Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1990, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1990, Blaðsíða 26
42 MIÐVIKUDAGUR 11. JÚLÍ 1990. Afmæli Þórarinn Bjömsson ÞórarinnBjömsson, umboösmaöur hjá Alþjóða líftryggingafélaginu í Reykjavík, til heimilis að Austur- göröum I, Kelduhverfi, er fimmtug- urídag. Þórarinn fæddist í Austurgörðum og ólst þar upp í foreldrahúsum. Hann lauk landsprófi frá Reykjum í Hrútafirði 1957 og hefur sótt fjöld- ann allan af námskeiðum um hin ýmsu efni og unnið margs konar störfum dagana. Þórarinn kynnti sér alifuglarækt og stundaði nám við Landsbruks- skolen í Öksnevald á Rogalandi í Noregi 1966. Hann stofnaði ásamt föður sínum alifuglabú í Austur- görðum 1960 og rak það síðan einn til ársins 1982. Þórarinn var fram- kvæmdastjóri félagsheimilisins Skúlagarðs í Kelduhverfi um árabil og annaðist þar þjónustu við ferða- menn á sumrin. Hann hefur starfað mikiö við hljóðritanir og dagskrár- gerð, einkum á eigin vegum en jafn- framt fyrir ríkisútvarpið og Safna- húsiðáHúsavík. Þórarinn hefur unnið mikið að félagsmálum, einkum í heimahér- aði. Hann var í stjórn ungmennafé- lagsins Leifs heppna, Ungmenna- sambands Norður-Þingeyinga, í sóknarnefnd Garðskirkju, í hrepps- nefnd og skólanefnd Keldunes- hrepps, í stjóm Norrænu félaganna við Óxarfjörð auk ýmissa fleiri trún- aðarstarfa. Þórarinnkvæntist 7.5.1967 Ólöfu Bám Ingimundardóttur, f. í Reykja- vík, 4.1.1939, en hún er dóttir Guö- rúnar Guðlaugsdóttur, f. 3.9.1920, húsmóður í Reykjavík, og Ingi- mundar Bjamasonar, f. 27.11.1919, d. 25.8.1989, lengst af starfsmaður Kassagerðar Reykjavíkur. Þórarinn og Ólöf Bára slitu samvistum árið 1982. Þórarinn og Ólöf Bára eignuðust tvær dætur. Þær eru Eva, f. 10.10. 1967, bankamaður í Reykjavík, í sambúð með Hjalta Einari Sigur- bjömssyni, f. 20.6.1967, myndlistar- nema, og Arna, f. 27.8.1969, nemi í matreiðslu á Hótel Húsavík, í sam-, búð pieð Áka Haukssyni, f. 24.6. 1965', nema í rafvirkjun, og eiga þau einn son, Hauk Inga, f. 24.8.1989. Þórarinn á tvær systur. Þær eru Sigríður Hildur Svava, f. 27.5.1946, kennari við Öldutúnsskólann í Hafnarfirði, gift Agli Rúnari Frið- leifssyni, kennara og kórstjóra við sama skóla, og Guðný Halldóra, f. 5.9.1950, húsfreyja að Austurgörð- um í Kelduhverfi, gift Jónasi Þór Þórðarsyni, b. og útgerðarmanni í Austurgörðum. Foreldrar Þórarins: Björn Har- aldsson, f. 31.5.1897, d. 28.5.1985, bóndi og kennari í Austurgörðum, og eftirlifandi kona hans, Þorbjörg Þórarinsdóttir, f. 2.5.1908, hús- freyja. Björn var sonur Haralds, b. í Aust- urgörðum, Ásmundssonar, er fór til Ameríku, Guttormssonar. Móðir Haralds var Kristjana Jósefsdóttir. Móðir Björns var Sigríður Sigfús- dóttir, b. í Austurgörðum Guð- mundssonar. Móðir Sigríðar var Matthildur Torfadóttir, b. á Tóvegg og