Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1990, Side 17

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1990, Side 17
ÞRIÐJUDAGUR 27. MARS 1990. 17 Iþróttir k fyrir Keflvíkinga og skoraði 18 stig. Þetta var r í Njarðvík annað kvöld. ninn til Keflavíkur: rmaður ÍBK tspyrnumaðurinn sem leikur með Keflvík- ugardagimi og spilaöi æfmgaleik með ÍBK ■r 25 ára gamall miðjumaður og kemur frá fanasic, hann er mjög ílinkur leikmaður i í sumar. Við erimi enn að svipast um eftir i koma fékk sig ekki lausan þegar á reyndi Rúnar Lúðvíksson, formaður knattspyrnu- Undanúrslit úrvalsdeildarinnar í körfuknattleik: Njarðvík kastaðí frá sér sigrinum - Nökkvi tryggði Keflavík sigur 1 lokin, 83-82 Ægir Már Kárason, DV, Suðumesjum; Bikarmeistarar Njarðvíkinga köst- uðu frá sér sigri gegn íslandsmeist- urum Keflvíkinga í gærkvöldi þegar félögin mættust í undanúrslitunum um íslandsmeistaratitilinn í Kefla- vík. Njarðvíkingar voru yfir, 76-81, þegar aðeins ein mínúta var til leiks- loka, og síðan 81-82 þegar þeir köst- uðu boltanum beint út af 29 sekúnd- um fyrir leikslok. Keflvíkingar nýttu sér það og Nökkvi Már Jónsson skor- aði sigurstig þeirra úr vítaskotum, 83-82, þegar sex sekúndur lifðu af leiktímanum. Keflvíkingar hafa því tekið forystu í einvígi nágrannanna, en liðin mætast aftur í Njarðvík ann- að kvöld. „Þetta var mjög góður leikur og spennandi. Við gáfumst aldrei upp, höfðum alltaf trú á að við gætum sigrað þó við værum undir. Síðari leikurinn verður erfiður, en við ætl- um að leggja þá aftur að velli og mætum þá ákveðnir og grimmir til leiks,“ sagði Guðjón Skúlason, lands- liðsbakvörður Keflvíkinga, í samtali við DV eftir leikinn. Keflavík komst í 13-4 í byrjun en síðan voru liðin yfir til skiptis, og í hálfleik var Njarðvík yfir, 36-38. Njarðvíkingar voru síðan yfir mest- allan síðari hálfleikinn, mest 63-73, en tvær þriggja stiga körfur Guðjóns Skúlasonar voru Keflvíkingum dýr- mætar á æsispennandi lokasprettin- um. „Við vorum klaufar undir lokin en þetta var frábær leikur beggja liða. Við komum grimmir í síðari leikinn og ætlum að knýja fram þriðja leik- inn - í kvöld var aðeins fyrri hálfleik- ur,“ sagði Árni Lárusson, þjálfari Njarðvíkinga. Bæði lið sýndu góðan körfuknatt- leik sem féll vel í kramið hjá rúmlega eitt þúsund áhorfendum. Þau eru mjög áþekk að styrkleika, Njarðvík- ingar búa yfir meiri breidd en bar- áttuvilji Keflvíkinga færði þeim sig- urinn. Guðjón og Magnús Guðfmns- son léku mjög vel með Keflavík, Fal- ur Haiðarson og Nökkvi Már léku einnig vel, Sandy Anderson hefur hins vegar oftast verið betri. í liði Njarðvíkinga var liðsheildin jöfn, ís- ak Tómasson, Patrick Releford og Helgi Rafnsson, sem gerði 15 stig í síðari hálfleik, komust einna best frá leiknum. Ástþór Ingason skoraði einnig dýrmæt stig. Stig Keflavíkur: Guðjón Skúlason 28, Magnús Guðfmnsson 18, Falur Harðarson 13, Nökkvi Már Jónsson 10, Sigurður ingimundarson 6, Sandy Anderson 6, Einar Einarsson 2. Stig Njarðvíkur: Patrick Releford 19, Helgi Rafnsson 15, ísak Tómasson 14, Jóhannes Kristbjömsson 12, Teit- ur Örlygsson 8, Ástþór Ingason 6, Kristinn Einarsson 4, Friðrik Ragn- arsson 4. Helgi Bragason og Bergur Stein- grímsson dæmdu leikinn og gerðu sín mistök en þau bitnuðu á hvorugu liðinu. Arnór fékk ekki leyfi - til að taka þátt 1 landsleiknum gegn Lúxemborg • Amór