Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1990, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1990, Blaðsíða 17
FIMMTUDAGUR 19. JÚLÍ 1990. 25 v :ht á síðasta keppnistímabili. í sigldu gær ur hvorugur aðili þumlung ettir. >nin í knattspymu: í 8-liða r m bíw m 11 kvold liklega til með að njóta sín á sínum gamla heimavelli og ekki má gleyma Herði Hilmarssyni, þjálfara Breiöabliks, en hann lék í mörg ár með Val. Ingi Björn Albertsson, þjálfari Valsmanna, er í leikbanni og getur því ekki stjórnað sinum mönnum frá varamannabekkn- um. Á KR-velli leika KR-ingar gegn Skaga- mönnum, KR-ingar eru í öðru sæti í 1. deild en ÍA situr ,á botninum ásamt Þór. Þegar í bikarleiki er komið gleyma menn stööunni í deildinni og Uð ÍA era þekkt bikarhö. Fyrri leik Uðanna á ís- landsmótinu lauk með sigri KR, 2-0. Þá leika 1 Keflavík 2. deildar Uðin ÍBK og Selfoss. Báðum þessum Uðum var spáð velgengni í deildarkeppninni en annað hefur komið á daginn því liðin eru jöfn um miöja deUd raeð 10 stig. Keflvíkingar og Selfyssingar slógu hæði út mótherja sína í vítaspyrnukeppni í 16-Uöa úrslitunum. ÍBK vann 1. deildar lið ÍBV og Selfoss vann ÍR. Pyrri leik liöanna á íslandsmótinu lauk með sigri Keflvíkinga, 1-2, og fór leikurinn íram á Selfossi. -GH li í gær Anatoly Byshovets í stöðu þjálfara Dinaino Moskvu en samlUiða því stýröi ms á ólympíuleikunum í Seoul 1988. Bys- novsky sem hætti meö liðið eftir ófarimar r herma að Lobanovsky hafi áhuga á að lokkur tilboö í höndum sem hann æfii að ö í gær Gheorghe Multescu sem þjálfara Lucescu sem gert hefur eins árs samning -JKS íþróttir Arnór á leið til íslands? - viðræður hans við Anderlecht sigldu í strand Kristján Bemburg, DV, Belgíu: Arnór Guðjohnsen hóf í gær samn- ingaviðræður viö forseta Anderlecht og er skemmst frá því að segja að þær viðræður sigldu í strand. Samningur Amórs við Anderlecht er runninn út og ljóst eftir fundinn í gær að Anderlecht er ekki reiðubúið að greiða þá upphæð sem Amór fer fram á. „Eins og málin hta út í dag eru lík- ur á að ég fari íslands fljótlega. Hvor- ugur aðili gaf neitt eftir á fundinum í dag. Ég bíð og sé hvernig máhn þróast á næstu dögum en ef ekkert gerist er bara að pakka niður og halda til íslands á nýjan leik,“ sagði Arnór Guðjohnsen í samtah við DV í gærkvöldi. Arnór æfir ekkert með félaginu meðan þessi mál eru ekki komin á hreint Framkvæmdastjóri Anderlecht sagði í samtali við belgíska blaðið Sport 90 í gær að ef félagið tæki upp þá stefnu að borga leikmönnum svip- aðar upphæðir og gert er í Frakk- landi og ítahu yrði Anderlecht fljótt að fara á hausinn. „Ósáttir leikmenn geta bara farið í burt“ „Leikmenn, sem ekki sætta sig við þau laun sem við erum tilbúnir að greiða, geta bara farið eitthvað ann- að. Við stundum ekki þá iðju að borga leikmönnum undir borðið eins og gert er í Frakklandi og Ítalíu en ef svo væri gert hér í Belgíu biði mín ekkert annað en fangelsisvist," sagði framkvæmdastjórinn í viðtalinu við Sport 90. Talið er að Anderlecht borgi góðum leikmönnum um 12 milljónir íslenskra króna í árslaun. Æfingar hjá Anderlecht hófust á mánudaginn eftir sumarfrí leikmanna. í blaðinu Het Latste Niewus í Belgíu segir í frétt á þriðjudaginn „fastir hðir eins og venjulega, Amór byrjar ekki að æfa með félögum sínum“. Fleiri leikmenn eiga í vandræðum En það er ekki bara Amór sem lið Anderlecht á í erfiðleikum með. Finnski landsliðsmaðurinn