Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1990, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1990, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 11. JÚLl 1990. 3 Fréttir Amameshæð: Brúin opnuð um mánaðamót - ef veður tefur ekki malbikimarframkvæmdir Brúin á Amameshæð veröur opn- mun fyrr en áætlun sagði til um. uð um næstu mánaðamót. Það er Opnunartíminn ræðst þó af veðri. Brúin yfir Arnarneshæð verður væntanlega titbúin tveimur mánuðum fyrr en áætlað var. Vestmannaeyjar: Flugvöllurinn stórbættur Ómar Garðaisson, DV, Vestmannaeyjum; Miklar framkvæmdir verða við Vest- mannaeyjaflugvöll í sumar. Slitlag verður lagt á allan völlinn, byggð tækjageymsla og nýr radar settur upp. Þá verður flugvöllurinn á Bakka byggður upp þannig að þar geti lent stórar flugvélar og er hann hugsaður sem þriðja samgönguleiðin milh lands og Eyja. Ami Johnsen, sem á sæti í flug- ráði, gerði bæjarráöi Vestmannaeyja grein fyrir þessum framkvæmdum. I samtali við DV sagðist hann hafa komið fram með þá hugmynd að byggja upp flugvöllinn á Bakka í Austur-Landeyj um fyrir tveimur árum. „Nú er búið að ákveða að byggja 1100 metra braut í norður-suður sem er nógu löng braut fyrir Fokker vél- ar. Þá verður byggð 700 metra braut í austur-vestur og byggð lítil flugstöð við völlinn," sagði Ami. Þessum framkvæmdum á að ljúka í ár en á næsta ári verður komið upp lending- arljósum sem hægt er að íjarstýra úr lofti. Bændur við flugvöllinn ætla að taka bíla í geymslu fyrir Eyjamenn og jafnvel verður byggt bílskýli í framtíðinni. „Flug á mifli tekur um fimm mínútur og er þetta hugsað sem þriðji ferðamöguleikinn fyrir Eyjamenn." Til framkvæmda á Vestmanna- eyjaflugvelli í ár á að veija rúmum 50 milljónum króna. Tvöfalda slitlag- ið á allan völlinn kostar um 40 millj- ónir. í haust er ráðgert að byggja tækjageymslu vestan við flugstöðina upp á 10 milljónir og ljúka malbikun á flughlaði framan við flugstöðina sem eru samtals 700 fermetrar. „Þá er búið að panta radíóvita sem á eft- ir að bæta mjög aðflug og öryggi við völflnn. Verður hann settur upp í haust,“ sagði Ámi. Nýja Dornierflugvél Arnarflugs að hefja sig til flugs á Vestmannaeyjaflug- velli. DV-mynd Ómar Ef rignir mikið næstu daga tefur það malbikunarframkvæmdir og þá gæti opnun dregist eitthvaö. Samkvæmt áætlun átti að opna brúna 1. októb- er. Þegar brúin verður opnuð verður frágangi að mestu lokiö. Verktaki við brúargerðina er Hagvirki. „Verktakinn sá sér hag í að ljúka verkinu fyrr og við erum ánægðir með þaö,“ sagöi Rögnvaldur Jóns- son, umdæmisverkfræðingur hjá Vegagerðinni. Kostnaðaráætlun er um 300 millj- ónir og allt bendir til aö hún standist. Arnarneshæðin hefur verið einn hættulegasti vegarkaffl á landinu. Þar hafa orðið mörg alvarleg slys. -sme Hótel Holiday Inn hefur allt sem til þarf svo gjöra megi góða veislu. Brúðhjónin geta valið um glæsilegt hlaðborð með heitum og köldum réttum, virðulegt kaffihlaðborð eða spennandi pinnahlaðborð. Veislusalir hótelsins taka allt að 130 manns í sæti eða 300 manns í standandi hanastél. Kóróna hótelsins er Háteigur, þar sem gestir njóta hins rómaða útsýnis til Esjunnar og yfir sundin blá. Hótelsvítan fylgir með í veislukaupunum og þegar brúðhjónin draga sig í hlé bíður þeirra glaðningurfrá hótelinu á svítunni. Að sjálfsögðu er morgunverður framreiddur þegar ungu hjónin óska þess. Allar upplýsingar eru veittar í síma 689000. Sigtún 38 - 105 Reykjavík - Sími (91) 689000 Þútæxðmyndimará fíQ mínútum Opnum kl. 8.30 m n ■ ■1 ■■ ■■■!■■ 111111 ■■■■■■TTT LJÓSMYNDAÞJÓNUSTAN HF Laugavegi 178 - Simi 68-58-11 (næsta hús við Sjónvarpið) .....................

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.