Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1990, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1990, Blaðsíða 31
LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 1990. 4^ Knattspyma unglinga Kvennaknattspyrna í Vestmannaeyjum: 250 keppendur á vel heppn- uðu pæjumóti Þórara Breiðablik og Akumesingar sigurvegarar Berglind Ómarsdóttir, DV, Eyjum; Fyrsta pæjumót íþróttafélagsins Þórs var haldiö í Vestmannaeyjum um hvítasunnuna. Til leiks mættu sex félög með hö í 2., 3. og 4. flokki kvenna. Alls voru keppendur 250 talsins. Þór, Týr og Breiðablik voru einu félögin sem sendu hð í aha flokka. Haukar voru með 2. og 3. flokk og Akumesingar 3. og 4. en Keflavík sendi aðeins hð í 2. flokki. Keppendur lögðu sig mjög fram og margir leikjanna því mjög skemmti- legir og góð knattspyrna ávaht í fyr- irrúmi. Eftir að mótið haíöi verið sett á föstudagskvöldið, 1. júní, hófst keppni af fullum krafti. Sphað var á tveim vöhum, Þórsvelh og Hásteins- velh, sem báðir em mjög góðir gras- vellir. Spilað frá morgni til kvölds Á laugardeginum var byrjað að spila kl. 9 um morguninn og leikið til kl. 22.00 um kvöldið. Sama var upp á teningnum á sunnudeginum, byrjað var kl. 9 og lauk keppni ekki fyrr en kl. 18.00. Keppt var samkvæmt regl- um KSÍ. Sigur gaf 3 stig og jafntefli 1 stig. Þegar upp var staðið voru það stórveldin í kvennaknattspymu, Akranes og Breiðablik, sem sigraðu og greinhegt að þar era á ferð efni- legir leikmenn sem eiga framtíðina fyrir sér. Breiðablik sigraði í 2. og 3. flokki, bæði í A- og B-hði. Skagastúlk- umar unnu í 4. flokki A- og B-hði með miklum yfirburðum og sýndu stelpumar oft glæsheg thþrif. Guðrún Sigursteinsdóttir, ÍA: „Þetta var mjög skemmtilegt mót“ „Já, mótið var mjög skemmtilegt,“ sagði Guðrún Sigursteinsdóttir, 12 ára, sem var vahn besti leikmaöur 4. flokks a-liða. „Það kom mér á óvart að verða vahn. Ég er búin að æfa fótbolta í 3-4 ár og haft mjög gaman af og ætla að halda áfram af fuhum krafti. Hér í Eyjtnn er búið að vera ofsalegt fjör. Það er alveg klárt að ég kem aftur á Pæjumótið," sagði hin eldhressa Skagastúlka. Ásthildur Helgadóttir, Breiðabhki: „Vantar fleiri mót fyrir stelpur“ Ásthhdur Helgadóttir, 14 ára og besti leikmaður 3. flokks a-liða, var hin ánægðasta með lífið: „Það var mjög vel að öhu staðið á Pæjumótinu og skipulagning sérstaklega góð og að- staða öll. Það vantar fleiri svona mót fyrir stelpur og er ég harðákveðin í að koma til Vestmannaeyja á næsta ári, því þetta er búið að vera ævin- týri líkast." Þór Vilhjálmsson, formaður Þórs: „Gestirnir eru ánægðir“ Formaður íþróttafélagsins Þórs, Þór Vhhjálmsson, var mjög ánægður með hvað vel tókst th með aha skipu- lagningu. „Mótið hefur tekist vonum framar og gestirnir verið mjög ánægðir með allan aðbúnað og framkvæmd móts- ins. Það verður öragglega framhald á þessu móti hjá okkur. Kostnaður á hvem þátttakanda var 3.500 krónur. Það finnst okkur ekki dýrt þegar á