Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1990, Blaðsíða 2
2
MIÐVIKUDAGUR 11. JÚLÍ 1990.
Fréttir
Fótuiinn hékk á sin og slagæð eftir bílveltu í Reykhólasveit:
„Þetta var al\feg
hryllilegt helvíti
- engin deyfilyf á Reykhólum og sjúkrabörumar týndar
„Það hlupu rollur fyrir bílinn og
við það missti ég hann út í kantinn.
Ég náði honum inn á veginn aftur
en þá fór hann þversum. Hann var
því sem næst stoppaöur þegar hann
fór hálfa veltu. Fóturinn á mér varð
undir bílnum og brotnaði mjög illa.
Hékk fóturinn á sininni og slagæð-
inni einni saman. Ég sleit af mér
bílbeltið og reyrði að lærinu en það
fór strax að blæða verulega. Ég
-komst út úr bílnum og náði aö kom-
ast út í vegkantinn. Til allrar lukku
gerðist þetta nálægt bænum Ham-
arlandi sem ég var á leiðinni til.
Fólkið var búið að sjá til mín þar
sem ég fór í hvarf og var farið að
undrast að jeppinn skyldi ekki birt-
ast aftur. Þau komu niður á veg-
inn, sáu hvers kyns var og kölluðu
strax á hjálp. Hins vegar átti ýmis-
legt eftir að ganga öðruvísi en átti
að gera,“ sagði Trausti Valgeir Sig-
valdason, 23 ára, í samtali við DV
þar sem hann lá á Borgarspítalan-
um. Trausti velti jeppa sínum ná-
lægt Reykhólum í Austur-Barða-
strandarsýslu seinnipart íostu-
dags.
Fólkið á bænum náöi í hjúkrun-
arkonu og kom hún eftir nokkra
bið. Til að stilla kvalimar fékk
Trausti verkjatöflur hjá fólkinu en
þær dugðu skammt gegn þeim ær-
andi sársauka sem kvaldi hann.
Lyfjabirgðir ekki
endurnýjaðar
„Það var alveg hryllilegt að bíða
þama efir hjálpinni á vegkantin-
um. Þegar hjúkranarkonan kom
loks var eitthvað lítið til af deyfi-
lyíjum og ég fékk ekkert kvala-
stillandi að gagni fyrr en ég kom
suður um þremur tímum seinna.“
Hjúkrunarkonan sem kallað var
í hafði engin lyf eða slíkt meðferö-
is. Fór hún á heilsugæslustöðina á
Reykhólum eftir tösku með lyfjum
og áhöldum en þegar til átti að taka
voru engin verkjastillandi lyf til.
Höfðu þau verið notuð fyrr í vetur
og birgðirnar ekki endumýjaðar.
Hjúkrunarkonan reyndi þó að gera
það sem í hennar valdi stóð, batt
um fótinn og gaf Trausta sprautu
með verksjastillandi lyfi sem þó
náði ekki að verka á hann að neinu
ráði.
Sent var eftir sjúrkaflugvél frá
ísafirði og kom hún til að ná í
Trausta. Engin lyf vora heldur í
henni. Trausti var fluttur í bíl aö
fiugvéhnni en engar börur vora til-
tækar til að flytja hann til og frá.
Þær áttu að vera á heilsugæslu-
stöðinni eða elliheimilinu en fund-
ust ekki. Löngu eftir að Trausti var
farinn suður fundust sjúkrabör-
urnar - á pósthúsinu.
Eftir að Trausti kom suður þurfti
Trausti Valgeir Sigvaldason, 23 ára torfærukappi, velti jeppa sínum í
Reykhólasveit á föstudag. Leið hann vitiskvalir í þrár klukkustundir þar
sem engin verkjalyf voru þar fáanleg og sjúkrabörurnar týndar.
DV-mynd JAK
hann að bíða hálfan annan tíma ekki vora nægilega margir læknar
eftir aö komast í aðgerð þar sem til reiðu við komuna. Upplýsingar
um eðli fótbrotsins höföu þá skol-
ast til 1 símtali suður.
- Þú ert fluttur til og frá deyfing-
arlaus og hélst meðvitund allan
tímann. Hvernig leið þér eiginlega?
„Þetta var alveg hrylllegt helvíti.
