Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1990, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1990, Síða 14
14 Cltgáfufélag: FRJÁLS FJÖLI.'IÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK.SlMI (91 >27022 - FAX: (91 )27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 1000 kr. Verð í lausasölu virka daga 95 kr. - Helgarblað 115 kr. Vestræn ábyrgð á innrás ísland hefði átt að viðurkenna Litháen sem sjálfstætt og fullvalda ríki í síðustu viku eins og hvatt var til í leiðara þessa blaðs 15. marz. Það hefði verið örlítið lóð á vogarskálina gegn því, að einræðisherrann Gorbatsjov legði til atlögu gegn Litháen og vestrænu almannaáliti. ísland hefði ennfremur átt að hvetja til þess á fundi utanríkisráðherra Norðurlanda, að þau viðukenndu öll sjálfstæði og fullveldi Litháens, svo sem hvatt var til í DV í ofangreindum leiðara. Eitt sér er ísland ekki þungt lóð, en Norðurlöndin öll eru sameiginlega nokkuð þung. En möppudýr Norðurlanda eru ófær um að líta upp úr marklausu pappírsflóði svokallaðrar norrænnar samvinnu. Tregða þessara ríkja við að styðja Litháen, þegar á reyndi, hefur hert Gorbatsjov upp í að láta Rauða herinn taka Litháen herskildi ennþá einu sinni. Ekkert vestrænt ríki viðurkenndi Litháen sem sjálf- stætt og fullvalda ríki. Með því að neita ríkinu um viður- kenningu, voru Vesturlönd að segja, að þau álitu í raun, að Litháen væri hluti af Sovétríkjunum og yrði að semja sig út úr þeim, svo sem Gorbatsjov hafði lagt til. Við verðum að horfast í augu við þá staðreynd, að Vesturlönd sviku Litháen og sannfærðu Gorbatsjov um, að almenningsálitið á Vesturlöndum væri ekki mark- verður þröskuldur í vegi þess, að hann fengi vilja sínum framgengt. Vesturlönd bera ábyrgð á innrásinni. Svo geta heybrækur Vesturlanda spurt sig, hvað hefði kostað að gera það, sem skyldan bauð. Hefði Gorbatsjov getað refsað íslandi á einhvern hátt fyrir að viðurkenna sjálfstæði og fullveldi Litháens? Hefði hann getað refsað Norðurlöndum? Eða kannski refsað Bandaríkjunum? Staðreyndin er, að Gorbatsjov getur ekki refsað nein- um. Hann er gjaldþrota einræðisherra, sem situr á toppi gjaldþrota kommúnistaflokks við að stjórna gjaldþrota heimsveldisflaki. Hann á ekki fyrir eldsneyti á skrið- drekana, sem hann hefur sent inn í Vilnius. Merkilegt er, hve mikla áherzlu stjórnmálaleiðtogar Vesturlanda hafa lagt á að styðja við bakið á Gor- batsjov, eins og hann sé eina ljósið í sovétmyrkrinu. Það var þó erkióvinur hans, Ligatsjov, sem sagði, að ekki kæmi til greina að beita skriðdrekum í Litháen. Gorbatsjov er í raun enginn lykilmaður framfara í Sovétríkjunum. Flokksforustan hefur ráðið hann til að bjarga því sem bjargað verður úr gjaldþrotinu. Helztu menn kommúnistaflokksins vita, að kerfi þeirra er hrunið, og þeir eru að reyna að bjarga eigin skinni. Engin ástæða er fyrir Bandaríkjastjórn að bæta Gor- batsjov við íjölmenna hirð ógæfulegra skjólstæðinga sinna úti í heimi. Nóg ætti að vera fyrir Bush Banda- ríkjaforseta að vera með ráðamenn Kína, Pakistan, írak og annan hvern bófa í Suður-Ameríku á bakinu. Bandaríkin studdu Somoza í Nicaragua á sínum tíma, af því að hann var „okkar tíkarsonur“ eins og það var orðað. Slíkir synir eru orðnir nokkuð margir á síðustu áratugum, svo að segja má, að mátulegt sé, að einræðis- herrann Gorbatsjov bætist í röðina, aftan við Deng. Okkur á íslandi nægir þó að líta í eigin barm. Okkar sívirða er að leyfa möppudýrum okkar að fara á kostum í þeirri hundalógík, að ísland