Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1990, Side 26

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1990, Side 26
34 MÁNUDAGUR 25. JÚNÍ 1990. Fólkífréttum dv Halldór Jónsson Halldór Jónsson, framkvæmda- stjóri Fjóröungssjúkrahússins á Akureyri, Flötusíöu 3, Akureyri, mun taka viö stöðu bæjarstjóra Akureyrar um mánaöamótin júlí ágúst nk. Halldór fæddist á Akureyri 22.11. 1950 og ólst þar upp í foreldrahús- um. Hann lauk stúdentsprófi frá MA1970, cand phil-prófi frá HÍ1977 og viðskiptafræðiprófi frá HÍ1977. Halldór starfaði við bókhald og tölvuvinnslu í Ríkisbókhaldi 1971- 75 og var blakkennari við HÍ 1972- 80. Hann var ásamt fleirum eigandi G.T. búðarinnar hf. frá 1976 og í hlutastarfi þar frá 1976-79. Þá var hann framkvæmdastjóri Málm- vara hf. í Reykjavík 1977-79 og sölu- stjóri G.T. búðarinnar 1979-80. Halldór flutti aftur til Akureyrar 1980. Hann var framkvæmdastjóri Norðlenskra trygginga hf. og síðar N.T. umboðsins hf. á Akureyri 1980-84 og ásamt öðrum eigandi Sindrafells hf. frá 1982. F alldór var skrifstofustjóri Fjórðungssjúkra- hússins á Akureyri 1984-85 og hefur verið þar framkvæmdastjóri síðan. Halldór var formaður Ungmenna- félagsins Fannar á Akureyri 1967-70, formaður blakdeildar íþróttafélags MA1968-69, í stjórn Blaksambands íslands 1971-80, for- maður Blakdeildar íþróttafélags stúdenta 1972-78 og formaður Í.S. 1976-80, auk þess sem hann sat í stjóm Norðurlandasambands stúd- enta um íþróttir 1976-80. Halldór hefur setið í sóknarnefnd Lögmannshlíðarsóknar frá 1982. Hann hefur setið í stjórn Félags for- stöðumanna sjúkrahúsa í nokkur ár og í samvinnunefnd sjúkrahúsa. Halldór kvæntist 7.8.1971 Þorgerði Jóhönnu Guðlaugsdóttur, f. 10.9. 1951, kennara, dóttur Guðlaugs Stef- áns Jakobssonar, verkstjóra á Ak- ureyri, og Steingerðar Hólmgeirs- dóttur húsmóður þar. Halldór og Þorgerður Jóhanna eiga tvo syni. Þeir eru Jón Torfi, f. 28.1.1972, nemi við MA, og Guölaug- ur Már, f. 17.4.1973, nemi við Verk- menntaskólann á Akureyri. Foreldrar Halldórs: Jón Snæland Halldófsson, f. 13.2.1927, bifreiða- stjóri á Akureyri, og Torfhildur Steingrímsdóttir, f. 5.6.1931. Jón Snæland er sonur Halldórs, b. í Ásbyrgi í Glerárþorpi, Jónsson- ar, b. í Krossanesi, Halldórssonar, b. á Geldingsá, Halldórssonar, b. á Geldingsá, Halldórssonar. Móðir Halldórs í Ásbyrgi var Júlíana Kristjánsdóttir. Móðir Jóns Snæland er Hrefna Pétursdóttir, b. á Halldórsstöðum í Eyjafirði, Tómassonar, b. í Borgar- gerði í Skagafirði, Jónassonar hús- manns, Tómassonar, b. á Skriðu í Saurbæjarhreppi, bróður Sigurðar, langafa Guörúnar, móður Ottós A. Michelsen. Tómas var sonur Jónasar, b. í Ytra-Dalsgerði, Jónssonar, b. í Syðra-Dalsgerði, Einarssonar. Móð- ir Jónasar í Ytra-Dalsgerði var Helga, systir Jónasar í Hvassafelli, afa Jónasar Hallgrímssonar og lang- afa Friðbjörns, afa Ólafs Jóhannes- sonar forsætisráðherra. Helga var einnig systir Jósefs, langafa Finns