Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1990, Blaðsíða 10
10
MIÐVIKUDAGUR 11. JÚLf 1990.
Utlönd
Arsskýrsla Amnesty Intemational:
Aukið frelsi í Evrópu
- en mannréttindi þar enn víöa brotin
Ríkisstjórnir urðu þúsundum
þegna sinna að þana á síðasta ári,
að því er fram kemur í ársskýrslu
mannréttindasamtakanna Amnesty
Intemational sem gefln var út í gær.
f skýrslunni segir að tugir þúsunda
manna hafi orðið fórnarlömb að-
geröa öryggissveita, ýmist horflö
sporlaust eða verið teknir af lífi utan
dóms og laga.
Þar segir og að í rúmlega eitt
hundraö þjóölöndum hafl fangar
sætt pyntingum í íýrra, i rúmlega
tuttugu löndum hafi fólk horfið eða
því veriö haldið leynilega föngnu. Þá
segir einnig aö „dauðasveitir" með
tengsl við starfandi ríkisstjómir hafi
verið starfræktar í meira en þrjátíu
og fimm löndum.
Þúsund létust í Kína
í Asíu brutu stjómir á bak aftur
vsMV
Endurgreiósla
viróisaukaskatts
til íbúöarbyggjenda
Hvað er endurgreitt?
v irðisaukaskattur af vinnu manna sem unnln
er á byggingarstað íbúðarhúsnæðis er endurgreiddur.
Endurgreiðslannærtll:
• Vinnu manna við nýbyggingar íbúðarhúsnæðis.
• Hluta söluverðs verksmiðjuframleiddra íbúðarhúsa.
• Vinnu manna við endurbætur á ibúðarhúsnæði ef heild-
arkostnaðurera.m.k. 7% af fasteignamati húsnæðlsins.
Hverjir fá endurgreiðslu?
JlTndurgreiöslu fá þeir sem byggja á eigln
kostnað íbúðarhúsnæði sem ætlað er tll sölu eða eigin nota
áeiginlóð eða leigulóð.
Hvará að sækja um
enduigreiðslu?
*^ækja skal um endurgreiðslu á sérstökum
eyðublöðum til skattstjóra I þvl umdæmi sem löghelmill
umsækjandans er.
Eyðublöðineru:
• RSK 10.17: Bygging Ibúðarhúsnæðis tll sölu eða lelgu.
• RSK 10.18: Bygging (búðarhúsnæðls tll eigln nota.
Athygli skal vakln á þvl að umsækjandl verður að
geta lagt fram umþeðin gögn, t.d. sölureikninga þar sem
skýrt kemur fram hver vinnuþátturinn er og að vinnan sé
unnin á byggingarstað.
Umsókn fyrir
15. þessa mánaðar
U,
Fppgjörstfmabil vegna nýbygglngar og verk-
smiðjuframleiddra (búðarhúsa er tveir mánuðir, janúar og
febrúar, mars og aprll o.s.frv. Umsókn skal berast skatt-
stjóra fyrir 15. dag næsta mánaðar eftir að uppgjörstlmabili
lýkur.
Uppgjörstímabil vegna endurbóta er aldrei styttra en
almanaksár. Umsókn skal berast skattstjóra 15. janúar árið
eftir að endurbætgr voru gerðar.
Nánari upplýslngar velta RSK og skattstjórar um
land allt.
91-624422
RSK
RÍKISSKATTSTJÓRI
samtök og mótmæh, þar sem krafist
var aukins lýðræðis, með þeim af-
leiðingum að fjöldi lést, margir sættu
pyntingum eða voru handteknir. Þá
lýsa samtökin yfir áhyggjum sínum
vegna dauðarefsingar sem er 1 gildi
í Asíu. Vitað er um 282 dauðadóma
í Kína og eitt hundrað í Burma.
í Kína voru rúmlega eitt þúsund
borgarar myrtir og þúsundir særðar
í byijun júnimánaðar í fyrra eftir
margra vikna kröfufund á Torgi hins
himneska friðar í Peking um aukiö
lýðræði, segir í skýrslu Amnesty.
