtækisins. Þeir ættu þó að hafa alla burði til að geta gefið ein- hver svör við þeim spumingum sem spurt er þessa dagana. - Aðeins for- stjórinn hefur lítillega verið spurður um gang mála. Hann er þó tiltölulega nýkominn til starfa og ógöngurnar hafa ekki skapast meðan hann var forstjóri. í fréttum í sjónvarpi fyrir nokkrum dögum var rætt við forsætisráðherra og svo iönaðarráðherra um vandann, rétt eins og þeir rækju fyrirtækið. Em ráðherrarnir kannski í forsvari fyrir Álafoss. - Hvers vegna er ekki talað við stjórnarformanninn, þann sama og er í forsvari fyrir Flugleiðir hf.? Eða fyrrverandi ráðherra kratanna, eða forstjóra SÍS? Allt em þetta menn í stjórn fyrirtækisins. Þeir hljóta að vita hvað þeir ætla til bragðs að taka. Til þess voru þeir kosnir í stjórnina! Er málið kannski bara það að menn eru kosnir í stjórn svona fyrirtækja til að þiggja launin en ekki til að taka á sig ábyrgö? Mér sýnist einmitt stjórn Álafoss vera dæmigerð fyrir þess konar stjórn í fyrirtæki. Stjórn- armennimir virðast ábyrgðarlausir. Leggja ekkert af mörkum sjálfir en vísa vandanum tíl ráðherranna, rík- isins og alls almennings sem á að borga brúsann. Líka stjórnarlaunin - fyrir ekki neitt! Þröngtum Aðalstöðina Friðrik hringdi: Ég hlusta mikið á Aðalstöðina. Á morgnana t.d. er þessi stöð sú besta að mínu matí og ólíkt betri tónlist er þarna að finna en á hinum stöðv- unum sem halda sig að mestu við skarkalann - að vísu ekki rás 1 hjá RÚV, þar sem einnig er fyrirtaks tón- list, en þar er ekki rabbað um lífið og tílvemna eins og á Aðalstöðinni. Svo kemur vandamálið. Mér finnst oft nokkuð erfitt að ná Aðalstöðinni í útvarpstækinu þar sem hún er allt að þvi klemmd á milli ríkisstöðv- anna, rásar 1 og rásar 2- Það er allt i of þröngt um Aðalstöðina þarna á FM metrabandinu. Hver skýringin er veit ég ekki. Ég vona að það sé ekki einhver meinbægni af hinu op- inbera í upphafi að þrengja svo að Aöalstöðinni að hún náist aðeins með nákvæmri fínstíllingu. - Ja, hveiju er ekki trúandi á opinbera báknið? Ég vona að þeir á Aðalstöðinni geti fengið eitthvert annaö svið til að senda út á. Það ætti ekki að vera erfitt að finna rúm einhvers staðar annars staðar en einmitt ofan í öðr- _ um útvarpsstöövum. Vottorð fyrir glasafrjóvgun? A. Baldvins skrifar: heyra. - Hver greiðir svo allan Það hlaut að vera einhver karl- þann skaða sem af þeim verknaði remba sem tekur svona upp í sig hlýst? eins og M.G. gerir í greín í DV þann Ég vonast bara til þess að M.G. 16. þ.m. - í fyrsta lagi veit hann fari ekki að biðja biskupinn um ekkert um hvað það er að ganga vottorð handa þeim sem vilja fá meö barn í 9 mánuði og ég efast glasafrjóvgun. Þaö er litiö minnst um að hann hafi hugsað svo ein- á hvort sú aöferö sé guöi þóknan- staklega vel um börnin sín. - Ef leg. hann þá á nokkur. Góðir hálsar, verið samkvæmir íöðrulagihefðihonum veriðnær sjálfum ykkur og lofiö þeim sem aðskrifauraalltofbeldiðsemkven- vilja eignast böm að eignast þau fólkogbörnverðafyrirafnauðgur- og hinum sem ekki - ég endurtek um og kynferðislega brengluðum ekki vilja eignast þau að ráða því mönnum. Á þeim vettvangi taka sjálf. fáir karlmenn til máls eða láta í sér Hækkun bif- reiðagjalda Þórarinn Jónsson skrifar: Vegna fréttar í Morgunblaðinu, þar sem fram kemur að lagt hafi verið fram stjórnarfrumvarp um 50% hækkun bifreiðagjalds fyrir árið 1990, langar mig sem bifreiðareig- anda og skattborgara að koma eftir- farandi spurningum á framfæri til íjármálaráðherra: 1. Telur ráðherrann, sem kennir sig við félagshyggju, það vera láglauna- fólki tíl gleði og ánægjuauka að þurfa að borga 50% hærra bifreiðagjald í ár þegar sýnt er að kaupmáttur þessa fólks mun rýrna umtalsvert vegna erfiðleika í efnahagslífi þjóðarinnar, eins og ráðherra er að sjáífsögðu full- kunnugt um? 2. Telur ráðherrann þaö vera mun- að að eiga bíl nú þegar báðir foreldr- ar þurfa að vinna úti til að eiga fyrir lífsnauðsynjum og til að geta greitt skatta og gjöld sem á þá eru lagðir af ríki og sveitarfélagi? Þetta fyrirkomulag kallar á aö fólk þarf að eiga bifreið til að komast til vinnu, keyra maka til vinnu og barn á dagheimili - svo að dæmi úr dag- lega lífinu sé tekið. 3. Telur ráðherrann það gott fyrir- komulag að fólk borgi jafnháa upp- hæð fyrir bifreið, hvort sem hún er tvö hundruð þúsund króna eða tveggja milljóna króna virði - ein- ungis ef þyngdin er sú sama? Lesendasíða DV hefur haft samband við upplýsingafulltrúa fjármálaráð- herra, Mörð Árnason, sem gekkst fúslega inn á að senda svör við þess- um spurningum til DV. - Þau verða birt á sama vettvangi mjög bráðlega.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.