Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1990, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1990, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 24. APRlL 1990. Andlát Oddur Skúlason bóndi, Mörtungu á Síðu, lést á heimili sínu þriöjudaginn 17. apríl. Eyvör Guðmundsdóttir andaðist á sjúkradeild Hvítabandsins 21. apríl. Unnur Lilja Ólafsdóttir, Vindási 2, lést á sjúkrahúsi í Stokkhólmi þann 12. apríl. Pétur Finnbogason frá Hjöllum, Tangagötu 19a, ísafirði, lést í Sjúkra- húsi Isafjarðar sunnudaginn 22. apríl. Kristjana Hilariusdóttir, Miðtúni 1, Reykjavík, lést í Hvítabandinu 18. apríl. Þorbjörg Sigurðardóttir, Dalbraut 25, áður til heimilis í Álftamýri 12, lést í Landakotsspítala 22. apríl. Leifur Halldórsson frummótasmiður andaðist á Hrafnistu í Hafnarflrði sunnudaginn 22. apríl. Jóhann Ásgrímur Guðjónsson sjó- maður, Hjarðarhaga 56, lést í Landspítalanum 21. apríl. Kristrún Sveinsdóttir frá Gyllastöð- um andaðist á elli- og hjúkrunar- heimilinu Grund 21. apríl. Jarðarfarir Þórunn Eyjólfsdóttir, Hátúni 4, lést þann 8. apríl á heimili sínu. Utför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sigrún Sigurðardóttir andaðist í Fjórðungssjúkrahúsinu á ísafirði 22. apríl. Jarðarförin fer fram frá Hóls- kirkju í Bolungarvík laugardaginn 28. apríl kl. 14. Sólborg Ingibjörg Þorláksdóttir, Stigahlíð 12, lést 7. apríj. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Soffía Pétursdóttir Líndal, Holtastöð- um, verður jarðsett frá Holtastaða- kirkju miðvikudaginn 25. apríl kl. 14. Alexander Þór Þorsteinsson, sem lést 19. apríl, verður jarðsunginn frá Selfosskirkju miðvikudaginn 25. apríl kl. 13.30. Útfór Ragnheiðar Jónsdóttur, fyrr- verandi sölustjóra, Fálkagötu 24, Reykjavík, fer fram frá Fossvogskap- ellu fimmtudaginn 26. apríl kl. 15. Útfór Jóns G. Jónssonar frá Fells- enda fer fram frá Langholtskirkju fimmtudaginn 26. apríl kl. 15. Jarð- sett verður í Gufuneskirkjugarði. Ingibjörg G. Þórðardóttir, Hrafnistu, Reykjavík, áður til heimilis á Haðar- stíg 15, verður jarðsungin frá Ás- kirkju, Reykjavík, miðvikudaginn 25. apríl kl. 13.30. Sigríður Böðvarsdóttir ljósmóðir, Álftamýri 58, Reykjavík, verður jarð- sungin frá Háteigskirkju föstudaginn 27. apríl kl. 13.30. Þórarinn Andrewsson lést 15. apríl. Hann fæddist á Flateyri við Önund- arfjörð 27. mars 1937. Foreldrar hans voru Andrew Þorvaldsson og Dag- björt Þórarinsdóttir. Þórarinn hóf nám í stærðfræði og eðlisfræði við Háskóla íslands og lauk BA-prófi í þeim greinum 1962 ásamt kennslu- réttindaprófi. Sama ár réöst hann sem kennari við Flensborgarskólann í Hafnarfirði og þar starfaði hann til dauðadags. Eftirlifandi eiginkona hans er Hulda Hjálmarsdóttir. Þau hjónin eignuðust þrjú börn. Útfór Þórarins verður gerð frá Víðistaða- kirkju í Hafnarfirði í dag kl. 15. Tilkyimingar Hallgrímskirkja Samvera aldraðra í safnaðarheimilinu miðvikudaginn 25. apríl kl. 14.30. Einar Sturluson syngur einsöng. Upplestur. Aðalfundur Kvenfélagsins Hreyfils verður haldinn þriðjudaginn 24. apríl kl. 20 í Hreyfilshúsinu. Kvenfélag Kópavogs Spilað verður í kvöld í félagsheimili Kópavogs. Byrjað verður að spila kl. 20.30. Allir velkomnir. Kvennadeild Barðstrendinga- félagsins heldur fund á Hallveigarstöðum í kvöld kl. 20. Gullarmbandsúr í óskilum Fundist hefur gullarmbandsúr. Upplýs- ingar í síma 36329. Athugasemd vegna lokunar fyrir rafmagn Horður Kristjánsson, DV, ísafirði: Eigandi húseignanna