Leynilegar aftökur og pyntingar
fylgdu í kjölfarið.
Samtökin nefna nokkur ríki þar
sem þjóðernisdeilur hafa leitt til
mannréttindabrota af hálfu yfir-
valda. Má þar nefna Vesturbakkann
og Gaza-svæðið, Sovétríkin, Kína,
Súdan, írak og Guatemala.
Og í Tíbet brutu kinverskir her-
menn á bak aftur kröfugöngu Tíbeta
fyrir auknu sjálfstæði árið 1989 og
settu því næst á herlög í höfuöborg-
inni Lhasa. í kjölfarið fylgdu hand-
tökur og pyntingar.
í apríl árið 1989 létust aö minnsta
kosti tuttugu fyrir hendi sovéskra
hermanna í Tbilisi, höfuðborg lýö-
veldisins Georgíu, þegar herinn
stöðvaði kröfugöngu íbúanna fyrir
sjálfstæði lýðveldisins. Að minnsta
kosti þrjú þúsund særðust, segir í
skýrslu Amnesty Intemational.
Israelskir hermenn skutu til bana
rúmlega tvö hundruð og sextíu
óvopnaða arabá, þar á meðal böm, á
Vesturbakkanum og Gaza-svæöinu í
fyrra. Oft gáfu kringumstæður
dauðsfallanna til kynna óhóflegt of-
beldi af hálfu hermannanna eða viij-
andi manndráp, segir í skýrslunni.
í kjölfar valdaránstilraunar hers-
ins í Súdan í fyrra fylgdu ijöldahand-
tökur, tugir fanga voru teknír af lífi
og vopnaðir menn, hliöhollir stjóm-
inni, myrtu hundruð borgara af
ásettu ráði. Og í Guatemala er talið
að hermenn og dauðasveitir hafi átt
aöild að hundruðum morða sem og
mannshvarfa.
Amnesty segir stjórnvöld í írak
halda þúsundum pólitískra fanga,
þar á meðal fjölda Kúrda, fóngnum.
I ársskýrslu sinni fyrir árið 1988
sögðu samtökin að fimm þúsund
Kúrdar, menn, konur og böm, heföu
látist þegar íraskir hermenn beittu
efnavopnum.
Aukið freisi i Evrópu
í skýrslu Amnesty segir að í kjölfar
lýðræöisbyltingarinnar í Austur-
Evrópu í fyrra hafi þúsundum póli-
tískra fanga veriö sleppt úr fangelsi.
Þá hafi málfrelsi aukist sem og frelsi
í þessum ríkjum. Þrátt fyrir það hafa
mannréttindi verið brotin víða á
meginlandinu.
í Júgóslavíu var að minnsta kostl
fjögur þúsund og fimm hundmð
haldið föngnum á siöasta ári. Póli-
tískir fangar fengu oft á tíöum ekki
réttlát réttarhöld og auk þess komu
fram margar ásakanir um hrotta-
skap.
Að mlnnsta kosti sextíu manns,
sem sóttir vom til saka í samræmi
við hegningarlög í Sovétríkjunum,
voru handteknlr og dæmdir til vist-
unar á geösjúkrahúsum í fyrra.
í Búlgaríu létust sjö Tyrkir í
mótmælum gegn áformum búlg-
örsku stjómarinnar um að aðlaga þá
ríkjandi heföum meirihluta lands-
manna. Fregnir bárust af því að aðr-
h- heiöu verið barðir og handteknir.
{ desember á síðasta ári tilkynntu
búlgörsk stjómvöld aö fallið heföi
veriö frá helstu ákvæðum þessarar
stefnu.
Víöa um meginlandið, s.s. i Frakk-
landi, Grikklandi, Ítalíu og Sviss,
voru menn, sem mótmæltu her--
skyldu, handteknir og fangelsaölr.
Reuter