Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1990, Side 12
12
LAUGARDAGUR 9. JÚNl 1990.
Erlendbóksjá
Helgreipar
ástarinnar
Það hefur löngum verið vinsælt
yrkisefni rithöfunda að fjalla um
yfirþyrmandi ást sem setur hefð-
bundið líf sögupersóna rækilega
úr jafnvægi. Tékkneski rithöf-
undurinn Ivan Klíma fer laglega
með slíkt viðfangsefni í þessari
ágætu skáldsögu sinni um ör-
lagaríka sumarást.
Sá sem fellur fyrir ástinni með
afdrifaríkum hætti heitir David
Krempa og er líffræðingur í Prag.
Þótt hann sé kvæntur maður og
faðir hugsar hann fyrst og síðast
um starfið og þær mikilvægu
rannsóknir sem hann heftu- meö
höndum. Ailt annað verður að
víkja í huga hans.
Þangað til hann hittir ívu.
í æði ástarinnar, sem grípur
hann eftir fyrstu fundi þeirra,
verður allt nema hún ómerkilegt
í hans augum.
Klíma tekst vel að lýsa því
hvemig heljartök ástarinnnar
kollvarpa daglegu lífi Kempa þar
til ekki verður aftur snúið. Og
fljótlega virðist óumflýjanlegt að
þessi ákafa ást leiði til hörmunga
fyrir þau bæði.
A SUMMER AFFAIR.
Höfundur: Ivan Klíma.
Penguln Books, 1990.
Frumraun
Allingham
Margery Allingham er einkum
þekkt fyrir að hafa skapað einka-
spæjarann Albert Campion en
um afrek hans samdi hún margar
spennusögur.
Fyrsta glæpasaga hennar var
hins vegar af öðru tagi. Sú var
skrifuð sem framhaldssaga í
enska dagblaðið Daily Express
árið 1928. Hún taldi ógerlegt að
gefa söguna út í bókarformi án
verulegra breytinga sem hún
hafði svo ekki tíma til aö gera
fyrir andlát sitt. Systir hennar,
Jocey, tók þá verkið að sér og bjó
söguna til prentunar í því horfi
sem nú er.
The White Cottage Mystery
fiallar um morð á ógeðfelldum
manni, Eric Crowther að nafni.
Hann gerði sér það tij dundurs
aö komast að leyndarmálum
manna og halda þeim síðan í hel-
greipum óttans um uppljóstrun,
og lúaut að lokum makleg mála-
gjöld.
Challenor lögregluforingi og
Jerry, sonur hans, hafa sjö hugs-
anlega morðinga að kfiást við en
rannsókn virðist leiða í ljós að
enginn þeirra hafi framið morðið.
Fer að lokum svo að enginn er
handtekinn þótt Challenor hafi
tekist aö leysa gátuna. Vissulega
óvænt niðurstaða á ansi
skemmtilegri spennusögu.
THE WHITE COTTAGE MYSTERY.
Höfundur: Margery Alllngham.
Penguln Books, 1990.
Endalokjarðai?
Fimmtán hundruð kílómetra aust-
ur af Moskvu er afskekkt og afar
strjálbýlt landsvæði á stærð við Vest-
ur-Evrópu. Á þessum slóðum eru
víðáttumiklir skógar og fepjasvæði
þar sem menn eru sjaldséðir. Fréttir
af merkum atburðum, sem eiga sér
stað á þessum slóðum, berast seint
og illa til mannabyggða.
í miðjum þessum hjara veraldar
rennur Tunguska-fljótið um af-
skekktan dal. Morgun nokkum í júni
árið 1908 dundd ósköp yfir þennan
friðsæla dal: halastjama eyddu öllu
lífi á 40-50 kílómetra svæði þegar
gijótfylltur snjóbolti, um tíu milljón
tonn að þyngd og á við lengd knatt-
spymuvaúar í þvermál, sprakk í
andrúmsloftinu rétt fyrir ofan Tung-
uska-dalinn með krafti nokkurra
vetnissprengja. Áhrifa sprengingar-
innar gætti viða um heim en hvergi
sem í Tunguska þar sem tré og dýr
urðu eyðingarkraftinum að bráð.
Tékkinn Leonid Kulik varð fyrstur
vísindamanna til að sjá eyðilegging-
una með eigin augum nær tuttugu
ámm síðar. Og eðlisfræðingurinn
Frank Close, höfundur bókarinnar
End, sem fiallar um ýmsar þær hætt-
ur sem steðja að jörðinni, er einn
þeirra sem hafa lagt á sig það erfiði
Gígur eftir loftsteininn mikla sem féll i Arizona i Bandaríkjunum fyrir
um 30 þúsund árum. Ummál hans er nærri fimm kilómetrar.
F R á N kr r I 0 S F
að komast alla leið til Tunguska til
að skoöa vegsummerki þessarar ár-
ásar utan úr geimnum rúmum átta
áratugum síðar.