víðar, Gottskálkssonar, b. á Fjöll- um í Kelduhverfi, ættfóður Gott- skálksættarinnar, Pálssonar. Þorbjörg var dóttir Þórarins, b. í Kollavík, Guðnasonar, b. á Hóh á Sléttu, Kristjánssonar, b. í Leirhöfn á Melrakkasléttu, Þorgrímssonar, b. í Hraunkoti, ættfóður Hraunkots- ættarinnar, Marteinssonar. Móðir Kristjáns var Vigdís Hall- grímsdóttir, b. í Hraunkoti, Helga- sonar. Móðir Guðna var Halldóra Guðnadóttir, b. á Hallbjamarstöð- um í Reykjadal, Jónassonar, b. þar, Jónssonar, b. á Stóru-Völlum í Bárðardal, Sturlusonar. Móðir Halldóru var Guðrún Þorsteins- dóttir. Móðir Þórarins í Kollavík var Helga Þórarinsdóttir, b. á Ásmund- arstöðum, Guðmundssonar. Móðir Þorbjargar í Austurgörðum var Kristlaug Guðjónsdóttir, b. á Sultum og víðar, Jóhannessonar, b. í Ólafsgerði, Vigfússonar, b. í Tungugerði og Voladal, Halldórs- sonar, b. í Tröllakoti og á Héðins- höfða, Erlendssonar, af ætt Bjarna Gíslasonar, prests í Garði. Móðir Vigfúsar var Steinunn Bessadóttir. Móðir Jóhannesar var Guðrún Bárðardóttir, b. á Brúum, Þórarinn Björnsson. Þorsteinssonar. Móðir Guðjóns var Guðrún Bjömsdóttir, b. í Haga, Þor- geirssonar. Móðir Kristlaugar var Þorbjörg Sigmundsdóttir, b. í Austurgarði, Jónssonar, b. á Hringveri, Sig- mundssonar, b. á Héðinshöfða, Sig- mundssonar. Þórarinn verður á ferðalagi á af- mælisdaginn. Þorgerður Sveinbjömsdóttir Þorgerður Sveinbjörnsdóttir, hús- móðir í Dal, Miklaholtshreppi á Snæfellsnesi, er fimmtug í dag. Þorgerður fæddist í Norðurfirði í Ámeshreppi á Ströndum og ólst þar upp. Hún lauk bamaskólanámi og vann síðan ýmis störf í Reykjavík og á heimaslóðum þar sem hún var m.a. ráðskona við bamaskólann á Finnbogastöðum. Þorgerður flutti að Dal í Mikla- holtshreppi þar sem við tóku al- menn húsmóður- og heimihsstörf auk starfa við hefðbundinn búskap. Þá hefur hún síðustu tólf árin starfað á haustin og á vetram við útibú Kaupfélags Borgfirðinga á Vegamótum við verslunar- og veit- ingaafgreiðslu. Þorgeröur hefur starfað með kvenfélaginu Liljan í Miklaholts- hreppi og sat í stjórn þess um skeið. Þorgerður giftist 22.6.1963 Erlendi Halldórssyni, f. 24.6.1931, en hann er sonur Halldórs Erlendssonar og Önnu Einarsdóttur, bændahjóna í Dal. Dóttir Þorgerðar fráþví fyrir hjónaband er Gíslína Agústsdóttir, f. 12.1.1961, gjaldkeri í Reykjavík, var í sambúð með Þórði Gunnars- syni vélvirkja og eiga þau tvo-syni en Gíslína og Þórður era nýlega skilin. Börn Þorgerðar og Erlendar eru Halldór Erlendsson, f. 23.4.1963, rafeindavirki í Reykjavík, kvæntur Unni Valdimarsdóttur fóstru, Rósa Erlendsdóttir, f. 23.3.1964, háskóla- nemi, búsett í Vatnsholti í Staðar- sveit, gift Hauki Þórðarsyni trésmið og eiga þau tvær dætur, og Egill Erlendsson, f. 12.4.1971, fiskeldis- fræðingurað Dal. Þorgerður á sex systkini sem öh eru á lífi en þau eru búsett á