Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1990, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1990, Blaðsíða 9
9 FÖSTUDAGUR 27. JÚLlíæO. Utlönd „Slátrarinn frá Bagdad“ sýnir mátt sinn: Hvað vill Hussein? Saddam Hussein, forseti íraks, er í sjöunda himni yfir allri athyglinni sem beinist að honum þessa dag- ana. Með breiðu brosi tók hann á móti Hosni Mubarak, forseta Egyptalands, þegar sá síðamefndi kom á fund hans fyrr í vikunni. Framkoma íraksforseta þá bar ekki með sér að viðsjárvert ástand væri aö skapast við Persaflóa. En bak við læstar dyr er næsta víst að Hussein hafi sýnt hversu hann er megnugur. Arabískur stjómarerindreki lýsti viðræðum Husseins við Mubarak á þennan hátt: „Átakamiklar“. Yfirráð í Miðausturlöndum? Með því að ógna Kuwait, ná- grannaríki sínu, og senda herhð til landamæra ríkjanna hefur Huss- ein enn á ný vakið upp gamlan draug. Ætlar hann sér að ná yfir- ráðum í þessum heimshluta? Marg- ir fréttaskýrendur í Miðaustur- löndum telja að atburðir síðustu daga sýni að það sé einmitt tak- mark hans. íraksforseti hefur lýst því yfir að hann hafi ekki í hyggju að ráöast inn í Kuwait. Heino Kopietz, sér- fræðingur í málefnum Miðaustur- landa, segir að Hussein þurfi ekki að hemema þetta fámenna ná- grannaríki sitt því „flutningur her- manna til landamæranna er kúg- un“. „Svo lengi sem Hussein er við völd mun írak vera með yfirgang .. .hann htur á sjálfan sig sem sig- urvegara styrjaldarinnar við írak (1980-1988) og verndara Persaflóa og mun ekki víla neitt fyrir sér til að ná takmarki sínu," segir Kopietz og vísar til þess þegar írakar beittu efnavopnum á Kúrda á dögum Persaflóastríðsins. Sir John Moberley, annar sér- fræðingur í málefnum þessa heimshluta, segir að langtímatak- mark Husseins sé að írak verði í forystu Arabaríkja. Kopietz telur að Hussein líti lengra en bara til ríkjanna við Persaflóa. Kjarnorkuvopn í írak? Frá því að íran og írak undirrit- uðu vopnahlé árið 1988, eftir átta ára blóðug og mannskæð átök, hef- ur Hussein hvað eftir annað skotið Vesturlöndum skelk í bringu með herskáum og stóryrtum yfirlýsing- um, sem og eflingu herafla lands- ins, sem nú telur eina milljón her- manna, ekki síst á sviði efnavopna og langdrægra flugskeyta. Margir telja að auki að írakar séu að reyna að koma sér upp kjarn- orkusprengju. Því vísaði írakski forsetinn á bug i maí. Hann vhdi aftur á móti ekki svara því hvort írakar væru að reyna að afla sér þekkingar um kjamorkumál. í vor voru nokkrar manneskjur, bæði írakskar og breskar, hand- teknar á Heathrow-flugvelli vegna meintrar smygltilraunar. Þeim var gert að sök að reyna að smygla sprengihettum af sömu tegund og notaðar eru í kjarnorkuvopn. Flestir vestrænir stjórnarerindrek- ar telja þó að að minnsta kosti fimm ár séu þangað til írak eignast kjarnorkusprengju. Hótar ísrael í mars síðasthðnum tók mikil- mennskuæði írakska forsetans nýja stefnu. Hann vildi sýna um- heiminum að þrýstingur, hvort sem væri póhtískur eða efnahags- legur, dygði skammt hvað hann varðar. Blaðamaðurinn Farzad Bazoft var tekinn af lífi í írak þrátt fyrir aö bæði vinir og óvinir legðu aö Hussein að þyrma líf hans. Baz- oft var gefiö að sök að stunda njósn- ir. • Ein alvarlegasta hótun Husseins var þegar hann hótaði að beita efnavopnum gegn ísrael réðist hið síðamefnda á írak. Hann hefur þó Óhugnaði sló á