Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1990, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1990, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 19. JÚLÍ 1990. Fréttir DV Sambandsleysi stofnana við gatnagerð í Kópavogi: Eins og Bakkabræður að bera sólina inn í bæinn í húfum „Fyrst komu menn frá Pósti og síma og grófu skurö, þegar þeir voru búnir að leggja nýjar línur mokuðu þeir ofan í skurðinn. Næstir komu menn frá rafveitunni og mokuðu upp úr skurðinum og lögðu nýja strengi auk þess sem þeir reistu nýja ljósastaura. Þegar því var lokið mokuðu þeir ofan í skurðinn. Síðastir komu svo menn frá hitaveitunni og grófu skurðinn upp í þriðja skiptið og tóku niður staurana sem rafveitan hafði reist,“ segir Ester Haraldsdóttir, íbúi við Skólagerði í Kópavogi. „Slík vinnubrögð benda eiginlega ekki til neins annars en algjörs skipulagsleyis. Það hlýtur að vera hægt að sameinast um einn skurð. Það er í raun hlægilegt að sjá sama skurðinn grafinn þrisvar sinnum á - fyrst gróf srniinn, þá rafveitan og loks hitaveitan stuttum tíma, að manni virðist að ástæðulausu." Nú stendur yfir endurskipulagn- ing á Skólagerðinu og hefur verkiö tekið rúmt ár en áætlað er að því verði lokið í ágúst. Það er verktakafyrirtækið Háfell sem sér um jarðvegsskipti, malbik- un og lagningu gangstéttarhellna í götunni. Að sögn Eiðs Haraldsson- ar, framkvæmdastjóra Háfells, virðist sem hér hafi verið um að ræða dálítið sambandsleysi hjá hinum opinberu stofnunum sem sjá um lagnir í götuna. „Það hefur verið unnið við end- urskiplagningu götunnar í áföng- um síðastliðið ár og þaö verk hefur gengið vel. Nú er verið að ljúka við síðasta áfangann sem er á milli 70 og 80 metra langur og þá virðist sem upp hafi komið ákveðið sam- bandsleysi milli starfsmanna Pósts og síma, rafveitunnar og hitavei- tunnar. í sumum tilvikum geta þessar þijár stofnanir sameinast um einn skurð en í öörum tilvikum liggja lagnimar á mismunandi stöðum í götunni og þá þarf að grafa oftar en einu sinni. Það átti þó ekki við í þessu tilviki. Sökum þessa hafa framkvæmdir tafist nokkuð og þetta verður án efa kostnaðarsamara," segir Eiður. „Lagnirnar liggja ekki á sama stað í götunni og því þarf að grafa þrisvar sinnum í götuna á þessum kafla. Það er því ekkert óeðlilegt við þessa framkvæmd," segir Stef- án Finnsson, tæknifræðingur hjá Kópavogsbæ. -J.Mar Skurðurinn í Skólagerði í Kópavogi. Þrjár stofnanir hafa grafið sama skurðinn þrisvar á stuttum tíma. DV-mynd GVA l.ögregluþjónar skoða verksummerki. Þjófarnir skáru tjald í sundur og fóru með það i tveimur hlutum. Keðjan góða kom því ekki að notum. DV-mynd S Seglagerðin Ægir: Tjaldið skorið sundur í miðju - 40 tonna ankeriskeðia aftraði ekki þjófunum Þrátt fyrir að sýningartjöld, sem standa við Seglagerðina Ægi í Reykjavík, séu fest niður með anker- iskeðjum, sem þola 30 til 40 tonna álag, aftrar það ekki þjófum frá því að stela tjöldum á sýningarsvæði fyr- irtækisins. Snemma í sumar var tjaldi stolið af sýningarsvæðinu. Forráðamenn fyrirtækisins fengu sér keðjuna sterku til að sporna við frekari þjófn- uðum. Það dugði ekki til - heldur var ^aldi stolið með því að skera það sundur í miðjunni. Þjófarnir hafa því farið með tjaldið í tveimur hlutum. Það er árvisst að tjöldum sé stolið frá Seglagerðinni Ægi. Síðastliðið sumar var fjórum tjöldum stolið og sex tjöldum sumarið 1988. -sme Tiu ára stúlka varö fyrir bil á