Þúsund tonn á dag
Atburðurinn yfir Tunguska skiptir
okkur máh því að það er auðvitað
algjör tilviljun að halasfiaman
skyldi lenda þar en ekki á einhverju
þéttbýlu svæði.
Jörðin er nefnilega undir sífelldri
skothríð utan úr geimnum eins og
höfundurinn kemst að orði, því að á
hveijum sólarhring falla um eitt þús-
und tonn af alls konar geimdrasli inn
í andrúmsloft jarðarinnar. Mest af
því er smádót sem brennur til ösku
í andrúmsloftinu en af og til falla
stærri hlutir sem geta valdið okkur
miklum skaða eins og halastjaman
í Tunguska.
Höfundur bókarinnar rekur ítar-
lega þær hættur sem stafa af loft-
steinum og halasfiörnum. Loftstein-
um rignir gjaman til jarðar í miklum
skúrum. Fyrir rúmri öld féllu þannig
um eitt hundrað þúsund loftsteinar
í einni dembu í Póllandi. Sumir þess-
ara steina em stórir. í steinaskúr
yfir Kansas reyndist einn steinanna
vega heilt tonn. Jámklumpar sem
falla til jarðar em enn þyngri. Sá
stærsti sem fundist hefur á jörðu
niðri vegur þannig um sextíu tonn.
Allt er á hreyfingu
Allt í himingeimnum er í hreyfingu
og í bók sinni gerir Frank Close skil-
merkilega grein fyrir því hvaða hætt-
ur kunni aö stafa af tilviljanakennd-
um árekstum eða öðmm slysum í
geimnum.
Hann eyðir miklu púðri í hala-
sfiömumar, enda ljóst að þær gætu
orðið jaröarbúum skeinuhættar.
Meðal annars rekur hann helstu rök
þeirra, sem telja að árekstur við
halasfiörnu hafi breytt svo lífsskil-
yrðum á jörðinni að riðaseðlumar
dóu út eftir að hafa ríkt sem æðstu
skepnur jarðar 150 sinnum lengri
tíma en mennimir hafa gert.
Close fiallar einnig um nýjustu
kenningar um tilurð og endalok sól-
kerfis okkar og reyndar alheimsins
og varpar fram ýmsum forvitnileg-
um spurningum um möguleika
mannsins til að lifa af óhjákvæmileg-
ar breytingar. Hann skrifar
skemmtilega um þessa hluti og notar
lýsandi dæmi og líkingar til þess að
skýra mál sitt.
END.
Höfundur: Frank Close.
Penguin Books, 1990.
Ríkasti maður
jarðarinnar
Talið er að Hassanal Bolkiah,
29. soldán smáríkisins Brunei á
Bomeó, sé ríkasti maður heims.
Ríkidæmi hans er tilkomið vegna
þess að á síðustu áratugum hefur
tekist aö vinna mikið af jarðgasi
í Brunei sem soldáninn fer með
sem einkaeign sína, eins og
reyndar íbúa landsins sem em
litlu færri en íslendingar eða um
230 þúsund.
James Bartholomew er breskur
blaðamaður sem hefur sérhæft
sig í fréttum af viðskiptalífinu,
en þar hefur soldáninn og sendi-
sveinar hans verið athafnasamir.
Hér rekur hann feril Hassanal
Bolkiah, sem fékk menntun sína
að mestu leyti í Bretlandi, og
kaup hans á eignum og fyrirtækj-
um í Bretlandi og víðar. Hann
lýsir einnig þeim óhóflega mun-
aði sem einkennir gjaman menn
sem vita ekki aura sinna tal og
geta keypt hvað sem þá lystir.
Ekki verður þó sagt að bókin
gefi persónulega nærmynd af
soldáninum enda er honum um-
hugað að varðveita einkalíf sitt
og hefur til þess næga fiármuni.
Gegnum slíkt „gulltjald" er erfitt
jafnvel fyrir hörðustu fréttamenn
að skyggnast.
THE RICHEST MAN IN THE WORLD.
Höfundur: James Bartholomew.
Penguin Books, 1990.
Metsölubækur
Bretland
Kflfur, skáfdsögur:
1. John lo Carré:
THE RUSSIA HOUSE.
2. Kazuo Ishlguro:
THE REMAINS OF THE DAY.
3. Jullo Burchlll:
AMBITION.
4. P. D. JarnoB;
DEVICES AND DESIRES.
5. John Irvlng:
A PRAYER FOR OWEN MEANY.
6. Frodorlck Forayth:
THE NEOOTIATOR.
7. Davld Eddlngs:
SORCERESS OF DARSHtVA.
8. Tom Clancy:
THE HUNT FOR RED OCTOBER.
9. Fay Weldcn:
THE CLONING OF JOANNA MAY.
10. Suaan Croaland:
RUUNG PASSIONS.
Rit almenns eðlis:
1. PROMS '90.
2. Bruca Chatwln:
WHAT AM I DOING HERE.
