Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1990, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1990, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 11. JÚLÍ 1990. 15 Sannleikurinn rís sjaldnast upp, því miður Nelson Mandela er leiötogi. Hann er ekki í fararbroddi hreyfingar einvörðungu af því að hann nýtur baráttunnar, þarfnast ástar, hefur gaman að koma fram í sjónvarpi eöa ferðast um á fyrsta farrými. Hann er í fararbroddi hreyfingar af því að hann á sér hugsjón sem hann er tilbúinn til að standa og falla með. Þess vegna er hann leið- togi en ekki bara stjórnmálamað- ur. Nelson Mandela hefur fengið óvenjugott tækifæri til þess að standa og falla með hugsjón sinni. Hann reyndist tilbúinn til þess að gefa eftir meginhluta fullorðinsára sinna fyrir sannfæringu sína. í tuttugu og sjö ár sat hann í fang- elsi. Honum stóð frelsi til boða mestallan tímann ef hann yrði til samvinnu fús við stjómvöld. Með því einu að gerast maður hófsamur í kröfum, eins og margir svartir stjómmálamenn í Suður- Afríku eru, gat hann gengið út um opnar fangelsisdyr. Sérstaklega varð þetta augljóst þegar líða tók á fangelsisvistina. En Mandela tók frelsi hugans framyfir frelsi líkam- ans. KjaUarinn Séra Baldur Kristjánsson Að standa eða falla í heiminum er sem betur fer mik- ið af fólki sem kýs að standa eða falla með réttlætiskennd sinni. Fólki sem hvorki er tilbúiö til þess að selja sálu sína fyrir 30 eða 3000 silfurpeninga. í heiminum var einnig mikið af fólki sem lét lífið fyrir sannfæringu sína. Harðstjórar og ofbeldisöfl drepa fólk sem berst fyrir réttlæti. Tug- þúsundir láta lífið árlega í Suður- Ameríku, tugþúsundir hafa látið lífið í Suður-Afríku. - Hin skrifaða og óskrifaða saga er fleytifull af ríkjandi öflum sem myrtu and- stæðinga sína og því miður, oft tókst þeim að grafa sannleikann með þeim. Það óhugnanlega við sögu mann- kyns er að þeir sem beita byssunni „Það er hægt að leggja út af lífi Nelsons Mandela á þann veg að manneskjur eigi ekki að beygja sig fyrir öðru en því sem þær viti sannast og réttast.“ ná árangri. Sannleikurinn rís sjaldnast upp þó að óneitanlega hafi það gerst. Og þó að upprisa þeirra væri með ólíkum hætti er ekki laust við að bæði saga og fram- ganga Nelsöns Mandela minni ör- lítið á ónefndan mannkynsfrelsara, og varla hefði sá síðarnefndi fengið meiri fagnaðarlæti en unghngur- inn Mandela með brosið töfrandi hefur fengið í Bandaríkjunum síö- ustu tíu daga. Og það þrátt fyrir það að hann hafi verið óhræddur við að kannast við óvini Bandaríkj- anna númer eitt, tvö og þrjú. Gadd- afi, Castro og Arafat sem samherja sína og sinnar hreyfingar. Fordæmi sem hvetur og örvar Fagnaðarlætin er auðvelt að skilja. Nelson Mandela hinna svörtu Bandaríkja, Martin Luther King Jr., var skotinn til bana 1968. Sá sem tók í þann gikk fékk sínu framgengt. Jafnréttisbaráttan í Bandaríkjunum hefur ekki borið sitt barr síðan. Nelson Mandela vekur upp vonir og þrár sem ekki virðast ætla að rætast svo auðveld- lega í Bandaríkjunum. Það er hægt að leggja út af lífi Nelsons Mandela á þann veg að manneskjur eigi ekki að beygja sig fyrir öðru en því sem þær viti sann- ast og réttast. Þá örvar fordæmi hans okkur til þess að sýna stað- festu og trúmennsku gagnvart því sem okkur er mikilvægt. Fordæmi hans kennir okkur að gefast ekki upp þó móti blási. Líf Mandela er reyndar gott dæmi um hvað lífið getur oröið mikils virði ef því er lifað fyrir eitthvað annað en dýrið sársvanga í manni sjálfum. En fyrst og fremst hvetur líf hans okk- ur til þess að lokast ekki inni í girð- ingu fordóma okkar gagnvart öðru fólki, gagnvart örum kynþáttum eða einfaldlega gagnvart öðru