Stekkjarbakka i Reykjavík i gær. Stúlkan hjól- aði í veg fyrir bil sem var aö aka fram úr henni. Stúlkan missti meðvitund og var flutt á sjúkrahús. DV-myndS Vestmannaeyjar: Guðjón ráðinn bæjarstjóri Ómar Garðarsson, DV, Vœtraeyj um; Guðjón Hjörleifsson, skrifstofu- stjóri Sparisjóðs Vestmannaeyja, hefur verið ráöinn næsti bæjar- stjóri í Vestmannaeyjum. Ráön- ing hans var samþykkt á bæjar- stjórnarfundi í gær. Fimm full- trúar meirihlutans greiddu hon- um atkvæði en minnlhlutafull- trúarnir sátu hjá. Guðjón er 35 ára, borinn og barnfæddur Vestmannaeyingur. Hann hefur starfað talsvert fyrir Sjálfstæðisflokkinn undanfarin ár. Hann hefur átt sæti i ráðum og nefndum á vegum bæjarins. Guðjón tekur við nýja starfmu 1. september næstkomandi. Amarflug og ráðherrann: Tafirnar eru sök Arnarflugs - segir Ólafur Ragnar Ólafur Ragnar Grímsson ijármála- ráðherra hélt blaðamannafund í gær til að svara ummælum Harðar Ein- arssonar, fráfarandi stjórnarfor- manns Amarflugs, á aðalfundi fé- lagsins um að háttalag ráðherrans hefði valdið félaginu ómældu tjóni með því að draga að veita Amarflugi 150 milljón króna víkjandi lán og að borga félaginu út söluhagnaðinn af þjóðarþotunni svokallaðri. Ólafur Ragnar sagði að ekkert heföi staðið á íjármálaráðuneytinu í þessu máli. Til þess aö geta borgað út lánið þyrfti Alþingi að samþykkja lög. Þrátt fyrir ítrekaða beiðni ráöuneytisins heföu forsvarsmenn félagsins ekki skilað inn upplýsingum um hvemig staðið verði að endurskipulagningu félags- ins. Þessar upplýsingar væm nauð- synlegar til að frumvarp um lán- veitinguna væri boðlegt Alþingis- mönnum. Þá upplýsti Ólafur Ragnar að skuld Arnarflugs við ríkið væri nú um 321 milljón þegar söluhagnað- ur þjóðarþotunnar hefði verið dreg- inn frá. 150 milljón króna víkjandi lán eða eftirgjöf skulda væri því ekki helmingurinn af skuldum félagsins við ríkið. Ólafur Ragnar sagði að hann vildi gera upp öll þessi skulda- mál áður en lánið yrði veitt. Aðspurður um hvort nægjanleg gögn frá Arnarflugi hefðu ekki legið fyrir þegar ríkisstjómin tók sína ákvörðun fyrir sextán mánuðum sagði Ólafur að svo heföi verið. Um síðustu áramót heföi hins vegar legið fyrir að þær áætlanir heföu ekki staðist. Ráðuneytið vildi því fá nýjar áætlanir. Þær hefðu ekki fengist. Tafir á málinu væru því sök Arnar- flugs. -gse Vestfírðir: Mokveiði innan og utan f jarða Reynir Trauslason, DV, Flateyxi: Góð veiði hefur verið hjá snurvoð- arbátum frá Vestflörðum að undan- fömu. Bátarnir hafa fengið allt að 12 tonnum af fallegum þorski eftir dag- inn. Veiðisvæðið er gmnnt út af Dýrafirði. Þá hafa handfærabátar mokfiskað bæði utan og innan fjarða og margir hafa fengið góðan afla á sjóstangir inn undir bryggju á Flateyri. Gissur hvíti var að landa milli 8 og 9 tonnum á Flateyri þar sem frétta- maður DV hitti Tryggva Guðmunds- son skipstjóra að máli. Tryggvi sagði að nóg væri af fiskinum en vanda- málið væri skortur á kvóta. Hann kvaðst vera mjög andsnúinn kvóta- kerfinu í heild - aðeins væri tíma- spursmál hvenær stórfyrirtæki fæm að sjá sér hag í því að fjárfesta í kvóta. Áhöfnin á Gissuri hvita. Frá vinstri Gunnar Tryggvason, Einar Ágúst- son og Tryggvi skipstjóri Guð- mundsson. DV-mynd Reynir „í því kapphlaupi verða fyrirtækin úti á landi ekki samkeppnisfær. Það er spuming hvenær landsbyggöin rís upp gegn kvótakerfinu," sagði Tryggvi að lokum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.