Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1990, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1990, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 11. JÚLÍ 1990. _l_ íþróttir Rússinn kemur ekki ÞórhaDur Amxumá&m, DV, Krtknuxn; Ldóst er að sovéskj körfuknatt- leiksrisinn Alexandr Sevcenko, sem Tindastóisraenn töldu tryggt að myndi leika með þeim í úrvals- deildinni í vetur, kemur ekki til Iandsins. Samkvæmt heimildum DV hef- ur Milan Rosenko, Tékkinn sem þjálfar Tindastól í vetur, verið beðinn um að útvega leikmann í staðinn í heimalandi sínu og ef það gengur ekki mun verða reynt aö fá bandarískan leikmann. Kristján Bernburg, DV, Beigíu: Wlodek Lubanski, þjálfari þjá belgíska 1. deildar félaginu Lo- keren, liggur nú illa slasaöur á sjúkrahúsi í heimalandi sínu, Póllandi, eftir að hafa lent þar í bílslysi í síðustu viku. Lubanski lá meðvitundarlaus í nokkra daga eftir slysið og óttast var um líf hans en hann á fyrir höndum 4-5 mánaða dvöl á sjúkrahusi. Lubanski er mörgum íslensk- um knattspymuáhugamönnum að góðu kunnur. Hann var um tíma einn snjallasti leikmaður í Evrópu og lék siðan um hríð við hlið Arnórs Guðjohnsens hjá io- keren. Síðustu misserin hefur hann leiðbeint mörgum íslensk- um strákum sem sótt haía Knatt- spymuskóla KB í Lokeren. Hann var nýbúinn aö fá freist- andi tilboð um að taka við grísku l. deildar félagi og reiknaði með því að þekkjast það en það er nú að sjálfsögðu úr sögunni. HK fékk á Níu leikir voru háöir í 4. deild- inni í gærkvöldi • Skallagrímsmenn voru á skotskónum gegn slöku liði HK og unnu 10-0. Valdimar Sigurðs- son og Haraldur Hinriksson gerðu 4 mörk hvor og Jón Þór Þórisson skoraði tvö mörk. • Grótta sigraði Reyni, 1-3, í Sandgerði. Bernharð Petersen gerði tvö mörk fyrir Gróttu og Valur Sveinbjömsson eitt en An- tony Stissi skoraði eina mark heimamanna. • Ármann vann öruggan sigur á Ömunum, 4-0. Gústaf AlíVeðs- son, Ólafur Jósefsson, Rúnar Sig- urjónsson og Sigtryggur Ólafsson gerðu mörkin. • Snæfell vann 5-0 sigur á Njarðvíkingum í Stykkishólmi. Bárður Eyþórsson gerði tvö mörk og Kristinn Guðmundsson eitt. • Víkveijar unnu Aftureld- ingu, 1-5, i Mosfellsbæ. Finnur Thorlacius gerði tvö mörk og þeir Davíð Skúlason og Jakob Þór Haraldsson eitt. Hilmar Harðar- son skoraöi eina mark heima- manna. • Leiknir vann 2-1 sigur á Hveragerði. Ragnar Baldursson skoraði bæöí mörk Leiknís en Kristmar Björnsson mark Hver- gerðinga. • Árvakur vann stórsigur á Létti, 5-0. SæbjörnGuðmundsson og Friörik Þorbjömsson geröu tvö mörk hvor og Vilhelm Freð- riksen eitt mark. Ægir vann TBR, 1-0, í Þorláks- höfh. Dagbjartur Pálsson gerði eina mark leiksins. • Loks vann Víkingur 5-1 síg- ur á Höfnum á Ólafsvík. -RR/SH/ÆMK Heppnisigur FH á Skaganum - Akumesingar töpuöu fyrir FH, 2-3,1 skemmtilegum leik Sigurgeir Sveinssan, DV, Akranesi: FH-ingar unnu Skagamenn í fjör- ugum leik á Akranesi í gærkvöldi. Lokatölur urðu 2-3 fyrir gestina og verða það að teljast ósanngjörn úr- slit því heimamenn voru mun betri • Hörður Magnússon skoraði tvö mörk fyrir FH stóran hluta leiksins. FH-ingum hef- ur oftast gengið mjög vel á Skaganum og hafa Hafnfirðingar unnið fjóra af síðustu sex leikjum sínum þar. Þetta er einn besti leikur sem sést hefur á Skaganum í sumar og hann byijaði fjörlega. Það voru FH-ingar sem náðu að skora