Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1990, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1990, Síða 10
10 MÁNUDAGUR 25. JÚNÍ 1990. Útlönd DV Gorbatsjov Sovétforseti, til hægri, ásamt nýkjörnum leiðtoga rússneska kommúnistaflokksins, Ivan Polozkov. Símamynd Reuter W II * 1,5 metra dískur tryggír betrí mynd en minni dískar. * Hágæða búnaður með móttakara sem er forstílltur á allar stöðvar. * Sjálfvírk fínstíllíng. * Engínn flókínn takkabúnaður. * Tengímöguleíkar fyrir afruglara, stereo, stað- setjara o.fl. * Þráðlaus fjarstýríng. Staðgreíðsluverð kr. 109.000,- GóðSr afborgunarskílmálar STÆRRI DISKUR - BETRI MYND NEWS ASTRA19^°EV1U76GHz SAT«1 EUTEL 13.0 EV 11.507 GHz ASTRA 19.2°E V11.288GH2 EUROSPORT ASTRA19.2°EV 11.259GHz MUSICTBEVtSlOtl' ASTRA192"E H11.42075 GHz SKYONE ASTRA 192°E V11.317GHZ S U P E R C M A N N E L EUTEL13.0°E V11.674 GHz FILMNET ASTRA19.2°EH 11.3617 GHz EUTEL13.0°EV 11.140 GHz lifestyle ASTRA195°EH1U7325 GHz SCREENSPORT ASTRA19.2*E H115142GHZ JAPISS BRAUTARHOLTI 2, SÍMI 62-52-00 Rússneski kommúnista|lokkurmn: Vaxandi ágreiningur - lýðveldið Moldavia lýsir yfir fullveldi Nokkrir róttækir umbótasinnar í Rússlandi, stærsta lýðveldi Sovét- ríkjanna, munu ekki ganga til liðs við hinn nýstofnaða kommúnista- flokk lýðveldisins, að því er fram kom i fjölmiölum í Sovétríkjunum í gær. Ástæðan er sú að þeir telja harðlínumenn ráða þar lögum og lof- um. Vladimir Lysenko, leiðtogi Bandalags lýðræðissinna, hóps rót- tækra umbótasinna innan sovéska kommúnistaflokksins, segir að stuðningsmenn hópsins muni þess í stað beita kröftum sínum að því að koma á umbótum innan sovéska kommúnistaflokksins. Ekki er ljóst hvort Lysenko mælti þama fyrir munn allra félaga Bandalagsins en þeir eru nú um fjörutíu prósent allra nítján milljón félaga í sovéska kommúnistaflokknum. Sérstakur kommúnistaflokkur Rússlands var settur á laggimar fyr- ir helgi. Þá var einnig kosinn leiðtogi hans, harðlínumaðurinn Ivan Polozkov, sem umbótasinnar segja þræl þess rótgróna kerfis forréttinda sem þeir vilja leggja af. Polozkov vís- ar slíku á bug. Bandalag lýðræðissinna, sem margir líta á sem kjarna sovésks jafnaðarmannaflokks framtíðarinn- ar, hefur hótaö að segja sig úr so- véska kommúnistaflokknum nái það ekki samþykkt flokksins fyrir rót- tækum umbótum á komandi þingi hans, í næsta mánuði. Það þing gæti reynst afdrifaríkt fyrir framtíð kommúnismans í Sovétríkjunum og ekki síst fyrir framtíð Gorbatsjovs, Sovétforseta og leiðtoga kommún- istaflokksins. Gorbatsjov lýsti því yfir fyrir helgi að hann hygðist ekki láta af síöara embættinu hvað sem líður gagnrýni á hann og stefnu hans. Sovéski forsetinn sagði að einhvern tíma kæmi til þess að embætti for- seta og leiðtoga flokksins yrðu að- skilin en kvaðst telja aö við núgild- andi aðstæður væri best að halda hlutunum óbreyttum. í ljósi sívax- andi ágreinings innan sovéska kommúnistaflokksins telja margir að klofningur flokksins á þinginu sé óhjákvæmilegur. Ekkert lát viröist á vandkvæðum sovéska forsetans. Enn eitt lýðvelda Sovétríkjanna hefur nú tekið skref í átt að auknu sjálfstæði. Moldavía, lýðveldi í suðvesturhluta Sovétríkj- anna, lýsti yfir fullveldi á laugardag og fylgdi þar með fordæmi Rússlands og Usbekistan. Þar, eins og í