Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1990, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1990, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 11. JÚLÍ 1990. Spumingin Hver er uppáhalds- maturinn þinn? Sigríður Bald vinsdóttir, atvinnulaus: Hamborgarhryggur með heimatil- búnu rauðkáh, sósu og brúnuðum kartöflum. Ég borða þetta bara á jól- unum, þetta er jólamaturinn. Margrét Björnsdóttir ræstitæknir: Dilkakjöt. Æth góð kjötsúpa sé ekki uppáhaldsmaturinn. Ég borða kjöt- súpu svona tvisvar í mánuði. Haraldur Ásgeirsson verl^amaður: Glóðarsteikt riíjasteik. Ég vil hafa bakaða kartöflu og rauðvínssósu með og drekka gott hvítvín. Þorvaldur Steinarsson, 12 ára: Lambalseri. Það borða ég alltaf á sunnudögum með brúnuðum kart- öflum og salati. Eyjólfur Elíasson, 12 ára: Læri en ég borða þaö ekki mjög oft. Lýsi er það versta sem ég hef smakkað. Bergur Bjarnason lögfræðingur: Soð- inn fiskur og ýsa er best. Kartöflur og bráðið smjör er gott með. Lesendur Verkamannafélagið Dagsbrún: Brot á lögum félagsins Þorsteinn Sch. Thorsteinsson skrifar: í lögum Dagsbrúnar og þá lögum um fundarsköp er ekki sagt hvenær lögin tóku gildi eða frá hvaða tíma- bili og/eða ári. Þá er ekki sagt hvar þau voru útgefin. - Þetta er alvarlegt brot gagnvart félagsmönnum. Aðalfundur Dagsbrúnar var hald- inn 21. maí 1990. Þá var ekki farið eftir lögum félagsins á grein 46 og er það lögbrot. Hún segir svo: „Endur- skoöaðir reikningar félagsins skulu lagðir fram á skrifstofu þess félags- mönnum til sýnis sjö dögum fyrir aðalfund.‘' - Ekki var hægt að fá að sjá Ársskýrslu 1989 og/eða reikninga félagsins fostudaginn 18. maí 1990. Menn höfðu spurt um þá á skrif- stofu félagsins og var því svarað að þeir myndu verða til sýnis á aðal- fundi Dagsbrúnar að Hótel Sögu þann 21. maí. Reikningarnir væru ekki enn sem komið væri til á skrif- stofu félagsins og þar af leiðandi ekki hægt að fá að sjá þá þar. í lögum félagsins segir svo í 32. grein: „Aðalfundur félagsins skal haldinn eigi síðar en 15. febrúar ár hvert. Þar skulu lagðir fram reikn- ingar félagsins endurskoöaöir til at- hugunar og samþykktar. Þar skal lýsa kosningu stjórnar, varastjómar, endurskoðenda, trúnaðarráðs og annarra trúnaðarmanna. - Þá skal gefin skýrsla um störf stjórnar og trúnaðarráðs fyrir síöasta starfsár." Aðalfundurinn, sem var haldinn mánudaginn 21. maí 1990, var ekki í neinu samræmi við lög félagsins. - Hvenær var svo þessi merkilegi aðal- fundur boðaður og hvaða reglur gilda um þaö? Vilja félagsmenn Dags- brúnar fá að vita hvort fara skuli eftir þessum lögum Dagsbrúnar um „lög og fundarsköp" eða ekki og hvort þau séu ekki gagnkvæm gagn- vart félagsmönnum? Einnig hvort það sé ekki hægt að fara fram á opin- bera rannsókn á störfum Dagsbrún- ar, t.d. reynt að komast að því hve- nær aðalfundurinn var haldinn síð- ast á réttum tíma? - Elstu menn, margir hverjir, muna það ekki. í grein 7 segir svo: „Allir félags- menn eru skyldir að hlýða lögum félagsins og fundarsamþykktum og halda í einu og öllu samninga er fé- lagið hefur gert við atvinnurekendur og aðra.“ - í framhaldi af þessari grein vil ég benda á grein 8: „Hver sá maður er rækur úr félaginu, sem að áhti trúnaðarráðsfundar eða ályktunarfærs félagsfundar hefur unnið því ógagn, bakað því tjón, eða gert því eitthvað til vansa, sem ekki er áhtið að bætt verði með fé, svo og hver sá maður sem ekki hlýðir lögum félagsins.“ Ég sem hér rita vh láta fara fram opinbera rannsókn á störfum Dags- brúnar og stjóm hennar. - Lýst er yfir stórfehdu vantrausti á stjórn Dagsbrúnar, þar sem hún hefur ekki getað haldið aðalfundinn á réttum tíma síðastliðin ár. Samkomuhúsið Glymur (áður Broadway). segir hér m.a. - „Litlu sem engu þarf að breyta til að reka þarna „country“-stað,“ Glymur verði „country“-staður Haraldur örn Haraldsson hringdi: Varðandi sölu veitingahússins Glyms vil ég leyfa mér að koma á framfæri þeirri hugmynd að sá sem kaupir þetta fyrrum stærsta diskótek á Norðurlöndum, og sem eflaust er hægt að nýta til ýmissa hluta, sjái sér fært að koma þama upp stómm og vinsælum „country“-dansstað. Húsnæðinu myndi htið sem ekkert þurfa að breyta og þama er ahtsem til þarf, að því er ég hygg, og ekkert annað eftir en að fylgja eftir hug- myndinni. Aukinn áhuga hér á landi fyrir hinni sérstæðu tónhst vesturs- ins er sjálfsagt að nýta og koma þama fyrir því sérstæða og skemmti- lega