heimsbyggðina þegar myndir frá efnavopnaárás íraka á Kúrda í bænum Halabja árið 1988 birtust. Þarna sýndi Hussein íraksforseti að viðurnefnið „slátrarinn frá Bagdad" var réttnefni. sagt að Irak muni ekki verða fyrri til að beita vopnum. En þessi hótun vakti ugg í bijóstum margra, bæði í Miðausturlöndum og Bandaríkj- unum og varð meðal annars til þess að. utanríkismálanefnd Bandaríkjaþings samþykkti tillögu um efnahagslegar þvinganir gegn írakstjóm. Þríþætt takmark Beri herkænska Husseins við Persaflóa nú árangur mun þaö færa honum þrennt, að mati stjórn- arerindreka. í fyrsta lagi gæti hann þvingað OPEC-ríkin, aðildarríki Samtaka ohuútflutningsríkja, til að hækka verð á olíu og færa þánnig tómum ríkiskassa íraks kærkomið fjármagn. I ööru lagi er hugsanlegt að honum takist þannig að fá felld- ar niður gífurlegar skuldir íraks við Kuwait, Saudi-Arabíu og Sam- einuðu arabísku furstadæmin. Nú, í þriðja lagi gæti þetta enn ýtt und- ir ímynd hans á alþjóðavettvangi sem valdamesti maður Arabaríkj- anna. Og þó hann nái ekki markmiðum sínum með þessum aðgerðum er ekki víst að það verði th aö draga úr honum móð. Hann gæti þess vegna reynt á nýjan leik, innan skamms. Virkur í pólitík Saddam Hussein fæddist þann 28. apríl 1937 í Tikrit, á bökkum Tigr- isárinnar. Faðir hans lést þegar Hussein var aðeins níu mánaða gamah og ólst hann upp hjá frænda sínum. Hann hóf ekki skólagöngu fyrr en hann var níu ára gamah. Atján ára að aldri fluttist hann th Bagdad og gerðist virkur í stú- dentapóhtík. Hann átti þátt 1 uppreisninni gegn stjóm landsins, sem þá var höll undir Breta, árið 1956. Á þeim tíma höfðu Bretar yfirumsjón með írak en þeir höfðu tryggt sér umboð Þjóðabandalagsins, forvera Sam- einuöu þjóðanna, til að stjórna landinu í kjölfar fyrri heimsstyrj- aldarinnar. írak varð síðan sjálf- stæð þjóð árið 1932. Eftir að hafa tekið þátt í uppreisn- arthrauninni árið 1956 gekk Huss- ein th hös við Baath-flokkinn og var valinn til að taka þátt í að myrða þáverandi forsætisráð- herra, Abdel Karim Kassem. Upp komst um áformin og Hussein flúði th Egyptalands og Sýrlands. Árið 1963 sneri hann heim á ný þegar Baath-flokkurinn hrifsaði völdin. Það reyndist skammvinn stjóm. Flokknum var steypt af stóh og níu mánuöum síðar var Hussein á flótta á ný. Deilur iraks og Kuwait hafa aukið mjög spennuna við Persaflóa. Hann átti þátt í að skipuleggja uppreisnina 17. júh 1968. Þeirri uppreisn lauk með sigri Baath- flokksins. Áratug síðar var Huss- ein orðinn forseti landsins, forsæt- isráðherra, yfirmaður hersins, for- seti byltingarráðsins og forystu- maður Baath-flokksins. Harðstjóri Saddam Hussein stjórnar írak með harðri hendi, kúgunum og ógnunum. Á bak við hann stendur mihjón manna herinn, tryggur og trúr yfirmanni sínum, auk þús- unda uppljóstrara í þjóðfélaginu og launmorðingja. Margir fréttaskýrendur óttast aö Saddam, sem margir kaha „slátrar- ann frá Bagdad", geri hvað sem er th að ná takmarki sínu. í mars árið 1988 sýndi Hussein að þetta viður- nefni, „slátrarinn frá Bagdad“, væri réttnefni en þá beittu her- menn hans efnavopnum á Kúrda í írakska bænum Halabja með þeim afleiðingum að hundruð, ef ekki þúsundir, manna, kvenna og barna létu lífiö. Heimildir m.a Reuter Saddam Hussein, forseti iraks, stjórnar landi sinu harðri hendi. Simamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.