Guðjohnsen. Guðmundur Hilmarsson, DV, Lúxemborg: Nú er ljóst að Arnór Guðjohnsen le.kur ekki með íslenska laudsliðinu í knattspyrnu gogn Lúxem- borg á morgun. Forráðamenn And- erlecht neituðu Arnóri um leyfi til að leika með landsliðinu vegna mik- ilvægra leikja framundan. Eyjólfur valinn í stað Arnórs Forráðamenn Anderlecht telja að hættan á meiðslum sé fyrir hendi eftir mikið álag að undanförnu. í hans stað hefur verið kallað á Eyjólf Sverrisson frá Stuttgart og tekur hann sæti Arnórs í 16 manna lands- liðshópnum. Liðið æfði í gærkvöldi á aðalleik- vangnum í Lúxemborg og tóku allir landsliðsmennirnir þátt í æfmgunni að undanskildum Gunnari Gislasyni og Eyjólfi Sverrissyni sem báðir koma til Lúxemborg í dag. Æfmgin í gærkvöldi stóð yfir í rúman klukku- tíma og í dag verður önnur æfing og þá ætti að skýrast hvernig Bo Jo- hansson, hinn nýi landsliðsþjálfari, stillir upp íslenska liðinu en í því eru sjö atvinnumenn. „Býst fastlega við að fá fleiri tækifæri“ - segir Ásgeir Sigurvinsson eftir brottvikningu Arie Haan e Arie Haan, sem þjálfað hefur vestur-þýska félagið Stuftgart frá 1997, var í gær rekinn frá féiaginu. Stirt hefur verið á milli hans og forseta tiösins á síðustu misserum og eftir stjórnarfund í gærmorgun var ákveðið að láta Haan taka poka sinn. Forráðamenn vestur-þýska liðs- ins Stuttgart, sem Ásgeir Sigur- vinsson hefur leikið með undanfar- in ár, ákváðu eftir stjórnarfund í gærmorgun að reka þjálfara féiags- ins, Holiendinginn Arie Haan. Á síðustu vikum hefur verið stirt á milli forseta Stuttgart og Arie Haan og hafa þeir sent hvor öðrum kald- ar kveðjur í íjölmiðlum í Vestur- Þýskalandi. Eftir stjórnarfundinn í gærmorg- un var ákveðið að aðstoðarþjálfari liðsins, Wiili Entenmann, tæki viö þjálfarastöðinni af Arie Haan. Ent- enmann hefm' veríð viö störf hjá félaginu í sjö ár og er virtur meðal leikmanna liðsins. Stuttgart tapaði um helgina sínum fyrsta leik á heimavelli í ár og þá fyrst fór veru- lega að hitna undir stól Ario Haan hjá félaginu. Belgískir flölmiðlar sögðu frá því í gær að Arie Haan hefði fyrir tíu dögurn átt viðræður viö forráðamenn Mechelen og full- yrtu þau aö Haan væri á leiöinni til félagsins og tæki þjálfarastöðu þegar keppnistímabilinu lyki í vor. DV sló á þráðinn til Ásgeirs Sig- urvinssonar í gærkvöldi og innti hann eftir brottvikningu þjálfara félagsins: „Þetta kom mér frekar á óvart en viö leikmennirnir fundum hvað lá í loftinu þegar við mættum á æfmgu í gærmorgun. Þetta bar mjög brátt að en um helgina virtist allt vera í góðu lagi. Að vísu hafa Arie Haan og forseti liðsins verið að bítast 1 {jölmiðlum upp á siökastið en samt sem áður kom mér þetta á óvart," sagði Ásgeir Sigurvinsson. „Það hefur verið mjög gott sam- band á milli okkar Willi Enten- matin og ég býst fastlega við því aö fá mun fleiri tækifæri undir hans stjórn hjá félaginu. Enten- mann er ólíkur Haan að mörgu leyti og ég hef mikla trú á að hann geri góða hluti hjá félaginu. Ég er alveg ákveðinn að hætta að leika með Stuttgart þegar keppnistíma- bilinu lýkur í vor en hvað við tekur er alveg óráðið. Ég er með ýmsa möguleika i sigtinu og það gæti ailt eins farið svo að ég tæki að mér einiiver störf innan Stuttgart en framtíðin mun leiða i ljós hvað verður ofan á í þessum efnum. Eitt er þó alveg víst. að ég verð hér úti næstu 2-3 árin áður en ég kem