Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1990, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1990, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 11. JÚLÍ 1990. Fréttir Rauðu strikin: Kostar um 2 milljarða að greiða niður verðbólguna - ríkissjóður leggur til um 500 til 700 miUjónir Ef verðlag verður greitt niður úr ríkissjóði til að halda framfærslu- vísitölunni innan rauðu strikanna í samningum Alþýðusambandsins og vinnuveitenda gæti það aukið halla ríkissjóðs um 1,5 til 2,5 milljarða. Ef ríkisstjórnin ætlar að halda verðbækkunum innan rauðu strik- anna má framfærsluvísitalan ekki hækka um nema 0,4 prósent fram til nóvember næstkomandi. Ef verð- bólguhraði undanfarinna tveggja mánaða heldur sér mun vísitalan hins vegar hækka um 2,8 prósent. Ef hækkun hvers mánaðar verður um 0,4 til 0,5 prósent verða verð- hækkanir fram í nóvember um 1,7 prósent. Aðgerðir ríkisstjómarinnar beinast því að því að greiða niður verðbólgima um 1,3 til 2,4 prósent. Það kostar um 1.000 til 1.500 millj- ónir að greiða niður hvert prósentu- stig verðbólgunnar. Það er ódýrara að gera það með beinum hætti, með lækkun bensíngjalds eða auknum niðurgreiðslum, en dýrara að lækka jöfnunargjald eða önnur gjöld þar sem lækkun þeirra skilar sér ekki að fullu út í verðlagið. Ef verðbólgan væri að fullu greidd niður úr ríkissjóði gæti það kostað hann um 1,5 til 2,0 milljaröa króna ef verðbólgan yrði um 2 prósent fram í nóvember. Ef hún yrði jafnmikil og síðustu tvo mánuði gæti þetta kostað allt að 2,5 til 3,5 milljarða. Að sumu leyti mundi það auka halla þessa árs en að öðm leyti koma niður á næsta fjárlagaári með auknum halla ríkis- fyrirtækja. Á blaðamannafundi í gær sagði Ólafur Ragnar Grímsson fjármála- ráðherra að það væri ekki ætlun rík- isstjórnarinnar að ríkissjóður stæði einn undir lækkun verðbólgunnar. Hann sagði að stjómin gæti hugsað sér að standa að lækkun upp á um 0,4 til 0,5 prósent. Miðað við það yrði tap ríkissjóðs vegna þessa um 400 til 700 milljónir. Már Guðmundsson, efnahagsráð- gjafi Ólafs Ragnars, sagði að þó ríkis- sjóður tæki þetta á sig þyrftu for- sendur fjárlaga ekki að raskast þar sem afkoma ríkissjóðs væri nú betri en reiknað var með. Hallin yrði ekki meiri en fjárlög gerðu ráð fyrir og miðað við þann árangur sem orðið heföi á sölu ríkisvíxla og -skulda- bréfa væri hægt að fjármagna 0,4 til 0,5 prósent lækkun vísitölunnar með innlendu lánsfé. Ef þetta verður hlutur ríkissjóðs, 0,4 til 0,5 prósent, verður enn eftir um 0,8 prósent verðbólga umfram rauð strik, jafnvel þegar miðaö er við varfæmustu spár. Ólafur Ragnar vildi ekki svara til um hvernig greiða ætti þetta niður á annan hátt en þann að hann sagði að samningsaðilar yrðu að taka þátt í þessu með ríkis- sjóði. -gse Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra hélt blaðamannafund i gær I tilefni af verðbólguspá vikuritsins Vísbendingar sem DV greindi frá í síð- ustu viku. Ólafur sagöi spá Vísbendingar byggða ó hæpnum forsendum og taldi niöurstöður hennar rangar. Hann sagði spá fjármálaráðuneytisins frá þvi i febrúar raunhæfari en þar er gert ráð fyrir 7,5 prósent verðbólgu frá upphafi til loka ársins. Vísbending gerði ráð fyrir 10 prósent verðbólgu. -gse DV mynd JAK Áhrif efnahagsbatans á ríkissjóö: Um 2,5 milljörðtim meirí skatttekjur en áætlað var - tekjur vaxa en útgjöld standa nánast 1 staö Halli ríkissjóðs fyrstu fimm mán- uði þessa árs var um 5,5 mllljarðar. Það er um 2,5 milljörðum minni halli en gert var ráð fyrir. Að sögn Ólafs Ragnars Grímssonar fjármálaráðherra hefur áætlun um útgjöld staðist að mestu. Áætlun fjár- laga um tekjur hefur hins vegar reynst of lág sem nemur þessum 2,5 milljörðum. Ólafur sagði það bera vott um meiri kraft í hagkerfmu en menn hefðu reiknað með í upphafi ársins. Auknar tekjur ríkissjóðs eru enn ein vísbending þess að íslenskt efna- hagslíf er að rétta úr kútnum. Áður hafa komið fram upplýsingar sem sýna mikinn bata í viðskiptakjörum íslendinga; það er að verð á útflutn- ingsvörum hækkar mun meira en verð á þeim vörum sem íslendingar flytja inn. Auk þess hafa tölur um innflutning sýnt merki þess að sam- drættinum er lokið og efnahagslífið er á uppleið. Þrátt fyrir þessar vísbendingar tel- ur Ólafur Ragnar Grímsson ekki ástæðu til þess að endurskoða verð- bólguspá fjármálaráðuneytisins fyr- ir þetta ár en sú spá er byggð á þjóð- hagsspá sem gerð var áður en þessi merki um aukinn kraft í hagkerfinu komu fram. Ólafur Ragnar vildi heldur ekki tjá sig um auknar tekjur ríkissjóðs eða hvaða áhrif það hefði á stöðu hans á árinu í