hehdina er htið. Inni í þessu verði eru ferðir fram og til baka meö Herj- ólfi, tvær máltíðir, morgunverður í 3 daga, gisting og frítt í sund. Ég er ekki farinn að sjá að félagið græði neitt á þessu, enda er það ekki th- gangurinn að fara út úr þessu með stórgróða," sagði formaðurinn að lokum. Frá leik Breiðabliks og Þórs í 2. flokki. Elísabet Sveinsdóttir, Breiða- bliki, á fleygiferð með boltann. Stórkostlegt lokahóf ÖU framkvæmd keppninnar tókst með miklum ágætum og vora þátt- takendur mjög ánægðir meö alla að- stöðu sem var th mikhlar fyrirmynd- ar. En það var fleira en knattspyrna sem boðið var upp á því á laugar- dagskvöldið var mikið fjör því haldin grhlveisla fyrir utan félagsheimhi Þórara. Á sunnudeginum vora veð- urguðirnir sérstaklega hliðhollir þátttakendum. Það voru því rjóðar og sæhegar stúlkur sem mættu í lokahófið sem haldið var í íþrótta- miðstöðinni. Að loknum ljúffengum kvöldverði fór fram verðlaunaaf- hending. Þegar sigurhðunum hafði verið útdeht verðlaunum var komið að verðlaunaafhendingu til bestu leikmanna hvers flokks og var spennan magnþrangin í salnum. Sér- stök dómnefnd sá um vahð og var niðurstaðan eftirfarandl. Bestu leikmennirnir 2. flokki: Katrín Oddsdóttir, Breiða- bliki. 3. flokki (A): Ásthhdur Helgadóttir, Breiðabliki. 3. flokki (B): Selma Erlendsdóttir, Haukum. 4. flokki (A): Guðrún Sigursteins- dóttir, Akranesi. 4. flokki (B): Bjamey Bjömsdóttir, Þór, V. Týr var útnefnt prúðasta hðið og fyrir besta mngengni hlutu stelpum- ar frá Keflavík sérstaka viðurkenn- ingu. Það var mál manna að þetta fyrsta pæjumót Þórs hafi tekist mjög vel og eru Þórarar staðráðnir í að gera það að árvissum viðburði í framtíðinni. Að þeirra mati er full þörf fyrir mót af þessu tagi th eflingar íslenskrar kvennaknattspyrnu. Lokastaðan í 3. flokki A-lið: Haukar-Þór 6-1 Týr-Haukar 5-0 Þór-Breiðablik 0-8 Haukar-Akranes 1-2 Breiðablik-Týr 6-0 Akranes-Breiðablik.. 0-5 Týr-Akranes 5-0 Haukar-Breiðablik 0-9 Týr-Þór i 4-1 1^1 Breiðablik ....4 4 0 0 28-0 12 Týr ...4 3 0 1 17-7 9 Akranes ...4 2 0 2 6-12 6 Haukar ...4 10 3 7-17 3 Þór ...4 0 0 4 3-22 0 B-lið: Haukar-Þór 5-0 Þór-Breiðablik 0-5 Haukar-Akranes 2-3 1-3 Haukar-Breiðablik 0-3 Þór-Akranes 0-4 Breiðablik 3 3 0 0 11-1 9 Akranes Haukar 3 2 0 1 3 10 2 7-4 6 6-6 3 Þór 3 0 0 3 0-13 0 Breiðabliksstúlkurnar urðu meistarar í 3. flokki a- og b-liðc. Asthildur Helgadóttir, 3. flokki Breiðabliks. Guðrún Sigursteinsdóttir, 4. flokki ÍA. Bestu leikmenn Pæjumóts Þórara. Frá vinstri: Katrín Oddsdóttir, Breiða- bliki, Selma Erlendsdóttir, Haukum, Ásthildur Helgadóttir, Breiðabliki, Bjarn- ey Björnsdóttir, Þór, V., og Guðrún Sigursteinsdóttir, Akranesi. Akranesstelpurnar í b-liði 4. flokks sigruðu í Vestmannaeyjum. Breiðablik sigraði á Pæjumótí Þórs í 2. flokki a- og b-liða. DV-myndir: Ómar Garöarsson Stúlkurnar frá Akranesi sem unnu í 4. flokki a-liða á Pæjumóti Þórs.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.