Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1990, Page 32

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1990, Page 32
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. fréttaskotum allan sólarhringinn. Rifstjörn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022 ÞRIÐJUDAGUR 27. MARS 1990. Sjómaðurinn sem ráðist var á með kylfiim um helgina: Bróðir minn bjargaði mér undan árásarmönnunum „Þetta var heldur óskemmtileg lifsreynsla. Ég á aöeins frí frá sjó- mennskunni á sunnudögum og fór í bæinn með bróður mínum. Það má segja að ég hafi verið nýstokk- inn í land. Við fórum á Fimmuna i Hafnarstræti og ég fékk mér tvo bjóra. Um eittleytið ákváðum við að skreppa yfir í Tunglið. Það var ekki mjög mikið af fólki á ferli. Þegar við vorum í sundinu við skó- búö á milli Fimmunnar og íshailar- innar stökk skyndilega ungur og snyrtilega klæddur drengur í veg fyrir raig og stoppaði mig. Einhver annar var fyrir aftan mig. Drengur- inn sagði: Sláðu hann! Á sama augnabliki var ég sleginn aftanfrá. Mér var sagt eftir á að ég hefði verið bariim með einhverri eftirlik- ingu af bandarískrilögreglukylfu,“ sagði 23 ára gamall norðlenskur sjómaður í samtali við DV en hann varð fyrir fólskulegri líkamsárás aðfaranótt sunnudagsins sem skýrt var frá í DV í gær. Maðurinn vill ekki láta nafns síns getið opinberlega en hann vill gjarnan að fram komi að hver sem er getur orðíð fyrir tilefhislausri líkamsárás í miðborg Reykjavíkur. „Bróðir minn gekk rétt á undan mér. Hann var snöggur að átta sig á þvi hvaö var að gerast. Hann tók í leðurstakkinn minn og reif mig með sér út úr sundinu og að um- ferðinni á götunni. Á meðan reyndu árásarpiltamir að krafsa í mig með kylfunum. Ég fékk blæð- andi sár fyrir ofan hægra eyrað og það þurfti aö sauma sex spor í mig. Ég man frekar lítið eftir þessu því ég vankaðist mikið. Strákamir heföu sennilega hakk- aö mig niður ef bróðir minn hefði ekki kippt í mig og tekið mig f burtu. Hann hélt mér að sér og þá komu þeir ekki höggi á mig á með- an. Við mættum svo löggum sem höfðu spurnir af þvi hvað var að gerast. Ég var mjög blóðugur og leðurstakkurinn skemmdist, Bróð- ir minn meiddist hins vegar ekki. Lögreglan handtók svo strákana - nokkra á hlaupum en hina ein- hvers staðar á íleygiferð í bíl. Þeir vora fimm. - Hafðir þú séð piltana áður? ,Nei, ég þekkti ekkert til þeirra og fýrr má nú fyrr vera - þetta var algjörlega tilefnislaus árás“. -ÓTT Blæddi út á skurðar- borði „Ég get ekkert sagt um þessa rann- sókn þar sem hún er í gangi. Það er engin niðurstaða varðandi hvað gerðist,“ sagði Stefán Haraldsson, yfirlæknir á bæklunardeildum Landspítalans, við DV í morgun. Rannsókn er hafin á láti sjúklings sem gekkst undir aðgerð við brjósk- losi á spítalanum. Fór eitthvað úr- skeiðis í áðgerðinni þannjg að sjúkl- ingnum blæddi út og hann lést á skurðarborðinu. „Þessi aðgerð er mjög algeng en þaö er svo margt sem spilar inn í þegar svona hlutir koma fyrir. Læknirinn, sem framkvæmdi aðgerðina, er þaul- l^anur aðgerðum sem þessum en það geta komið upp aðstæður, til dæmis vegna vanskapana, sem læknamir era ekki viðbúnir. Það er ekkert hægt aö segja fyrr en niöurstöður réttarkrufningar liggja fyrir.