Jónssonar ráðherra, afa Hallgríms Snorrasonar hagstofustjóra. Þá var Jósef langafi Kristjáns, afa Jónasar frá Hriflu, og langafi Jóhanns Sigur- jónssonar skálds. Þriðji bróðir Helgu var Davíð, langafi Káenns og Jóns Magnússonar forsætisráð- herra. Helga var dóttir Tómasar, b. á Hvassafelli, ættföður Hvassafells- ættarinnar, Tómassonar. Móðir Hrefnu í Ásbyrgi var Stef- anía, dóttir Sigtryggs, b. á Úlfá, Sig- urðssonar og Fririku Friöriksdóttur fráBaldursheimi. Toríhildur, móðir Halldórs er dóttir Steingríms forsætisráðherra, Steinþórssonar, b. í Álftagerði við Mývatn, Björnssonar, b. á Bjarnar- stöðum, Björnssonar. Móðir Steingríms var Sigrún, hálf- systir Kristjáns ráðherra, Péturs ráðherra og Steingríms, föður Jóns sýslumanns. Þá var Sigrún hálfsyst- ir Rebekku, móður Haralds Guð- mundssonar ráðherra og föð- Halldór Jónsson. urömmu Jóns Sigurðssonar iðnað- arráðherra. Sigrún var dóttir Jóns, alþingisforsetaá Gautlöndum, Sig- urðssonar, b. á Gautlöndum, Jóns- sonar, b. á Mýri í Bárðardal, Jóns- sonar. Móðir Jóns alþingisforseta var Kristjana Aradóttir, b. á Skútu- stöðum, Olafssonar. Móðir Torfhildar var Ósk Jórunn, dóttir Árna, b. á Skeiði í Svarfaðar- dal, Jónssonar, og Guðrún Sigríður Björnsdóttir, b. á Grund í Ólafsfirði, Björnssonar. Móðir Guðrúnar Sig- ríðar var Jórunn Magnúsdóttir. Afmæli Anton Jón Ingvar Angantýsson Anton Jón Ingvar Angantýsson verslunarstjóri, Hraunbæ 98 Reykjavík, er fimmtugur í dag. An- ton er fæddur á Akureyri og ólst upp á Sauðárkróki. Að skólanámi loknu fluttist hann til Dalvíkur þar sem hann bjó ásamt fjölskyldu sinni í fimmtán ár. Anton vann þar sem afgreiðslumaður, ökukennari og við akstur á sjúkrabifreið Rauða kross- deildarinnar á Dalvík. Hann hefur undanfarin tæp þrjátíu ár fengist við verslunar- og þjónustustörf. Þar af tæp fimmtán ár á Bílaverkstæði Dalvíkur og nú sl. tíu ár hjá Bíla- nausti í Reykjavík. Anton hefur starfað fyrir Sjálfstæðisflokkinn í báðum Norðurlandskjördæmunum og var um árabil formaður Sjálf- stæðisfélags Dalvíkur og formaður fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Eyjafirði auk þess að vera í kjör- dæmisráðum og fulltrúi á Lands- fundum. Hann var um tíma í stjórn Sjálfstæðisfélags Árbæjar og full- trúi þess í stjórn Varðar. Anton tók þátt í leikstarfsemi á Sauðárkróki í nokkur ár og lék þar allmörg hlut- verk og starfaði einnig með Leik- félaginu á Dalvík. Hann var einn af stofnendum Rauða kross deildar Dalvíkur, var hvatamaður að kaup- um á sérbúnum sjúkrabíl til Dalvík- ur og hafði umsjón með rekstri sjú- krabílanna fyrstu þrjú árin. Þá ann- aðist hann akstur þeirra ásamt Halldóri Gunnlaugssyni, lögreglu- manni á Dalvík. Anton var einn af stofnendum Kiwanisklúbbsins Hrólfs á Dalvík og var annar forseti hans. Hann var einn af stofnendum Kiwanisklúbbsins Viðeyjar í Reykjavík og fyrsti forseti hans. Anton hefur sungið í kórum i tæp þrjátíu ár, karlakórum og blönduö- um kórum, nú