Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1990, Síða 11
.oeei Imul .e íruoAaaAÐUAJ
LAUGARDAGUR 9. JUNI 1990.
Rolling Stones - strákar á sextugsaldri.
Hinir fimm fræknu
„Let’s grab the world
by the scruff of the neck
and drink it down deeply...“
(MixedEmotions)
Rolling Stones; hinir fimm fræknu í tónhstarheiminum,
búnir aö vera í bransanum síðan ’63, á sextugsaldri, með
sítt hár og rokk í æðum, og fara í tónleikaferðir um heim-
inn meöan jafnaldrar þeirra sitja heima og passa barnabörn-
in. Strákarnir sendu nýverið frá sér eina breiðskífu til, Ste-
elWheels, og sem endranær spila þeir og syngja kraftmikla
slagara um stelpur og sprútt og langanir alvörustráka í
ásthtlmnheimi.
„I’m sneaky as a snake
I’mdirtyasadog
I’m rutting like a goat
I’m homy as a hog...“
(Terrifying) .
Slíka heimspeki hafa strákamir í Stones boðað í hartnær
þijá áratugi við ágæta hrifningu heimsbyggðarinnar. Plöt-
umar skipta tugum rétt eins og lögin sem hafa komist á
vinsældahsta beggja vegna Atlantshafsins. Rolhng Stones
em um þessar mundir á yfirreið um Evrópu og héldu tvenna
tónleika í Köln í vikunni sem leið. Um það leyti sem sólin
var að búa sig undir að skríða undir sæng var stríður
straumur fólks á leið inn á heimavöll Kölnarliðsins í knatt-
spymu. Áhorfendur á tónleikunum vom alla vega; strákar
og stelpur á aldrinum sextán til sextíu og sex, síðhært fólk,
stuttkhppt fólk, skrifstofumenn og slæpingjar, sem keyptu
sér bjúgu og bjór og biöu strákanna í ofvæni. Guns & Roses
hituðu upp fyrir Stones á ferðalagi þeirra í Bandaríkjunum
nýverið. Því miður em þeir ekki með á Evrópuferðalaginu
og í Köln tóku tvær svo til óþekktar sveitir sæti þeirra.
Fyrst kom hljómsveitin Gun fram á sviðið. Þetta eru skosk-
ir piltar, eins konar samkrull af U2 og Simple Minds, og
alveg í meðallagi. Því miður virtist ekki nokkur í áhorfenda-
hópnum hafa heyrt þeirra getið, hvað þá heyrt það sem
þeir höfðu fram að færa. Viðbrögð viðstaddra vom eftir
því. Þýska hljómsveitin Dauðar buxur var hins vegar á
heimavelh og heimamenn virtust óstjórnlega hamingjusam-
ir yfir nærveru þeirra. Þjóðverjar vom líkast til þeir einu
sem óskuðu þess ekki að Dauðar buxur yrðu sendar með
fyrstu ferð upp í afskekkta sveit. Þetta er fremur gamal-
dags rokkhljómsveit og spilar alveg dæmigert þýskt rokk,
sem er í besta falli brúklegt á þýskum sveitaböllum, til
dæmis í bland við sönglög Status Quo eða Smokie.
„Button your hp baby
buttonyourcoat
let’s go out dancing..."
(MixedEmotions)
Stones stigu á sviðið eftir eitt aukalag Dauðra buxna sem
að sönnu var lagi of mikið. Start Me Up rauk út í loftið
með alvöru eldglæringum og strákarnir á sviðinu ljómuðu
rétt eins og andlit tugþúsunda áhorfenda. Á efnisskránni
vom gamhr og nýir slagarar: Sad Sad Sad, Mixed Emotions
og Rock And A Hard Place af Steel Wheels skífunni og heill
bílfarmur af eldri Jagger & Richards lögum - Paint It Black,
Angie, Brown Sugar, Honkey Tonk Woman, Miss You, (I
Can’t Get No) Satisfaction og fleiri slík. Sér th fulltyngis
höfðu strákarnir sæg af aðstoðarmönnum. Tveir hljóm-
borðsleikarar spörsluðu upp í sándið, ef svo má segja, og
þéttu annars þróttmikla sphamennsku hljómsveitarinnar.
Blásarasveit og þrír afbragðs bakraddasöngvarar skreyttu
svo þar sem við átti. Sérstakir gestir strákanna voru tveir
uppblásnir kvenmenn, hvor um sig á stærð við Hallgríms-
kirkjutum, sem vöknuðu til lífins í Honkey Tonk Woman
slagaranum.
„Yeah it was just a dream with you
Yeah because you’re married
anyway
Oh shit...“
(Can’tbe seen)
Jagger, Richards, Wyman, Watts og Wood virtust upplagð-
ir, hver á sinn hátt. Charlie sló á settið, á svipinn eins og
enskur lávarður, og Jagger steig sinn vanabundna stríðs-
dans. Vel af sér vikið af strák á sextugsaldri. Um miöbik
tónleikanna var þó eins og keyrslan minnkað dálítið hkt
og strákarnir væru að hvíla sig fyrir lokaátakið. Síðan var
allt keyrt í botn í síðustu sex lögunum og endað eftir upp-
klapp á Jumping Jack Flash. Síðan hurfu strákamir cd' svið-
inu í skjóh flugeldasýningar sem Hjálparsveit skáta hefði
verið upp með sér af.
Áhorfendum var auðsýnhega skemmt ahan tímann,
sungu og klöppuðu og hrósuðu í hvívetna þessum jafnöld-
rum afa og alþingismanna. Skemmtanagildi tónleikanna
var enda vel yfir meðahagi, eins og að fletta gömlu alb-
úmi, staðnæmast við stúdentsmyndina, hugsa: Þetta voru
dýrðlegir dagar. Stones eiga að baki næstum þrjátíu ára
rokksögu þar sem hver kafh, hvert lag, á sér stað í spjald-
skrá minninganna. Það fer svo eftir aldri og áhuga hvort
menn hafa áhuga á að blaöa í henni. Kölnartónleikarnir í
Urban Jungle áætluninni sanna að minnsta kosti að Rolling
Stones eru heimur út af fyrir sig. Þeir era þriðja ríkið í
tónlistarheiminum, jafnfætis hinum ríkjunum tveim, Bítl-
unum og Elvis. Þetta eru töffarar, hvers „way of life“ er
rokk, umfram aht rokk. Þetta eru strákar á sextugsaldri
sem elska stelpur og líður hvergi betur en í félagsskap
sjálfra sín, einsog Jagger orðar það á Steel Wheels plötunni:
„My soul is free
I’m doing my drinking
ingoodcompany..."
(Hearts For Sale)
Þorsteinn J. Vilhjálmsson
SVEITARSTJÓRASTAÐA
Staða sveitarstjóra í Svalbarðsstrandar-
hreppi er laus til umsóknar.
Umsóknarfrestur er til 20. júní.
Upplýsingar veitir fráfarandi oddviti í síma
96-24320.