Akra- nesi eða þar í grennd. Foreldrar Þorgerðar: Sveinbjörn Valgeirsson, f. 1906, fyrrv. bóndi í Norðurfirði, nú búsettur á Akra- nesi, og kona hans, Sigurrós Jóns- dóttir, f. 1910, húsmóðir. Sveinbjöm er sonur Valgeirs, b. í Norðurfirði, Jónssonar, b. á Eyri við Ingólfsfjörð, Ólafssonar, b. á Bólstað við Steingrímsfjörð, Jónssonar. Móðir Jóns á Eyri var Guðrún Jóns- dóttir stúdents, Jónssonar. Móðir Valgeirs var Valgerður Gísladóttir, b. í Norðurfirði, Jónssonar, b. í Furufirði, Gíslasonar. Móðir Gísla í Norðurfirði var Ingibjörg Jónsdóttir frá Tröð í Álftafirði. Móðir Valgerð- ar var Þorgerður Jóhannesdóttir, b. í Kjós í Grunnavík, Þorvaldsson- ar. Móðir Sveinbjörns í Norðurfirði var Sesselja Gísladóttir, b. í Norður- firði, bróður Valgerðar á Eyri. Móð- ir Sesselju var Vilborg Jónsdóttir frá Ingólfsfirði, Helgasonar. Sigurrós er dóttir Jóns, b. í Aspar- vík, Kjartanssonar, b. á Skarði í Bjarnarfirði, Guðmundssonar. Móðir Jóns var Guörún Sigfúsdótt- ir. Móðir Sigurrósar var Guðrún Guðmundsdóttir, b. í Kjós, Pálsson- ar, b. á Kaldbak, Jónssonar. Móðir Guðmundar var Sigríður Magnús- dóttir. Þorgerður Sveinbjörnsdóttir. Þorgeröur verður að heiman á af- mæhsdaginn. 90 ára 70 ára Signý Benediktsdóttir, Balaskarði, Vindhæhshreppi. 85 ára Lára Sigurðardóttir, Kjartansgötu 15,Borgamesi. Ólöf Elí nmundsdóttir, Stakkabergi, Fellsstrandarhreppi. Óskar Sumarliðason, Ofanleiti 3, Reykjavik. Guðmundur Ellert Eriendsson, Fornhaga 11, Reykjavík. Bry nhildur Haraldsdóttir, Þiljuvöllum 29, Neskaupstað. Guðbjörg Guðbrandsdóttir, Eyjabakka 10, Reykjavík. 80 ára 60ára Guðjón Guðmundsson, Kleppsvegi 92, Reykjavlk. MagnúsH. Magnússon, Reynihvammi 27, Kópavogi. Hann veröur að heiman á afmæhs- daginn. Steinunn Marteinsdöttir, Bogahlíð 13, Reykjavík. Vigdís Sigurðardóttir, Skeggjastöðum, Vestur-Landeyja- hreppL Helga Tómasdóttir, Gýgjarhóh I, Biskupstungnahreppi. Hóseas ögmundsson, Eyrarteigi, Skriðdalshreppi. Sigurður Guðjónsson, Aski, BúlandshreppL Geir Siguijónsson, Hólavegi 6, Siglufirði. Þórður G. Þórðarson, Hvammi, Amarneshreppi. 50 ára 75 ára Halldór Guðiaugsson, Ásbraut9, Kópavogi. Sigríður Þorsteinsdóttir, Sunnubraut 7, Garði, Gerðalir. Sigríður Björnsdóttir, Suðurgötu 44, Siglufirði. Matta Friðriksdóttir, Vahhólraa 8, Kópavogj. Sigurbjörg Sigurbergsdóttir, Hvalskeri, Rauðasandshreppi. Jóna Sigurlásdóttir, Mánavegi9, Selfossi. Sigurrós Geirmundsdóttir, Kviabryggju, Eyrarsveit. Ingveldur Jónsdóttir Ingveldur Jónsdóttir, fyrrv. iðn- verkakona, Nýlendugötu 18, Reykjavík, er áttræð í dag. Ingveldur fæddist að Ytri-Rauða- mel í Eyjahreppi í Hnappadalssýslu. Bernskustöðvar hennar voru í Miklaholts- og Eyjahreppi, lengst af í Haustshúsum hjá móöurbróður Ingveldar. Þær mæðgur fluttu til Reykjavíkur 1922 og hefur Ingveld- ur búið þar síðan, lengst af