Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1990, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1990, Blaðsíða 27
FIMMTUDAGUR 19. JÚLÍ 1990. 35 ' Sviðsljós Ringo Starr fimmtugur: Hæfileikalaus en frægur Bítillinn Ringo Starr, skíröur Richard Starkey, fagnaöi fimm- tugsafmæli sínu þann 7. julí s.l. Af því tilefni hefur æviferill trommu- leikarans veriö rifjaður upp og sitt sýnist hverjum, en greinarhöfund- ur í Politiken skefur ekki af því. Hann gengur svo langt að segja að Ringo haii komist ótrúlega vel áfram í lífmu því enga hafi hann hæfileikana. Reyndar var eitt sinn haft eftir John Lennon að Ringo væri engum líkur: „Þegar tónhstin okkar er góð þá dettur engum í hug að þakka trommuleikaranum. En þegar okkur mistekst getum við alltaf sagt að mistökin séu honum að kenna. Og þetta er það sem við ætlumst af honum.“ Þessi ummæh Lennons eru að visu sögð í hálf- kæringi en samt reyndist smásann- leiksbroddur í þeim því hlutverk Ringos vpr að vera blóraböggull. Þrátt fyrir að hann hafi verið rík- ur og frægur í þijátíu ár stefndi hann aldrei að því. „Ég bara sagði já þegar ég var beöinn um að leika á trommur í hljómsveitinni,“ segir hann. Félagarnir John Lennon, Paul McCartney og George Harri- son höfðu þá starfað um tíma sam- an í hljómsveitinni The Beatles við fjórða mann, Pete Best. Þegar Ringo gekk í hljómsveitina var hún aðeins „heimsfræg" í heimahæn- um Liverpool, enginn í London hafði heyrt um hana og þaðan af síður heimsbyggðin. Þegar The Beatles náðu heims- frægð með fyrstu plötunum sínum urðu þeir strax almenningseign. Fjölmiðlar litu á þá sem eina hehd en hver með sín sérkenni. John Lennon var greindin, Paul McCart- ney hjartað, George Harrison sáhn og Ringo hin trausta undirstaða; líkaminn. Með heimsfrægðinni sté Ringo svo sannarlega úr öskustónni. Hann er fæddur í mesta fátæktar- hverfinu í Liverpool, Dingle, og eyddi þar æskuárunum. Miðað við stéttarfestuna í þessu landi átti hann fáar útgönguleiðir úr fátækt- arhverfinu, maður með enga menntun eða hæfileika. Því má líkja ferh hans við ævintýri þar sem prinsinn hreppir bæði prins- essuna og ríkið. Ringo hefur aldrei skarað framúr sem trommuleikari - þó hann hafi sagt að hann væri bestur - og átti - og kemst vel af Ringo Starr með konu sinni, Barböru Bach. Bítillinn er nú fimmtugur að aldri og þykir hæfileikalaus sem fyrr - en er ríkur. oft í erfiðleikum með flóknar út- færslur. Haft er fyrir satt að Paul hafi stundum gripið í kjuðana þeg- ar hæfileika Ringos þraut. Hann hafði þungan, einfaldan stíl sem þó lagði grunninn að ásláttaraðferð hjá öðrum trommuleikurum og eru Keith Moon í Who og Mick Avory í Kinks nefndir sem dæmi í því sambandi. En hann hefur gert meira en tromma um ævina. Hann hefur sungið einstök lög á Bítlaplötunum sem hafa náð vinsældum, eins og th dæmis söngurinn um Gula kaf- bátinn. Hann hefur geflð út sóló- plötur með mjög misjöfnum ár- angri, sumar hafa náð hylli en aðr- ar mistekist hrapallega. Hann hef- ur samið sín eigin lög se'm ekki þykja góð svo vægt sé til orða tek- ið. Og þessu th viðbótar hefur hann leikið í nokkrum kvikmyndum, fyrst voru það Bítlamyndimar en síðar reyndi hann fyrir sér sem kvikmyndaleikari í fúlustu alvöru. Sé allt tekið saman á harni 22 LP plötur að baki, þar af 13 með The Beatles, hefur leikið í 14 kvikmynd- um og þar af fjórum Bítlamyndum. Og niöurstaðan er ekki glæsileg því höfundur greinarinnar í Politiken telur Ringo vera miðlungstrommu- leikara, vonlausan söngvara, ómögulegan lagahöfund og kvik- myndaleikur hans