Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1990, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1990, Blaðsíða 26
34 FIMMTUDAGUR 19. JÚLÍ 1990. AEmæli fvar Daníelsson ívar Daníelsson, Álftamýri 1, Reykjavík, er sjötugur í dag. ívar er fæddur í Reykjavík og lauk stúd- entsprófi í MR1939. Hann var í verknámi í Lyfjabúðinni Iðunni 1939-1942 og lauk Exam. pharm. námi í Lyíj afræðingaskóla íslands 1942. ívar var í lyfjafræðinámi í Philadelphia College of Pharmacy and Science 1942-1944 og lauk dokt- orsprófl í lyfjaefnafræði í Purdue University í Lafayette í Indiana í Bandaríkjunum 1947. Hann var í framhaldsnámi í Bandaríkjunum á vegum Alþjóðaheilbrigðisstofnun- arinnar (WHO) um 7 mánaða skeið, 1956-1957. ívar var aðalkennari í Lyflafræðingaskola íslands 1948- 1957 og eftirhtsmaður lyflabúða 1948-1968. Hann var dósent í lyfla- fræði lyfsala í HÍ frá 1957 og stofn- andi og fyrsti lyfsali Borgarapóteks í Reykjavík frá 1968. ívar var ráðu- nautur Tryggingastofnunar ríkisins um lyfsölumál 1948-1950 og í lyfla- nefnd Tryggingastofnunarinnar 1951-1968. Hann var varamaður fyr- ir íslands hönd í norrænu lyfla- skrámefndinni 1959-1968 og í lyfla- skrámefnd íslands frá stofnun hennar 1963-1968. ívar var formað- ur efnaverkfræðideildar Verkfræð- ingafélags íslands 1968-1969 og í stjóm Apótekarafélags íslands 1968-1969 og 1970-1973, formaður 1975-1976. Hann var í stjórn apótek- arafélags Reykjavíkur 1969-1974. ívar kvæntist 7. ágúst 1948 Þor- björgu Bjamar Tryggvadóttur, f. 25. september 1922. Foreldrar Þorbjarg- ar voru Tryggvi Þórhallsson forsæt- isráðherra og kona hans Anna KÍemenzdóttir. ívar og Þorbjörg skildu. Bömþeirra: Tryggvi, f. 13. janúar 1949, d. 24. júní 1979, lyfla- fræðingur; Guðrún ína, f. 31. mars 1950, hjúkrunarfræðingur og ljós- móðir í Rvík, gift Kristni Valdimars- syni skólastjóra og Anna Guðrún, f. 26. ágúst 1959, hagfræðinemi. ívar kvæntist 12. september 1972 annarri konu sinni, Natalie Joy Kamm Wolf, f. 30. janúar 1924. Foreldrar Natalie: Rudolph Kamm, ölgerðareigandi, og kona hans, Josephine, f. Schafíer. ívar og Natalie skildu. ívar kvæntist 10. nóvember 1979 þriðju konu sinni, Kristínu Ámadóttur, f. 12. desember 1939. Foreldrar Kristínar: Árni Þór- arinsson, b. á Ormarsstöðum í Fell- um, og kona hans, Sólveig Eiríka Sigfúsdóttir. ívar og Kristín skildu. Sambýliskona ívars er Ásthildur Jóhannsdóttir, f. 23. febrúar 1937. Foreldar Ásthildar: Jóhann Jónsson vélstjóri og kona hans, Þuríður Hallbjörnsdóttir. Kjörforeldrar ívai's: Daníel Hall- dórsson, f. 17. október 1891, d. 3. júlí 1940, kaupmaður í Rvík, og kona hans, Guðrún Ágústa Guðlaugs- dóttir, f. 5. júní 1892, d. 12. janúar 1948. Foreldrar ívars: Guðmundur Eiríksson, kaupmaður í Rvík, og kona hans, Leopoldine Halldórs- dóttur, systur Daníels, kjörfqður