Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1990, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1990, Síða 10
LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 1990. Einn af fjölmörgum sumarbústöðum sem hægt er að fá leigða hjá Ferðaþjónustu bænda. Gistiherbergi á einu sveitaheimilanna. Herbergið kostar 1500 krónur fyrir manninn. íslendingar vilja í sveit - segir Paul Richardsson, framkvaemdastjóri Ferðaþjónustu baenda % _______ Paul Richardsson, framkvæmdastjóri Ferðaþjónustu bænda, segir að íslendingar séu að átta sig á þeim möguleikum sem boðið er upp á í sveitum landsins. Sumarhús bænda eru til dæmis flest upppöntuð yfir háannatímann. DV-mynd Brynjar Gauti „Ég var með bú í Mýrdal og var með í þessari þjónustu bænda. Þegar ég síöan var kosinn í stjórn byrjaði ég að vinna hér og hef ekki sloppið síðan," sagði Paul Richardsson, framkvæmdastjóri Ferðaþjónustu bænda, í samtali við DV. Paul er frá Skotlandi en hefur búið hér á landi í fimmtán ár. „Eins og aðrir útlend- ingar sem hingaö flytja kvæntist ég íslenskri konu,“ svaraöi Paul er hann var spurður hvers vegna hann hafi flutt hingað til lands. „Frá árinu Í987 hef ég gegnt þessu starfi hjá Ferðaþjónustunni og kann vel við mig. Eg er því fluttur í bæinn og leigi út jörðina." Ferðaþjónusta bænda er orðið all- viðamikið fyrirtæki. Eitt hundrað tuttugu og fjórir bæir tengjast þjón- ustunni sem annaðhvort bjóða upp á gistingu í heimahúsi eða sumarhús. Ferðaþjónustan hefur markaðssett bæina og er með bókunarþjónustu. í fyrstunni var þessi þjónusta hugsuð fyrir útlendinga en dæmið hefur snú- ist rið og íslendingar eru nú miklu stærri hópur þeirra viðskiptavina sem leita í bændahölliná. „Við leggj- um orðið mikla áherslu á að þjón- usta íslendinga, t.d. með því að hafa hestaleigur víða um land. Hestaleig- umar leigja ekki aðeins hesta heldur fylgir fararstjóri og farið er í skipu- lagðar ferðir með hópa.“ Mikil aðsókn hefur verið í sumar- hús bændanna og nú er nánast allt að verða upppantað mestu annavik- umar. „Það er orðið erfitt að útvega bústaði í júli því íslendingar vilja mjög gjarnan notfæra sér þá,“ segir Paul. „Verð fyrir bústað í eina viku er 28 þúsund krónur. Mörgum finnst það dýrt en þá miðar fólk við ieigu stéttarfélaganna en þeir bústaðir eru auðvitað mikið niðurgreiddir. Þetta verð er mjög svipaðog hægt er að fá bústaði á, t.d. í Bretlandi eða Frakk- landi. Gisting í heimahúsi er 1500 krónur og það er mjög ódýrt,“ segir Paul ennfremur. Tungumálakennari, síðan bóndi Fyrstu árin á íslandi starfaði Paul sem tungumálakennari i Mennta- skólanum við Hamrahlíö og í Há- skóla íslands. „Mig langaði að prófa eitthvað annað en að vera í streit- unni í borginni og þess vegna fluttum við austur og hófum búskap. Jörðina leigðum við af ríkinu en eigum sjálf húsin. Ég bauð upp á stuttar hesta- ferðir inn í dal eða niöur í fjöru að Dyrhólaey. Við byrjuðum búskap í Skaganesi í Mýrdal áriö 1982 en ég hafði alltaf haft mikinn áhuga á hestamennsku. Ég keypti nokkra hesta en þessar ferðir voru ekki mik- ill rekstur. Mitt aðalstarf var heima við þýðingar og skriftir. Þegar fólk kom fór ég út og í ferðir. Þetta var eins og aukavinna í frístundum. Auk þess var ég alltaf með kálfa og vita- skuld heyjaði ég túnin. Þegar ég fór að vinna meira í Reykjavík hætti ég bústörfum og flutti hingað suður," segir Paul. Umsvifin breyttust „Ferðaþjónusta bænda er orðið nokkuð gamalt fyrirtæki því fyrsta markaðssetning hóst 1968. Þá var þaö Flugfélag íslands sem sendi menn um allar sveitir og skráði bæi með gistingu. Það gerðist í raun ekki mik- ið fyrr en árið 1980 en þá voru þessi samtök stofnuð og starfsemin fór