þurfi ekki að viðurkenna sjálfstæði og fullveldi Litháens árið 1990, af því að Dan- mörk hafi ekki viðurkennt innlimunina árið 1940. Aldrei er þó of seint að gera það, sem skyldan býður og möppudýrin banna. Þess vegna eigum við strax í dag að viðurkenna sjálfstæði og fullveldi Litháens. Jónas Kristjánsson ÞRIÍMUPAQUR 27. MARS1990. „Hvaða launabil skyldi t.d. samvinnuhreyfingin í landinu telja siðferðilega verjandi - og það einmitt núna þegar rekstur samvinnufélaganna þokar óðfluga..., án minnstu truflunar frá lýðræðislega kjörnum fulltrú- um ... “, er spurt i greininni. - Frá stjórnarfundi Sambandsins. „Jón og séra Jón“ Mikið er nú talað um hina „hóf- sömu kjarasamninga" sem gerðir voru um daginn. Það er ekki ofsög- um sagt að þar var sannarlega um að ræða „hófsamar“ launahækk- ..nir, að ekki sé nú sterkar að orði kveðið. Langt frá' því að láglauna- fólkið haldi í horfmu og var nú ekki ofsælt fyrir. Þaö er satt að segja aldeilis óskap- legt aö verða vitni að því á sama tíma og forsprakkar á launamark- aði og í ríkisstjórnum, sem sjálfir hafa a.m.k. tíföld laun sóknar- kvenna og afgreislufólks í verslun- um - skuli halda því fram að þjóð- félagið hafi ekki efni á launhækk- unum til handa þeim sem verst eru settir. Ábyrgð einstaklinga Hann Halldór Ásgrímsson heyr- ist mér t.d. vera mikill málsvari samdráttarstefnunnar á launum almúgans en hefur sjálfur haft meira en 7 mOljónir í laun á síð- asta ári - ef marka má nýlegar fréttir DV - fyrir utan óbein frið- indi sem ávallt nema nokkrum íjárhæðum hjá valdamönnum. Aðrir ráðherrar núverandi ríkis- stjórnar fylgja fast á eftir í launum og virðast líka vera ótrúlega sam- mála um að launhækkanir séu óþarfar og jafnvel beinlínis skað- legar fyrir kaupmáttinn. Forsprakkar á vinnumarkaði - eins og t.d. þeir Einar Oddur og Þórarinn Viðar - hafa væntanlega sjálfir laun sem gera þeim kleift að víkja frá sér sárustu áhyggjum af afkomu íjölskyldna sinna - a.m.k. svona rétt á meðan þeir halda ræð- ur um erfiðleika í atvinnulífinu sem ekki leyfa kauphækkanir hjá fólki sem hefur einungis 45-60 þús- und krónur á mánuði þegar allt er talið. Við heyrum jafnvel af forstjórum fyrirtækja sem fá greidda a.m.k. milljón á mánuði - og lán að auki - þrátt fyrir það að fyrirtækin séu rekin með ógnvænlegum halla ár eftir ár. Hvaða launbil skyldi t.d. sam- vinnuhreyfmgin í landinu telja sið- ferðilega verjandi - og það einmitt núna þegar rekstur samvinnufé- laganna þokar óðfluga fyrir hluta- félögum sem forstjórarnir ráöa sjálfir, án minnstu truflunar frá lýðræðislega kjörnum fulltrúum á aðalfundi kaupfélaganna og Sam- bands íslenskra samvinnufélaga? Launuð verkalýðsforysta Og þeir Karl Steinar, Guðmundur .1. og fleiri úr verkaíýðsforustunni eru e.t.v. búnir að gleyma því, hvernig það var að hafa lítið fyrir sig aö leggja - þeir vilja kannski ekki rifja það upp því slíku kann að fylgja viðkvæmni og sárindi sem ekki er líklega gott fyrir ábyrga forystumenn í hinum harða veru- leika efnahagslífsins. Með slíkri upprifjun kynni for- réttindaliðið líka að hrökkva viö og skynja jafnvel neyð þess fólks sem ekki ber erfiöleika sína á torg að öllum jafnaði. Með uppriíjun á Kjallarinn Benedikt Sigurðarson skólastjóri fátæktarlífl á liðnum áratugum - um leið og vakin er athygli á grimmd skortsins mitt í öllum lúx- usnum - kynni þeim að fjölga sem vakna til vitundar um þau kjör sem felast aö baki öllum meðaltölunum sem efnahagssérfræöingarnir hafa töfrað fram. Afkomumunurinn Auövitaö dylst