Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1990, Page 13

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1990, Page 13
MÁNUDAGUR 25. JÚNÍ 1990. 13 i>v Lesendur Af Rokkskógatónleikum 1 Laugardalshöll: Ekki alltaf neikvæðar fréttir H.D. skrifar: Um helgina síöustu voru haldnir tónleikar í Laugardalshöll eins og magrir vita, svokallaöir Rokkskóga- tónleikar. í dag (18. júní) birtist svo á baksíðu DV ein frétt frá þessum tónleikum og fjallaði hún um dreng nokkurn sem klifraði upp í net sem var uppi við loft hússins. Það var meira að segja birt þessi líka fallega mynd af stráknum þar sem hann er að príla í netinu! - Einnig var tekið fram í fréttinni að uppátæki hans hefði valdiö mikilh geðshræringu meöal áhorfenda. Hvernig skyldi standa á því að svona frétt er eina fréttin sem birtist frá þessum tónleikum? Og hvers vegna er alltaf verið að birta fréttir um hve unglingamir séu slæmir? Það er engin ný staðreynd að fjöl- miðlar blása alltaf upp öll vandræði sem þessi skelfilegi aldurshópur veldur. Nú vil svo til að ég var á þessum Rokkskógatónleikum, ahs ódrukkin, og tók aldrei eftir piltinum sem klifr- aði upp í netið. Að vísu fór ég fram í tíu mínútur eða svo, áður en Sykur- molarnir komu fram og hlýtur pilt- urinn að hafa fariö í þessa ævintýra- íor um loftið á meðan. En ég sá ekki geðshræringu á nokkrum manni og þó að ég talaði við nokkra krakka sem voru þarna inni þegar þetta átti að hafa gerst þá var fólk ekki skelk- aðra en svo að ég frétti þetta ekki fyrr en ég las um það í DV. „Allir skemmtu sér konunglega og það var mikil og góð stemning," segir m.a. í bréfinu. - Hljómsveitin Sykurmolarnir lét ekki sitt eftir liggja. Þungarokk í útvarp allra landsmanna Rokkari utan af landi skrifar: Ég ákvað að taka mig til og skrifa og senda kvörtun fyrir hönd þunga- rokkara og beina henni til Ríkisút- varpsins. - Sú var tíð að Rokksmiðj- an á rás 2 var á dagskrá heila þrjá tíma á viku og þá undu rokkarar sér vel við útvarpstækin. En svo fyrir nokkru var þátturinn styttur úr þremur tímum í einn klukkutíma á viku. Við urðum ekkert yfir okkur hrifn- ir og voru þá teknir upp pennar og blöð og skrifuð kvörtunarbréf til þeirra er ráða dagskránni á Ríkisút- varpinu. Og viti menn - ekkert gerð- ist! - Þátturinn hélt áfram að vera þessi vesæh klukkutími sem var þó alveg frábær. Og núna, hinn 7. júní, sl. var síðasti Rokksmiðjuþátturinn sendur út. Sem sé; Rokksmiðjan var lögð algjörlega niöur. í bili, var sagt, en hyerju á maður að trúa? Á íslandi er miklu fleiri þunga- rokkarar en margir halda og þeim fer stöðugt fjölgandi. Og á kannski ekki að telja þungarokkara til lands- manna? Ég vona bara að þetta verði tekið til athugunar og komist verði að þeirri niðurstöðu að þarna er ver- ið að gera mannamun. - Þið sem ráð- ið þessu, ekki einblína á ykkar eigin tónlistarsmekk. Við sættum okkur fyllilega við að heyra í annarri tón- hst en þungarokki. Því ekki þið líka? - Rokkarar látum í okkur heyra! Hefði ekki verið gaman að lesa um eitthvað gott við þessa tónleika? Flestir, ef ekki allir, skemmtu sér nefnilega konunglega og það var mikil og góð stemning, til dæmis þeg- ar klukkan sló tólf sungu allir sautj- ánda júní lag með hljómsveitinni Síð- an skein sól. Svona fréttamennska getur varla talist góð fréttamennska og hefur blaðamaðurinn líklega gert sér grein fyrir því vegna þess að hann lét upp- hafsstafi sína ekki fylgja með frétt- inni. Nokkrar staðreyndir á 10 ára afmæli okkari waco Fyrstir íslenskra fyrirtækja til að bjóða innflytjendum og útflytjendum alla flutningaþjónustu á landi og á sjó frá upp- hafsstað til endastöðvar („door to door“) með gifturíku samstarfi við FRANS MAAS Hollandi. ■ Flutningsköstnaður til hafna hríðlækkar. ■ Þjónusta tekur stakkaskiptum.- Bjóðum sams konar þjónustu og föst verð frá AUSTURLÖNDUM FJÆR gegnum FRANS MAAS og ATLANTIC FORWARDING. Fyrstir til að tengjast alþjóðakerfi flutnings- miðlara í flugi, WACO, (World Air Cargo Organization). Sérfræðiþjónusta í tengslum við 400 flugvelli í 50 þjóðlöndum í 5 heimsálfum. „Door to door“ þjónusta í reglubundnu flugi og fraktflugi. Fyrstirtil að bjóða FLUG og SKIP (SEA/AIR) frá AUSTURLÖNDUM FJÆR, þ.e. flutning að hluta í flugi og að hluta í skipi. 1989 Hafið samstarf við FEDERAL EXPRESS vegna hraðflutninga, stærsta fyrirtæki sinnar tegundar í heiminum með um 1,5 milljón sendingar á dag. SAFN FLUTNINGAfí ÍFLUGI! Fyrstir til að hefja reglubundnar SAFN- SENDINGAR í flugi eftirdrjúgan þátt í undir- búningi veana realugerðar þar um. LÆGRI VERÐ, GÖÐ ÞJONUSTA. NÝJUNG! Fyrstir til að bjóða reglubundna þjónustu frá flestum löndum AUSTUR EVRÓPU til meginlandshafna og heim, vegna nýlegra samninga samstarfsaðila okkar á meginlandi Evrópu. FYRST OG FREMST A FARMABRAUT... FLUTNINGSMIÐLUNIN HF • REYNSLA • ÞEKKING • ÞJÓNUSTA TRYGGVAGÖTU 26 - REYKJAVÍK- S: 29111 STRIGASKÓR St. 24-35 Verð: 1.980 CARY Sterkir barnaskór St. 25-35, 3'/2-5'/2 Verð: 2.790 LADY DESTIN Skokkskór St. 3'/2-8 Verð: 4.850 RIO St. 5-11 '/2 Verð: 3.490 INVADER St. 7-12 Verð: 4.490 NATURAL RUNNING Góðir hlaupaskór St. 7-12 Verð: 6.490 Sendum í póstkröfu »hummél^P SPORTBÚÐIN Ármúla 40, Rvk., s. 83555 - 83655 Opið laugardag 10-13.00 Hiðistorgi 11, 2. hæð, Seltj., s. 611055

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.