Ég hef aldrei áður upplifað annan
eins sársauka. Enda fór öklinn al-
veg í spað.“
Kemst vonandi í torfærurnar
Trausti segir fótinn „hanga á“.
Hann hefur tilfinningu í honum og
getur hreyft tærnar. Hvort hann
heldur fætinum segir hann að
tíminn verði að skera úr um. Sé
útlitið þokklalegt miðað við aö-
stæður.
- Erubitureftirþessalífreynslu?
„Það þýðir ekkert að hugsa þann-
ig. Það er auðvitað ægilegt að hugsa
til þess að ástandið á heilsugæslu-
stöðvum geti nánast verið í rusli
hér og þar um landið. Það er nú
einu sinni þannig að þetta getur
gerst hvar og hvenær sem er og þá
þarf allt að vera í lagi. Ég vonast
til að sleppa héðan fljótt en fóturinn
verður stífur þar sem liðurinn er
burtu. Ég vonast þó til að komast
í torfærakeppni í sumar en þar hef
ég keppt í flokki götubíla og gengið
ágætlega."
-hlh
Eigið fé Stöðvar 2 í raun neikvætt um 750 milljónir:
Unnið að uppgjdri á
skuldum fym eigenda
- til að losa fyrirtækið undan þriggja ára starfssamningum þeirra
Að sögn Jóhanns J. Ölafssonar,
stjórnarformanns Stöðvar 2, er nú
unnið að því að gera upp skuldir og
hugsanlega inneign fyrram aðaleig-
enda Stöðvarinnar í því augnamiði
að losa félagið undan starfssamning-
um þeirra til næstu þriggja ára.
Á blaðamannafundi forráöamanna
Stöðvar 2 í gær kom fram að fyrri
eigendur, Jón Óttar Ragnarsson,
Hans Kristján Ámason og Ólafur H.
Jónsson, höfðu tekið 24 milljóna
króna lán hjá fyrirtækinu. Þetta lán
er til 15 ára, óverðtryggt og ekki
tryggt með neinum veðum. Það ber
hins vegar 5 prósent nafnvexti. Stöð
2 fær því líklega ekki meira en helm-
ing raunvirðis þess til baka.
Jafnframt kom fram á fundinum
að endurskoðandi Stöðvarinnar teldi
kaupverð húseignar íslenska mynd-
versins hafa verið langt yfir mark-
aðsverði en eignina keyptu fyrri eig-
endur af Svavari Egilssyni. Jóhann
J. Ólafsson sagði í samtah við DV að
eignin væri ofmetin um 62 milljónir.
Þetta hvort tveggja, skuldabréf
fyrri eigenda og kaupverð húseignar
íslenska myndversins, er skráð fullu
verði sem eignir Stöðvarinnar í dag.
Samkvæmt endurskoðuðum reikn-
ingum er eigið fé hennar neikvætt
um 671 milljón króna. í ljósi þess sem
núverandi forráðamenn segja um
skuldabréfin og húseignina væri
réttara að telja eigið fé Stöðvarinnar
neikvætt um 750 miiljónir.
Á fundi stöövarmanna í gær kom
fram að þeir telja sig ekki hafa feng-
ið réttar upplýsingar um stöðu fyrir-
tækisins þegar þeir tóku það yfir um
áramót. I stað þess að reksturinn
hafi verið í járnum 1989 reyndist tap
fyrirtækisins vera 155 milljónir eða
um 17 prósent af tekjum. Þetta mikla
tap hafði þau áhrif að eiginfjárstaðan
var ekki neikvæö um 500 milljónir
eins og Verslunarbankinn kynnti
heldur um 671 milljón króna.
Forráðamenn Stöðvarinnar ætla
að krefja Verslunarbankamenn
skýringa á þessum mikla mun á
raunverulegri stöðu fyrirtækisins og
þeirri sem þeim var kynnt um ára-
mót.
Jóhann J. Ólafsson sagði að þeir
stöðvarmenn væru ekki að leggja
upp laupana þótt staðan væri eins
slæm og raun bæri vitni. Það endur-
reisnarstarf sem þeir sáu fyrir myndi
hins vegar taka lengri tíma.
- Hefði ekki verið eðlilegra að þetta
fyrirtæki hefði einfaldlega verið iátið
fara í gjaldþrot um áramót?