hinum fyrrnefndu lýðveldunum, eru nú lög lýðveldisins æðri sovéskum lögum. Reuter Meec Lake sáttmálinn ekki staöfestur: Áfall fyrir Mulroney Það gætu liðið mörg ár áður en grær um heilt milli frönskumælandi og enskumælandi Kanadamanna í kjölfar þess að Meech Lake sáttmál- inn hlaut ekki staðfestingu allra tíu fylkja landsins um helgina eins og stefnt hafði veriö að. Fréttaskýrend- ur telja að áratugir kunni að líöa áöur en samkomulag fylkjanna um umbætur á stjórnarskránni næst sem og breytingar sem gera átti á löggjafarvaldinu til aö minnihluta- hópar innan ríkjasambandsins fái réttláta hlutdeild í stjórn Kanada. Þá voru niðurstöður helgarinnar mikið áfall fyrir Mulroney, forsætisráð- herra Kanada, og óttast margir að klofningur ríkjasambandsins sé yfir- vofandi. Meec Lake stjórnarskrársáttmál- inn geröi ráð fyrir sérstöðu Quebec fylkis, eina frönskumælandi fylkis Kanada innan ríkjasambandsins, og heimilaði íbúum þess að vernda menningu sína. Samkvæmt því átti Quebec að gangast undir stjórnar- skrá Kanada frá árinu 1982 en fylkiö hafði neitað að undirrita stjórnar- skrána vegna þess að hún gerði ekki ráð fyrir sérstöðu fylkisins. Átta fylki Kanada sem og löggjafarþingið í Ottawa staðfestu sáttmálann en á þingum tveggja af fylkjunum tíu, Manitoba og Nýfundnalandi, var aldrei gengið til atkvæða. í Manitoba kom einn þingmaður í veg fyrir að gengiö yrði til atkvæða, fulltrúi frumbyggja sem krafðist þess að í sáttmálanum yrði öllum minnihluta- hópum gert jafnt undir höfði. Ensku- mælandi fylki Kanada töldu mörg hver að sáttmáhnn veitti Quebec of mikil völd án þess að tekið væri fullt tillit til annarra minnihlutahópa. Forsætisráöherra Quebec, Robert Bourassa, geröi ráðamönnum Kanada ljóst í kjölfar viðburða helg- arinnar að hann myndi ekki taka þátt í marghliða stjórnarskrárvið- ræöum fylkjanna tíu og alríkis- stjórnarinnar. Þess í staö munu full- trúar Quebec ræða beint við stjórn- ina í Ottowa sem fulltrúa enskumæl- andi íbúa landsins eða eiga tvíhliða viðræður viö hvert fylkjanna fyrir sig ef svo ber undir, sagði Bourassa. Robert Bourassa, forsætisráðherra Quebec-fylkis í Kanada. Simamynd Reuter Hann segir að ekki komið til mála að Quebec taki nú þátt í viðræðum um þreytingar á öldungadeild lands- ins né rétti frumbyggja til að eiga fulltrúa á löggjafarsamkundu Kanada. En hann hefur ekki sagt neitt sem skilja má sem svo að Qu- ebec-búar hyggist segja sig úr ríkja- sambandinu. Ráðherrann kvaðst ekkert munu aðhafast fyrr en nefnd sem skipuð var til aö kanna málið hefði skilað áliti. Pólitísk framtíð forsætisráöherra Kanada, Brian Mulroney, er ekki björt í kjölfar þessarar viðburðaríku helgar, að mati fréttaskýrenda. Nú, sex árum eftir að hann var kosinn forsætisráðherra, hefur stjóm hans stuðning aðeins tuttugu prósent Kanadamanna samkvæmt skoðana- könnunum. Aldrei fyrr hefur stuðn- ingur ríkisstjómar Kanada mælst svo litill í könnunum. Orðrómur er á kreiki um að nokkrir þingmenn íhaldsflokksins hyggist segja af sér vegna Quebec-málsins en þegar hafa Ijórir félagar í flokknum sagt af sér. Gangi þessi orðrómur eftir hefur stjórn Mulroneys stuöning naums meirihluta á þingi og gæti það reynst banamein ýmissa áforma stjórnar- innar. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.