Mánagötu 4 og 3 á ísafirði hafði samband við blaðið vegna greinar í DV um lokun fyrir rafmagn á Hernum. Hann óskaði eft- ir að það kæmi fram að strax daginn eftir að lokað var hafi hann lagt fram 500 þúsund króna fasteignatryggt bréf til greiðslu á skuldum við Orkubú Vesttjarða. Til stóð að opna strax fyrir rafmagniö aftur þegar búið væri að ganga frá sölu á bréfinu við Landsbanka íslands. Eigandi segir að Landsbankinn hafi hins vegar ekki viljað kaupa bréfið, þrátt fyrir fasteignatryggingu og þrátt fyrir það að hann væri í full- um skilum með sín persónulegu við- skipti við bankann sem staðið hafa samfellt í 17 ár. Taldi eigandi ástæð- una fyrir neitun bankans einkenni- lega og það ætti ekki að koma.þessu máh við þó einhverjir íbúar hússins væru í vanskilum við bankann á bréfum sem hann heföi selt stofnun- inni. Af þessum sökum hefði hann þurft aö leita til íslandsbanka og þetta hefði óneitanlega valdið sér og íbúum í Mánagötu 4 leiðindum og óþægindum. Varðandi lokun fyrir rafmagn í Mánagötu 3, sem er beint á móti Hemum, sagði eigandi að það væri fyrst og fremst mál leigjenda við Orkubú Vestfjarða og kæmi sér ekki við að öðru leyti en því að hann væri eigandi hússins. t Hugheilar þakkir til allra þeirra sem sýndu mér hjálp og samúð i veikindum og við jarðarför dóttur minnar, Sigríðar Ólafsdóttur, organista í Vík. Ólafur Jónsson tAðalfundur knattspyrnudeildar Vals verður haldinn miðvikudaginn 25. apríl 1990 kl. 20.00 í Valsheimilinu. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Stjórnin Merming Úr dansverkinu „Myndir frá íslandi". DV-mynd Brynjar Gauti Glettnir og hraðir Það var kannski bráðlæti af stúlkunum í íslenska dansflokknum aö kenna sýningu sína við „Vor- vinda". Eða það fannst okkur sem keifuðum móti kuldastrekkingi við Borgarleikhúsið á frumsýningar- kvöldi. En vísast réöi táknræna eða óskhyggja einhveiju um nafngiftina, enda fuh ástæða th að hafa forsjónina með á tímamótum eins og þessum. Hér var dansflokkurinn að halda upp á nýtt æfmg- arhúsnæöi, eigið (takmarkað) fjárræði og auk þess að vígja með dansi stóra svið Borgarleikhússins. Svo má ekki gleyma því sænska einvalaliði sem hing- að var komið th aö leggja dansflokknum lið, sjálfri Birgit Cullberg, bráðefnilegum ungum dansahöfundi Per Jonsson og góðkunningja flokksins, Vlado Juras. Það var því með talsverðri eftirvæntingu að fólk lagði „í’ann“ þetta frumsýningarkvöld, og ég sá ekki betur en það hyrfi á braut fremur glatt og upplitsdjarft. Þetta var sem sagt prýðisvel heppnuð sýning. Hvem- ig sem sviðið var undir fót var það ágætur vettvangur fyrir dansinn, hvort sem er á breidd eða dýpt, lýsing var skilvirk, hljómflutningur fyrsta flokks og nálægð við dansarana mátulega mikil. Samstilltur hópur Það var líka mátulega samstihtur hópur sem tók þátt í sýningunni. Samæfingar skhuðu sér sérstaklega vel í „Myndum frá íslandi”, verki Vlado Juras um sjómannskonur, þar sem dansaramir fimm sveifluð- ust fram og til baka sem einn væri. Þetta var því sýning sem stóð og féh með dansverk- unum fremur en dansinum, og sem betur fer var að minnsta kosti helftin af verkunum í háum gæðaflokki. Hér á ég sérstaklega við síghdan tvídans Birgit Cull- berg um Adam og Evu og dansgjöming Pers Jonsson „Göng“, gjörólík verk. Um dansverkið „Adam og Evu“ hefur margt verið skrifað og ekki að ófyrirsynju. Verkið hefur til að bera marga helstu kosti módernísks dans, klassíska undir- stöðu sem notuð