Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1990, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1990, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 11. JULI 1990. 41 Sviðsljós Ólyginn sagði... Bill Cosby trúöi ekki sínum eigin augum nýlega þegar hann sá leigubíl- stjóra í New York negla niður og rífa ferðatöskur út úr bílnum. Bílstjórinn skipaði svo farþegan- um, sem var kona, að koma sér út úr bílnum. Cosby leist ekkert á það sem var að gerast og spurði hvað gengi á. Daman sagði Cosby sorgarsögu sína. Hún hafði gleymt peningaveskinu sínu heima svo leigubílstjórinn henti henni út á miðri götu. En það versta var að hún var á leiðinni á flugvöllinn og var að missa af flugvélinni. En þá kom Cosby til hjálpar. Hann borgaði bílstjóran- um fyrir aksturinn á flugvöllinn. Konan varð þakklát og bað um heimilisfang Cosby til að geta sent peninga til hans. En hann sagði það algiöran óþarfa og gekk í burtu. Elísabet Taylor þurfti ekki að kvarta þegar hún kom heim af sjúkrahúsinu. Er hún kom heim eftir nokkra mán- aða vist á sjúkrahúsi haföi kær- asti hennar, Larry Fortensky, fagfært heifmikið í húsinu henn- ar. Larry hafði smíðað nýja fata- skápa, sett nýjar flísar á eldhús- gólfið og málað svefnherbergið. En fleiri vifdu fétta feikkonunni lífið eftir langa vist á sjúkrahúsi. John Warner, fyrrverandi eigin- maður EUsabetar, vifdi senda henni uppáhafdsmat hennar alla feið frá Virginíufyfki. Hann leigði einkaþotu til að senda matinn, djúpsteiktan kjúkUng og kart- öflumús. Hann var ekki að hugsa um Unur EUsabetar í það skiptið enda hefur hann lýst því yfir að hann kunni betur við hana vel í holdum. En því miður fyrir John þá hafði EUsabet enga matarlyst þegar maturinn kofn heim tif hennar og lenti hann því í rusf- inu. Michael Jackson hefur þegar gefið Stefaníu Móna- kóprinsessu loforð um brúðar- gjöf. Hann ætfar að bjóða henni og eiginmanni hennar að heim- sækja sig á búgarði sínum í KaU- fomíu. Michael er þegar farinn að skipuleggja ferðina og hefur meðaf annars ákveðið ferð í Di- sneyland. .... ■ »' ■■ ■ j§|j |IM" ú"1! "11.......- X •', ■: - ' • . ;V: > I li i!l ÍÍ|: ' ' v: v r > . < * ■ ■, :■:■.., , ■ >• " •; M.i.i ('um Útlendingar fjölmenntu á landsmótið og voru jafnvel þriðjungur mótsgesta. Norskar stúlkur voru að tjalda og biðu eftirvæntingarfullar eftir að mótið hæfist. DV-myndir E.J. Mannlíf á landsmóti Landsmót hestamanna á Vind- heimamelum snerist ekki eingöngu um hesta heldur og fólk og sam- skipti þess. Þar hittust gamUr kunn- ingjar og margur nýr kunningsskap- ur varð til. Mikil gleði var á mótsstað jafnt um nætur sem daga. Dansleikir voru haldnir í samkomuhúsum í sveitun- um í kring en heldur var dræm þátt- takan þar. Hestamenn vildu heldur skemmta sér saman á mótsstað. Þrátt fyrir áð sýningar á úrvals- gæðingum og kynbótahrossum hefðu verið uppistaða landsmótsins var ýmislegt annað að gerast. Jónína Hlíðar, húsfreyja á Sigmundarstöðum í Borgarfirði, rekur myndarbú með manni sínum, Reyni Aðalsteinssyni. Þau hjónin og afkvæmi þeirra voru með marga hesta í sýningum. Jónína sá til þess að ekki sást rykkorn á hestunum. Margir halda að stóðhestar séu skaðræðisskepnur,. óalandi og óferjandi. Sú er ekki raunin. Margir þeirra eru geðgóðir og þjálir mannvinir. Ármann Ólafsson í Litla-Garði i Eyjafirði sýndi stóðhest sinn, Garð, með 1. verð- launa áfkvæmum. Vaninn er að ríða hestinum en til að breyta örlitiö til spennti hann kerru fyrir Garð og ók þannlg um svæðið. Þessi uppákoma var mjög vel heppnuð og skemmtileg. Kappreiðahestar eru oft órólegir á ráslínu. Þá er vissara að halda fast svo klárinn rjúki ekki í burtu. Norska stúlkan Unn Kroghen og Rúna Einarsdóttir höfðu ástæðu tll að. vera kampakátar því þær voru tvöfaldir sigurvegarar á landsmótinu. Rúna sigraði á Dimmu í B-flokki og tölti og Unn varð önnur í sömu greinum á Kraka. <

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.