að þróast rólega. Árið 1986 varð bænd- um ljóst að þeir yrðu að finna sér aukabúgrein. Nokkrar efasemdir voru um ágæti loðdýraræktunarinn- ar og þá fóru bændur að kynna sér ferðaþjónustu betur. Áhuginn jókst til muna hjá bændum ’86-’87 og mik- il aukning varð á gististöðum á þeim tíma. Þá breyttust einnig umsvif þessarar skrifstofu og ekki nokkur leið aö reka fyrirtækið áfram óbreytt. Þegar ég byrjaði breyttum við um aðferðir, t.d. lögðum við meira fjár- magn í að kynna og markaðssetja. Það fyrsta sem ég gerði var aö tölvu- væða bókunarþjónustu og sölukerf- ið. Einnig settum við upp kerfls- bundið eftirlit. Við höfum skoðað alla bæi og gert nákvæma skrá um hvert herbergi, hvað tilheyrir þeim, hversu stór þau eru og svo framvegis. Við gerum miklar kröfur til þeirra her- bergja sem boðið er upp á og fylgjum þessu eftir. Núna eru tvær stúlkur frá okkur á ferð um landið í úttekt,” segir Paul. Fylgstmeó sveitastörfum - Hefur fólk tækifæri að kynna sér sveitastörfm, t.d. fara í fjós og sjá hvernig mjaltir fara fram á meðan það dvelur í sumarhúsi eða gistir á sveitabæjum? „ Já, það er vel hægt svo framarlega sem um kúabú er að ræða. Þaö yrði þá að skipuleggja það fyrirfram. Við getum þó ekki leyft að fólk gangi í sveitastörf eins og upphafleg hug- mynd var vegna þess hve allt er orð- ið vélvætt til sveita og ekkert pláss fyrir óvant fólk.” Paul segir að talsvert fleiri íslend- ingar njóti þjónustu bænda í sumar en í fyrra. „Við vorum búnir að selja jafnmargar gistinætur í apríl sl. og í lok vertíðar í fyrrasumar þannig að aukningin er umtalsverð. íslending- ar er farnir að átta sig á þessari þjón- ustu og vilja ferðast um eigiö land. Ég gæti trúað að utanlandsferðum hefði fækkað og fólk feröist fremur hér innanlands." Einhverjum gæti þótt skrítiö að Skoti sé að markaðssetja íslenska sveitabæi en Paul Richardsson hefur mikinn áhuga á íslandi og talar mál- ið mjög vel. Einnig hefur hann gert mikiö til að kynna ísland og Ferða- þjónustu bænda í Bretlandi. Sú kynning hefur aðallega beinst að skólum og að hópar komi hingað til lands utan mesta ferðamanna- tímans. Þessi kynning Pauls hefur tekist mjög vel og hafa þegar komið stórir hópar. „Þetta eru nokkurs konar þróunarverkefni í markaðs- setningu og ég ef notfært mér sam- bönd erlendis, t.d. með skólahópa. Við fengum hingað menn frá stærsta fræösluembætti Bretlands, Kent, en ég þekki vel einn yfirmanninn þar. Nú eru þeir að vinna að mjög viða- miklu námsefni um ísland og ef það gengur upp er það frábær möguleiki til að fá hópa hingað frá Bretlandi. Við gerum ráð fyrir að fá nokkra hópa á næsta ári og enn fleiri á þar næstu árurn,” segir Paul ennfremur. Mikill Islendingur Paul lærði íslensku í Háskólanum en er ekki fyllilega sáttur við fram- burð sinn. „Fyrir nokkrum árum talaði ég án hreims en mér finnst aö ég hafi misst heyrn er ég vann á dráttarvélum og þyrfti þess vegna í upprifjun í íslenskunni." Hann segist þó vera orðinn íslendingur í sér og hafi lítið með að gera aö flytjast héð- an. „Mín sambönd eru í tengslum við ísland og í starfmu hjá Ferðaþjón- ustunni nýtist vel að ég er ekki ís- lendingur. Áður en ég kom hingað dvaldi ég tvö ár á Spáni og lærði spönskuna einungis með því að vera þar. Hins vegar gat ég ekki lært ís- lenskuna með sama móti. En starfið hér á vel viö mig. Ég hef kynnst mörgum bændum og er handviss um að Ferðaþjónustan á mikla framtíð fyrir sér. Þetta er ennþá allt í upp- byggingu og bændurnir enn að greiða niður fjárfestingar vegna þjónustunnar. Það er nefnilega heil-- mikið starf í kringum svona gisti- staöi á sveitaheimilunum.” -ELA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.