ívars. Guðmundur var faðir Önnu Eiríkss, talsímakonu í Rvík, og bróðir Sigríðar, móður Vigdisar Finnbogadóttur forseta. Guðmund- ur var sonur Eiríks, trésmiðs í Rvík, Guðmundssonar, b. í Miðdal, Ein- arssonar. Faðir Sigríðar var Einar, b. í Miðdal, faðir Guðmundar frá Miðdal, myndhstarmanns, föður Errós og Ara Trausta jarðfræðings. Móðir Guðmundar var Vilborg, Guðnadóttir, b. á Keldum í Mosfehs- sveit, Guðnasonar, b. í Saurbæ í Ölfusi, bróður Sigríðar, langömmu Hahdórs Laxness og Guðna Jóns- sonar prófessors, föður Bjama próf- essors og Jóns dósents. Guðni var sonur Gísla, b. í Reykjakoti í Ölfusi, Guðnasonar, b. í Reykjakoti, Jóns- sonar, ættföður Reykjakotsættar- innar. Leopoldine var dóttir Halldórs, hæstaréttardómara í Rvík, Daníels- sonar, prófasts á Hólmum í Reyðar- firði, Halldórssonar, prófasts á Mel- stað, Ámundasonar, smiðs og mál- ara í Syðra-Langholti, Jónssonar. Móðir Hahdórs Daníelssonar var Jakobína Magnúsdóttir Thorarens- ens, b. á Stóra-Eyrarlandi, Stefáns- sonar, amtmanns á Möðruvöllum, Þórarinssonar, sýslumanns á Möðruvöhum, Jónssonar, ættföður Thorarensensættarinnar. Móðir Le- opoldine var Anna Halldórsdóttir, yfirkennara, Friðriksdóttir, Hall- dórssonar, yfirkennara í Rvík, bróð- ur Ólínu, langömmu Snæbjarnar Jónassonar vegamálastjóra. Halld- ór var sonur Friðriks, verslunar- stjóra á Eyri í Skutulsfirði, Eyjólfs- sonar, prests á Eyri, Kolbeinssonar, prests og skálds í Miðdal, Þorsteins- sonar. Móðir Halldórs var Sigríður Ólafsdóttir, b. á Stakkanesi, bróður Hjalta Thorbergs, ættföður Thor- bergsættarinnar, afa Bergs Thor- bergs landshöfðingja. Ólafur var sonur Þorbergs prests á Eyri, Ein- arssonar, föður Guðrúnar, móður Marrethe Hölter, ættmóður Knud- senættarinnar. Móðir Þorbergs var Guðrún Hjaltadóttir, prófasts og málara í Vatnsfirði, Þorsteinssonar. ívar verður að heiman á afmælis- daginn. Jóhann Guðmundur Þorvaldsson Jóhann Guðmundur Þorvaldsson, vaktstjóri á Landspítalanum, Selja- braut 40, Reykjavík, er fimmtugur í dag. Jóhann fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann gekk í Áusturbæjar- skólann og lauk námi í öðmm bekk gagnfræðaskóla. Eftir það stundaði hann almenna verkamannavinnu og var til sjós í tvö ár. Hann var síð- an við útkeyrslu og lagerstörf, fyrst hjá Sláturfélagi Suðurlands í þrett- án ár og síðan hjá Nóa og Síríusi í sex ár. Jóhann hefur nú starfað við Landspítalann frá 1977. Þar var hann fyrst almennur vaktmaður en ernúvaktstjóri. Jóhann kvæntist 26.12.1982 Lovísu Guðmundsdóttur, f. 15.12. 1951, húsmóður, en hún er dóttir Guðmundar Bergssonar, bónda að Hvammi í Ölfusi, og Þrúðar Sigurð- ardóttur húsmóður. Dætur Jóhanns og Lovísu eru Jó- hanna Helga Jóhannsdóttir, f. 9.6. 