kyni. En aðalatriðiö er að líf hans hvetur okkur til þess að leggja Uð barát- tunni gegn aðskilnaði svartra og hvítra í Suður-Afríku. Vi'ð gerum það með því að fara að þeirri ósk Mandela að kaupa ekki vörur það- an og flytja ekki vörur þangað. Og við gerum það með því að fara að þeirri ósk hans að skipta ekki við fyrirtæki sem reka viðskipti í S- Afríku eins og til dæmis Coca-Cola og rakvélablaðafyrirtækið Gillette. Sr. Baldur Kristjánsson Miklir peningar 12,6 milljarða virkjunarkostnað- ur er mikið fé hjá þjóð sem lokar heilu spítalagöngunum og setur sjúkhnga á götuna um sumartím- ann. Sérstaklega þegar hann hækkar um mihjarð í skálaglaum í Húnaveri. 600 mihjóna auka- vaxtakostnaður er kominn á virkj- unina, sem hægt hefur verið á um þijú ár, þar sem enginn sá fyrir nokkurn notanda að þessari orku. Þar við bætist milljarður í auka- kostnað vegna ýmissa pinkla sem hvíla á virkjuninni. Fyrsti möguleiki á afsetningu þessarar orku er eftir íjögur ár þegar væntanlegt álver verður byggt. Engin ákvörðun hefur þó verið endanlega tekin í þeim efn- um, enda hríðfeUur álverð nú í veröldinni, þar sem friður hefur svo blessunarlega brotist út, en aðalkaupendur á áU eru flugvéla- framleiðendur í orustuþotur ásamt öðrum ófriðariðnaði. Þá eru sveit- arfélögin komin í hár saman út af staðsetningu álversins og fara þá fyrst hárin að rísa á þjóðinni af hræðslu við að allt máUð verið eyðilagt, samanber Rio Tinto Zink rugUð á Reyðarfirði Óhagkvæmur orkubúskapur Hagkvæmni í orkubúskap íslend- inga hefur ekki beint verið á sigur- skeiði undanfama tvo áratugi. 17 miUjarðar króna eru nú fallnir á ríkið sem gjörsamlega vonlaust mál í rekstri hinna ýmsu þátta orkugeirans. Þetta fé lendir beint á þjóðinni að greiða. Ofan á þetta bætist ýmislegt. Hrauneyjafossvirkjun með öll sín 210 megavött var byggð fyrir stækkun álversins og átti sú sala að afla okkur 40 mUljóna dollara á ári. Komið var í veg fyrir stækkun álversins, en raforkan streymir frá Hrauneyjum. Sigölduvirkjun var byggð fyrir Grundartangaverk- smiðjuna, sem greiðir 7,5 miUs fyr- ir orkueininguna, sem kostar nú KjaUarinn Guðlaugur Tryggvi Karlsson hagfræðingur 18 til 20 mfils að framleiða. Fólk getur rétt ímyndað sér á hveijum mismunurinn lendir, þótt orkan eigi aö nafninu tíl að heita afgangs- orka. Helmingi dýrara rafmagn Með alla þessa orku í pípunum og þá gleðUegu staðreynd að Krafla var loksins farin að veita einhverri birtu og yl um þjóðarUkamann, var samt rokið í Blönduvirkjun. Hvar var sá kaupandi sem átti að greiða orkuna þegar farið var í þessa rán- dýru virkjun? Hann hefur ekki birst enn. Enda hefur verið stigiö á hemlana meö framkvæmdahraða í þrjú ár. Blanda mun gafa 150 megavött fyrir eitthvað undir 15 milljarða króna kostnað þegar upp er staðið. Stækkun Búrfellsvirkjunar mun gefa 100 megavött fyrir 5 miUjarða króna. Nær helmingi ódýrara raf- magn og aUar leiöslur klárar. Hver skyldi nú bera þennan kostnað með öllum vöxtunum, vegagerðinni, girðingunum, fiárhúsbyggingun- um og uppgræðslu í gróðurmarka- hæð þegar landið er að íjúka upp á láglendinu? Þjóðin stritar. Þjóðskáldin dreymdi um strit- andi vélar og prúða þjóð sem hefði það gott. Núna stritar þjóðin, hún bókstaflega eys upp verðmætunum til sjávarins, nótt sem nýtan dag, tU þess að geta borgað fyrir vélarn- ar. Svo stendur hún 1 launastappi, skortur er á gjaldeyri, enda skuld- ugasta þjóð í heimi. Viðvörunar- orðin koma bæði frá OECD og al- þjóðalánastofnunum. Eins og karl- inn í heita pottinum um daginn sagöi: „Drullupollaleikur fyrir túrbínumafíuna. Útlendingarnir, umboðsmennirnir, lánastofnan- irnar og verktakarnir, þeir fá aUt sitt á þurru en þjóðin borgar. Ráða- mennimir búnir að gefast upp við andófiö, sjást ekki og eru bara á „dagpeningabísi" úti í löndum.