Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1990, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1990, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 11. JÚLÍ 1990. 7 dv Sandkom Hagrætt í gjald- Lögbirtinga- blaðið cndur- spoglarwl ástandiðíís- lenskumt’fna- liagsraálum. Samkva'int nnastaiirfti blaðsinser ástandið orðiö æði svart. Ráðgjafa- fyrirtækið Hagræðing er farið á hausinn. Það virðist því ekki góður bisness að hagræða. Það er nú kannski sök sér en hitt er verra að annað fyrirtæld, Hugmynd, er líka farið á hausinn. Sandkomsritari hef- ur ekki hugmynd um hvers konar hugtnynd þetta var en hún Wtjómar hálfbillega þar sem gjaldþrotið var ekki upp á nema um 400 þúsund krónur. Hagræðing var ölluhraust- legriogtók meö sér rúmar 9 milljón- ir í faliinu. Bn ekki er öll nótt úti enn þar sem fyrirtækið Vonaraeisti hefur haiið starfsemi. í ljósi hrakfarahinna fyrírtækjanna hljómar það samt hálf- ömurlega að Vonarneisti skuli vera lögfræðiskrifstofa, Met í nafnbneyt- * Þaðhefurverið kvartaðnukið tntdanbisness- mönnum sem: í;;: .-tariaalltaf uttdir nýjumog nuumnofnum. Þaðererfittað rukka þessa menn og þessar sífelldu naihabreytingar geta haft alls kyns vandræði í fór með sér. Metið í nafna- breytingum var líklega sett þann 14. febrúar síðastliöinn þegar hluthafa- fundur GBB-auglýsingaþjónustunar ákvað að breyta nafni fyrirtækisins í Hvíta húsið. Strax að þeim fúndi loknum varboðaður hluthafafundur Hvíta húsins og þar var þegar sam- þy kkt að brey ta nafni fy rirtækisins í Brautargengi. Hvað þetta allt saman átti að fyrirstilia er eifitt að segja. Styrkar stoðir Sámiklisam- runifyrir- ■ tækja.semhef- urorðiðáimd- anförnum árum.hefur veriðkailaður . „TheBigBang" úti íhinum stóraheimi. Ómurinnaf þessum hvelli hefur komið hingað og náð til tryggingafyrirtækja, banka og annarra stórra íyrirtækja. Einn slík- ur samruni varð í desember síðast- liðnumoghefúrfariðhijótt. Þá gleypti Karnabær hf. tlskuverslunina Garbo sf. Fyrir yfirtökuna fengu eig- endur Garbo greitt í hlutabréfum i Karnabæ hf. Þeir viröast þó ekki hafa fengið mikið fyrir sinn snúð þvi eftir samnmann er hlutafé Karnahæjar ekki nema 200þúsund krónur. mgum Karamellur í fót- bolta íeinumieiká nýafsiöðnu pollamótifyrir yngsiualdurs- :; flokkanavar : sraðan 2 1 þeg- : ar.skaiTunt var tilleiksloka. Bakvörður í liðinu, sem var undir, náði þá góöri sendingu frara á völlinn á framherjann. Sá lék á tvo varnar- menn og brunaði í átt aö markinu: Þegar hann var kominn að vítateig og átti markmanninn aöeins eftir snöggstoppaði hann og rak putta upp í munninn é sér. Boltinn rúllaði áfram og markmaðurinn átti ekki 1 neinura vandræðum með að stöðva þessa sókn og senda boltann aftur i leik. Eftir leikinn kom þjólfarinn til framherjans, sem átti jxúta góða upp- hiaup sem endaöi svo skyndilega, og vildi ía skýrmgar á hvers vegna hann hélt ekki áfram, lék á markmanninn og skoraði. Skýringin var einfóld: Þegar hann kom aö vitateignum fest- ist karamellan, sem hann var aö borða, í tönnunum. Umsjón: Gunnar Smárl Egilason Franskir kvikmyndamenn fara um allt land: Undirbúa