sé hreinasta fíaskó. Þrátt fyrir allt er Ringo frekar vinsæll maður í hópi vina og kunn- ingja. Hann er kvæntur leikkon- unni Barböru Bach og saman hafa þau þolað súrt og sætt, sóttu meira að segja ísland heim um árið. Hann átti við töluvert drykkjuvandamál að stríða og tókst að sigrast á þeim veikleika. Óhkt mörgum öðrum ríkum og frægum virðist hann hafa báðar fætur á jörðinni og elur ekki með sér neina stórmennsku- drauma. Auövitað þarf hann þess ekki því hann er ánægður eins og hann er, frægur, vinsæll og mold- ríkur. Þegar allt kemur til alls þyk- ir það bara vel af sér vikið sé tekið tihit th þeirrar staðreyndar að hann er hæfileikalaus með öllu. Harry Belafonte er í uppáhaldi margra. Nú á hann viö krankleika að striða en ekki er enn Ijóst hversu alvarlegur hann er. Harry Belafonte: Á sjúkrahús til rannsóknar Söngvarinn Harry Belafonte var fluttur á sjúkrahus th rannsóknar fyrr í þessari viku. Á fostudagskvöld- ið fann hann fyrir eymslum í brjósti og frestaöi sýningu sinni. Á sunnu-« dag fannst Harry hann orðinn nægi- lega hress til að syngja og mætti til vinnu á sunnudagskvöldið á skemmtistað Paul Mason vínfram- leiðandans. Belafonte fékk aö fara heim sam- dægurs að rannsókn lokinni. Niður- stööur rannsóknarinnar hggja ekki fyrir enn. Talsmaður spítalans segir krankleikann ekki tengjast hjarta- sjúkdómum. Harry Belafonte fæddist í New York en ólst að mestu upp á Jama- ica. Hann er 63 ára gamah og á enn mjög stóran hóp aðdáenda. Meðal fyrstu metsöluplatna hans voru Day-0 og Cocoanut Woman. Bela- fonte er mikih baráttumaður fyrir borgaralegum réttindum. Meðal annars lagöi hann fram krafta sína í skipulagningu heimsóknar Nelsons Mandela til Bandaríkjanna fyrr í sumar. Ólyginn sagði... George Bush tekur oft með sér bók í rúmið á kvöldin. „Ég les mikið af þungu efni allan daginn. Eftir erfiöan dag er gott að geta gripið í eitt- hvað léttara," segir hann. Þegar forsetinn vill slaka á eftir erfiðan dag tekur hann sér bók í hönd og les. Mest les hann af skáldsögum og þá helst lesefni af léttara taginu. Aðspurður segist Bush vera með nokkrar bækur í takinu í einu. Bækurnar hafa sömu áhrif á forsetann og svefn- pillur. „Ég vil heldur líta í bók en að taka eina Svefnphlu,“ segir Bush forseti. Michael Jackson er sterkari en hann htur út fyrir að vera. Um daginn tók hann sig th og handtók stóran og stæðheg- an mann, Leonard Pickens, sem ofsótt hefur LaToyu Jackson. Leonard braust inn í hús fjöl- skyldunnar og ætlaði sér að hitta „ástkonu sína“. En þar hitti hann aðeins Michael bróður hennar. Michael bauð honum að tilkynna ekkert til lögreglunnar ef hann hypjaði sig strax í burtu. En gest- urinn var ekki á þeim buxunum. Michael hringdi því í lögregluna og bað hana um að fjarlægja manninn. Þar fékk hann þau svör að lögreglan gerði ekkert í máhnu nema Michael heíði handtekið manninn. Söngvarinn frægi dó ekki ráðalaus og handtók Leon- ard. Eftir það kom lögreglan og fjarlægði hinn óboðna gest. Leonard er yfir sig ástfanginn af LaToyu, systur Michaels, og heldur sig stundum vera eigin- mann hennar. LaToya er hins vegar ekki hrifin af þessu uppá- tæki hans. Sylvester Stallone hélt upp á fertugasta og fjórða afmælisdag sinn fyrir stuttu. En hvað er hægt að gefa manni sem á aht og vinnur sér inn peninga sem samsvara tíu þúsund krón- um á mínútu? Móðir Stahone, sem er stjörnuspekingur, dó ekki ráðalaus. Hún leit í stjörnunar og fann þar réttu gjöfina. Hún gaf syni sínum lamadýr í afmæhs- gjöf. v -C. r

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.