Ukkonen mætti heldur ekki á fyrstu æfinguna en hann er sagöur vera í samninga- viðræðum við gríska félagið AEK Aþena. Belgíski landshðsmaðurinn George Griin er búinn að komast að samkomulagi við franska 1. deildar liðið Paris SG en félögin hafa enn ekki samið um kaupverð enda setja forráðamenn Anderlecht hátt verð upp fyrir Grtin eða um 130 milljónir íslenskra króna. Þá á Júgóslavinn Jankovic í samningaviðræðum við 1. deildar hðið Catellon á Spáni. „Ekki komin nein tilboð í Arnór“ Framkvæmdastjóri Anderlecht, Fritz Verschueren, segir að ekki séu nein tilboð komin í Arnór Guðjohn- sen og segir að enginn maður frá Glasgow Rangers hafi talað við for- ráðamenn félagsins. Arnór segir sjálfur að nokkur vesturþýsk félög hafi talað við sig. Körfuknattleikur - úrvalsdeild: Haukarnir sitja enn uppi þjálfaralausir - eru að leita fyrir sér 1 Bandaríkjunum Körfuknattleikslið Hauka í Hafn- arfirði hefur enn ekki fengið þjálfara fyrir næsta keppnistímabil en Torfi Magnússon, sem stýrði Haukaliðinu seinni part síðasta keppnistímabils, er orðinn landshðsþjálfari. „Við erum búnir að ganga frá ráðn- ingu á alla flokka nema meistara- flokk karla. Við erum að leita í Bandaríkjunum að spilandi þjálfara fyrir næsta keppnistímabil en við erum með hugmyndir uppi um að ráða erlendan þjálfara á næsta ári sem eingöngu myndi einbeita sér að þjálfuninni en þar sem skammur tími er til stefnu nú leitum við að þjálfara sem myndi leika með hð- inu,“ sagði Ingvar Kristinsson, ný- skipaður formaður körfuknattleiks- deildar Hauka, sem nú er skipuð nýjum mönnum, í samtali við DV í gær. „Pétur Guðmundsson hefur verið að leita að leikmanni fyrir okkur og um helgina mun hann fara til Los Angeles og skoða leikmenn sem taka þátt í móti sem stendur til 12. ágúst, einnig hefur umboðsmaður okkar í Kentucky, Eddy Ford, verið að grennslast fyrir um leikmenn. Við erum að leita að leikmanni sem leik- ur í stöðu senters, er sterkur í vöm og sókn, og er um tveir metrar á hæö,“ sagði Ingvar. Lítið um breytingar Ekki verður mikið um breytingar á liði Hauka frá síðasta keppnistíma- bih. Þó er ívar Webster horfinn á braut og Bandaríkjamaöurinn Jonat- han Bow leikur ekki með hðinu þó svo að hann hafi lýst áhuga á að koma aftur. Að sögn Ingvars for- manns eiga margir ungir leikmenn félagsins eftir að fá að spreyta sig á næsta keppnistímabili enda er efni- viðurinn mikill hjá liðinu. Körfuknattleiksdeild Hauka hyggst fara að fordæmi nokkura fé- laga í knattspymu og handknattleik hér á landi að gera svokallaða leik- mannasamninga og aö sögn for- mannsins er stefnt aö því að gera samningana fyrir tímabilið sem hefst í haust. • ívar Ásgrímsson, leikmaður meistaraflokks Hauka og landsliðs- maður, hefur verið endurráðinn þjálfari meistaraflokks kvenna en undir hans stjórn hafnaði liðið í 2. sæti á íslandsmótinu á eftir ÍBK og lék til úrslita 1 bikarkeppninni. -GH Qpin hjóna og para- keppni í golfi verður haldin á Hólmsvelli í Leiru á fostudaginn. Keppendur verða ræstir út frá kl. 14 til 18. Nánari upplýsingar era í síma 92-14100. Þá verður golfklúbburinn Flúðír með sitt fyrsta opna golfmót á laugardaginn. Keppt verður með og án forgjafar í karla- og kvenna- flokki og þurfa væntanlegir þátt- takendur að panta rásnúmer á föstudaginn frá kl. 14 til 22 í síma 98-66750. Sigurður og Þráínn sigruðu Opna Coca Coia mótið var haldið fyrir skömmu á Hólmsvelli í Leiru. Úrsht á mótinuurðu