Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1990, Side 25
LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 1990.
25
Reykjavík fyrr og nú
Hótel ísland
Sú kynslóö, sem nú er að stíga
fyrstu danssporin á skemmtistöö-
um höfuðborgarinnar, lætur senni-
lega ekki segja sér þaö að Hótel
ísland hafi verið fullbyggt árið
1901, - hvað þá að húsið hafi brun-
nið til kaldra kola árið 1944. En þá
var Hótel ísland ekki í Ármúla 9
heldur Austurstræti 2 þar sem nú
er hið margrómaða en viðsjárverða
Hallærisplan.
Pakkhús fyrir
alþingishús
Sunchenberg kaupmaður, sá er
keypti Konungsverslunina í
Reykjavík, lét reisa fyrsta húsið á
þessari lóð árið 1786 og var það þá
stærsta húsið í hinum nýbakaða
kaupstað. Nú er þessa pakkhúss
Sunchenbergs kaupmanns helst
minnst fyrir þá sök að árið 1799,
er Alþingi var flutt frá Þingvöllum
Umsjón:
Kjartan Gunnar
Kjartansson
til Reykjavíkur, þótti dönsku
stjórninni alveg gráupplagt að gera
pakkhúsið að hvoru tveggja, al-
þingishúsi og ráðhúsi í Reykjavík.
Sú ráðagerð fórst þó fyrir og var
húsið rifið skömmu eftir aldamótin
1800.
Tengdafaðir
forsetans
Einar Jónsson, borgari, stúdent
og verslunarstjóri Norðborgar-
verslunar í Hafnarstræti, eignaðist
lóðina 1820 og byggði þar íbúðarhús
og síðan vörugeymsluhús. Einar
var fóðurbróðir og tengdafaðir
Jóns forseta en börn hans, auk
Ingibjargar, konu Jóns, voru Ólaf-
ur á Stað á Reykjanesi, faðir Þor-
láks Ó. Johnson kaupmanns, séra
Guðmundur í Arnarbæli og Jafet
gullsmiður sem eignaðist húsin í
Aðalstræti eftir lát föður síns 1839.
Nils Jörgensen
Jafet seldi húsin 1845 R. P. Tærg-
esen kaupmanni sem varð fyrsti
slökkviliðsstjóri Reykjavikur. En
hann seldi síðan húsin Nils nokkr-
um Jörgensen sem hóf þar veit-
ingarekstur árið 1857. Jörgensen
veitti í tveimur stofum og fór ekk-
ert leynt með manngreinarálitið.
Ljósmynd Þjóðminjasafnið
Hafði hann syðri stofuna fyrir
höfðingja og heldri menn en norð-
urstofuna fyrir „hinn óæðri lýð“.
Jörgensen mun hafa stofnað
fyrsta íshúsið í Reykjavík eða öllu
heldur ískjallarann sem var staö-
settur í brekkunni sem nú er milli
Tjarnargötu og Suðurgötu. Jörg-
ensen varð fyrir sporvagni í Kaup-
mannahöfn og lést 1875 en ekkja
hans giftist aftur og hélt uppi veit-
ingarekstrinum.
DV-mynd GVA
Hótel ísland
í fullri stærð
Var nú reist tvílyft álma meðfram
Austurstræti árið 1882. 1894 var
byggt hús í suður meðfram Veltu-
sundi og ári síðar reist álma með-
fram Vallarstrætinu en fullbyggt
var Hótel ísland árið 1901, þá þrjár
hæðir með lágu risi meðfram Áust-
urstræti og Aðalstræti og fallegri
turnbyggingu í norðvesturhorn-
inu.
í húsinu fullbúnu voru fimmtíu
og átta herbergi, auk niðurgrafins
kjallara, þar af fimm salir. Hótel
ísland var nú stærsta hótelið í bæn-
um og þar voru haldnir fínustu
dansleikir bæjarins og ýmsar fjöl-
mennar samkomur.
Eins og gefur að skilja voru marg-
ar vistarverur í svo geysistóru húsi
en í „svínastíunni" svonefndu, sem
var í einnar hæðar húsi við Austur-
stræti, austan við aðalbygginguna,
þótti oft æði sukksamt. Þar vandi
m.a. komur sínar Þórður Alamala
sem þeir Hannes Hafstein og Bertel
E.Ó. Þorleifsson gerðu ódauðlegan
í gamanvísunum um Þórð Mala-
koff.
Árið 1906 keyptu nokkrar góð-
templarastúkur hótelið og ráku þar
áfengislausan veitingarekstur en
eins og geta má nærri dró þá held-
ur betur úr fiörinu
A. Rósenberg eignaðist hótelið
árið 1928 og rak það þar til það
brann árið 1944.
Á árunum 1912-20 voru kvik-
myndasýningar Nýja-Bíós í hús-
inu. Þá voru verslanir á götuhæð-
inni, m.a. Vöruhúsið og sölubúð
Gefiunar. Árið 1942 lét þáverandi
formaður menntamálaráös, Jónas
frá Hriflu, setja upp málverkasýn-
ingu í glugga Gefiunar. Þar voru
sýnd „klessumálverk" sem svo
voru nefnd í háðungarskyni. Hafði
Jónas megna andúð á slíkum
myndum og átti sýning þeirra að
vera höfundunum til minnkunar.
Það var þó álitamál hvorir færu
betri för með sýningunni, Jónas
eða málararnir.
Hótel ísland brennur
Er Hótel ísland brann, 2. febrúar
1944, var það annar mesti eldsvoði
í sögu Reykjavíkur, næstur á eftir
brunanum mikla í miðbænum árið
1915.
Eldurinn kom upp að nóttu til á
þriðja tímanum og magnaðist með
ótrúlegum hraða. Fjörutíu og níu
manns voru í húsinu, flestir í fasta-
svefni. Það þótti því ganga krafta-
verki næst að ekki skyldi fiöldi
manns brenna þar inni. Einn maö-
ur fórst þó í brunanum en margir
björguðust með naumindum á síð-
ustu stundu. Hótel ísland var þá
annað stærsta hótel bæjarins og
stærsta timburhúsið í Reykjavík.
FERÐUMST UM ÍSLAND
RÚTUDAGUR
í UMFERÐARMIÐSTÖÐINNI
í DAG
Stærsta rútusýning á íslandi með um 40 rútum af öllum gerðum og stærðum. Nýjar rútur, antik rútur, háar, langar, litlar og stórar
rútur, fjallabílar, torfærutröll.
Yfirgripsmesta ferðakynning sem haldin hefur verið með um 30 aðilum er kynna ferðalög um okkar eigið land.
Skemmtiatriði í allan dag: Brúðubíllinn mætir á staðinn fyrir börnin kl. 15.00, fallhlífarstökk Flugbjörgunarsveitarinnar kl. 14.00,
lúðrasveit leikur kl. 10.00, harmóníkuleikur, rútusöngvar og ýmsar óvæntar uppákomur, ferðagetraunir með góðum vinningum í
gangi allan daginn. Síðast en ekki síst ókeypis skoðunarferðir um Reykjavík allan daginn.