er til að byggja á nútímalega tjáningu. í því er ekki hreyfingu ofaukið, og hver hreyfmg er svo aftur eðlhegur hlekkur í þeirri keðju sem gott dansverk er. Verkið er aukinheldur bæði djúprist og glettið, sem er sjaldgæft. BáUet Aðalsteinn Ingólfsson Ásdís Magnúsdóttir er sem sköpuð fyrir frásagnarleg dansverk Birgit Cullberg, svo vel nýtur sín tignarlegt fas hennar, mýkt og látbragðsleikur. Meðdansari hennar, Joakim Keusch, var einnig betri en enginn, köttur liðugur. Á þröngum stígum „Göng“ eftir Per Jonsson er nokkurs konar gjörning- ur eða ritúal fyrir þrjá karlmenn, sem hlaupa fram og aftur eftir þremur moldarstígum, berja þess í mihi á þrjár stórar málmplötur sem standa við brautarenda. Þess á mhli virðast þeir eins og hrjáðir af hlum önd- um, bugaðir af blýþungum sorgum eða uppfullir með heiftarhug. Þetta er einfalt tjáningarmynstur, en feiknarlega margrætt, ef menn vilja grufla í merkingum þrenning- arinnar, moldarinnar og hinna þröngu stíga. En mestu máh skiptir samverkan hreyfinga, tónhstar og sviðs- myndar, sem knýr fram mjög sterkar tilfmningar, bæði með dönsurum og áhorfendum. Lokaverk sýningarinnar„Vindar frá Merkúr", einn- ig eftir Per Jonsson og saminn fyrir íslenska dans- flokkinn, var svo eins og stuttaralegur eftirmáli við „Göng“, eiginlega of stuttaralegt fyrir þann kvennaf- ans sem þar kom fyrir. Þar var eins og skorti á úr- vinnslu hinna ýmsu hugmynda sem tæpt var á. Það er eiginlega synd, en ballett Vlado Juras um sjó- mannskonurnar féh dálítið í skuggann fyrir öðrum atburðum á sviðinu. Þó er það hehsteypt verk sem gefur kvendönsurum gott svigrúm til túlkunar. Þetta var ný byijun og góð hjá íslenska dansflokkn- um. Vonandi verður áframhald á þessu áhrifaríka samstarfi við Leikfélag Reykjavíkur. „Vorvindar“, Islenski dansflokkurinn í samvinnu við Leikféiag Reykjavikur, 4 dansverk eftir Birgit Cullberg, Per Jonsson og Vlado Juras. Frumsýning 19. apríl 1990. -ai Fjölmiðlar Hvað verður um Sue Ellen og soninn? I gærkvöldi hélt ég rétt 1 svipinn að ég hefði ahs ómaklegur orðið vitni af stórmerkum viðburði. Ómaklegur segi ég því viðburðurinn átti sér stað í framhaldsþættinum Dahas sem ég hætti aö fylgjast með einhvem tíma á fyrri hluta niunda áratugarins. En svo gerðist það í gærkvöldi aö tengdamamma kemur í heimsókn og fer að horfa á Dallas og ég fylgist með síðustu mínútum þáttarins af einhverri rælni: Sue Ellen er enn einn ganginn farin frá JR og er eitt- hvað að reha um að fá son sinn en JR vippar vini Sue Ehen fram af svölunum á fertugustu og fjórðu hæð í fallegu fjölbýlishúsi. Þá skipt- ir bara engum togum að Sue Ehen grípur skammbyssu og fretar á sinn ástkæra eiginmann þremur skotum í vömbina takk, bang, bang, bang, - og þannig endaði þátturinn sá. Þetta þótti mér að vonum mikh tíðindi og segi því sem svo, sigri hrósandi við tengdamömmu að nú hljóti að fara að sjá fyrir endanná fjoklskylduerjum þeirra Suðurgafl- ara í Dallas. En tengdamamma brosir við minni barnalegu athuga- semd: „Heldurðu virkilega að JR lifi þetta ekki af?“ - segir hún. „Ég veit ekki“ - segi ég, „þetta voru nú þrjú skot af stuttu færi.“ En ég hef vart sleppt orðunum þegar rennur upp fyrir mér ljós: Auðvitaö lifir hann þetta af. í Dallas gilda ekki almenn lögmál um lífiö og dauðann. Þar gilda lögmál vinsældanna og þeim verður ekki skotaskuld úr því að gera JR ódauðlegan. Kjartan Gunnar Kjartansson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.