Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1990, Side 27
39 8S
hnattsiglingu
voru með sína skútu 60 mílum norð-
ar, á fljóti við borgina Joao Pessoa,
og höfðu það nyög gott. Við ákváðum
því að finna þau. Það tókst og við
þetta fljót dvöldumst við með þeim
og leið vel fram á haust 1985.
Um haustið var siglt. í norður áleið-
is að Karíbahafinu. í borginni Sao
Luis beið svo bréf eftir Magnúsi og
Dóru að heiman. „Börnin var farið
að lengja eftir að sjá okkur eftir eins
árs fjarveru. Þarna var því ákveðið
að fljúga heim í eins mánaðar jólafrí.
Eftir áramótin og kuldaveður á ís-
landi hélt hnattferðin áfram í hlýj-
unni við Brasilíu í janúar árið 1986.
Magnús og Dóra komu meðal annars
við í hinu fagra landi Franska-
Guyana í Suður-Ameríku. „Eftir að
við höfðum verið tvo daga á eynni
Grenada vildi svo skemmtilega til að
Krían kom inn í höfnina - alla leið
frá Afríku," segir Magnús.
„Nokkru síðar héldum við til eyjar-
innar Margarita sem tilheyrir
Venesúela. Þar var mjög gott að vera,
okkur líkaði vel við fólkið og verðlag-
ið var hagstætt."
Lífsglaðir
Kyrrahafsbúar
„í ágúst 1986 sigldum við um
Panamaskurð. Þá varð í rauninni
ekki aftur snúið með hnattferð. í
Panamaborg ríkir peningagræðgi hjá
hafnaryfirvöldum. Þar stoppuðum
við lítið og sigldum áfram til eyjar-
innar Taboga, lögðumst þar við akk-
eri, sigldum svo um Perlueyjar og
þaðan til Ekvadors, til hafnarinnar
Manta. Þaðan fórum við að skoða
hina geysifallegu Quito, eina af
hæstu höfuðborgum heims, en hún
hggur á miðbaug.“
: ■ mm
■ ■ ■■■ -: ■ ■ •
' .-■•
■ ,
Magnús Magnússon og Dóra Jónsdóttir í káetunni þar sem stýriö er. Þau lögöu að baki tæpar fjörutíu þúsund
sjómílur í hnattferðinni. Blómin á borðinu eru frá barnabörnunum. DV-mynd GVA
Dóra með hópi íslendinga sem hjónin hittu af tilviljun í Ástralíu. Landarnir
sáu þjóðfánann á skútunni og spurðu á ensku hvort áhöfnin væri íslensk.
Þeim var svarað á ensku. Þannig hófust kynni við Ástraliufarana.
linjasafnið í Vanuatu - vatnið var orð-
Næst var siglt 1 vestur til eyjaklas-
ans Galapagos. „Þaðan lá lengsti
leggurinn á leið okkar, til Marquesa-
eyjaklasans - þrjú þúsund sjómílna
vegalengd og 26 daga sighng. Þá urðu
viss þáttaskil í ferðinni. Nú vorum
við farin aö kynnast allt öðru fólki.
Austar talaði fólk rómönsk tungu-
mál en á Marquesa-eyjunum og vest-
ar býr fólk af austurlenskum upp-
runa. Við héldum nú til Papeete,
höfuöborgar Tahítí, sigldum til
Samóaeyja og konungsríkisins
Tonga. Þessar eyjar eru allar geysi-
lega fallegar og hreinleikinn er mik-
ill. Fólkið er lífsglatt og elskulegt.
Þarna vorum við að kynnast fólki af
ýmsum þjóðflokkum þvert yfir allt
Kyrrahafið. Þarna lærir maður að
aðlagast mörgum mismunandi sið-
um og kurteisisvenjum."
Dagur ,,týndist"
hjá mannætunum
Síðla sumars 1987 komu Magnús
og Dóra til Fiji - mannætueyjanna.
Fiji er á 180. lengdargráðu. „Þar eru
dagaskilin," segir Dóra. „Þarna týnd-
um við heilum laugardegi. Viö kom-
um að eynni á fóstudegi en þegar við
sigldum inn var kominn sunnudag-
ur. En við erum nú búin að fá þenn-
an dag aftur,“ segir Dóra brosandi.
„Á Fiji búa innfæddir og Indveriar
sem Bretar fluttu frá Asíu á nýlendu-
tímabilinu. Fólkið vill ekki blandast
af trúarástæðum. Indverjunum hef-
ur fjölgað meira en þeim innfæddu
og þeir eru orðnir miklu fleiri. Það
skapar ýmis vandamál og þama er
mikið um uppreisnir,“ segja hjónin.
„Viö sigldum svo til Vanuatueyja-
klasans. Það er ekki langt síðan fólk-
ið þar át óvini sína - þaö getur meira
að segja verið að svo sé ennþá. Ferða-
mönnum er ekki hleypt inn á svæði
þar sem afskekktir þjóðflokkar búa.
Á þjóðminjasafninu á Vanuatu skoð-
uðum við mannætupotta. Þeir voru
nú ekki bara upp á punt hér áöur
fyrr. Þama var hrollvekjandi aö sjá
ýmis mannætutæki og tól,“ segir
Magnús.