strax á 5. mínútu og var þar að verki Birgir Skúlason sem skoraði eftir hornspymu. Skagamenn sköpuðu sér mun fleiri tækifæri sem ekki nýttust. Halldór HaUdórsson varði vel frá Bjarka Pét- urssyni og Karl Þórðarson og Alex- ander Högnason misnotuöu báðir góð færi auk þess sem Hafnfirðingar björguðu á línu. Síðari hálfleikur var ekki síðri en sá fyrri og ekki vantaði marktæki- færin. Skagamenn vildu fá dæmt mark þegar boltinn dansaði að því er virtist innan marklínu FH-inga en línuvörðurinn var fjarri því að vera á réttum staö og því síður dómarinn og létu þeir því leikinn halda áfram. Skagamenn náðu loks að jafna þegar Sigursteinn Gíslason skoraði með þrumuskoti af um 20 metra færi sem Halldór, markvörður FH, átti ekki möguleika á að veija. Alexander fékk síöan gott færi en skaut fram hjá og hinum megin átti Hörður Magnús- son skot í marksúlu Skagamanna. Á 60. mínútu var Andri Marteinsson felldur inn í teig heimamanna og Hörður Magnússon skoraði úr víta- spyrnunni. Þegar þrjár mínútur voru til leiksloka skoruðu FH-ingar sitt þriðja mark eftir góðan undir- búning Andra Marteinssonar. Hann gaf á Hörð sem var í dauðafæri og skoraöi af stuttu færi. Á síðustu mín- útu leiksins náði Bjarki Pétursson að minnka muninn fyrir Skagamenn með glæsilegum skalla eftir fyrirgjöf frá Heimi Guðmundssyni. Leiknum lauk þar með 2-3 sigri FH-inga og staða Skagamanna er nú orðin virki- lega slæm. Bestir í hði heimamanna voru þeir Sigursteinn Gíslason og Karl Þórðar- son. Guðmundur Valur Sigurösson og Andri Marteinsson voru í aðal- hlutverkunum hjá FH-ingum. Dómari var Sveinn Sveinsson og dæmdi hann mjög vel. KR-ingar í toppslaginn - sigruðu KA, 0-1, á Akureyri Gylfi Kristjánssan, DV, Akureyri: „Okkur hefur alltaf gengið fremur illa í leikjunum hér fyrir norðan en núna í sumar höfum við sótt sex stig tíl Akureyrar. Ég er mjög ánægður með sigurinn sem var verðskuldaður í alla staði. Við tökum aðeins einn leik fyrir í einu, eigum að spila við Víkinga næst og erum ekki famir að hugsa um neinn titil ennþá,“ sagöi Pétur Pétursson KR-ingur í samtali viö DV eftir sigur liðsins á KA, 0-1, á Akureyri í gærkvöldi. KR-ingar hafa unnið tvo mikilvæga sigra á báðum norðanliðunum á Akureyri í sumar og hafa greinilega unnið sigur á „Akureyrardraugn- um“ og eru á fullri ferð í toppbarát- tunni. Ekkert gengur hjá KA-mönn- um þessa dagana og ekki bætir úr skák að nokkrir lykilmenn eru fjarri góðu gamni vegna meiðsla. í gær lék liðið án Erlings Kristjánssonar, Steingríms Birgissonar og Ormarrs Örlygssonar sem eru á sjúkralista. Ekkert markvert geröist í fyrri hálfleik uppi við mörkin og reyndar ekki í þeim síðari heldur fyrir utan markið. Sigurmark KR-inga kom á 56. mínútu eftir óskiijanleg mistök KA-liðsins úti á vellinum. Bjöm Rafnsson fékk knöttinn á auðum sjó, lék á Hauk 1 markinu og skoraði á auðveldan hátt. KA-liðið komið í bullandi fallbaráttu KR-ingar áttu skilið að sigra, vom meira með boltann og höfðu öll völd á miðju vallarins. Liðsheildin var jöfn í KR-hðinu í þessum leik. Bjami Jónsson var bestur í liði KA sem stendur í alvarlegri fallbaráttu og verð.ur liðið að taka sig verulega saman 1 andlitinu í næstu leikjum ef ekki á illa að fara. • Gylfi Orrason dæmdi leikinn vel. "ýt Knattspyrna 1. deild/Hörpudeild Valur........9 6 1 2 15-6 19 KR...........9 6 0 3 14-9 18 