sl. tíu ár í Skagiirsku söngsveitinni í Reykjavík. Kona Antons er Halla Soflía Jónasdóttir, f. 24. ágúst 1943, söngkona. Foreldr- ar Höllu: Jónas Hallgrímsson, fyrrv. forstjóri á Dalvík, og kona hans, Hrefna Júlíusdóttir, d. 1990. Börn Antons og Höllu: Jónas Björgvin, f. 22. desember 1959, d. af slysförum 28. júní 1975; Egill, f. 3. maí 1962, d. af slysförum 17. júní 1978; Jónas Björgvin, f. 6. janúar 1978, ogEgill, f. 26. maí 1982. Systkini Antons: Lára Salóme, f. 25. janúar 1938, starfar viö Sjúkrahús Skagfirðinga, gift Jóni Gunnari Haraldssyni, sem nú er látinn, deildarstjóri hjá Kaup- félagi Skagfirðinga; Sigurgeir, f. 12. apríl 1939, verkstjóri hjá Sauðár-. króksbæ, áður kvæntur Sigríði Þor- steinsdóttur, nú kvæntur Þórey Jó- hönnu Dóru Þorsteinsdóttur, starfs- manni hjá Pósti og síma; Sigrún Ste- fanía Ingibjörg, f. 18. júlí 1943, versl- unarmaður, býr með Jóni Dalmanni Péturssyni, flutningabílstjóra á Sauðárkróki; Guðmar Birkir, f. 5. ágúst 1945, múrarameistari, nú starfsmaður hjá Sauöárkróksbæ, kvæntur Hafdísi Guðnádóttur sem vinnur hjá Fiskiðju Sauðárkróks; María Kristjana, f. 8. nóvember 1948, gift Benedikt Agnarssyni, fyrrum loðdýrabónda, nú starfsmanni hjá Melrakka hf.; Matthías Hafþór, f. 1. júní 1952, verkamaður; bróðir, f. 26. október 1953, d. 5. nóvember 1953, og Sigurlaug Sæunn, f. 14. maí 1958, kennari við Gagnfræðaskólann á Sauöárkróki. Foreldrar Antons: Angantýr Eli- nór Jónsson, f. 16. ágúst 1910, d. 23. september 1982, verslunarmaður á Sauðárkróki, og kona hans, Björg Dagmar Jónsdóttir, f. 19. nóvember 1919, d. 16. ágúst 1987. Angantýr var sonur Jóns, verkamanns í Ási í Glerárhverfl á Akureyri, Gunn- laugssonar, Þorvaldssonar, bróður Péturs, fóður Jóhanns „Svarfdæl- ings“. Móðir Angantýs var Þórunn Ingibjörg, systir Kristjáns Tryggva, föður Sigurðar Marinós, b. á Braut- arhóli í Svarfaðardal og fyrrv. skólastjóra á Laugum í S-Þingeyjar- sýslu og Hugrúnar skáldkonu. Einnig var Þórunn systir Guðrúnar Jóhönnu, móður Jóns Helga Símon- arsonar, b. og kennara á Þverá í Svarfaöardal, og Jóns Jónssonar, b. og skólastjóra frá Böggvistöðum. Þórunn var dóttir Sigurjóns, b. í Gröfí Svarfaðardal, Alexandersson- ar, og konu hans, Sigurlaugar Jóns- dóttur. Björg var dóttir Jóns, stöðvar- stjóra á Siglufirði, bróður Sæmund- ar, afa Jóns Sæmundar Sigurjóns- sonar alþingismanns. Jón var sonur Kristjáns Jóhanns, b. í Lambanesi í Fljótum, Jónssonar. Móðir Kristj- áns var Gunnhildur Hallgrímsdótt- ir, b. á Stóru-Hámundarstöðum, Þorlákssonar, dbrm í Skriðu í Hörg- árdal, Hallgrímssonar. Móðir Jóns Anton Jón Ingvar Angantýsson. var Sigurlaug Sæmundsdóttir, b. og skipstjóra á Haganesi í Fljótum, Jónssonar, langafa Ólafs Jóhanns Ólafssonar rithöfundar. Móðir Sig- urlaugar var Björg, systir Margrét- ar, móður Jóns Þorlákssonar for- sætisráðherra. Önnur systir Bjarg- ar var Guðrún, amma Sigurðar Nordal. Björg var dóttir Jóns prests á Undirfelli Eiríkssonar