þessi: Með forgjöf: 1. Sigurður Hafsteinsson, GR ....82 2. Magnús Hjörleifsson, GK...82 3. Ólafur Skúlason, GR.......83 Með forgjöf: 1. Þráinn Rósmundsson, GR....68 2. Baldur Brjánsson, GK......70 3. Birgir Halldórsson, GR....71 Þjálfari Svia latinn hætta Olle Nordin, landshðs- þjálfari Svia í knatt- spyrnu, hefur verið leystur frá störfum eft- ir slakt gengi sænska landsliðsins í heimsmeistarakeppninni á ítal- iu. Svíai' töpuðu öllum þremur leikjum sínum með sömu marka- tölu, 2-1, fyrir Brasilíu, Skotlandi og Costa Rica. Að sögn talsmanns sænska knattspymusambands- ins, Lai-s Ake Lagrell, var ákveð- iö, eftir fund 11 stjórnarmanna símleíðis á þriðjudaginn, að framlengja ekki sainning Nord- ins sem rann út 30. júní. Þjálfari unghngalandsliðs Svía, Nissan Andersson, mun leysa Nordin af til bráðabirgða en stjórn sænska knattspyrnusambandsins vonast til aö vera búin aö ráða nýja þjáif- ara fyrir vináttuleik Svía og Norömanna sem fram fer í Sta- vanger í Noregi 18. ágúst. V Drátturinní undanúrslitum á morgun Á morgun verður dregið í undan- úrshtum mjólkurbikarkeppninn- ar í knattspymu. Drátturinn fer fram í fundarherbergi kaffiteriu ÍSÍ í Laugardal og hefst kl. 12. Steve Cram ekki með á friðarleikunum Hlaupagikkurinn Steve Cram frá Englandi verður ekki með á friö- arleikunum sem hefjast í Seattle í næstu viku. Cram á við meiðsli að stríða og getur af þeim sökum ekki verið með. Cram sagðist í gær ekki taka neina áhættu því hann ætlaöi að fá sig góðan af meiðslunum fyrir Evrópumeist- aramótið í Split í Júgóslavíu í næsta mánuði. Völsungar unnu Dalvík - og Leiknir frá Fáskrúösfirði geröi 10 mörk gegn Neistanum í gærkvöldi var einn leikur í 3. deildinni. Á Húsavík léku Völsungur og Dalvík og sigruðu heimamenn, 2-1, eftir að þeir höfðu haft 1-0 for- ystu í leikhléi. Ásmundur Arnarsson og Helgi Helgason gerðu mörk Völs- unga en Arnar Freyr Jónsson skor- aði fyrir Dalvíkinga. Leiknismenn í markastuði Á Fáskrúðsfirði vora heimamenn í Leikni í miklu markastuði þegar þeir tóku á móti Neistanum og unnu 10-1. Albert Hansson gerði 4 mörk fyrir Leikni, Jakob Atlason og Helgi Inga- son tvö hvor og Ágúst Sigurðssra og Bergþór Friðriksson eitt hvor. Ómar Bragason skoraði eina mark Neist- ans. • Á Reyðarfirði unnu Valsmenn 3-2 sigur á Austra frá Eskifirði. Sindri Bjamason gerði tvö mörk fyr- ir Val og Svanur Stefánsson eitt. Fyrir Austra skoraðu þeir Vilhelm Jónsson og Sigurður Magnússon. • Sindri heldur toppsætinu eftir 1-3 sigur á útivelh gegn KSH. Þránd- ur Sigurðsson, Valur Sveinsson og Halldór Bragason gerðu mörkin fyrir Homfirðinga en Jónas Ólafsson gerði eina mark heimamanna. • Loks vann Höttur stórsigur á Stjömunni, 7-0, á Egilsstöðum. Har- aldur Haraldsson gerði þrennu, Hilmar Gunnlaugsson gerði tvö mörk og þeir Kjartan Guömundsson og Jóhann Sigurðsson eitt mark hvor. -RR/MJ/KH Tékkar stoppuðu loks þær sovésku Þessa dagana stendur yfir heimsmeistara- keppni kvenna í körfu- knattleik í Kuala Lumpur. í gær bar það helst til tíðinda að sovésku stúlkurnar töpuðu fyrir þeim tékknesku, 82-79. Sovésku stúJkurnar hafa verið nær ósigrandi á undanfórn- um áram og eru handhafar heims- og ólympíumeistaratitils. Þjóðunum í keppninni er skipt I tvo riðia og hafa bandarísku stúlkurnar forystu í: A-riðli en Júgóslavar í B-riðlí en þessar þjóðir eru taplausar í keppninni enn sem kornið er.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.