Fram.........9 5 1 3 17-7 16 ÍBV..........9 4 3 2 12-14 15 FH...........9 4 0 5 14-13 12 Víkingur.....8 3 3 2 10-9 12 Stjarnan.....9 3 2 4 11-15 11 ÍA...........9 2 2 5 10-16 8 Markahæstir: Hörður Magnússon, FH.........6 Guðmundur Steinsson, Fram....6 • Björn Rafnsson tryggði KR-ingum sigurinn í gærkvöldi. Góð viðbrögð í garð enskra - flestir sammála ákvörðun UEFA um að hleypa enskum liðum aftur inn Bert Millichip, forseti enska knatt- spymusambandsins, var að vonum ánægður með ákvörðun Evrópu- knattspymusambandsins um aö leyfa enskum félagsliðum að taka aftur þátt í Evrópukeppninni. Milli- chip sagðist vona að aðdáendur ensku liðanna sæju nú sóma sinn í að haga sér vel á komandi leikjum í Evrópukeppninni svo að þeir myndu ekki eyðileggja aftur fyrir enskum liðum og enskri knattspymu. Viðbrögð manna voru mjög jákvæð í garð ensku liðanna. „Þaö á auðvitað að gefa enskum áhangendum mögu- leika á að sanna að þeir hafi breyst til batnaðar," sagði Joerg Berger, þjálfari Eintracht Frankfurt. Lenn- art Johanson, forseti UEFA, sagðist vera mjög ánægður með þessa ákvörðun. „Það væri mjög slæmt mál að einangra enska knattspymu lengur," sagði Johanson. „Það er ekki hægt að tala um Evrópukeppni án enskra liða,“ sagði Arsene Weng- er, þjálfari Mónakó. Stjómarmaður ---------------------I Aston Villa, sem keppir fyrir hönd Englands í UEFA-keppninni, sagðist vera himinlifandi og að allir hjá Ast- on Villa biðu mjög spenntir eftir keppninni. -RR Tveir leikmenn úr 1. deild í bann Tveir leikmenn úr 1. deild voru dæmdir í eins leiks bann hjá aga- nefnd KSÍ í gær. Þetta em þeir Frið- rik Snæbjörnsson, ÍBV, og Hlynur Birgisson, Þór. Stefán Ólafsson, ÍR, fékk einnig eins leiks bann ásamt þeim Friðriki Magnússyni, Reyni, og Alexander Helgasyni, Snæfelli. Þá fékk Benedikt Jóhannsson, Austra, 2.1eikjabann. -RR • Birgir Sigfússon, varnarmaður Stjörnur Eyjamanna, Andrej Jerina. Bróði skip - Stjaman og ÍBV „Ég er óánægður með að við skyldum ekki sigra eftir að hafa verið yfir. Eitt stig telur þó og við færumst stiginu ofar og þar með nær takmarki okkar,“ sagði Sig- urlás Þorleifsson, þjálfari og leikmaður Vestmannaeyinga, eftir að Uð hans hafði gert jafntefli, 1-1, við Stjömuna í Garðabæ í gærkvöldi. Jafntefli verður að teljast nokkuð sanngjörn úrslit því leikurinn var jafn og skemmtilegur þrátt fyrir leiðinda veöur. Eyjamenn fengu óskabyrjun og vom búnir að skora eftir aðeins 5 mínútur. Júgóslavinn Andrej Jerina fékk boltann óvænt eftir mistök í vörn Garðbæinga og skoraöi framhjá Jóni Otta Jónssyni í marki Stjörnunnar. Eyjamenn voru at- kvæðameiri lengst af fyrri hálfleiks og virtust eiga auðveldara með að hemja sig á blautum vellinum. Stjörnumenn sluppu fyrir horn eftir nokkrar hættulegar sóknir Éyjamanna. Hinum megin á vellinum fékk síöan Valdimar Kristófersson gott mark- tækifæri en Adólf Óskarsson varði mjög vel. í síðari hálfleiknum komust Stjörnu- „Þaö var í gærkvöldi sem endanlega vai með okkur á næsta keppnistímabili. Um léki meö okkur en sem betur fer eru þe Þorsteinn Einarsson, formaður handkna gærkvöldi. Áður hafði verið gengiö frá ráðningu fói aðí HK-liðinu fyrir nokkrum árura. Robet og lék meö Dukla Prag um hrfð en í vetur einnig annast þjálfun á yngri flokkum fé með Víkingum á síðasta vetri, hefur ákve

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.