Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1990, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1990, Blaðsíða 28
44 MIÐVIKUDAGUR 11. JÚLÍ 1990. Andlát Gunnar Hafsteinn Þórðarson lést á Sólvangi, Hafnaríirði, mánudaginn 9. júlí. Jarðarfórin verður auglýst síðar. Jarðarfarir Ragnar Ólafur Ólafsson, Austurbrún 4, sem lést 25. júni, verður jarðsung- inn frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 12. júlí kl. 13.30. Gruðrún Oddsdóttir, Hjallalandi 1, Reykjavík, lést 9. júlí, jarðarfór hennar fer fram frá Bústaðakirkju miðvikudaginn 18. júli kl. 13.30. Haraldur Þorsteinsson, Kleppsvegi 76, sem andaðist í Borgarspítalanum 3. júlí, verðurjarðsettur frá Áskirkju 12. júlí kl. 15. Erlingur Jóhannsson, fyrrum bóndi og skógarvörður í Ásbyrgi, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju fóstudaginn 13. júlí kl. 13.30. Kristján Björnsson lést 1. júlí sl. Krisiján var fæddur 26. apríl 1919 á Víghólastöðum í Laxárdal í Dala- sýslu, foreldrar hans voru Bjöm Magnússon og Hólmfríður Margrét Benediktsdóttir. Kristján hóf störf hjá Síldar- og fiskimjölsverksmiðj- unni að Kletti árið 1951 og starfaði þar í 14 ár, 1965 hóf hann síðan störf hjá Ágústi Ármann hf. Kristján var giftur Hólmfríði Jónsdóttur og eign- uðust þau fimm syni. Kristján verður jarðsunginn frá Langholtskirkju í dag kl. 15. Tilkynningar Ný umferðarljós í dag, 11. júlí, kl. 14 verður kveikt á -*■ hnappastýrðum umferðarljósum fyrir fótgangandi á Lönguhlið við Blönduhlíð. Tímaritið Þroskahjálp 3. tölublað 1990 er komið út. Útgefandi er Landssamtökin Þroskahjálp. I þessu tölublaði kynnumst við samskipan fatl- aðra og ófatlaðra forskólabama og þvi hve miklum árangri er hægt að ná þegar saman fer áhugi, þekking og kunnátta. Dagheimilið Ösp var heimsótt og rætt við Jónínu Konráðsdóttur forstöðukonu. Þá skýra foreldrar tveggja snáða, sem eru á Öspinni, frá viðhorfum sínum og einnig fleiri sem koma við sögu. Helga Vetur- liðadóttir, sem hefur 30 ára reynslu af ummönnun bama, segir frá reynslu sinni og kemur margt athyglisvert fram hjá henni. Hún hefur alið upp 11 böm á fjöl- skylduheimili og finnst að slík heimili eigi enn rétt á sér. Af öðm efni má nefna erindi um væntingar foreldra eftir Guð- mund Ragnarsson sem hann flutti á ráð- stefnu nýlega og þýdda grein um Downs Syndróm og heymarmein. Þá er skýrt frá skólaslitum Þroskaþjálfaskóla íslands og nokkrir þroskaþjálfar teknir tali þar sem spáð er 1 framtíðina. Spjallað er við einn af umræðuhópum þroskaheftra og segja fulltrúar opinskátt frá reynslu sinni úr daglegu lífi. Tímaritið Þroskahjálp kem- ur út sex sinnum á ári. Það er sent áskrif- endum og fæst í lausasölu í bókabúðum, á blaðsölustöðum og skrifstofu samtak- anna að Suðurlandsbraut 22. Áskriftar- síminn er 679390. AtviwxiDiaí Kvftnna - mtaf»ðt Tswrtkk ■ FerözÞÍCfliJtVi öærxia ?OTf<5tií)vOKaST«f er komið út. Meðal efnis í blaðinu em uppskriftir af jurtafæði, greinar um þvottaefni, Ferðaþjónustu bænda og margt fleira. Á handavinnuslðunum em m.a. stuttir og síðir peysujakkar. Ævisaga Galínu Vishnevskaja óperusöngkonu Almenna bókafélagið hefur gefið út bók- ina Galína, sem er sjálfsævisaga rúss- nesku ópemsöngkonunnar Galínu Vis- hnevskaju. í bókinni