á Ný- lendugötunni eða í sextíu ár. Hún starfaði lengi framan af í fiskvinnu og síðan við Sælgætisgerðina Víking í fjölda ára, auk þess sem hún vann nokkur ár hjá Múlalundi. Ingveldur á eina systur. Sú er Guðlaug Jónsdóttir, f. 23.11.1907, fyrrv. húsfreyja í Miklaholti í Miklaholtshreppi, gift Valgeiri El- íassyni, fyrrv. bónda þar, og eiga þautvær dætur. Foreldrar Ingveldar voru Jón Oddur Albert Jónsson, f. í Rúfeyjum íBreiðafirði, 17.1.1876, ogBryn- hildur Rósa Þórðardóttir, f. í Mýrdal í Kolbeinsstaðahreppi, 22.5.1885. Faðir Jóns Odds var Jón, b. í Rúf- eyjum og víðar, Oddsson, b. í Fremri-Langey, Ormssonar, b. þar, ættfoður Ormsættarinnar, Sigurðs- sonar. Móðir Odds og seinni kona Orms var Þuríður Jónsdóttir frá Dagverð- arnesi, Brandssonar. Móðir Jóns í Rúfeyjum var Ingibjörg Jónsdóttir, b. í Miðhúsum í Reykhólasveit, Þórðarsonar. Móðir Jóns Odds var Anna Guð- rún, dóttir Jóhs „harða“ b. í Hauka- brekku á Skógarströnd, Jónssonar og konu hans, Ingveldar Jónsdóttur Brynhildur Rósa var dóttir Þórð- ar, b. í Mýrdal, Einarssonar, b. á Hömrum í Hraunhreppi, Jónssonar Móðir Þórðar var Brynhildur Þórð- ardóttir frá Lambhústúni í Hraun- hreppi. Móðir Brynhildar var Ingveldur Bjarnadóttir, b. á Einarslóni, Bjarnasonar. Móðir Ingveldar Bjarnadóttur var Guðlaug Gunn- laugsdóttir, b. í Geitastekk í Hörðudal, Arasonar og Sigríðar Jónsdóttur frá Gunnarsstöðum í Hörðudal. Ingveldur verður að heiman á af- mælisdaginn. Guðjón Guðmundsson Guðjón Guðmundsson bifreiða- smiöur, Kleppsvegi 92, Reykjavík, eráttræöurídag. Guðjón fæddist í Miðdal í Kjós og ólst þar upp. Guðjön öðlaðist meistararéttindi í bifreiðasmíði árið 1942 en hann rak ásamt félögum sínum yfirbygginga- verkstæðið Tryggvi Pétursson og Co frá 1933-46. Hann starfaði síðan hjá Bílasmiðjunni hf. og víðar frá 1946-57 en stofnaði þá ásamt fleiram Bílaskálann hf. þar sem hann starf- aðitilársinsl983. Guðjón kvæntist 15.4.1933 Ólöfu Bjamadóttur, f. 8.10.1907, húsmóö- ur, dóttur Þorbjargar Jakobsdóttur og Bjama Bjamasonar, smiðs í Grundarfirði. Börn Guðjóns og Ólafar eru Bjami Gujónsson, f. 10.10.1932, vélvirki og eftirhtsmaður hjá Landsvirkjun, kvæntur Ásthildi Guðmundsdóttur og eiga þau tvö böm; Halldór Guð- jónsson, f. 27.4.1939, stærðfræðing- ur og kennslustjóri HÍ, kvæntur Mary T. Gudjonsson og eiga þau tvö börn; Guðrún Gujónsdóttir, f. 12.2. 1943, d. 1983, kennari, og eignaðist hún tvö böm; Þorbjöm Guðjónsson, f. 12.2.1943, viðskiptafræðingur, kvæntur Margréti Svavarsdóttur, framkvæmdastjóra LÍN, og eiga þau tvö böm, og Jóna Guðjónsdóttir, f. 27.7.1949, húsmóðir, gift Sigurði Haraldssyni og eiga þau tvö böm. Guðjón Guðmundsson. Foreldrar Guðjóns voru Guð- mimdur Hannesson, bóndi í Miðdal í Kjós, og Guðrún Þorláksdóttir hús- móðir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.