Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1990, Blaðsíða 15
MÁNUDAGUR 25. JÚNl 1990.
15
Afrakstursgeta fiskistofna
Því miður höfum við íslending-
ar ekki varið nægilegum fjármun-
um til rannsókna á mikilvægustu
auðlind okkar, vistfræði hafsins,
lífkeðjunni í sjónum og fæðukerfi
nytjastofna okkar. Ég er ekki að
gera lítið úr starfsemi Hafrann-
sóknastofnunar. En ég spyr: Af
hverju eigum við að gera meira úr
þekkingu hafrannsókna en efni
standa til? Sjálfsblekkingar geta
þeir stundað sem áhuga hafa. Ekki
undirritaður.
Ýmsar skýringar vantar
Það vantar skýringar á ýmsu.
Staðreynd er að þekking Hafrann-
sóknastofnunar á vistfræði hafsins
er ekki meiri en það að ég tel þekk-
ingu Veðurstofunnar til að gera
sæmilega veðurspá betri. Þetta er
ekki sagt neinum til minnkunar
heidur eiga menn að halda sig við
jörðina og viðurkenna hlutina eins
og þeir eru.
Áfrakstursgeta nytjastofna er
mikilvægasta mál þjóðarinnar og
þetta er ekkert einkamál kerfis-
karla. Þetta mál er of mikilvægt og
alvarlegt til þess að nokkur geti
vogað sér að láta sinn persónulega
metnað máli skipta. Þekking okkar
á vistfræði hafsins og fæðukerfi
nytjastofna er mál sem viö verðum
að setja í stóraukið fjármagn og
nýta það fjármagn til hins ýtrasta
með samstarfi Hafrannsóknastofn-
unar og sjómanna.
Þorskstofninn í dag er vannærð-
ur. Fyrir Norður- og Austurlandi
veiddist í vor smáþorskur sem vó
1,5-2,3 kg og var kynþroska. - Við
aldursgreiningu kom í ljós að ald-
urinn var (V8 ár! Vigtunin var með
innyflum. Ég lét sjálfur gera eina
slika aldursgreiningu hjá Hafrann-
sóknastofnun. - Það hrukku marg-
ir við. En svör forstjóra Hafrann-
sóknastofnunar voru þau að þetta
væri „kaldsjávarfiskur“.
6 ára gamall þorskur í Norður-
Noregi vó 900 grömm nú eftir ára-
mótin: Erum við á sömu leið og
Norðmenn? Málið varðar alla þjóð-
ina. Er svo mikill fæðuskortur hjá
smáfiski á íslandsmiðum að hann
KjaUarinn
Kristinn Pétursson
alþingismaður
þrífst ekki? Stundar hann sjálfsát
á nýliðum og er náttúruleg dánar-
tíðni mun hærri vegna of lítils
fæðuframboðs, einkum fyrir Norð-
urlandi á uppeldisslóð? Þessar
spurningar brenna á mér og fleiri.
Um þetta gengur illa að ná fram
opinni umræðu. Þaö er skylda okk-
ar að veita aukið fjármagn í rann-
sóknir á fæðukerfi nytjastofna og
stjórna svo fiskveiðum eftir fæðu-
framboði því betra er að veiða fisk-
inn en láta hann drepast úr hungri
eða synda í sjónum og stækka ekk-
ert.
í Noregi er árskvóti togara á
þessu ári 250-350 tonn af þorski!
Árskvóti stærri báta er 9-52 tonn!
Erum við á þessari leið þótt hægt
fari? - Umræða verður að fara fram
um þetta og hún opinská, hrein-
skiptin og laus við tilfinningasemi
og persónulega vamarstöðu.
Afrakstursgeta nytjastofna er ein
af forsendum kvótakerfisins. Ef við
með auknum rannsóknum finnum
leiðir til þess að láta fiskistofnana
aftur gefa af sér jafnmikið og þeir
gerðu á árum áður þá blómgast
byggð.
Eg get ekki hugsað þá hugsun til
enda að fólkið í sjávarplássunum
kringum ísland eigi eftir að upplifa
sömu hörmungar og nú ganga yfir
sjávarplássin í Norður-Noregi. Það
er full ástæða til þess að þessi mál-
efni fái opinskáa og hreinskipta
umfjöllun. Við erum jú að fjalla um
forsendur lífskjara allra íslendinga
í orðsins fyllstu merkingu.
Sóknarþungi
Lög um fiskveiðistjórnun voru
samþykkt ánýliðnu Alþingi. Lögin
eru hin mesta hrákasmíð enda
samsuða hagsmunaárekstra og for-
sjárhyggju en fagleg vinna úti í
hafsauga. Hrossakaup viö af-
greiðslu málsins var síðan botninn
í óskapnaðinum. Þetta skal rök-
stutt frekar hér.