1982, og Elín María Jóhannsdóttir, f. 6.7.1983. Sonur Lovísu og fóstur- sonur Jóhanns er Guðmundur Þór Ámundason, f. 6.9.1970, starfsmað- urhjáBrauðihf. Jóhann á flögur systkini. Þau eru Erla Þorvaldsdóttir, f. 4.9.1942, hús- móðir í Reykjavík, gift John Þórði Kristinssyni og eiga þau flögur börn og flögur bamaböm; Ingibjörg Þor- valdsdóttir, f. 17.11.1951, húsmóðir í Noregi, gift Bjarna Sverrissyni og eiga þau tvö böm; Guðbergur Þor- valdsson, f. 3.6.1956, búsettur í Reykjavík, og Jónína Haraldsdóttir, f. 26.12.1959, búsett í Reykjavík og áhúneina dóttur. Foreldrar Jóhanns voru Þorvald- ur Jóhannesson, f. 22.1.1912, d. 24.4. 1976, leigubifreiðastjóri í Reykjavík, og kona hans, Oddný María Odds- dóttir, f. 17.1.1917, d. 29.3.1973, hús- móðir. Þorvaldur var sonur Jóhannesar, húsmanns á Hrappstöðum, Bene- diktssonar, b. að Fjósum í Laxárdal í Dölum, Jónssonar, b. í Fjósum, Benediktssonar. Móðir Benedikts yngra var Björg Jónsdóttir. Móðir Jóhannesar á Hrappstöðum var Guðbjörg Ólafsdóttir, b. í Blöndu- hlíð, Ölafssonar, b. í Blönduhlíð, Ólafssonar, b. á Álftavatni í Staðar- sveit, Magnússonar, stúdents í Snóksdal, Jónssonar, prests í Snóksdal, Hannessonar, lögréttu- manns í Snóksdal, Eggertssonar, lögréttumanns í Snóksdal, Hannes- sonar, lögsagnara í Snóksdal, Bjömssonar, lögsagnara í Snóksdal, Hannessonar, hirðstjóra á Núpi í Dýrafirði, Eggertssonar, lögmanns og riddara í Vík í Noregi, Eggerts- sonar. Móðir Þorvalds var Jóhanna Guð- rún, systir Margrétar, móður Óskars Ingimarssonar bókavarðar, Ingibjargar Ingimarsdóttur er starf- ar við KHÍ og Magnúsar Ingimars- sonar hljómlistarmanns. Jóhanna Guðrún var dóttir þeirra hjónanna Steins Bjarnasonar, b. í Hálshúsum og í Vatnsflarðarseli í Reykjaflarð- arhreppi, og Ingibjargar Þorvalds- dóttur Oddný var dóttir Odds Guð- mundssonar og Elínar Valgerðar, dóttur Kráks Jónssonar. Jóhann verður ekki heima á af- mæhsdaginn. Jóhann Guðmundur Þorvaldsson. Pétur Kristþór Sigurðsson Pétur Kristþór Sigurösson, fyrrv. húsvörður Alþingis, Miöleiti 5, Reykjavik, varð áttræður á þriðju- daginn. Pétur kvæntist 15. mai 1936 Guðríði Krisflánsdóttur, f. 29. ágúst 1911, en foreldrar hennar vom Kristján Jónsson, útvegsbóndi í Móabúð í Eyrarsveit, Jónssonar, ogkona hans, Kristín Gísladóttir, í Tröð, Jónssonar. Böm Péturs og Guðríð- ar: Aðalsteinn, f. 7. september 1933, d. 9. janúar 1985, læknir á Klepp- jámsreykjum og í Borgamesi, var kvæntur Hahdóru Karlsdóttur verslunarkonu og eignuðust þau flögur böm; Ingibjörg, f. 19. ágúst 1937, hjúkrunarkona í Garðabæ, gift Magnúsi Karh Péturssyni lækni og áttu þau fimm böm; Kristján, f. 19. ágúst 1938, skipsflóri á Akranesi, kvæntur Erlu Magnúsdóttur ritara og eiga þau tvö böm; Sigrún, f. 21. september 1939, ljósmóðir í Hafnar- firði, gift Bimi Ölafssyni skólasflóra og eiga þau þijú börn; Sigurður Kristófer, f. 4. desember 1942, lækn- ir á Akureyri, kvæntur Helgu