3. Roaemary Conley:
INCH-LOSS PLAN.
4. GARDENS OF ENGLAND & WALES
1990.
5. Roaemary Conley:
COMRUCTE HIP & Thlgh Dlet.
0. Peter Mayle:
A YEAR IN PROVENCE.
7. ValenOna Harrla:
ITAUAN REGIONAL COOKERY.
8. BIH Frlndali:
PLAYFAIR CRICKET ANNUAL
1990.
9. Hugo Young:
ONE OF US.
10. Callan Plncknay:
CALLANETICS COUNTDOWN.
(Byggt t Th» sundsy Timea)
Bandaríkin
Metsölukiljur:
1. Dean R. Koontz:
the servants of twilight.
2. Larry Bond:
RED PHOENIX.
3. Jolm Irving:
A PRAYER FOR OWEN MEANY,
4. Jutle Garwood:
GUARDIAN ANGEL.
5. Phyllls A. Whltney:
RAINBOW IN THE MIST.
6. Allce Welker:
THE TEMPLE OF MY FAMILIAR.
7. Tom Clancy:
THE HUNT FOR RED OCTOBER.
8. Frederlck Forsyth:
TME NEGOTIATOR.
9. Roaamunde Pllcher:
THE SHELL SEEKERS.
10. Keltft Sharea:
GULLIVER’S FUGITIVES.
11. Janet Dalley:
RIVALS.
12. Sue Gratton:
„F'* IS FOR FUGITIVE.
13. Judltft McNaught:
ALMOST HEAVEN.
14. Herbert Lfeberman:
SHADOW DANCERS.
18. B.B. Hlfler:
TEENAGE MUTANT NiNJA
TURTLE8.
Rit almenns eðlls:
1. Blil Cosby:
LOVE AND MARRIAGE.
2. Robert Fulghum:
ALL I REALLY NEED TO KNOW 1
LEARNED IN KINDERGARTEN.
3. Jack Olsen:
„DOC".
4. Lols Wysa:
„FUNNY, YOU DON’T LOOK LIKE
A GRANDMOTHER*'.
5. Joyee Egglnton:
FROM CRADLE TO GRAVE.
6. Jfll Matthaws:
THE UVES AND LOVES OF NEW
KIDS ON THE 8LOCK.
7. Groce Catalano:
NEW KIDS ON THE BLOCK
SCRAPBOOK.
8. Davld Halberstam:
SUMMER OF ’49.
9. M. Scott Peck:
THE ROAD LESS TRAVELED.
10. Grace Catalano:
NEW KIDS ON THE BLOCK.
(Byggl á New York Ttate* Book Re»lew)
Danmörk
Metsölukiljur:
1. Richard Bach:
ILLUSIONER.
2. Jean M. Auel:
HULEBJ0RNENS KLAN.
3. A. de Saint-Exupéry:
OEN LILLE PRINS.
4. Jean M. Auel:
MAMMUTJÆGERNE.
5. Leif Davídson:
DEN RUSSISKE SANGERINDE.
6. Jean M. Auel:
HESTENES DAL.
7. Martha Christensen:
REBEKKAS ROSER.
$. Isabel Allende:
ANDERNES HUS.
9. Phliippe Ojlan:
BETTY BLUE.
10. BJarne Reuter:
DEN CUBANSKE KABALE.
(Byggt á PoHtlken Sendag)
Umsjón: Elías Snæland Jónsson
Kaldrifjaður
fjöldamorðingi
Franskur læknir, Marcel Peti-
ot, telst vera einn óhugnanlegasti
fiöldamorðingi í franskri nútíma-
sögu. Hann myrti fómarlömb sín
í gróðaskyni og sýndi aldrei hin
minnstu merki iðrunar. Þvert á
móti virtist hann stoltur af
óhæfuverkum sínum.
Petiot framdi glæpaverk sín á
árum síðari heimsstyríaldarinn-
ar. Hann bauðst til þess að koma
flóttamönnum undan til annarra
landa. Þess í stað myrti hann
fólkið og stal eigum þess. Ekki
eru nákvæmar tölur til um fiölda
fómarlambanna, en þau skiptu í
það minnsta mörgum tugum.
Petiot var að lokum handtekinn
og í bækistöðvum hans fundust
leifar af beinum margra fómar-
lambanna. Hann var dæmdur til
dauðá fyrir 26 morð sem hægt var
að sanna á hann og settur undir
fallöxina.
í þessari bók er máli réttví-
sinnar gegn Petiot gerö ítarleg
skil, þar á meðal réttarhöldunum
yfir þessum kaldrifiaða morð-
ingja.
Þess má geta að rannsókn máls-
ins var í höndum Georges Massu
lögregluforingja sem var fyrir-
mynd að skáldsagnahefiunni
Maigret.
THE UNSPEAKABLE CRIMES
OF DR. PETIOT.
Höfundur: Thomas Maeder.
Penguln Books, 1990.