heild. Hann sagðist ætla að láta upplýsingar um það bíða sex mánaða uppgjörs. Það er þó ljóst að efnahagsbatinn kemur ríkissjóði til góða. Lang- stáersti hlutinn af tekjum ríkissjóðs er veltuskattur. Með auknum krafti og meiri veltu aukast tekjur ríkis- sjóðs. Sama má segja ef um eitthvert launaskrið umfram áætlanir verður að ræða. Hins vegar er stór hluti út- gjalda ríkissjóðs bundinn krónutölu og hækkar því ekki þó tekjurnar aukist. Líkur benda því til að dæmið frá 1988 muni snúast við í ár en þá féllu tekjur ríkissjóðs saman vegna samdráttar en útgjöldin stóðu í stað eðajukust. -gse Fótboltaveislunni lokið Þá getur kvenfólkið tekið gleði sína á ný. Sumarhátíð karlanna fyrir framan sjónvarpið er lokið. Við tekur grár hversdagsleikinn án æsispennandi beinna útsendinga frá heimsmeistarakeppninni í knattspymu. Nokkuð hefur borið á óánægju kvenna með þessar beinu útsend- ingar. Það er auðvitað skrítið því þessar útsendingar máttu síst vera færri. Þessi andknattspyrnulega af- staöa hlýtur að falla undir venju- lega afbrýðisemi. Þær hafa átt er- fitt með að sætta sig við það, bless- aðar, aö eiginmennimir sýndu þeim minni áhuga en sjónvarpinu. Annars er slík andstaða á mis- skilningi byggð. Eiginkonumar ættu frekar að fagna því að beinu sjónvarpsútsendingamar, stund- um tvær á dag, hafi haldið körlun- um tiltölulega ánægðum heimavið vikum saman með ekkert ógn- vænlegra í höndunum en opna bjórdós. Þetta hefur að sjálfsögðu verið unaðslegur tími fyrir knattspymu- áhugamenn. Fótbolti allt að sex tíma á dag. Nýjar stjömur hafa lá- tið ljós sitt skína. Glæsileg mörk. Snilldarleg markvarsla. Karl- mannleg átök. Það hefur ekki dregið úr ánægjunni að næg tilefni hafa gef- ist til æsinga og skamma. Fjárans dómararnir sem aldrei geta gert neitt rétt. Reka menn út af að ástæðulausu. Láta aðra komast upp með alls konar skepnuskap. Leyfa völdum mönnum eins og Maradona að handfjatla boltann við mark andstæðinganna. Dæma rangstöðu þegar engin rangstaða er. Eða enga rangstöðu þegar sér- hver heilvita maður sér að gaurinn er augljóslega rangstæður. Dæma af góðum mönnum lögleg mörk og gefa öömm ókeypis mark eða víta- spymu. Allt þetta hefur gefið körlunum kærkomið tilefni til nauðsynlegrar líkamlegrar áreynslu fyrir framan sjónvarpstækið, svo sem að berja hnefanum í borðið, sparka í næsta stól eða þá bara að þenja lungun og hressa raddböndin með því að öskra á konuna sem skilur ekki neitt í fótbolta. Hér er því um að ræða mikilvægan áfanga á leiðinni til heilbrigðara lífs. Beinu útsendingamar hafa einn- ig orðið til þess að karlpeningurinn hefur rætt meira um íslenskt mál en nokkm sinni fyrr á jafnskömm- um tíma. Hvar sem fylgst var með heimsmeistarakeppninni í sjón- varpinu mátti heyra stanslausar skammir um íþróttafréttamennina sem reyndu að lýsa því sem fyrir augu bar. Sérhver fljótfærnisleg vitleysa var gripin á lofti, málvill- umar skilgreindar og hæðst að stöðluðum frösum þeirra. Vafalítið hefur þetta orðið til þess að efla til muna málvitund íslenskra karla og veitir ekki af. Full ástæöa er fyrir íslenska málnefnd að hefja baráttu fyrir því að fiölga stórlega beinum knattspymuútsendingum í sjónvarpi með tilheyrandi ís- lenskukennslu af hálfu þeirra íþróttafréttamanna sem reyna að lýsa leikjunum. Að sjálfsögðu hafa íþróttafrétta- mennirnir einnig verið skammaðir fyrir allt mögulegt nema hugsan- lega litinn á skyrtunum sem þeir klæðast - ef þeir era þá í skyrtum. Þeir hafa til dæmis verið sakaðir um að vera með afburðum hlut- drægir í lýsingum sínum. Já, því verður ekki neitað að stundum hafa þeir sumir hverjir virst næst- um því jafnhlutdrægir og þegar þeir eru að lýsa leikjum íslendinga við aðrar þjóðir, hvort sem það er nú í knattspyrnu eða handbolta. En það er ekki líku saman að jafna. Þegar við íslendingar emm að keppa viö einhveija útlendinga eiga íþróttafréttamenn að sjálf- sögðu .að halda með okkar mönn- um. Annað væri ótækt. Auövitað mega íþróttafrétta- menn halda með okkar mönnum svona almennt séð. En í heims- meistarakeppninni eru í hveijum leik helmingslíkur á því að okkar menn séu ekki þeirra menn. Þá vandast nú málið og þess vegna er eiginlega alveg ótækt að þeir séu að halda með sínum mönnum. En allt heyrir þetta nú til Uðinni tíð. Ævintýri sumarsins er á enda. Nú þarf að fara að slá grasið, hreinsa og laga og vinna alls konar verk sem hafa beðið í heilan mán- uð. Gott ef sumarið er bara ekki þegar búiö. Og ekki er bjart framundan. það em heil fiögur ár í næstu heims- meistarakeppni í knattspymu. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.