og konu hans, Bjargar Benediktsdóttur Víd- alín. Afmælisbarnið er erlendis. RagnheiðurH. Ragnheiður Hrefna Gunnarsdóttir sjúkraliði, Þverbrekku 2, Kópavogi, er fertug í dag. Ragnheiður Hrefna fæddist á Akranesi en ólst upp í Reykjavík. Hún lauk gagnfræðaprófi frá Voga- skólanum í Reykjavík 1968 og stund- aði síðan verslunarstörf allt til árs- ins 1976 er fjölskylda hennar flutti tilHúsavíkur. Árið 1984 flutti fjölskyldan í Kópa- voginn og hóf Ragnheiður Hrefna nám við Sjúkraliðaskóla íslands. Hún lauk prófi þaðan 1987 og hefur síðan starfað viö Landspítalann í Reykjavík. Ragnheiður Hrefna giftist 4.10. 1969, KarliHjartarsyni, f. 11.4.1948, lögreglumanni en hann er sonur Hjartar Guðmundssonar og Bryn- dísar Karlsdóttur. Börn Ragnheiðar Hrefnu og Karls eru Jón Þór, f. 24.12.1969, nemi við Iðnskólann í Reykjavík; Gunnar Kristófer, f. 23.12.1973, nemi í Þing- hólsskóla í Kópavogi, og Bryndís Margrét, f. 1.9.1980. Systkini Ragnheiðar Hrefnu eru Sigurgeir Snorri Gunnarsson, f. 25.4.1953, ókvæntur ogbúsettur í Gunnarsdóttir Ragnhesður Hrefna Gunnarsdóttir. Reykjavík; Margrét Beta Gunnars- dóttir, f. 30.7.1957, í sambýh með Benedikt Eyjólfssyni, f. 15.2.1957, búsett í Reykjavík en börn þeirra eru Jóna Rós Benediktsdóttir, Ólaf- ur Konráð Benediktsson og Tryggvi Guöbjöm Benediktsson; Ágústína Ingveldur Gunnarsdóttir, f. 14.4. 1960, ógift og búsett í Reykjavík. Foreldrar Ragnheiöar Hrefnu: Gunnar Ingibergur Júliusson, f. 14.1.1922, verkamaöur í Breiðfjörðs- blikksmiðju, og Unnur Jóna Geirs- dóttir, f. 15.5.1923, starfsmaður við Kleppsspítala. Til hamingju með afmælið 25. júní 95 ára Sigurður J. Guðmundsson Urðarstig6, Reykjavík. 85 ára Signý Stefánsdóttir, Hamragerði 23, Akureyri. V algerður Ingimundardóttir, Vesturgötú 35, Keflavík. Guðmundur Guðbrandsson, Hóli, Hörðudalshreppi. 70 ára Hildiþór Tryggvason, Hellu, Fellsstrandarhreppi. Ingólfur Jónsson, Trönuhólum 16, Reykjavík. 50 ára Hörður Björgvinsson, Dúfnahólum 4, Reykjavík. Stefán Jónatansson, Hjallabrekku 43, Kópavogi. Margrét Þórisdóttir, Sunnuvegi 15, Reykjavík. Hinrik Hinriksson, Bæjartúni 10, Kópavogi. Hreindís Guðmundsdóttir, Flúðaseli75, Reykjavík. 80ára Þórunn Sveinsdóttir, Faxabraut 13, Keflavik. 75ára Friðrik Vigfús Sigurbjörnsson, Hamrahlið8, Vopnafiröi. Regína Sveinbjarnardóttir, Skálabrekku, Þingvallahreppi. Einar Magnússon, Laugateigi 20, Reykjavík, 60ára Elísabet Alexandersdóttir, Tunguvegi 88, Reykjavik. Jón Björgvinsson, Rauðabergi 1, Hörgslandshreppi. Tryggvi Maríasson, Urðarvegi 31, ísafirði. Jórunn Erla Bjarnadóttir, Akurhóli 1, Rangárvallahreppi. Guðrún Elíasdóttir, Stigahlíð 14, Reykjavík. 40 ára Steinunn Þórisdóttir, Völvufelli 30, Reykjavík. Yalgerður Eiríksdóttir, Álftamýri 6, Reykjavík. Guðni Pálsson, Kirkjuteigi 5, Keflavík. Þóra Hildur Jónsdóttír, Kotárgerði 17, Akureyri. Anna Jónsdóttir, Möðruvöllum 1, Saurbæjarhreppi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.