Undirritaður átti þó þess kost að
spyrja um sóknarþunga á ísland-
smiðum síðastliðna áratugi. Þá
kom í ljós að gögn um sóknarþunga
eru engin til!!!
Hafrannsóknastofnun „reiknaði"
hins vegar út sóknarþunga eftir
ástandi þorskstofnsins á hveiju
ári! Því miður er það staðreynd að
vísindaleg þekking til þess að
reikna út sóknarþunga með þess-
um hætti er ekki nægilega mikil til
að hún geti talist marktæk.
Nægir þar að nefna breytilegan,
náttúrulegan dánarstuðul eftir
misjöfnu fæðuframboði og mörg-
„Þorskstofninn í dag er vannærður,1
um duttlungum náttúrunnar, sem
mjög takmörkuð þekking er á, svo
og breytilegt sjálfsát fiskistofna eft-
ir fæðuframboði.
Eða þætti sú aðferð líkleg til eftir-
breytni að meta árlegan rjúpna-
fjölda á íslandi með talningu og
segja svo: Svona margir veiðimenn
með svona mörg haglaskot hafa
verið á ferðinni síðasta haust?
Aðferðin er sú sama. Enginn get-
ur reiknað út sóknarþunga svona
þannig að niðurstaðan sé marktæk.
Hins vegar mætti meta sóknar-
þunga út frá skipafjölda, orkunotk-
un, breyttri tækni og þar með tal-
inni stækkun möskva úr 70-90-
120-135-155 mm sem er engin smá-
ræðis sóknarminnkun í smáfisk en
sóknaraukning í stórfisk!
Dæmalaust hneyksli
Það er alveg dæmalaust hneyksli
að sóknarþungi skuli ekki hafa
verið metinn á þennan hátt, að
minnsta kosti aftur til 1950, með
allri þeirri vandvirkni og ná-
kvæmni sem slíkt verk krefst.
Hér voru eitt sinn 300 breskir tog-
arar. Þá var riðill í trolli miklu
smærri en í dag.
segir meðal annars í greininni.
Þetta má allt meta með þátttöku
reyndustu skipstjórnarmanna og
það ættu þeir háskólamenn með
auðlindaskattshugarfóstrið sitt að
hugleiða. Auðlindaskattshug-
myndin er sú vitlausasta af öllum
hugmyndum sem séð hafa dagsins
ljós um fiskveiðistjórnun.
Auðvitað er ámælisvert að flagga
slíkum hugmyndum með ekki betri
bakgrunn um sóknarþunga en
reikniaðferð Hafrannsóknastofn-
unar sem er að mínu mati ekki
marktæk vegna jafnmargra nátt-
úrulegra óvissuþátta og áður sagði.
Af sömu ástæðu var óverjandi að
þrýsta frumvarpinu um fiskveiði-
stjórnunina í gegnum Alþingi ís-
lendinga síðastliðinn vetur. Fagleg
vinna hefði getað haldið áfram í
sumar. Málið er mikilvægasta
hagsmunamál þjóðarinnar og til
skammar að gögn um sóknarþunga
á íslandsmiðum skuli ekki vera til
því slík vandvirknislega útreiknuð
gögn eru forsenda fyrir því hvers
konar fyrirkomulag skuli viðhafa
við stjórnun á þessari mikilvæg-
ustu auölind okkar íslendinga í
framtíðinni.
Kristinn Pétursson
„Lög um fiskveiöistjórnun voru sam-
þykkt á nýliðnu Alþingi. Lögin eru hin
mesta hrákasmíð enda samsuða hags-
munaárekstra og forsjárhyggju en fag-
leg vinna úti 1 hafsauga.“
Hvar er orðheldni stjórnmálamanna?
Það er með ólíkindum hve orö-
heldni manna, sem hafa stjórnmál
að atvinnu, ristir grunnt. Gleggsta
dæmið um það er núll-samningarn-
ir frægu. Ég held að athafnir fjár-
málaráðherra, er hann hækkaði
vín og tóbak, sýni okkur betur nú
en margt annað hver ástæðan fyrir
ört hnignandi virðingu á stjórn-
málamönnum er.
Á sama tíma og þjóðin herðir ól-
arnar berst verkalýðsheyfingin
hetjulegri baráttu við að veita
versluninni aðhald í verðlagsmál-
um og verslunin tekur á sig auknar
byrðar. Þá getur íjármálaráðherra
Ólafur R. Grímsson gerst svo lítill
karl að reyna að brjóta niður þá
samstöðu sem þjóöin í heild sinni
hefur sýnt til að ná niður verð-
bólgunni.