íslandsferð fyrir fatlað fólk „Við erum búin að aka hingað frá Seyðisfirði og upplifa margt skemmtilegt á leiðinni. Við vorum við Mývatn, gistum á Akureyri og ísafirði og komum við á Látrabjargi. Við höfum tekið mikið af myndum og talað við margt fólk. Við ætlum að gera þrjár myndir um landið, eina almenna kynningarmynd, eina fræðslumynd fyrir menntamálayfir- völd í Frakklandi og kynningar- myndband. Hugmyndin er síðan að koma aftur sumarið 1992 í sérstakri íslandsferð fyrir fatlaöa og mynda hana,“ sögðu þau Benoit, Bruno, Manu og Pascale, fjórir Frakkar, þar sem þau mötuðust á tjaldstæðinu í Laugardal. Frakkarnir komu með Norrænu 21. júní og verða hér til 26. júlí. Þeir starfa í lausamennsku og koma frá Le Mans. íslandsferðin er styrkt af einum samtökum fatlaöara, Handi- village, í Frakklandi, nokkrum fyrir- tækjum og íslenskum íjallaferðum hf. sem leggja til aðstoð og fleira. „Við töluðum við Vigdísi forseta og það var mjög áhugavert. Hún talar svo góða frönsku og það auðveldar allt fyrir okkur. Þá erum við að fara að hitta formann Landssambands fatlaðra hér. Síðan erum við að hugsa um að fara inn á hálendið ef það er opið.“ Frakkarnir sögðu að ýmislegt heíði komið sér á óvart við komuna hingað og eins voru þeir mjög hrifnir af fjöl- breytninni í náttúrunni. Þannig væri tungllandslag við Mývatn og hálf- pPws?r baðstrendur sums staðar á Vestijörðum En þeim finnst dýrt héma, þrisvar til ijórum sinnum dýrara en í Frakklandi. Til fararinnar hafa Frakkarnir Land-Rover jeppa og gamlan Citroen sem reyndar þurfti að bakka upp Franska kvikmyndafólkið á myndinni undirbýr sérstaka Islandsferð fyrir fatlaða Frakka 1992. erfiðustu brekkurnar á Vestfiörðum. hlakka til framhaldsins, sérstaklega Annars hefur gengið vel og þeir efsólinhelduráframaðskina. -hlh Hnífsdælingar: Sækja hugmyndir í Breiðholtið Inga Dan, DV, ísafiröi: Hnífsdælingar hafa stofnað með sér íbúasamtök en Hnífsdalur hefur tal- ist til ísafiarðarkaupstaðar hin síðari ár. Að nokkru leyti em hugmyndir um félagið sóttar tii íbúasamtaka í Breiðholtinu í Reykjavík. Ætlunin er að fá fólk á öllum aldri til starfa og því er lágmarksaldur félags- manna aðeins fiórtán ár. Tilgangurinn er að vinna að ýms- um framfara- og hagsmunamálum í Dalnum, m.a. á sviði félagsmála, æskulýðs- og menningarmála, að efla samhug og samstarf íbúanna og vinna að umhverfisvemd og fegrun í Hnífsdal. Kanna á hvort hægt sé að hraða gerð snjóflóðavama fyrir ofan byggðina í Hnifsdal og einnig á að athuga rekstur félagsheimilisins sem nú er því sem næst enginn eftir að bæjarsjóður ísafiarðar keypti hús- ið á nauðungaruppboði fyrir nokkr- um misserum. Örn Smári Gíslason, formaður fé- lagsins, sagði eflaust sitthvað sem hægt væri að bæta með litlum til- kostnaði, það þyrfti hara að benda á það. „Við viljum vinna með bæjar- yfirvöldum, við emm ekkert vælufé- lag,“ sagði hann. Egilsstaðir: Fjör í húsasmíðum efftir 3ja ára hlé Eitt af nýbyggðu húsunum á Egilsstöðum. DV-mynd Sigrún Sigrún Björgvinsdóttir, DV, Egilsstöðum: Eftir þriggja ára hlé er heldur betur korninn skriður á byggingafram- kvæmdir á Egilsstöðum. Að