mikill afkomu- munur að baki bærilegum meðal- tekjum - og allir vita að siðferði samfélagsins kann síðar að verða metið, m.a. með tilliti til þess hvernig við meðhöndlum „vora minnstu bræður". Þeir Ásmundur og Ögmundur eru sjálfsagt vel meinandi eins og flestir sem til forystu eru valdir en varla hafa þeir samt lengi stefnt að því hlutskipti að staöfesta það djúp sem er á milli fólksins sem lifir af „umsömdum launum" og hinna sem skammta sér og vinum sínum ómæld laun - og um leið lúxus - oft á kostnað almennings með bein- um hætti (í ríkisstjórn og á al- þingi) eða með óbeinum hætti á kostnað fyrirtækja - fyrirtækja sem oft og iðulega reynast gerð út á buddu okkar allra (gjaldþrota eða í formi breytilegrar fyrir- greiðslu). Það ágæta fólk - sem minnst var á hér aö framan - viröist meira og minna elsku sátt við þetta ógn- vekjandi bil sem er orðið á milli afkomu venjulegs barnafólks og valdastéttanna í landinu. Að staðfesta misréttið Nýgerðir kjarasamningar festa launabilið í sessi og binda um leið hendur ríkisvaldsins þannig að óhægra verði að taka á kjaramis- muninum, t.d. i gegnum skatta- kerfiö, eins og nú er í pottinum búið. - Vafasamt verður líka að telja að innan ríkisstjórnarinnar sé teljandi áhugi fyrir kjarajöfnun. Ráðherrunum virðist svo mjög í mun að skála við forréttindastétt- irnar - og stunda „bílaleiki" að hætti nýríkra frekar en sinna hug- sjónastarfi í anda yfirlýstra jafn- réttismarkmiða. - Frelsi, jafnrétti og bræðralag virðast vera býsna merkingarlítil orð fyrir valdspillta og sjálfumglaða pólitíkusa. Niðurstaðan af samningunum verður einnig til að rýra enn frekar hlut barna og þeirra sem eru umönnunarþurfi ef áformaður nið- urskurður ríkisútgjalda verður einkum í formi minnkandi þjón- ustu skólanna og samdráttar á sj úkradeildum fyrir aldraða. - Mat- arskatturinn er fastur í sessi og hátekjur skattleggjast að sama hlutfalli og lægstu laun. Hverjireiga ísland? Þetta væri kannski allt í lagi ef ekki mætti með réttu benda á að eignastéttir dagsins í dag eru skip- aðar fólki sem sjálft efnaðist - sumt á býsna skömmum tíma - á síðustu árum á „sannkölluðum ránsfeng". Ránsfeng sem veröbólga og lengi neikvæðir vextir ásamt spilltri fyr- irgreiðslupólitík færði mönnum upp í hendur - síðar í bland við okurvaxtastefnuna og þá taum- lausu forréttindahyggju sem önd- vegisfólk með ólíkan upruna hefur tileinkað sér um leið og það hefur komist í aðstöðu. Græðgi, óheilindi og brenglað verðmætamat er áberandi ein- kenni í þjóðlífmu - réttlætisviðmið- anir eru á undanhaldi. Siðferði spillist og „sannleikurinn" á í vök að verjast - allt undir því yfirskini að hagkvæmni í rekstri skuli ráða. Þetta er ekkert „svartagallsraus" því staöreyndir eru til vitnis um að breyting hefur orðið á tekju- skiptingunni í samfélaginu og eignaskipanin hefur riðlast býsna skyndilega. Þessar breytingar hafa einkum komið fram fyrir tilverkn- að kvótakerfanna í sjávarútvegi og landbúnaði og einnig fyrir dæma- lausa frekju þeirra sem nú ráða yfir peningum og hafa „tekið sér ávöxtun" langt umfram sanngirni - og umfram getu þess atvinnulífs sem er grundvöllur aö verðmæta- sköpun samfélagsins. Gjaldþrotin eru að verða að þjóðareinkenni. Þau flytja til eignir og fjármuni í meira mæli en nokk- ur ríkisstjórn mundi voga sér að framkvæma með beinum aðgerð- um. Benedikt Sigurðarson „Vafasamt veröur að telja að innan rík- isstjórnarinnar sé teljandi áhugi fyrir kjarajöfnun.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.