al- kominn heirn til íslands,“ sagði Ásgeir Sigurvinsson. Þess má geta að Willi Enten- inann, sem nu tckur við Stuttgart- liðinu, er læröur frá háskólanum i Köln og tók á sínum tíma eitt hæsta próf sem tekið hefur verið við há- skólann. -JKS/ÞS/KB Enskir stúfar m Bobby Charlton, fyrrum leikmaður Manchester United og núverandi stjórnar- meðlimur hjá félaginu, hefur ver- ið settur í þriggja mánaða bann hjá knattspyrnusambandinu. Bannið snýst um það að Charlton fær enga miða á bikarúrslitaleiki næstu árin í kjölfar þess að miðar sem honum var úthlutað 1988, lentu í höndum svartamarkaðs- braskara. John Lukic, markvörður Arse- nal, sem á dögunum neitaði að fara til QPR, þykir nú líklegur til að verða seldur til sins gamla fé- lags Leeds United fyrir 700 þús- und sterlingspund fyrir lok þessa tímabils. Howard Wilkinson, stjóri Leeds United, reyndi fyrr í vetur að kaupa Lukic sem spilaði á sínum tíma 146 leiki fyrir Leeds United. Knattspyrnumenn ársins í Eng- landi verða valdir um næstu helgi. Líklegastir til aö hljóta út- nefningu eru þrír leikmenn Li- verpool, þeir John Barnes, Peter Beardsley og Alan Hansen. Á hæla þeim koma Des Walker og Steve Hodge frá Nottingham For- est og David Platt hjá Aston Villa. Sama kvöld veröur besti ungi leikmaöurinn kosinn og er talið að sá titill fari til Matthew Le Tissier hjá Southampton. Kevin Wilson, leikmaður Chelsea, hefur skrifað undir nýj- an samning við félagið til tveggja ára. Nafni hans Clive Wilson heldur sínum málum í biðstöðu og vonast jafnvel til að fara frá Chelsea til að spreyta sig á megin- landinu. Peter Davenport hjá Middles- borough mun að öllum líkindum ganga til liðs við Sheffield Wed- nesday fyrir 600 þúsund pund að afloknu þessu keppnistímabili. Stjóri Sheffield Wednesady er Ron Atkinson sem keypti Da- venport til Manchester United á sínum tíma. Milljónamæringurinn Sir Jack Haywart mun á næstu dögum ganga frá kaupunum á 2. deildar liðinu Wolves. Sir Jack, sem stutt hefur Úlfana frá blautu barns- beini, sá Wolves tapa, 3-1, á úti- velli fyrir Port Vale á laugardag, sagði í kjölfarið að eftir þá frammistöðu færi hann fram á 10% afslátt á kaupverðinu. Steve Clark, skoski landsliðs- bakvörðurinn hjá Chelsea, er nú að öllum líkindum á heimleið til Skotlands til að ganga til liös við Glasgow Celtic. Þess má geta að Clark var ekki í liði Chelsea, sem vann Middlesborough í úrslitum Zeta DS bikarkeppninnar á sunnudag. Andy Payton, framherji Hull City, hefur bæst í hóp þeirra leik- manna sem hafa orðið fyrir þeirri óskemmtilegri reynslu að gleypa tunguna í kappleik og vera hárs- breidd frá dauða. Atvik þetta átti sér stað í leik Oldham og Hull á laugardainn þegar Payton lenti í samstuði við Hall Worth, mark- vörð Oldham. Að sögn forráða- manna Hull City er líðan Pay tons viðunandi og kappinn mun vera á batavegi. Tony Cottee hjá Everton er enn á sölulista félagsins þrátt fyrir að hafa skorað átta mörk í síðustu níu leikjum. Cottee segir að hann muni ákveða um frekari dvöl hjá Everton að loknu þessu keppnis- tímabih. Colin Gibson, sem skoraði annað marka Manchester United gegn Southampton á laugardag, hefur átt litlu láni að fagna að undan- fórnu. Gibson hefur aðeins leikið tvo leiki síðustu átján mánuði og á þeim tíma gengist undir tvær meiriháttar hnéaðgerðir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.