Mér er nær að halda að ríkis-
stjórn íslands eigi hagsmuna að
gæta er hún ríður á vaðiö með
verðhækkanir og gefur þannig for-
dæmi sem ýtir af stað skriðu verða-
hækkana sem valda auðvitað auk-
inni verðbólgu og viðhaldi verð-
tryggingar.
Er verðtrygging hagsmuna-
mál ríkisstjórnarinnar?
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem
ríkisstjórnir eyðileggja árangur og
samstöðu þjóðarinnar á þennan
ósmekklega hátt. Ég trúi því ekki
að óreyndu að þeir ráðherrar, sem
nú sitja með ráðherranum, sem
ekki á þingsæti, láti þetta óheilla-
verk yfir okkur ganga. Ef svo er
þá skora ég á þjóðina að andmæla
aðfórinni . með ógleymanlegum
KjaUarinn
Kristján Bjarnar
Þórarinson
verkstjóri
hætti eins og Islendingar gerðu hér
áður fyrr er þeir voru órétti beittir.
Þau harðskeyttu vinnubrögð,
sem Ólafur R. Grímsson hefur beitt
landsmenn í krafti embættis síns,
eru þau grimmustu sem þekkst
hafa á íslandi síðan Sturlungar óðu
uppi. Ætla mætti að þegar Ólafur
var tilnefndur ásamt R. Gandhi í
friðarnefnd hefðu hlutirnir snúist
við en enginn kemst upp með ofríki
til lengdar. - Gandhi er fallinn og
stutt í að Ólafur falli líka.
Vágesturinn sem
verður að víkja
Verðbólga hefur verið einn mesti
vágestur sem landsmenn hafa mátt
þola. Menn hafa helst líkt henni
við skæðar farsóttir þar sem mann-
fall er mikið og hriktir í stoðum
þjóðfélagsins. Nú höfum við í ára-
tug haft versta fylgifisk verðbólg-
unnar en það er verðtryggingin. -
Sú verðtrygging, sem núverandi
ríkisstjóm lofaði þjóðinni að af-
nema, loforðið sem aflaði Stein-
grími Hermannssyni atkvæðanna
sem leiddu til stórsigurs hans í
Reykjanesskjördæmi í síðustu
kosningum.
Fljótt eftir stjórnarmyndun
vinstri-flokkanna átti að afnema
verðtrygginguna í áföngum og al-
Steingrímur Hermannsson forsæt-
isráðherra. - „Hverra hagsmuna
er hann að gæta?“ spyr greinar-
höfundur.
veg ef veröbólgan færi niður fyrir
10%. Nú er hún komin niður í 6%
og verðtryggingin er enn við lýði.
En ríkisstjórninni finnst það sæm-
andi að gangast fram í því að skrúfa
verðbólguna upp aftur með eigin
verðhækkunum. Hverra hags-
muna er Steingrímur Hermanns-
son að gæta? íslenskrar alþýðu eða
verðbréfafyrirtækja? En þar ku
ýmsir vel fjáðir betri borgarar
geyma peningana sína.
„Vér mótmælum allir“
Ég vona að samtök verði mynduð
gegn þessari hvimleiðu kyrki-
slöngu sem verðtrygging er og
Ólafur Ragnar Grímsson fjármála-
ráðherra. - „Reynir að brjóta niður
samstöðu með þjoöinni," segir
m.a i greininni.
þjóðin í heild sinni andmæli kröft- i
uglega, ýmist í ræðu eða riti. Þá
trúi ég að ekki þurfi lengi að bíða
þess að Ólafur Ragnar sjái að sér
því það eru ekki nema rétt 10 mán-
uðir til alþingiskosninga og menn
fara að gerast varir um sig og sín
sæti.
Að lokum þetta; almenningur,
þjóðin öll verður að slá skjaldborg
í kringum þá sem vilja í verki sýna
að þeim er alvara um að fella niöur
verðtrygginguna, hvort sem það er
stjórnmálaflokkur eða samtök
gegn verðtryggingu. Það er að
mínu viti ekkert mál brýnna í dag.
Kristján Bjarnar Þórarinsson
„Mér er nær að halda að ríkisstjórn
Islands eigi hagsmuna að gæta er hún
ríður á vaðið með verðhækkanir og
gefur þannig fordæmi sem ýtir af stað
skriðu verðhækkana sem valda auðvit-
að aukinni verðbólgu og viðhaldi verð-
tryggingar.“