“ Rannsókn á láti sjúklings í aðgerð hefur einu sinni farið fram áöur, 1964. Stefán sagði að óskað hefði ver- ið eftir rannsókn. Var það talið best fyrir lækninn, sem gerði aðgerðina, að fá hreinar línur. Rannsóknin er í höndum borgarlæknis en rétt- arkrufningunni stjómar prófessor í réttarlæknisfræði. „Þaö era viss prómill af sjúklingum sem látast í uppskurðum, meira að segja botnlangaskurðum. Það er eng- in aðgerð hundrað prósent örugg." -hlh „Hér gengur einhver strákaklíka um - þeir brjótast inn, skemma og kveikja í. Þeir brutust inn tii okkar á laugardag og föstudag og gerðu tilraun til að kveikja í bensínstöðinni á fimmtudaginn. Þeim tókst það ekki. Þeir kveiktu þá í eldfimum olíuafgöngum í ruslatunnum hér á bensínstöðinni. Nágrann- ar gerðu svo slökkviliði viðvart. Fyrir nokkru voru þeir búnir að kveikja í steinolíutunnu sem þeir höfðu fært að bensínstöðinni. Tunnan stóð í Ijósum logum þegar slökkvilið kom á staðinn," sagði Páll Magnússon, rekstrar- stjóri bensínstöðvar Olis við Gullinbrú i Grafarvogi, í samtali við DV i morg- un. Á myndinni sést hann við tunnurnar sem kveikt var í. DV-mynd GVA Árásarpiltamir fimm viðurkenndu við yfirheyrslur: Ætluðu að stofna til illinda og finna fórnarlamb Fimmmeningarnir, sem lögregla handtók vegna kylfumálsins aöfara- nótt sunnudagsins, era allir sautján ára gamlir. Þeir viðurkenndu við yfirheyrslur að hafa komið á tveimur bílum til Reykjavíkur - eingöngu til að stofna til illinda sem leitt gætu til þess að þeir gætu notað kylfurnar og bareflin, sem þeir höfðu undir höndum, þegar þeir réðust á sjó- manninn frá Akureyri, eins og fram kemur í viðtali á síðunni. Fimmmenningamir voru vopnaðir þremur lögreglukylfum að erlendri fyrirmynd og einni hornaboltakylfu. Því vantaði barefli fyrir einn. Að sögn lögreglu benda allar líkur til þess að því hafi veriö brugðið á það ráð að keyra vegstiku niður á leið- inni frá Hveragerði til Reykjavíkur - þá hefðu allir vopn. Piltarnir höfðu verið í röska tvo klukkutíma í Reykjavík, með vopnin innan á sér eða í bílunum, þegar þeir fundu fómarlamb til að ráðast á. Að sögn Jónasar Hallssonar aðal- varðstjóra eru líkur til þess að einn úr hópnum hafi átt þátt í öðru árás- armáli sem varð við Réttarholtsveg fyrr á laugardagskvöldið. Sá atburð- ur var ekki kærður og hefur þolandi ekki gefið sig fram ennþá. Einn úr hópnum hafði hlotið skil- orðsbundinn dóm fyrir afbrot. Tveir af piltunum eru úr Hveragerði, einn úr Reykjavík, einn úr Hafnarfirði og einn úr Garðabæ. -ÓTT Yfir þúsund bíða flugs Yfir eitt þúsund manns bíða þess að geta flogið innanlands. Ekkert var flogið í gær og á sunnudag féllu margar feröir niður vegna veðurs. Flugbrautir í Reykjavík eru ófærar og óvíst hvenær hægt verður að hefja flug á þá staði sem fært er. Flugfært er til Egilsstaða og Vestmannaeyja. Veðurstofan gerir ráð fyrir skárra veðri síðar í dag. Ef þaö gengur eftir ætti flug að verða komið í sæmilegt horfíkvöld. -sme LOKI Fá þeir ekki teygjubyssu líka? Veðrið á morgun: Snjókoma, slydda og súld Á morgun verður sunnan- og suðaustanátt á landinu, 7-9 vind- stig og snjókoma eða slydda víða um land en súld við suöurströnd- ina. Hitinn verður við frostmark á Vestfjörðum og Norður- og Norðausturlandi en aðeins yfir frostmarki annars staðar. NÝJA SENDIBÍLASTÖÐIN 68-5000 Úti að aka í 40 ár BÍLALEIGA v/Flugvallarveg 91-61-44-00

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.