Frá Vanuatu sigldu þau til Nýju-
Kaledóníu og þaðan til Brisbane í
Ástralíu. Þar héldu þau jóhn 1987
hátíöleg í 30 stiga hita. I Ástralíu
dvöldu þau á ýmsum stöðum við
austurströndina fram í júlí 1988. Á
þeim árstíma var hagstætt að sigla
yfir Indlandshaflð og var lagt upp frá
Darwin. Nú var siglt til Balí í Indó-
nesíu og þaðan til Jólaeyjar og Kók-
oseyja í miðju Indlandshafl. „Um
þær síðamefndu sagði maöur að
væri einhvers staöar himnaríki á
jörðu þá væri það á Kókoseyjum,"
segir Magnús. „Þama var ákaflega
fallegt. Allt mjög tært og hreint. Eg
vil nefna íbúana börn suðursins -
fólk sem er laust við peningagræðgi.
Það er ánægt ef þaö fær magafylli."
í Tyrklandi
sumarið 1989
Seint á árinu 1988 sigldi íslenska
skútan af Indlandshafi inn á Rauöa
hafið. „Þama er maður kominn í
arabaheiminn. Þar er hin sterka
múhameðstrú ríkjandi og þaö er svo
furðulegt að eyþjóðimar í Kyrrahafi
virðast vestrænni í háttum en arab-
amir,“ segir Magnús. „En í Rauða-
hafinu er indælis fólk og það vill allt
fyrir mann gera.“
í gegnum Súesskurð sigldu hjónin f
í desember og héldu jól á Kýpur. í
janúar 1989 áttu þau kost á að fljúga
til íslands. Tækifærið var gripið og
heimsóttu þau böm sín og ættingja
á Fróni ööm sinni í þessari hnattferð
og dvöldu heima í þrjár vikur. Sum-
arið 1989 voru þau nær eingöngu í
Tyrklandi. „Þar er dýrðlegt að vera
og fólkið er svo elskiflegt - geysilega
fallegt land og tflkomumikið,“ segja
þau nærri því í kór. „Þar er gott aö
vera til,“ segir Magnús.
„Um haustið fórum við tiltölulega
hratt yfir Eyjahafið og komum við í
Aþenu, það er nú líka heilög skylda."
Um veturinn lá leiðin til Möltu. „Við
ætluðum að stoppa stutt en líkaði svo
vel að við ákváðum að halda til þar
síðastliðinn vetur. Þar skilur fólk
líka ensku - það vom viðbrigði eftir
langan tíma,“ segir Dóra.
Þann 25. mars síðastliðinn sigldi
skútan til Túnis þar sem báturinn
var tekinn upp og málaður. Þaðan
var siglt áfram og vestur með strönd
Alsírs og Marokkó og stoppað í
spænska smáríkinu Ceuta, Ma-
rokkómegin í Gíbraltarsundi. Nú
voru hjónin næstum búin að loka
„hringnum“.
Hringnum lokað
„Við lokuðum hringnum úti á sjó
fyrir utan Villamora í Suður-Portú-
gal. Það var nú ekkert haldið upp á
það. Við tímdum ekki að stoppa í
landi enda höfðum við góðan byr.
Við smökkum aldrei áfengi úti á sjó
þannig að það voru engin hátíðahöld
þarna.
Við héldum áfram til Lissabon og
Bayona á Norður-Spáni og vorum nú
á hraðferð. Við ætluðum að ná heim
í byrjun júní. Öryggisins vegna fyllt-
um við bátinn af olíu á vesturströnd
írlands. Svo var stefnan sett beint á
Reykjanesskagann. Við fengum mjög
gott veöur fyrstu átta dagana en hlut-
um að næla okkur í eina litla lægð,
sem við og gerðum. Uppi viö strendur
íslands mætti okkur svo bara logn.“
Það urðu svo miklir fagnaðarfundir
þegar Magnús og Dóra sigldu inn í
Reykjavíkurhöfn fyrir réttri viku.
Fjarveran frá
skyldfólkinu erfiðust
Magnús og Dóra eru um sextugt
og eiga fjögur uppkomin böm og níu
barnaböm. Tvö þeirra fæddust á
meðan afi og amma vom í siglingun-
um. „Fjarveran frá fólkinu okkar var
það erfiðasta við siglinguna. Okkur
langaði alltaf að halda sambandi en
póstmalin eru snúin. Stundum gát-
um við þó gefið upp póststaði í lönd-
um sem við ætluðum til eftir ákveð-
inn tíma. En bréf era yfirleitt ekki
geymd lengur en í einn mánuð á
pósthúsum. Við eigum mörg bréf og
myndir úti í heimi sem við fengum
aldrei í hendurnar. Þetta var heil-
mikið vandamál. Stundum hringd-
um við en þá var þaö dýrt, ekki hægt
að tala lengi, allt annar tími sólar-
hringsins heima og víða var erfitt að
ná sambandi yfirleitt.
Þegar eitthvað barst að heiman var
það lesið í bak og fyrir. Þegar DV kom
lásum við meira aö segja smáauglýs-
ingamar upp til agna - einkamálin
og allt saman. Og svo var hjónaband-
iö eiginlega í hættu ef viö höfðum
ekki tvö blöð,“ segir Dóra hlæjandi.
Efokkurlíkar
ekki í landi...
„Nú ætlum viö að athuga hvemig
okkur fellur aö búa í landi aftur -
kanna okkar gang,“ segir Magnús.
„Það era viðbrigði aö fara úr bátn-
um. En ég verð þó helst að hafa pláss
þegar ég er í landi og vil hafa eitt-
hvað fyrir stafni. Kannski mun okk-
ur ekki líka vistin í landi. Þá höldum
við bara áfram að sigla - það er ekk-
ert því til fyrirstöðu. Á jörðinni er
nóg til af löndum sem við eigum eftir
að fara til,“ sagði Magnús.
-ÓTT