lýsir Galina því hvemig hún reis úr örbirgð í bamæsku, varð ein skærasta söngstjama Sovétríkj- anna við Bolshoi óperuna áður en hún varð landflótta frá fóöurlandi sínu. Guð- rún Egilsson íslenskaði bókina og þóðin þýddi Geir Kristjánsson. Galina var mán- aðarbók Bókaklúbbs AB í júní. Bókin er 380 bls. og prentuð í prentsmiðju DV, bókband annaðist Félagsbókbandið- Bókfell. Kápu gerði Búi Kristjánsson. Úti á vegum verða flest slys 0 í lausamöl \Æf beygjum ♦ við ræsi og brýr ^við blindhæðir YFIRLEITT VEGNA 0F MIKILS HRAÐA! Meiming Sólrún Bragadóttir söngkona Ljóðasöngur í rigningu Nú fer í hönd tími sumarleyfa og borgarlífið er hálíl- amað af þeim sökum. Þegar við bætíst að farið er að rigna eftir Kaliforníuveðrið undanfarið hvað er þá lík- legast til að geta dregið fjölda fólks inn í Laugarnes að kvöldlagi? Auðvitað ljóðasöngur. Því miður komust ekki alhr þeir að sem mættir voru til að hlýða á söng Sólrúnar Bragadóttur og píanóleik Jónasar Ingimund- arsonar í Listasafni Siguijóns í gærkvöldi. En þeir sem urðu frá að hverfa voru huggaðir með að tónleikamir yrðu endurteknir síðar í vikunni. Schubertskvöld var yfirskrift tónleikanna og efnis- skráin var helguð honum. Lögin voru misvel þekkt en vel vahn til að sýna þá fjölbreytni og andlegu auð- legð sem tónhst Schuberts er gerð af. Við fyrstu sýn kann svo að virðast sem ljóðaformið sé þröngur stakk- ur að semja tónhst í og bjóði ekki upp á annað en tak- markanir. Þegar hugarflugið er nóg eins og hjá Schu- bert þjónar hið sparsama form því að gera andagiftina enn augljósari. Það sem virðist til trafala reynist vera styrkleiki. Sólrún Bragadóttir er ein þeirra íslensku tónhstar- manna sem eru að gera garðinn frægan erlendis um þessar mundir. Hún sýndi vel í gærkvöldi hvaða ástæður eru fyrir velgengni sinni. Sólrún hefur fallega rödd og beitir henni af góðri þjálfun og öryggi sem byggist á greinilegum tónhstarhæfheikum. Ýmis hlæ- brigði og styrkleikabreytingar nýttust henni mjög vel. Á nokkrum stöðum, einkum þegar veikt var sungið, skapaðist sú stemmning að tíminn virtist stöðvast og enginn þorði að verða fyrstur til að anda. Einhver Tónlist Finnur Torfi Stefánsson hélt því fram að sést hefði á þessum augnabhkum jafn- vel glitra á tár á hinum veðurbarða hvarmi Fjallkon- unnar sem býr þama í salnum og kahar ekki allt ömmu sína þegar tónhst er annars vegar. Jónas Ingimundarson virðist stöðugt auka við lita- spjald sitt í undirleiknum og sýndi oft mjög blæbrigða- ríka túlkun. Raunar er það rangnefni að kalla hlut- verk píanósins í ljóðasöng undirleik því að hlutverk beggja er auðvitað jafnmikhvægt ef vel á að vera. Sam- leikur hytjendanna var yfirleitt ágætur og styrktist er leið á tónleikana. Sem aukalag endurtóku þau An die Musik sem tónleikarnir hófust á og tókst það mun betur í seinna sinnið. Þeir sem gáfu sér tíma th að htast um í Laugar- nesinu eftir tónleikana gátu séð að staðurinn tapar litlu í þokka þó að rigni. Hvort sem það var Schubert að þakka eða ekki var Viðey komin með nýjan grænan ht, mjög dulúðugan og öldurnar á sundunum þungar af rigningunni höfðu lagt af aht ábyrgðarleysi og glannaskap og hreyfðu sig með settlegri virðingu eins og gamlir diplómatar. -FTS Endurfundir Eiðmanna