sögn Guðmundar Pálssonar, tæknifræð- ings hjá Egilsstaðabæ, em nú átta íbúðir í byggingu og líkur á að byrjað verði á 10-14 til viðbótar á þessu ári. Þar aö auki era svo komnar sex umsóknir um lóðir. Ranavað heitir ný gata, sem nú er unnið við, og þar er búið að úthluta um helmingi lóða. Einnig er unnið við þrjár stærri byggingar hér á Egilsstöðum. Lög- reglustöð verður fokheld í október. Áhaldahúsi með aöstöðu fyrir slökkvilið verður einnig lokað fyrir haustið. Og við Vonarland er nú unnið að ráðgjafar- og þjónustuhúsi fyrir svæðissfióm um málefni fatl- aðra á Austurlandi. Fréttir Prestur og kennari Nafn: Ægir Fr. Sigurgeirsson Starf: Sóknarprestur Aidur: 45 ára Ægir Fr. Sigurgeirsson tók við starfi sóknarprests í Kársnespre- stakalli i Kópavogi um síðustu mánaðamót. „Hér er góð starfsaðstaða; kirlqan er mjög falleg og skemmtileg og við höfirm gott safnaðarheimili. Mér list vel á þetta nýja starf,“ sagði Ægir. Vinna með fólki Ægir er fæddur á Blönduósi. Þar ólst hann upp aö mestu til 17 ára aldurs er hann flutti suður. Ægir lauk kennaraprófi 1968. „Allt til ársins 1984 kenndi ég og lengst af í Lækjarskóla í Hafhar- Ðrði en vann mikið í fangelsun- um á sumrin. 1981 byijaði ég í guðfræðideild HÍ og kenndi með náminu fyrstu þrjá vetuma. Ég haföi lengi ætlað að fara í frekara nám en ýmislegt kom í veg fyrir að ég færi fyrr. Það kom eiginlega ekkert annað til greina en guð- fræði. Ég hef haft áhuga á trú og trúmálum frá unga aldri og kannski hafa þetta verið dýpri rök tilverunnar. Ég hef alltaf unnið með fólki og kann vel við það. Preststarfiö og kennslan eru óhk að mörgu leyti en einnig lík störf. Preststarfinu fylgir lika kennsla eða boðun; til fermingarbama, í bamafræðsl- unni og í kirkjunni. Prestar em í snertingu við meiri vandamál og meiri sálgæsla fylgir prest- starfinu. Ég hef gaman af báöum þessum störfum því kennsla fylg- ir hvorutveggja. Svo hef ég gam- an af að vera með ungu fólki.“ Ægir var prestur á Skagaströnd uro þriggja ára skeið en flyst á höfuðborgarsvæöið aftur nú í sumar. „Þaö er ágætt að vera íluttur hingaö aftur. Ég sakna aö vissu leyti landsbyggðarinnar þar sem ég á mikið af vinum og kunningjum.“ Ægir segir litið verða úr sum- arfríinu því konan er ekki í fríi á sama tíma. „Þetta er svona þegar maður er að flytjast á milii. Við förum eitthvað norður því við eigum eftir aö flyfia meginhluta búslóöarinnar “ Ýmis áhugamál Ægir á mörg áhugamál. „Þegar ég var yngri var skákin i fyrsta sæti. Ég tefli lítiö núna en hef ennþá garaan af skák. Hestar voru líka framarlega iijá mér þó ég hafi þurft að hætta hesta- mennsku. Ég hef gaman af bók- lestri og les töluvert þó það mætti vera meira. Aðaliega les ég ljóö og bækur meö sögulegum fróð- leik. Útivera finnst mér skemmtileg og geri nokkuð aö því aö fara í gönguferðir. Ég hef ekki gert mikið að því aö fara í langar ferð- ir en þaö er alltaf á dagskránni að fara á Homstrandir.“ Jóhanna S. Óiafsdóttir er eigin- kona Ægis. Böm þeirra em Haf- dís Hanna sem er 13 ára og Sigur- geir Ámi en hann er 10 ára. 'hmó

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.