andrúmslofti sem fylgir svona tónlist. Þarna gæti fólkið gengið um sah, og ýmist hlustað á lifandi tónhst eða þá sem væri enn ódýrara, að hafa þarna svokölluð ,jukebox“ og leyfa fólki að velja lögin. - Þama ætti einn- ig að vera boðið upp á létta rétti og hvers kyns snarl til að fullkomna þjónustuna. - Með þesu móti væri kominn í gagnið á íslandi fyrirmynd- ar „honky-tonk“ staður og ég er viss um að þetta yrði afar vinsæll staður og eftirsóttur. - Ég skora á viðkom- andi að afskrifa ekki hugmyndina án umhugsunar. Veðurfræðingar og veðrið norðanlands: Finnst þeim það meira virði? Hildur Jónsdóttir skrifar: Ég get ekki orða bundist vegna sífehdra ummæla og endurtekinn- ar vorkunnsemi veðurfræðinga, einkum í sjónvarpi og það á við báðar stöðvamar, um íbúa á norð- anverðu og norðaustanverðu landinu vegna kalsaveðurs sem þar hefur verið að undanfömu. - Norð- lendingar eiga aht gott skihð þar með tahð veðurblíðu eins og aðrir en það er nokkuð langt gengið flnnst mér þegar veðurfræðingam- ir em allt aö því famir að brynna músum yfir því að ekki skuh sjást tíl sólar á norðanverðu landinu. Satt að segja eigum við Sunnlend- ingar meira en inni hjá veðurguð- unum (ekki veðurfræðingunum) að fá nokkra sólskinsdaga, svo hrikalega sem við höfum verið leik- in veðurfarslega síðasthðin sumur, á meöan þeir á Norður- og Austur- landi hafa búið við hitastig sem kemst oftast yfir 20 gráður og jafn- vel í 30 þegar best lætur. Mér finnst aö veðurfræöingar eigi að hætta að byrja á því að lýsa veðri og veðurspá eitthvað á þessa leið; já, enn ætlar hann að blása á norðanverðu landinu og lítiö að rofa tíl - eða: Norðlendingar verða víst að bíða enn um sinn eftir því að hann glaðni th - eða: nú, fer loks að sjá th lofts á Norðurlandi og hitinn kemst vel yfir... Þetta ætti nú kannski senn að að heyra sögunni th, því nú er spáð kólnandi hér fyrir sunnan og lægð- um í röðum eins og endranær og alla tíð. Við erum vön úrkomunni og umhleypingunum og það er eng- in ástæöa th að óttast að Norðlend- ingar fái ekki sína sumarbhðu að venju. - Veðurfræðingum á sann- arlega eftir að verða að ósk sinni. n Eru þeir allir norðanmenn eða hvað? Hjörtur hringdi: Við heimilisfólkið fengum inn um bréflúguna fyrir stuttu falleg- an og myndskreyttan bækling um reiöhjól. Þetta eru hinir eigu- iegustu gripir. Þarna voru allar upplýsingar sem hugsast getur og hvergi til sparaö í gerð bækl- ingsins. Þaö vantaði hins vegar aðalatriðiö - verðið. Þaö skiptir sköpum fyrir flesta, þar sem ekki er hægt að nálgast eða eignast eitt slíkt án þess að greiða fyrir það. Hvað er svona mikið á móti þvi að auglýsa verð í íslenskum sölubæklingum? Vita kaupsýslu- menn ekki að þessir bæklingar, hversu fallegir og vandaðir sem þeir eru verða næstum gagns- lausír ef verðið vantar. Nú er varla svo erfitt aö láta verð fylgja með, allt erlendur vamingur og reiðhjól hækka ekki úr því sum- arsalan er byrjuö, eða hvað? Gengið er nokkuð stöðugt og í versta falli værí hægt að gefa upp verðið miðað við ákveðna dag- setningu eins og stundum er gert. - Það er mikill misskilningur aö fólk rjúki af stað í verslun að skoða ákveöna vörutegund þótt bæklingur sé sendur th þess. - Þaö er verðið, og aðeins veröið sem dregur viðskiptavini að eða hrekur þá frá. Að geta ekki verðs í auglýsingum er sjálfsblekking viðkomandi söluaöila. Ríkisstjórnin skori á Thatcher Þórarinn Björnsson skrifar: Ég vil beina orðum mínum til hæstvirtrar ríkissjórnar íslands að hún sendi Margréti Thatcher, for- sætisráðherra Bretlands, áskomn um að hætta við neikvæða afstöðu sína í því að veita Gorbatsjov, forseta Sovétríkjanna, efnahagsaðstoð svo að hann geti gengiö skrefið th fulls með mannréttindastefnu sína og friðarvhja og opnað austantjalds- löndin th lýðræðis í anda vestrænna ríkja. - Hann hefur lyft grettistaki í þá átt nú þegar. Ég man ekki betur en sú fróma frú, Thatcher, sé að reyna aö teyma Jap- ani út í sína þvermóðsku og skhn- ingsleysi á þeirri miklu þíöu gagn- vart Vesturlöndum sem Gorbatsjov hefur barist fyrir, þrátt fyrir skhn- ingsleysi margra vestrænna þjóða th að koma th hjálpar í því efni að af- nema einræði Stalíntímabilsins. Fyrir aha muni, sendið frú Thatc- her mótmæh gagnvart hennar nei- kvæðu afstöðu og reynið að koma vitinu fyrir frúna. - Það hefur fyrr verið hlustað á íslendinga og afstöðu þeirra á alþjóðavettvangi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.