Þann 15. sept. nk. ætla þeir sem stunduðu nám við Alþýðuskólann á Eiðum á árun- um 1980-1981 og 1981-1982 að hittast í Reykjavík og gera sér glaðan dag. TO þess að hafa veg og vanda af þessari sam- komu hefur verið skipuð sérstök endur- fundanefnd sem veita mun allar nánari upplýsingar fyrir 20. júlí nk. Hana skipa Óli N. Sigmarsson í síma 91-22031, Björg- ólfur Hávarðsson í síma 91-35922, Reynir Hauksson í síma 91-42085 og Vigfús M. Vigfússon í síma 91-642108. Tónleikar Söngskemmtun í Vinaminni í kvöld, miðvikudaginn 11. júli, kl. 20.30 verða tónleikar í safnaðarheimilinu Vinaminni á Akranesi. Þar syngja Esther Helga Guðmundsdóttir, sópran, og Bjöm Bjömsson, baríton, íslensk og erlend ljóðalög og ítalskar óperuaríur við píanó- undirleik Gimnars Bjömssonar. Esther Helga lauk prófi frá Söngskólanum og var aðalkennari hennar Þuríður Páls- dóttir. Að þvi búnu nam hún söng við Bloomington háskólann í Indiana í Bandaríkjunum hjá Roy Samuelsen og Clöru Barlow og lauk þaðan BM prófi. Bjöm lærði söng í Nýja tónlistarskólan- um hjá Sigurði Demetz Franzsyni og sótti námskeið hjá prófessor Hanne-Lore Kuh- se hér heima og í Weimar í Þýskalandi. Þau Esther Helga og Bjöm hafa undan- farið sótt söng söngtíma hjá frú Ágústu Ágústsdóttur í Holti í Önundarfirði. Jasstónleikar Gamma á Hótel Borg Djassrokksveitin Gammar heldur tón- leika á Hótel Borg nk. fimmtugaskvöld. Þetta em fyrstu tónleikar hljómsveitar- innar síðan á djassdögum ríkisútvarps- ins í vor þar sem hún vakti óskipta at- hygli hljómleikagesta. Gammar leika ein- göngu frumsamda íslenska tónhst sem samin er af meðlimum hljómsveitarinn- ar. Sveitina skipa þeir Bjöm Thoroddsen gítarleikari, Stefán S. Stefánsson saxó- fónleikari, Bjami Sveinbjömsson bassa- leikari, Kjartan Valdemarsson hljóm- borðsleikari og Halldór G. Hauksson trommuleikari. Tapaðfundið Postulínsnæla tapaðist Tapast hefur postulínsnæla, græn og gyllt að lit. Nælan tapaðist sennilega á milli Einholts og Þverholts mánudaginn 10. júlí. Finnandi er vinsamlega beiðnn að hafa samband í síma 27022 (322 innan- húss). Talstöð stolið Aðfaranótt laugardagsins 7. júií, ca kl. 2, var talstöð tekin úr herbergi í Knunmahólum 8. Talstöðin er ICOM 28 h og er hún sú eina sinnar tegundar á landinu, við talstöðina var tengd Katr- onic tölva ásamt stórum straumbreyti. Þessi talstöð kemur engum að gagni þar sem hún er á lokuðu tíönisviði fyrir rad- ioamatöra. Ef einhver hefur orðið var við þessa talstöð þá er hann vmsamlega beð- inn að hafa samband við Ara Jóhannes- son í síma 78212. Fundarlaun. Sýrdngar María M. Ásmundsdóttir opnar sína fyrstu málverkasýningu fimmtudaginn 12. júlí kl. 17. í Félags- og þjónustumiðstöðinni Bólstaðarhlíð 43. María er ættuð af Snæfellsnesi, fædd árið 1898 á Krossum í Staðarsveit, dóttir hjón- anna Kristínar Stefánsdóttur og Ás- mundar Jónssonar. María hefur í frí- stundum sínvun gegnum árin haft áhuga á útsaumi og málun og á hún mikið safn af útsaumuðum myndum. Seinni árin hefur gefist meiri timi til að sinna skemmtilegum áhugamálum eins og mál- un á gler og dúka. Hluti af vferkum henn- ar verður sýndur í Bólstaðarhlíð 43 frá fimmtudeginum 12. júli til 1. ágúst.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.