„Þá hefði Verslunarbankinn einnig
farið á hausinn og ekkert orðið af
sameiningu íslandsbanka," sagði Jó-
hann. Hann sagði nýja eigendur
Stöðvarinnar hafa treyst á einhverja
aðstoö eignarhaldsfélags Verslunar-
bankans í ljósi þessa en raunin hefði
hins vegar órðið sú að nýir eigendur
Stöðvarinnar hefðu verið látnir einir
umvandann. -gse
Bíll 1 sjóinn:
Kona og barn sluppu ómeidd
Bíl var ekið út af veginum í Hest-
firði við ísafjarðardjúp í gær. Bíllinn
staðnæmdist ekki fyrr en hann lenti
í sjónum. Kona og bam, sem vora í
bílnum, sluppu ómeidd frá óhappinu.
Afturhjól bílsins stóðu ein upp úr
sjónum.
Vestmannaeyingur, sem var á
ferðalagi, kom konunni og baminu
til hjálpar. Mikil mildi þykir að ekki
fór verr.
Vörabíll valt á veginum í Seyöis-
firöi við ísafjarðardjúp í gær. Engin
slys urðu á fólki.
-sme
Ámi Samúelsson:
Ætlar að opna nýjan skemmtistað
„Ég ætla að halda áfram að reka er. í rekstri skemmtistaðarins mun
Glyra sem skemmtistað,“ sagði ég leggja áherslu á að vera með
Árni Samúelsson kvikmyndahúsa- dansleiki, létt „sjó“ og svo verður
eigandi í gær eftir að borgarráð húsnæðið leigt út undir árshátíðir.
hafði samþykkt að sefja honum fé- Ég ætla að reyna að tempra hávaö-
lagsmiðstööina Glym. Ami gengur ann eins og hægt er i húsinu. Það
beint inn i kaupsamning þann er váhtár einhvern skemmtistað þar
gerður hafði verið á milli borgar- sem fólk getur komið og rætt sam-
innar og Ólafs Laufdal á staðnum an án þess að þurfa að öskra sig
og er kaupverðið 134 milljónir hást. Því munum við í framtiðinni
krópa. stíla upp á að reyna aö fá fólk sem
„Eg mun byrja á að breyta nafni orðið er 25 ára og þaðan af eldra
staðarins, það er ótækt eins og það tilaðsækjastaðinn.“ -J.Mar
Skákmótið í Manila:
Jafntefli hjá
Jóhanni og
Sokolov
Skák Jóhanns Hjartarsonar og
Sovétmannsins Andrejs Sokolov í 10.
umferð millisvæðamótsins í skák í
Manila á Filippseeyjum endaði með
jafntefli. Jóhann hefur því 5 vinmnga
og er í 27.-36. sæti eins og Norðmað-
urinn Agdestein
Margeir Pétursson tapaði biðskák
sinni úr 9. umferð við Rúmenann
Marin. Þá tapaöi Margeir skák sinni
við Brasilíumanninn Sunye Neto í
10. umferð. Margeir er því með 3 'A
vinning.
Þremenningarnir Gelfand, Gure-
vitsj og Ivantsjuk frá Sovétríkjunum
leiða mótið með 7 vinninga hver.
Tveir fyrstnefndu gerðu jafntefli í 10.
umferð. í 4.-11. sæti, með 6 'A vinn-
ing, era meðal annars Anand frá Ind-
landi, Kortsnoj frá Sviss, Ungveijinn
Sax og Englendingurinn Short.
Tefldar verða 13 umferðir og lýkur
mótinu á laugardag. _hlh
Leitinni að léttustu lundinni er lokið
og tilheyrir hún Sveinbirni Guð-
mundssyni frá Vestmannaeyjum.
Undanfarnar þrjár vikur hafa Spaug-
stofumenn þeyst um landið í leit að
léttlyndu fólki. Mikið fjölmenni mætti
í íslensku óperuna í gærkvöld til að
fylgjast með úrslitakeppninni um
léttustu lundina en þar mætti til leiks
einn keppandi úr hverju kjördæmi
nema Norðurlandskjördæmi vestra,
þaðan mættu tveir keppendur.
DV-mynd GVA