“ Vatnsréttindin frítt á Þjórsár- svæðinu Einar • Benediktsson stofnaði Títanfélagið og keypti vatnsréttindi á Þjórsársvæðinu. Öll þessi réttindi eignaöist þjóðin frítt. Nú standa alhannaðar virkjanir við VatnsfeU, - sem gáfaðir bændur á Suðurlandi hafa reyndar bent á aö best hefði verið aö virkja strax í byrjun, með aUa vatnsmiðlunina í Þórisvatni við vegginn, ásamt Kvíslaveitum, sem tryggja mestu vatnsöflun mögulega á landinu. - Og við Sult- artanga, þar sem stíflan er komin og allt klárt. Einnig línumar. Samt eru þessar virkjanir ekki nefndar á framkvæmdaáætlun ef svo stórkostlega vUdi tU að sveitar- félögunum tækist ekki að hrekja burt væntanlegan orkukaupanda úr landinu með hávaða ög látum. Heldur á að ijúka austur á firði og byrja að bora og grafa, leggja vegi og línur og safna saman vatni, aUt sem búið er og gert, - tilbúið við Tungnaá. Frí vatnsréttindi - Einar Benediktsson og vinir hans á Suð- urlandi sáu til þess. Hugsum um þjóðarhag Svo er það sjálft vatnið. Það rign- ir mikið á Suðurlandi og jöklarnir geyma orkuforðann örugglega. Blanda í öUu sínu veldi er að vatns- magni rétt rúmlega það sem fellur yfir, - yfirfaUsvatnið við BúrfeU, úr Þjórsá hjá inntökumannvirkj- unum. Auðvitað skiptir máh við vatns- aflsvirkjanir að hafa eitthvert vatn. Með afganginum af Hrauneyjaork- unni, þar sem ekki kom til stækk- unar í Straumsvík, Blönduvirkjun, stækkun BúrfeUs, Vatnfells- og Sultartangavirkjunum ásamt stækkun Kröflu- og Nesjavalla- virkjunar erum við með fullkom- lega næga orku í 200 þúsund tonna álver. Á þessum svæðum er allt til stað- ar þannig að gífurlega þjóðhagsleg- ur sparnaður fæst, sem myndi vega á móti þeirri ölmusu- og þurfa- lingastöðu sem orkubúskapur þjóðarinnar á nú í. Verði álverið 400 þúsund tonn þá þurfum við Fljótsdalsvirkjun og þá má líka virkilega fara að tala um að þjóðin njóti orkunnar en striti ekki undir vaxtagreiðslunum og millifæri frá sjávarútveginum í botnlaust orku- sukk. Réttur maður á réttum stað Augljóst er að það er ofurmann- legt verkefni við fallandi álverð á heimsmarkaði, olíu- og orkuverð að rífa víxlganginn úr orkugeiran- um undanfarið yfir á sigurskeið. Á engan er hallað þótt það sé fullyrt að Jón Sigurðsson iðnaðarráö- herra, fyrrverandi bankastjóri Al- þjóöagjaldeyrissjóðsins og odda- maður um fiskverðsákvörðun um árabil, sé einmitt maðurinn sem þjóðin getur best treyst í þessum efnum. Hann mun ekki láta „túrbínu- mafíuna" stinga sér í vasann eða fara í neinn drullupollaleik með fjármuni þjóðarinnar. Hann mun líka sjá til þess aö hamagangurinn í sveitarfélögunum æpi ekki við- skiptavini okkar í stóriðjunni úr landi, heldur fái þeir þann stað sem þeir vilja borga fyrir án bakreikn- ings á þjóðina. Vísindi hagfræðinnar líka í orkubúskapinn Hagvöxtur mun þá aftur taka við sér hér á landi og þjóðin njóta til fullnustu auðlegðar gullkistunnar í fiskimiðunum umhverfis landið og orkunnar í fallvötnunum. Laun- þegar fá ríflega kauphækkun án verðbólgu og sjúklingarnir fá að liggja úr sér veikindin á okkar frá- bæru heilbrigðisstofnunum þótt sumartími sé. Vísindi hagfræðinnar fái að njóta sín í orkugeiranum líka, - jafnaðar- stefnan hefur aldrei útilokað það. Þjóðin þakkar svo fyrir í næstu kosningum og hallar sér að Al- þýðuflokknum. Guðlaugur Tryggvi Karlsson , ,Útlendingarnir, umboðsmennirnir, lánastofnanir og verktakarnir, þeir fá allt sitt á þurru en þjóðin borgar. Ráða- mennirnir búnir að gefast upp við and- ófið, sjást ekki og eru bara á „dag- peningabísi“ úti í löndum.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.