Magnúsdóttur fóstru og eiga þau flögur börn; Sigþór, f. 17. desember 1943, Ph.d., efnafræðingur í Oxford, kvæntur Colleen Mary hjúkrunar- konu og eiga þau tvö börn, og Krist- ín Guðrún, f. 10.2.1949, lést tveggja vikna. Systkini Péturs eru: Guð- mundur, f. 20. ágúst 1899, d. 1959, hálfbróðir, samfeðra, vélstjóri; Þor- keh Jóhann, f. 18. september 1908, verslunarmaður í Rvík, kvæntur Kristínu Kristjánsdóttur ljósmóður; Halldór Eggert, f. 9. september 1915, fyrrv. alþingismaður og ráðherra, kvæntur Margréti Gísladóttur; Margrét, f. 5. júh 1917, fyrrv. fuhtrúi félagsmálastofnunar Reykjavíkur- borgar, gift Ásgeiri Markússyni verkfræðingi, og Þórarinn Stefán, f. 31. janúar 1922, fyrrv. sveitarstjóri í Höfnum, kvæntur Þorbjörgu Daní- elsdóttur. Alsystkini Ingibjargar, móður Péturs, voru: Sigþór skip- stjóri og Sigurður Kristófer, skáld og guðspekingur. Ingibjörg var dótt- ir Péturs Frímanns, b. á Dalli, Guð- ■mundssonar, b. á Hraunlöndum, Jónssonar. Móðir Ingibjargar var Þorkatla Jóhannsdóttir, b. í Fossár- dal, Þorsteinssonar og konu hans, Þuríðar Þórarinsdóttur, b. á Geit- hóli, Jónssonar, forföður Friðriks Sophussonar og Jóhanns Jónsson- ar, skálds í Ólafsvík. Pétur og Guð- ríður, tvíburasystir hans, munu taka á móti gestum í samkomusal í Miðleiti 5 nk. sunnudag, 22. júlí, frá kl. 15-18. Leiðrétting: Sigurður Tómasson Úrval verðíð hefur lækkað Sigurður Tómasson varð áttræð- ur á mánudaginn. Guðrún Stein- grímsdóttir, kona Illuga Jónssonar, b. á Þverá, var dóttir Steingríms, b. á Flugumýri, Þorsteinssonar, lög- réttumanns á Flugumýri, Stein- grímssonar, b. á Hofi í Skagaflarð- ardölum, Guðmundssonar, ættföð- ur Steingrímsættarinnar yngri. Móðir Illuga var Solveig, systir Steingríms, b. á Þverá, föður Jóns eldprests. Solveigvardóttir Jóns, lögréttumanns á Bjarnastöðum í Blönduhhð, Steingrímssonar, bróð- ur Þorsteins. 90ára__________ 70 ára_________ Baldvin Pálmason, Samúel J. Valberg, Álfabyggö 1, Akureyri. Kambsvegi34,Reykjavík. 85 ára Sigríður Sigurðardóttir, Vigdísarstöðum, Kirkjuhvamms- hreppi. 60ára Pétur Guðmundsson, Fjarðarvegi 31, Þórshöfn. Herbert K. Andersen, Arnórsstöðum efri, Barðastrand- arhreppi. Zhi Ying Shen, Starhóhna 12, Kópavogi. 80ára Jóbannes B. Magnússon, Steinagerði 12, Reykjavík. Hann tekur á móti gestum í safnað- arheimhiBústaðakirkju á afmælis- daginn klukkan 20.00. 75 ára Geir Stefánsson, Grænumýri, Hhðarhreppi. María Rögnvaldsdóttir, Þórunnarstræti 115, Akureyri. 50ára Jónina Magnúsdóttir, Írabakka2, Reykjavík. Gísli Karlsson, Drápuhlíð 22, Reykjavík. Snorri Jóhannesson, kennarabústað aðReykholti, Reyk- holtsdalshreppi. Hulda Bára Jóhannesdóttir, - Ástúnil4,Kópavogi. Hún veröur að heiman á afmælis- daginn. ÓskSólrún Kristinsdóttir, Nesvegi 1, Hafnahreppi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.