Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1990, Síða 24
ÞRIÐJUDAGUR 27. MARS 1990.
4Pé4
Sviðsljós
Straumar frá Snæfellsjökli?
Iiðið frá Rifi sigr-
aði í spumingakeppni
Stefán Þór Sigurðsson, DV, HeHissandi:
Undanfarna mánuði hefur staðið yfir
spurningakeppni vinnustaða á rás
2, Rikisútvarpinu, sem hefur verið
nefnd Stóra spurningin. Á mánudag,
19. mars, var svo úrslitakeppnin háð
og voru þar mætt til leiks liö verslun-
arinnar Virkisins á Rifi og innan-
hússlagnadeild Pósts og síma á Ak-
ureyri. Þessi tvö lið höíðu slegið út
-**alla keppinauta sína og stóðu því tvö
eftir.
Það var ótrúlegur áhugi á þessari
keppni hér fyrir vestan - á utanverðu
Snæfellsnesi og fögnuður var mikill
þegar keppendur verslunarinnar
urðu sigurvegarar. Þau Sturla
Fjeldsted og Kristín Þórðardóttir,
eigendur Virkisins, voru þar í fyrir-
svari. Velgengni þeirra var mikil og
vilja sumir þakka hana göldrum eða
straumum frá Snæfellsjökli, sem er
víðfrægur um allan heim fyrir töfra-
mátt sinn. Ekki mun þó minna verð-
ur stuðningur harðsnúins stuðnings-
liðs Virkisins.
Sturla Fjeldsted - í símanum - og Kristín Þórðardóttir sigurvegarar í spurn-
ingakeppni útvarpsins. Kristin var á árum áður fréttaritari DV vestra.
DV-mynd Stefán Þór
Þær fréttir hafa borist að einhver þekktasti söngvari Bandaríkjanna, Johnny
Cash, muni heimsækja ísland og halda hér tónleika. Cash, sem er einn
af þeim sem hægt er að segja um aö sé þjóðsaga i lifanda lifi, er nú á
tónleikaferöalagi með þremur vinum sínum, allt þekktum söngvurum og
leikurum. Þeir kalla sig The Highwaymen og er þetta í annað sinn sem
^heir koma sarnan. í fyrsta skipti héldu þeir í útlegð og tónleikahald 1985.
Á myndinni sjáum við Stigamennina samankomna en þeir eru, taldir frá
vinstri, Willie Nelson, 56 ára, Johnny Cash, 58 ára, Kris Kristofferson, 53
ára, og Waylon Jennings, 52 ára. Þessi kappar hafa nýverið sent frá sér
plötu og eru að fylgja henni eftir með tónleikum.
Nýlega var haldið innanhúss-
mót í fótbolta þar sem þátttak-
endur voru slökkvihðsmenn á
suðvesturhorninu. Leikið var í
Valsheimilinu og voru sex liö
send til keppninnar. Keppt var
um fallegan bikar sem Kraftur
hf. gaf til mótsins.
Eftir spennandi keppni end-
aöi mótiö með sigri A-liðs
Slökkviliðs Reykjavikur. í öðru
sæti varð B-liö Slökkviliðsins á
Keflavíkurflugvelli og í þriðja
sæti varð B-lið Slökkviliðs
Keflavíkur. Önnur lið í keppn-
inni voru A-lið Slökkviliðsins á
Keflavíkurflugvelli, lið frá
slökkviliðinu í Keflavík og lið
frá slökkviliðinu í Hafnarfirði.
A-lið Reykjavíkur hafði
nokkra yfirburði, og sigraði
auðveldlega í sínum leikjum
enda nokkrir þekktir núver-
andi og fyrrverandi knatt-
spymumenn í liðinu.
Bergsveinn Alfonsson, fyrirliði A-liðs Slökkviliðs Reykjavikur, tekur við hinum
glæsilega bikar úr hendi Erlings Helgasonar. Bak við þá stendur Erlingur Lúð-
víksson, varðstjóri í Slökkviliði Reykjavíkur.
Þrjú efstu liðin. í neðstu röö er A-lið Slökkviliðs Reykjavikur. Má þar sjá kunn andiit úr iþróttunum eins og Berg-
svein Alfonsson, Pétur Arnþórsson, Stefán Halldórsson og Martein Geirsson. Fyrir aftan það er B-lið Keflavíkur-
flugvallar og aftast B-lið Reykjavíkur.
Slökkviliðs-
menn í fótbolta
náðu þér í Úrval MJnA - Úrvál á næsta blaðsölustað.
Listin að klæöast ríkmannlega
Loksins fá karlmennimir vísbendingu um hvernig þeir eigi að klæðast.
Umbrotin á miðjum aldri
Miðaldra fólk á við sín aldursvandamál að glíma, ekki siður en ungling-
ar og öldurmenni.
Kann konan á karlinn?
Sagan sýnir okkur að gegnum aldirnar hafa konur verið lagnar að koma
sinum málum fram með því að fara rétt að körlunum.
Gunnhildur
Hér segir frá ógæfusamri sál sem lést með voveiflegum hætti, ef ekki
dularfullum, og fékk ekki frið eftir dauðann.